Þjóðviljinn - 04.09.1982, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. september 1982
Skrítið Og
skondið
í slæmu veöri kom kerling til'
kirkju sinnar, og er hún kemur á
staðinn, fer hún inn i bæjardyrnar
og hittir þar prest og heilsar hon-
um. Prestur tekjur kveðju kerl-
ingar, og undrar hann, að hún
skyldi koma i svo slæmu veðri og
segir: ,,Þú átt vist eitthvert brýnt
erindi, að þú skyldir koma ■
núna?” „Já”, segir kerling: ,,ég
frétti, að hérna væri nýborin kýr,
og hefði átt skrltilega litan kálf,
og langaði mig til að sjá hann, áð-
ur en hann væri skorinn”. „Attir
þú ekki annað erindi?” mælti
prestur. ,,Ó nei! Ekki sem ég get
talið”. ,,Þú hefur máske ætlað að
ganga til altaris?” sagði prestur.
,,Ó já! það var nú áformið”, kvað
kerling.
Ólafur hét maður, ungur og ó-
kvæntur. Hann þótti þungur til
vinnu og svifaseinn. Eitt sinn var
hann við kirkju við embættisgjörð
og leiddist honum, hversu oft hann
þurfti að standa upp og setjast nið-
ur. En er leið að því, að prestur
blessaði yfir söfnuðinn, mælti
hann: “Aldrei er friður! Nú á að
fara að blessa!"
Bóndi sat í smiðju sinni að smíð-
um og kynti steinkolum. Hann sér
út um dyrnar ferðamann detta ofan
um ís á á, sem rann fyrir neðan
túnið. Hann hleypur til og fær
bjargað manninum, en með litlu
sem engu lífsmarki, ber hann heim
í smiðju og fer að reyna að láta
hann vitkast: leggur hann í því
skyni ofan á aflinn á grúfu og vissi
höfuðið fram, en glóðin fyrir aflin-
um beint undir vitum hans. Eftir
nokkra stund tekur maðurinn að
kippast við og vitkast, lýkur upp
augunum, sér eldinn og finnur kol-
areykinn; verður honum þá þetta
að orði: „Það grunaöi mig lengi, að
hérna mundi ég lenda".
Um síðustu helgi var
ilmandi sumarveður. Það
var áður en haustið skall á
með útsynningi og rign-
ingu. Reykvíkingar
streymdu á bílunum sínum
út úr bænum á laugardegi
og í bæinn aftur á sunnu-
degi. Út um gluggann
heima hjá mér í Hraunbæ
gat að líta sleitulausa bíla-
lestá Bæjarhálsi og Suður-
landsvegi. Margir hafa
örugglega verið að fara í
berjamó, sumir í Heið-
mörk, en aðrir austur í
sveitir eða jafnvel enn
lengra.
Viö tslendingar álitum að allt
sé best sem kostar mikla peninga
eða er nógu langt i burtu. Okkur
vill gleymast að mörg úthverfi
Reykjavikur eru reist á fallegu og
góðu berjalandi. Sjálfur ákvað
ég aö kanna holtin og móana á
sprungusvæðinu hræðilega við
Rauðavatn og þar i grennd og láta
það ferðalag nægja mér um þessa
ágætu helgi.
É)g komst aldrei svo langt. Ég
gekk út úr húsi minu og stefndi
áleiðis að brennivinsbrugghúsinu
og kóka kóla-verksmiðjunni sem
Staðurinn minn
reist eru á besta útsýnisstaðnum i
Árbæjarhverfinu handan Suður-
landsvegar. í Borgarmýrinni bak
við þau eru að risa enn fleiri
verksmiðjur með útsýn yfir
Akrafjall, Skarðsheiði, Esju og
Sundin. Búið er að ryðja upp mik-
illi mold á þessum slóðum og ekki
fagurt um aö litast.
En þó er þarna ósnertur mói á
dálitilli skák milii brennivinsins
og Þýsk-islenska verslunar-
félagsins. Hafði ég ekki fyrr stigið
fæti minum i hann en hvarvetna
fór aö glytta i blátt og svart.
Þarna var morandi i berjum að-
eins 5 minútna gang frá heimili
minu.
Ég hafði verið svo fyrirhyggju-
samur að hafa með mér plast-
poka og áður en ég vissi lá ég
skoröaður milli þúfna og var
byrjaður að tina bláber af kappi.
Þarna i útjaðri mörg þúsund
manna byggðar hafði engum
dottið i hug að tina ber nema
e.t.v. nokkrum hröfnum. Mann-
fólkið kýs fremur að fara i ör-
tröðina austur i Grafning eða
Grimsnes.
Eg undi mér drjúglanga stund
inn á milli verksmiðjukumbald-
anna og gleymdi mér gjörsam-
lega. Veðrið var dæilegt þó að
hitastigið væri ekki mjög hátt.
Sólin glennti sig látlaust og hitaði
mér i andliti i hvert sinn sem ég
leit upp en svalur andvari strauk
kinn. t fjarska glampaði á sjóinn
og skuggarnir i bláum fjöllunum
tóku sifelldum breytingum.
Fyrst i stað fauk plastpokinn til
og frá i golunni en eftir þvi sem
meir kom i hann varð hann stöð-
ugri og ekki leið á löngu þar til ég
var búinn að tina vænan slatta i
hann. Þá lét ég staðar numið og i
stað þess að halda áfram könn-
unarleiðangri minum upp á
sprungusvæðin hættulegu hljóp
ég i spretti þennan stutta spöl
heim — sigri hrósandi eins og lit-
ill krakki og ákafur að sýna feng
minn.
Um kvöldið var hátið i bænum.
Bláberin fylltu heila skái og voru
étin með rjóma og sykri. Ég ætla
engum að segja hvar ég fann þau.
Það er staðurinn minn.
Guðjón
r i tstjjórnar grei n Árni
m j Bergmann
Kenning og framkvæmd iy? skrifar:
Þegar einhver Sjálfstæðismað-
urinn er að þvi spurður hvað hann
vilji helst til bragðs taka I efna-
hagsmálum þá er hann alla jafna
ekki lengi að hugsa sig um. Þaö
verður að hætta þessum rikisaf-
skiptum, þessu opinbera kukli
sem mest, segir hann. Það verður
að láta lögmál markaðarins njóta
sin. Það verður að hætta fyrir-
greiðslupólitik og setja Frjálsa
samkeppni viðstýrið á skútunni.
Þetta er kenning sem hefur verið
itrekuð með mismunandi þungum
áherslum um langar aldur — en
nú á siðari misserum, á valda-
dögum Thatchers og Reagans, er
henni haldið fram af alveg sér-
stöku kappi. Varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, Friðrik Sófusson,
hafði boðskapinn lika á lofti i við-
tali i Dagblaðsvisinum um dag-
inn, þegar hann var spurður að
þvi hvað gera skyldi i efnahags-
vandamálunum. Bjóst enginn við
öðru.
Dæmi frá
Akureyri
Nú vikur sögunni norður til Ak-
ureyrar. Þar situr annar Sjálf-
stæðismaður, Jón G. Sólnes, sem
að visu er ekki lengur á þingi —
reyndar veldur þar mestu um
óvenjulega djörf framganga i
einkaframtaki, en það er annað
mál. Sólnes er að velta fyrir sér
efnahagsvanda Akureyrar i Sjálf-
stæðisblaðinu tslendingi. Þar er
svo mál með vexti, aö Útgerðar-
félag Akureyrar hefur tekið tog-
ara úr umferð og vill annan i
staðinn. Á sama tima er Slippstöð
Akureyrar i vandræðum vegna
verkefnaskorts. Útgeröarfélagiö
vill hinsvegar helst ekki leggja i
nýsmiði vegna mikils kostnaðar.
Sólnes segir i leiðara um málið:
,,Sú skoðun virðist þvi vera ráö-
andi hjá stjórnendum Ú.A. að
réttara sé að leita eftir einhverju
notuðu skipi, sem fengist á lægra
veröi til að leysa endurnýjunar-
þörf flota félagsins. Hér skal þvi
haldið fram, aö þessi afstaða
stjórnenda Ú.A. sé mjög vafa-
söm, að ekki sé meira sagt.
Litum nánar á staðreyndir.
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.
þarf viðbót við togaraflota sinn.
Slippstöðina hf. vantar nauð-
synlega nýsmiðaverkefni og i þvi
sambandi má benda á að atvinnu
horfur á næstunni eru ekki alltof
góðar.
Miðað við þátt bæjarbúa al-
mennt i uppbyggingu umræddra
fyrirtækja, og þá alveg sérstak-
lega að þvi er snertir ú.A. en það
voru umstalsverðar upphæðir
sem lagðar voru á bæjarbúa til
þess i fyrsta lagi að koma þvi fyr-
irtæki af stað i upphafi og i öðru
lagi til þess að hjálpa félaginu i
sambandi við erfiðleikaár i
rekstri þess, þá er það mikil rétt-
lætiskrafa sem áreiðanlega er
studd af yfirgnæfandi meirihluta
ibúa bæjarins að nú þegar verði
gerður samningur við Slippstöð-
ina um smiði nýs togara fyrir
Ú.A. Með þvi að slikur nýsmiða-
samningur verði gerður er mörk-
uð sú stefna að bæjarbúar al-
mennt sameiginlega takist á við
mikinn vanda sem viö er að etja i
sambandi við atvinnumálin i
bænum.
Það mun áreiðanlega ekki
standa á bæjaryfirvöldum, nú
sem fyrr aö koma til aðstoðar við
Ú.A. ef um timabundna erfiðleika
kynni að verða að ræða i sam-
bandi við lausafjárstöðu félagsins
vegna umræddrar nýsmiði.”
Misræmi
1 sem stystu máli sagt: Útgerð-
arfélagið á að panta skip hjá
Slippstöðinni þótt markaðslög-
málin gefi það upp, að það sé
óhagkvæmt og hægt væri að fá
notað skip á miklu lægra verði.
Óhagræöiö munu bæjarbúar
borga úr sameiginlegum sjóði.
Röksemdirnar fyrir sliku hátta-
lagi eru þær i leiðara Sjálfstæðis-
blaðsins, að hægt sé að reikna
dæmið öðruvisi en i rekstrar-
reikningum eins fyrirtækis. Það
sé hægt að reikna það i atvinnuör-
yggi i bænum, i þvi að bæjarbúar
eigi sér „samtvinnaða hags-
muni” eins og Jón G. Sólnes
kemst að orði fyrr i grein sinni.
Og er margt til i þvi.
En það sem einn höfuðpaur
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
er að ráðleggja grönnum slnum i
raunverulegum vanda er einmitt
eitt af þvi sem markaðshyggjan
bannar þeim að mæla með I al-
mennri umræðu um lausnir og
leiðir.
Vegna þess að kenningin um
agagildi markaðslögmála og um
skaðsemi opinberrar fyrir-
greiðslu við rekstur — sú kenning
segir, að ráð eins og þau sem Jón
G. Sólnes gefur Akureyringum sé
einskonar sósialismus eða þaðan
af verra Sumir likja slikum úr-
ræðum við hægfara krabbamein.
Það getur verið ansi langt milli
orðs og borðs.
Hitt er svo annað mál hvað
sósialistar vilja segja um mál
eins og þetta. Hér er, eins og i
mörgum dæmum öðrum, um aö
ræða það undarlega afkvæmi svo-
kallaðs blandaðs hagkerfis, að
það sem arövænlegt er skal
áfram i einkarekstri, en töpin
skulu þjóðnýtt — i nafni almanna-
heilla. Þaö sem lærisveinar
Friedmans kalla hægfara
sósialisma getum viö meöfullum
rétti kallað pilsfaldakapitalisma.
AB