Þjóðviljinn - 04.09.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 04.09.1982, Side 16
16 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. september 1982 Þorsteinn frá Hamri skrifar TELFDU í TÚNI” * Taflmaður Ur rostungstönn frá 12. öld. Varðveittur á Þjóð- minjasafninu i Kaupmanna- höfn. 1. Tefldu í túni, teitir voru, var þeim vettergis vant úr gulli, unz þrjár komu þursa meyjar ámáttkar mjög úr Jötunheimum. 1 þessu erindi Völuspár, svo og undir lok kvæðisins, þegar undursamlegar gullnar töflur i grasi finnast, mun átt við hið forna hneftafl, þarsem töflum var skipt i tvo flokka mislita, og vöröu aörar hnefann, en hinar sóttu. Um skák, skáktafl, manntafl eöa mannskák er snemma getið hérlendis, en raunar mun ekki allsstaöar ljóst þarsem getið er um tafl, að þar sé átt við skáktafl. Menn hyggja nú aö skáklist hafi borizt hingað á 12. öld siðla, og þá frá Englandi. Fram að þvi hefur þvi tiðkazt hneftafliö forna. „Jafnan skemmtu þau Helga sér að tafli og Gunnlaugur”, segir i Gunnlaugs sögu ormstúngu. 1 Grettis sögu segir frá þvi er Þorbjörn öngull sat að tafli, og gekk stjúpmóðir hans hjá, en henni var illa til stjúpbarna sinna og verst til Þorbjarnar, þvi að hann var illfengur og ófyrirleitinn. Hún sá ,,aö hann tefldi hneftafl: það var stórt halatafl. Henni þótti hann óþrifinn, og kastaði að honum nokkrum orðum, en hann svaraði illa. Hún greip þá upp töflina og setti halann á kinnbein Þorbirni, og hljóp af i augað, svo að úti lá á kinninni. Hann hljóp upp og þreif til hennar óþyrmilega, svo að hún lagðist i rekkju af, og af þvi dó hún siðan.” Meö halatafli mun hér átt við, að töflurnar hafi mjókkað upp i odd, ellegar hitt aö hali eöa fótur hafi gengið niöur úr töflunum til aö festa þær i taflboröiö. Forn töfl hafa fundizt i kumlum á Norðurlöndum, og hinar fyrstu minjar, sem bárust islenzka forngripasafninu voru hneftafl úr forn- mannskufli aö Baldursheimi i Mývatns- sveit. Her fara á eftir tvær fornar frásagnir þarsem skáktafl kemur við sögu á örlaga- rikan hátt. önnur þeirra gerist i Bræðra- tungu hjá Gissuri Þorvaldssyni fyrsta veturinn sem Þorgils skarði Böðvarsson dveiur hjá honum, þá fimmtán vetra gam- all. ,,Sá atburöur varð þar, að þá skildi á um tafl, Þorgils Böövarsson og Sám Magnús- son, frænda Gissurar. Vildi Sámur bera aftur riddara, er hann hafði teflt i uppnám, en Þorgils lét þvi ekki ná. Mæltust þeir þá við heldur stuttlega. Þá lagði til Markús Marðarson, að aftur skyldi bera riddarann, ,,og látið ykkur eigi á skilja um tafl.” Þorgils sagðist eigi fyrir hans orð mundu gera, og svarfaði taflinu og lét i punginn og stóð upp og laust við eyra Sámi, svo aö blæddi, og mælti við: „Mikið er það að vita, að vér skulum nú engan hlut þora aö halda til jafns við frændur Gissurar.” Þá var fram hlaupið og sagt Gissuri, og kom hann innar og spurði hvort Sámur þyrði eigi að hefna sin. Þau Guttormur og Gróa höfðu setiö á palli, er Gissur kom i stofu, og heyrðu að hann andsakaði sveinana reiðu- lega. Gengu þau til og prestur með þeim. Þorgils svarar Gissuri heldur skapraunar- samlega. — Gróa tók I hönd Gissuri og mælti: „Hvi lætur þú svo reiðulega? Mér þætti þú eiga fyrir að svara, þótt hann heföi það nokkuö gert, er bótþurfa væri. „Gissur svarar: „Eigi vil ég á þessu þinn dóm.” Hún svarar: „Ég skal þá bæta, ef þarf.” Leiddu þau Þorgils á brott, og báðu þau hann vel svara Gissuri, en Þorgils kvaðst það eigi mundu gera. Lögðu þá margir til og kölluöu þetta vera bernskubragð. Féll það þá niður, og var Gissur færri við Þor- gils en áður.” Snorri Sturluson segir svo frá skiptum Knúts konungs og Olfs jarls Sprakaleggs- sonar i Ólafs sögu helga: „Knútur konungur reiö upp til Hróiskeldu dag hinn næsta fyrir Mikjálsmessu og með honum sveit mikil manna. En þar haföi gert veizlu í móti honum Úlfur jarl, mágur hans. Veitti jarl ailkappsamlega og var all- kátur. Konungur var fámálugur og heldur ófrýnn. Jarl orti orða á hann og leitaöi þeirra málsenda, er hann vætti aö konungi myndi bezt þykja. Konungur svarar fáu. Þá spurði jarl, ef hann vildi leika aö skáktafli. Hann játti þvi.-----En er þeir iéku að skáktafli, Knútur konungur og Úlfur jarl, þá lék konungur fingurbrjót mikinn. Þá skækti jarl af honum riddara. Konungur bar aftur tafl hans og segir, aö hann skyldi annað leika. Jarl reiddist og skaut niður taflborðinu, stóð upp og gekk i brott. Kon- ungur mælti: „Rennur þú nú, Úlfur hinn ragi”. Jarl sneri aftur við dyrin og mælti: „Lengra myndir þú renna i Ánni helgu, ef þú kæmir þvi við. Kallaðir þú eigi þá Úlf hinn raga, er eg lagði til aö hjálpa þér, er Sviar börðu yður sem hunda.” Gekk jarl þá út og fór til svefns. Litlu siðar gekk kon- ungur aö sofa. Eftir um morguninn, þá er konungur klæddist, þá mælti hann við skó- sveinsinn: „Gakk þú”, segir hann, „til Úlfs jarls og drep hann”. Sveinninn gekk og var á brott um hrið og kom aftur. Þá mælti kon- ungur: „Drapstu jarl?” Hann svarar: „Eigi drap eg hann þvi að hann var geng- inn til Lúciuskirkju”. — Maður hét Ivar hviti, norrænn aö kyni Hann var þá hirð- maður Knúts konungs og herbergismaður hans. Konungur mælti til Ivars: „Gakk þú og drep jarl”. Ivar gekk til kirkju og innar i kórinn og lagði þar sverði I gegnum jarl. Fékk þar úlfur jarl bana. Ivar gekk til kon- ungs og hafði sverðið blóðugt i hendi. Kon- ungur spurði: „Drapstu nú jarl?” tvar svarar: „Nú drap eg hann”. „Vel gerðir þú þá”, kvaö hann”. Skák virðist þannig snemma talin til kon- unglegra iþrótta. „Tafl em eg ör að efla — iþróttir kann eg niu”, kveður Rögn- valdur jarl kali. 1 ævintýrunum tefla kóng- arnir á gulltafl, og meðal þeirra þrauta sem menn eru látnir leysa I ævintýrum og tröllasögum, er að sækja slik undratöfl i óvættagreipar. Sennilega hefur þaö verið allfagurt tafl sem þeir tefldu áum frú og fagra gripi, Hlöövir konungur og Hirt- ingur jarl, sem raunar var frúin sjálf dul- búin — i sögunni af Bragöa-Mdgúsi. Hirt- ingur jarl sigrar konung i þrem skákum, fyrst meö hróksmáti, siðan peðsmáti og loks fretstertsmáti, sem mun hafa þótt hið hraklegasta. Þar með var ekki að fullu iokið skákmennt Hlöövis konungs. Siðar i sögunni skorar hann á Rögnvald, einn af sonum Amunda jarls, að tefla viö sig og hótar honum lifláti ella; er sú frásögn hin ágætasta, einsog raunar sagan öll, full af kjarnyrðum og skemmtan. 2. Fallega spillir frillan skollans öllu, frúin sú, sem þú hefur nú að snúa, heiman læmist hamin I slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók úr flóka, riddarinn staddur, reiddur, leiddur, hræddur reiður veður með ógeð að peði, biskups háskinn blöskrar nizkum húska, viö bekkinn gekk, svo hrekkinn þekkir ekki. Visa þessi hefur ýmist veriö eignuð Stef- áni presti ólafssyni I Vallanesi og Guð- mundi skáldi Bergþórssyni — og enn hefur það verið fært I frásögur, aö Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskups Sveinssonar hafi kveðið visuna til aö hjálpa manni sem fór halloka i skák fyrir föður hennar. Ólafur Daviösson fræöimaöur skrifar margt um skáktafl meðal alþýðu á siðari öldum: „Skáktafl hefir sjálfsagt verið alltitt á 16,—17. öld, en þó nær það engri átt, sem Blefken segir I pésa sinum um ísland, að Is- lendingar liggi i rúminu marga daga um vetrartimann og tefli skáktafl. Það er ef- laust lika orðum aukið, sem Peder Claussön segir, að Islendingar séu svo ágætir skákmenn að þeir séu stundum nokkrar vikur með taflið, þótt þeir tefli á hverjum degi.-----Jón Þorkelsson (Thor- killius) getur þess, að skák sé farin að leggjast niöur á Islandi og Horrebow segir, að ekki verði sagt, aö Islendingar tefli mikið skák, en þó sé skáktafl tiðara á Is- Kostungstennur voru gjarnan fluttar út frá Grænlandi. Þessi hrókur er frá 12. öld og varðveittur i Þjóðminjasafninu I Kaup- mannahöfn. landi en i Danmörku. Eggert Ólafsson segir hvergi beinlinis að skák sé tefld mikið á Is- landi, og hann tekur það fram, að teninga- töfl séu tiðari en skáktafl, og að fáir kunni skáktafl i Gullbringusýslu, en aftur segir hann að orð fari af Vestfirðingum, bæöi háum og lágum, fyrir skáklist þeirra. Jón ólafsson (þ.e. Jón Grunnvikingur) segir að margir telji Islendinga meiri skákmenn en aörar þjóðir, en hann getur þess ekki hvort þessir „margir” eru Islendingar sjálfir eða útlendingar. Líklega á hann þó við útlend- inga, þvi Islendingar hafa haft mikiö skák- orö á sér i útlöndum. Uno von Troil segir þannig, að Islendingar séu nafntogaðir fyrir skáklist sina, og sama er sagt i fjölda af ferðabókum, sem ekki er þörf á að geta hér um. Islendingar hafa skákorö á sér enn i dag i útlöndum og er nóg að taka það fram,sem prófessor Willard Fiskesegir, aö skáktafl muni hvergi vera jafntitt og á Is- landi. Einkum segist hann hafa heyrt, að Grimseyingar séu ágætir skákmenn; sem hefur fræðimaður einn skrifað mér, sem var nákunnugur i Eyjafjarðarsýslu um og eftir miöja öldina, en ekki hefi ég heyrt þess getið nyrðra. — Það er eflaust satt að skák hafi verið og sé tiðari á Islandi, að tiltölu, en öörum löndum, en ekki af þvi að hún sé tefld þar svo mikið, heldur af þvi að hún er tefld svo litið i útlöndum til þess að gjöra. Þar sem ég þekki til á Noröurlandi, er skáktafl teflt mjög litið, og þori ég að full- yrða að fjöldi fólks kann ekki einu sinni mannganginn. Annað er það sem eflaust á mikinn þátt i skákorði þvi, sem tslendingar hafa, en það er að alþýða manna á tslandi kann ekki siður að tefla en lærðu mennirnir. 1 útlöndum eru það skákfélög sem tefla mest, og svo heldra fólkið, en fjöldinn af al- þýðunni veit ekki einu sinni hvað skáktafl er. Þegar útlendingar koma nú heim til Is- lands og reka sig af hendingu á óbrotið bændafólk sem kann að tefla, þá veröa þeir öldungis hissa og halda að allir Islendingar séu meiri og minni skákmenn. Svona held ég að standi á skákorði þvi, sem tslend- ingar hafa i útlöndum. — Sóknalýsingar bera það lika með sér, aö skáktafl sé ekki titt á tslandi um þessar mundir. Það er ekki minnzt á tafl nema i hér um bil þriðja parti af þeim, og er viða tekið fram, að fáir kunni að tefla. Þar eru nefnd: skáktafl (mann- skák), kotra, mylna og refskák, og taka sumir prestarnir það frám, að skáktafl sé litið tiökaö, en hin töflin meira, einkum mylna og refskák. Það er aðeins einn staður, sem eg hefi rekið mig á, þar sem þess er getiö, að skáktafl hafi færzt I vöxt á Islandi. Það stendur i Norðanfara, aö tafl og spil hafi hvorttveggja veriö „brúkað” fyrir 1840, þótt meir yrði siðar. Hér er reyndar ekki nefnt skáktafl, en eg geng þó að þvi visu, að áttsé við það, þvi skáktafl er oftast kallað aðeins tafl. Þetta getur ekki veriörétt, nema að svo miklu leyti sem þaö nær til spilanna, þvi það er vist, aö skáktafl er langt frá þvi að vera algengt nú á Is- landi. — Þaö er merkilegt hve sjaldan er getið um góða skákmenn i Islenzkum ritum. Það er eins og þeir hafi annaðhvort ekki veriö til, eða minni frægð hafi þótt aö bera af öörum i skáktafli en glimum, sundi og stökkfimi.----Talsvert er til af málshátt- um og orötækjum sem dregin eru af skák- tafli, og þekki eg þetta af þvi tagi: Auðurinn bætir alla skák, ef ei er mát á borði. Ein bót nægir i senn, segja allir skák- menn. Hrókar með riddara á milli sfn. Þessir taflmenn eru frá ísle of Lewis og taldir norrænir að uppruna. Takiðeftir að hrókurinn lengst til hægri bitur i skjaldarrönd (National Museum af Antiquities of Scot- land) Helgin 4.-5. september 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 17 10. aldar biskup úr tafli frá Eng- ilsöxum, gerður úr hvalbeini (britist Museuni) Kóngur úr tafli frá 12. öld. Þessi gripur er talinn frá N-Evrópu og var seldur á uppboði hjá Sothe- by’s í London i júni 1978. Taflmenn i Þjóðminjasafni islands. Ofar eru menn úr hvalbeini um 300 ára gamlir. Neðar eru taflmenn úr búrhvalstönn, rostungstönn og hreindýrshorni. Þeir eru ekki alveg samstæðir en hafa verið notaðir saman. Ljósm.: gel. Oft fær sá mát, sem menntina ber hærri. Oft mátar slinni slóttugan taflmann. Skýzt um skák hverja. Það er skák og jafntefli, ef báöir bera minnkun úr málunum. Þú skákar fyrr en þú mátar (i hróks- valdi). Auk þess eru ýms orðtæki dregin af skák- tafli, og man eg þessi: aö vera kominn i mát með eitthvað, aö standast, þola ekki mátiö, að skáka i hróksvaldi, aö skáka i skjóli einhvers, eitthvað bætir úr skák”. Enn getur Ólafur Daviðsson málshátta þeirra og orðtækja, er ekki fela i sér skák eingöngu, heldur töfl almennt: „Fiplar hönd á feigu tafli. Hér tefla tvö fifl. Hver má tefla viö þann kost, sem hann hefir upptekið. Hægt er að tefla þá vel fellur. Mér er annað tiöara en um tafl að ræöa. Mörgum misteflist fyrir sins misgánings skuld. Mörgum tekst vel upp, sem teflist illa að lyktum. Sá á leikinn, sem siðar teflir. Sá verður að tefla á tvær hættur, sem vinna vill. Sjaldan vinnur taflmaður fyrsta tafl. Svart er sigurtafliö, sjaldan þeim sem á heldur. Svo er hver leikur, sem aö heiman er gjör. Teflir hver um tvo kosti, að tapa eöa vinna. Treystu ei tafli hálfunnu. Þaö eru taflslok ef leikiö er i stans. Ekki er færra til af orðtækjum, sem dreg- in eru af töflum yfir höfuö og kann ég að nefna þessi: aö tefla tvikosti; eitthvað er komiö i stans og jafntefli; aö færa sig um reit; aö þykjast sjá taflská málum sinun; að efla á tvær hættur; um eitthvað er að tefla (lifiö, smámuni o.s.frv.); brögö, svik I tafli; aö sjá sér leik á boröi, sbr. Hann sér niu leiki á boröi; að tefla viö páfann, að tefla viö hana tóu, að tefla við Þóri, sem allt er sama og aö leysa buxurnar.” Ólafur lýsir þvi nokkuö, hvernig skákað- ferö Islendinga var frábrugðin þvi sem annarsstaöar tiðkaöist. Þar segir: „Um gang mannanna i skáktafli þekki ég engar sérstakar islenskar reglur, nema sumir segja að kóngurinn megi ganga ridd aragang einusinni i hverju skáktafli. Sumir láta kónginn vera sjálfráöan hvenær hann bregður þessum annarlega gangi fyrir sig, en aðrir segja, aö hann megi aðeins ganga riddaragang þegar honum er leikið i fyrsta sinn. Kredda þessi kvað þó vera úrelt, og er bættur skaöinn. Islendingar hafa sérstakar reglur um uppkomu peða. Þegar peði er komið upp, láta þeir það verða aö manni þeim, sem stóð á reit þeim i taflbyrjun, sem þvi er komiö upp á. Það veröur t.d. biskup, ef það lendir i biskupssætinu, eða reit þeim, sem biskupinn stóö á i upphafi taflsins. Sumir hafa sérstök lög um uppkomu kóngspeðs- ins. Ef þaö kemst beina stefnu yfir boröið, og upp i kóngssætiö, þá láta þeir þaö verða ódræpt, nema þaö sé drepið i næsta leik eft- ir aö þvi var komið upp. Kóngspeö þetta er kallað lalli, kóngslalli, blóðkóngur, fret- sterta, freðstertur eöa fretstertur. Sumir láta þaö hafa allan gang, jafnvel riddara- gang, en almennast er aö láta það aðeins hafa kóngsgang. Sumir láta aftur hvert peð, sem kemst upp i kóngssætið, verða kóngslalla, hvort sem þaö gengur þangað beina linu eða krókótta. — Drottningarlalli er lika til. Þó hafa fæstir sem ég hefi spurt um hann, heyrt hann nefndan. Drottningarlalli er að öllum lik- indum drottningarpeö (sbr. kóngspeö). Rokkeringalög Islendinga eru miklu margbreyttari en annarsstaöar tiðkast. Þeir gjöra venjulega mun á þvi, hvort rokk- eraö er i lengra horn eöa styttra horn, eða horn þaö, sem er nær eða fjær. Þegar rokk- erað er i horn það sem er fjær, þ.e. horn þaö sem er drottningarmegin, þá er: 1) kóngur settur á hornreit, hrókur á kóngsreit, 2) kóngur á riddarareit, hrókur á drottn- ingarreit, 3) kóngur á hornreit, hrókur á biskups- reit. Þegar rokkerað er á horn það sem nær er, er: 1) kóngur settur á hornreit, hrókur á kóngsreit, 2) kóngur á hornreit, hrókur á biskups- reit, 3) kóngur á riddarareit, hrókur á kóngs- reit. Sumar af þessum reglum eru sjaldgæfar og fæstir leyfa aö rokkera á alla þessa vegu. Stundum sleppa Islendingar lika skilmál- um þeim fyrir rokkeringu, sem áður er get- iðum, og leyfa aörokkera eins oft og vill, ef kóngur stendur á reit sinum, en hrókur i horni. Ekki gjöra tslendingar það ávallt, að vara mótstööumann sinn við, þótt leikiö sé á drottningu hans. Útlendingar láta mát jafnan vera leiks- lok, og er þeirri reglu oft fylgt á Islandi. En margir Islendingar leyfa að máta hvaö eft- ir annað. Þó er þessi regla varla eins tiö nú og hún var áður. Eggert Ólatsson skýrir allgreinilega frá þessu margfalda máti. Hann segir, aö sá sem mátar, veröi aö hafa komiö tafli sinu þannig fyrir viö fyrsta mát- ið, að hin mátin geti duniö yfir, hvert eftir annað, þvi kóngurinn, sem veriö er að máta, megi ekki eiga þess kost að skjótast undan mátunum á meöan. Sá sem er að máta megi heldur ekki leika neinum öðrum leikjum milli mátanna. Mjög sé hætt við glaptefli, meöan standi á mátunum, og geti taflmaður tapað öllu taflinu, hvað lítið sem beri útaf. Góðir skákmenn geti mátað hinn sexföldu eða sjöföldu máti, þótt hann sé all- snjallur lika. Sjaldan komi fyrir meir en ni- falt mát. Það sé ekki annarra meöfæri en afbragðs skákmanna, aö máta svo oft. Oft sé sá, sem verið er að máta, látinn halda biskuði eöa riddara, til þess aö sigurinn veröi ennþá glæsilegri: Það sé mjög mikill ’ vandi aö vera fimur að gjöra mótstööu- mann sinn margfalt mát. - - - tslendingar nefna mátin ýmsum nöfnum og telja sum þeirra smánarlegri en sum. Þetta er einhver helzti munurinn á islenzku skáktafli og útlendu. Ég skal nefna mát þau, sem ég hefi rekið mig á.” Siöan nefnir Ólafur fyrst hin betri mátin, svo sem biskupsmát, frúarmát eða drottn- ingarmát, hróksmát, riddarapissu, en sið- an þau sem þykja hin óvirðulegustu skammarmát þeim sem fyrir verða: aftur- skvettumát, blóðsótt eöa blóðskltsmát, fretstertsmát, gatrif, fuðryttumát, gleiðar- mát, heimaskitsmát, hornskit og fleira. 3. Þjóðtrúin vitnar um það, aö jafngöfuga iþrótt og skák hætta menn ekki til fulls að iðka, þótt þeir hverfi af þessum heimi. Um þetta munu Grimseyingar gerst vita; bæöi er, að þeir fengu einu sinni orð fyrir að vera beztu skákmenn landsins, og svo sagan sem séra Jón Norömann skrifar i Grimseyjar- lýsingu sinni á öldinni sem leið: „Skammt frá Almannagjá er Stórhóll, það er ofurlitill ás, og segir sagan, að i hon- um séu haugbúar tveir, útlendir, annar á rauðum, hinn á grænum kjól. Höfðu þeir einhverntima i fyrndinni átt aö koma frá útlöndum og létu heygja sig meö skipi sinu og ógrynni fjár þarna i hólnum. Þegar sól skin á hólinn og logn er i sundunum, koma þeir meö logagyllt skáktafl út úr hólnum, setjast sunnan i brekkuna og fara aö tefla rétt á móti sólinni, en mórauður rakki meö týru i skottinu liggur við fætur þeim og gelt- ir stundum að smalamönnum.” Segja má um þessa glæsilegu haugbúa i Grimsey aö á þeim sannist hið fornkveöna I Völuspá: Tefldu i túni, teitir voru, var þeim vettergis vant úr gulli. (Sturlunga saga, Heimskringla Snorra Sturlusonar, Riddarasögur, Islenzkar skemmtanir, Menn og minjar o.fl.)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.