Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 11
Helgin 7. — 8. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Fleira skiliö eftir en gull og gimsteinar Hollensku skipbrotsmenn- irnir skildu fleira eftir sig en gull og gimsteina austur i Skaftafellssýslu. Þessa frásögn er aö finna i al- þingisbókum tslands árið 1669: ,,Var upplesið i lögríttu skrif og framburður sýslu- mannsins Einars Þorsteins- sonar um þá kvensnipt Ragnhildi Jónsdóttur i hans sýslu, er nú i vetur barn alið hafi og það kennt Pétri Jakobssyni, sem verið hafi á þvi hollenska Ost-Indiafari, en maðurinn nú burtsigldur Hér upp á svöruðu lögmenn og lögréttumenn, að þeir kynnu ekki að sjá, að konan skyldi að sinni eið sverja upp á sina sögu eða fyrr en til álita komi, að þar um nauð- synjandi, þvi ei bæri að leggja nafns guðs við hé- góma.” sem nú gerist um skipsflök á ströndum Skaftafellssýslna. Skaftfellingar hafa lagt hart að sér Sveinn Pálsson segir 1793, að „mestur hluti farmsins, sem var mjög verðmætur, náðist og einnig yfirbygging skipsins, en hitt allt og þar með kjölfestan, sem var blý og kopar, lenti í ánni og sökk á kaf í sand“. Sveinn er einn um að fullyrða nokkuð um verðmæta björgun og tjón og hafa heimdildamenn hans á Skaftafelli vafalaust verið sann- fróðir um endalok og innihald skipsflaksins. Samtíðarannálar bera þess vitni, að menn vissu hér á landi þegar í upphafi, hvað í skipinu var: gull, perlur, silfur, kopar, eðalsteinar og mikill auður af dýru líni. „Þeir hol- lensku fluttu varninginn að aust- an“7 segir Fitjaannáll og bætir við: „Voru sýslumenn fyrir austan tilskyldaðir að flytja varninginn til Bessastaða". „Var svo af varningi flutt mikið til Bessastaða, bæði um haustið og veturinn" (Kjósarannáll). „Otto Bielke fékk heilan hóp af þessa skips inni hafandi góssi" (Ár- ni Magnússon). „Commendanten Otte reiknaði þetta fyrir vogrek og kóngsfé og skikkaði strengilega sýslumönnum að flytja það til Bessastaða, og vissi hann best, hvað þá varð af því; komu þó eigi öll kurl til grafar", segir Jón Halldórsson í Hirðstjóra- annál. í samantekt sinni segir Björn Þorsteinsson: „Það er eflaust, að menn hat'a komist út í skipið eftir strandið og bjargað þaðan hinu verðmætasta í gulli og gimsteinum, þótt þeir hafi ekki flutt þann varning í smálestum yfir ár og sanda. Hins vegar hafa byssur og kjölfestan orðið eftir, og þá námu reyndu Skaftfellingar að nýta næstu öldina á eftir og rúm- lega það. Engir menn hafa vitað betur en þeir, hvað í skipinu var, og gefur þá auga leið, að þeir hafa lagt hart að sér við björgunarstarfið. Eftirtektarverðasta staðreyndin varðandi þetta strand virðist vera sú, að sandelgur Skaftárþings mun þá ekki til orðinn, og í fulla öld lá Het Wapen van Amsterdam á Sandfjöru ofan sands og sjávar að- gengilegt oft um stórstraums- fjöru“. GFr Sýning á dönsku postulíni Danir eiga mjög rótgróna og gamla hefö í postulínsgerð og eru tvær verksmiðjur í Dan- mörku á elstum og rótgrónust- um merg í þeim efnum, Kon- unglega postulínsverksmiðjan og Bing & Gröndal. Síðar- nefnda verksmiðjan mun nú í lok mánaðarins, 26.-30. ágúst n.k. efna til umfangsmikils sýn- ingahalds víða um land ogverð ur stærsta sýningin að Kjarv- alsstöðum í Reykjavík. Einnig verða sérsýningar hjá umboðs- mönnum víða um land. Postulmsverksmiðj a Bings & Gröndals að Vesterbrogade 149 í Kaupmannahöfn. Fremst á myndinni er safnið. Fyrir aftan það er að- alverksmiðjuhúsið frá 1853. leiddur hjá Bing &Gröndal árið 1895; ásamt merkum munum frá núverandi framleiðslu meðal ann- ars heildarsamstæða af hinu þekkta „Mávastelli" frá aldamótum, um það bil 100 hlutir. f tengslum við sýninguna að Kjarvalsstöðum verður starfandi lítil deild frá postulínsverksmiðj- unni í Kaupmannahöfn þar sem einn af postulínsmálurunum frá Bing &Gröndal mun sýna hvernig handskreytingin er unnin að gam- alli hefð, en það er annars aðeins hægt að sjá í verksmiðjunni sjálfri í Kaupmannahöfn. Á sýningunni að Kjarvalsstöð- um verða sjaldgæfir munir frá fyrstu árum postulínsverksmiðj- unnar; sérunnin listaverk eftir nú- tíma listamenn; heildarsafn af jóla plöttum ; þar á meðal fyrsti jóla- píatti heimsins sem var fram- Mikið um að vera hjá KR-ingum á sunnudaginn KR-dagurinn 1982 verður sunn- udaginn 8.ágúst. Dagskrá verður með hefðbundnum hætti, keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum og að sjálfsögðu munu KR-konur sjá um kaffi- og veitingasölu allan daginn. Keppni á félagssvæðinu hefst kl.13.30 og lýkur um kl. 17. Aðal- hluti dagskrárinnar verður Pepsi- mótið í knattspyrnu 1982. Þar er um að ræða tvö fjögurra liða mót í ó.flokki a og b. KR, Stjarnan, Vík- ingur og Próttur keppa um hin veglegustu verðlaun sem Sanitas hf. veitir. Pepsi-mótið stendur yfir allan tímann á grasvöllum 1 og 2 en á grasvelli 3 verða leikir í 4. og 5.flokki, auk leiks meistaraflokks kvenna gegn stjórn knattspyrnu- deildar en hann er á dagskrá kl.15.10 í stærri íþróttasal hefst hand- knattleikur kl. 13.30 og leikið í 2.flokki kvenna, meistaraflokki og 4.flokki karla. Á sama tíma verður körfuknattleikur í minni fþrótta- salnum, kl. 14 verður þar badmint- on, kl. 15 fimleikar og kl. 15.30 borðtennis. Allir áhugamenn um félags- og íþróttamál eru boðnir velkomnir, en sérstaklega forráðamenn ungra KR-inga auk annarra félaga. Pétur Stefánsson með sýningu í gær opnaði Pétur Stefánsson myndlistarmaður sýningu í Gallerí Austurstræti 8. Þar sýnir Pétur malerísk, ljóðræn prentverk. Pétur er nýútskrifaður úr Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sýningin stendur óákveðinn tíma og hún er opin -allan sólarhringinn. Dúkur frá Yfir fjörutiu ára sérhæfing i sölu veggfóðurs og gólfdúka tryggir viðskiptavinum vorum holl ráð og fullkomna þjónustu. Úrval af munstrum, litum og tegundum auk allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til dúklagninga. CGFOSRRRIKH* Hverfisgötu 34 - Reykjavík Sími 14484 - 13150 Úrval af málningu og málningar* vörum C 4 ENDURBÆTT HUSNÆÐI BETRI ÞJÓNUSTA LÍTIÐ VIÐ Heimilið verður fallegra með veggfóðrinu viðurkennda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.