Þjóðviljinn - 04.09.1982, Page 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. september 1982
Hádegi á Hótel Holti.
Líttu inn, þaö er auðvelt að gera hádegið þægilegt og
afslappað, alla daga vikunnar og mun ódýrara en þú
heldur.
Hótel Holt býður Jjúffengan mat á góðu verði.
Sem dæmi: Hádegisverður frá kr. 95.-
Einnig þykir okkur rétt að minna á nýja
forréttamatseðilinn.
HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS — ÞAÐ KOSTAR EKKERT MEIRA
Verið velkomin.
Bergstaðastræti 37
PS
Borðapantanlr i síma 25700
Lögtaksúrskurður
Aö beiðni bæjarsjóðs Kópavogs, úrskurðast
hér með lögtak fyrir útsvörum og aðstöðu-
gjaldi tii Kópavogskaupstaðar, álögðum
1982 sem falla í gjalddaga skv. 29. gr. laga nr.
73/1980.
Fari lögtak l'ram að liðnum 8 dögum frá bir-
tingu úrskuröar þessa, til tryggingar ofan-
greindum gjöldum, á kostnað gjaldanda, en á
ábyrgð bæjarsjóðs Kópavogs, nema full skil
hali verið gerð.
Bæjarfógetinn í Kópavogi,
17. ágúst 1982
Borgarspítalinn
H j úkrunarf r æðingar
A skurðlækninga- og lyflækningadeildum
spitalans.
A Grensásdeild er um að ræða 1/2 starf.
Vinnutimi frá 7.30—12 virka daga.
Upplýsingar á skrifstofu hjúkrunarfor-
stjóra simi 81200.
Ileykjavik, 3. september 1982
Borgarspitalinn
Hríseyingar —
Hríseyingar
Hriseyingamót verður haldið i Átthagasal
HótelSögulaugardaginn2. okt. 1982.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst
við Sigurð Brynjólfsson i sima 86481, Val-
gerði Magnúsdóttur i sima 66610 eða önnu
Fjalarsdóttur i sima 85370.
Þýska bókasafnið
verður lokað frá og með 30.9. 1982 um
óákveðinn tima.
Þeir sem hafa bækur að láni, eru vinsam-
lega beðnir um að skila þeim fyrir þann
21.9.1982.
kvikmyndir
Pósturirm hringir
alltaf
tvisvar
Pósturinn hringir
alltaf tvisvar
(The Postman Always
Kings Twice)
Kandarikin, 1981
Handrit: David Mamet,
eftir sögu James M. Cain
Stjórn: Bob Rafaelson
Kvikmyndun: Sven Nykvist
Aðalhlulverk: Jack Nicholson,
Jessica Lange.
Arið 1934 kom út i Bandarikj-
unum reyfari sem hét Pósturinn
hringir alltaf tvisvarog var eftir
James M. Cain. Þetta var
þrihyrningsdrama og sagði frá
blindum ástriöum og moröi.
Þennan reyfara notaði italski
kvikmyndastjórinn Luchino
Visconti sem uppistöðu i fyrstu
mynd sina, Ossessione (1942), en
sú mynd markaöi upphaf nýraun-
sæisskólans i italskri kvikmynda-
gerö.
Visconti lenti i vandræðum
vegna þess að hann hafði i raun
stoliö sögunni —kvikmyndafyrir-
tækið Metro Goldwyn Meyer
hafði nefnilega keypt kvikmynda-
réttinn af James M. Cain, og lengi
vel fékkst Ossessione ekki sýnd i
Bandarikjunum vegna þessa
máls.
Fjórum árum siðar lét MGM
Tay nokkurn Garnett gera mynd
eftir sögunni og fóru þá John
Garfield og Lana Turner með
aðalhlutverk. Og nú er komin
þriðja útgáfan, sú sem Tónabió
sýnir um þessar mundir. Henni
stjórnar Bob Rafaelson.
Söguþráðurinn
Tveir menn koma á bensinstöð
á nokkuð alskekktum stað. Þar
rekur Grikkinn Nick Papadakis
(John Colicos) litinn og fremur
óásjálegan veitingastað meö
hjálp ungrar konu sinnar, Coru
(Jessica Lange). Annar gestanna
hveríur fljótlega, en hinn, Frank
Chambers (Jack Nicholson)
veröureltir. Hann er peningalaus
og segist vera i alvinnuleit. Allt
útlit hans bendir til aö hann sé
einn þeirra ljölmörgu sem urðu
undir i kreppunni, þetta er
„sjúskaður gaur’’ og Nicholson er
ekki i neinum vandræöum með að
gefa það til kynna. Þessi fjölhæfi
leikari á einkar auövell meö aö
túlka slikar persónur, hann hefur
gert það áöur og i þessari mynd
fer hann á koslum.
Veitingamaöurinn ræður hann i
vinnu á bensinstööinni, og er nú
ekki að orölegja þaö aö miklar
ástir takast með Frank og Coru,
sem hefur átt lremur leiöa vist i
hjónabandinu á þessum af-
skekkta staö. Þaö er engin
rómantik yfir sambandi þeirra og
engar málalengingar, þau elskast
meö miklum hamagangi uppi á
boröi, innan um nýbökuö brauö,
hveitihrúgur og brauðhnifa. Brátt
kemur að þvi aö Nick verður
þeim Þrándur i Götu og þau
ákveða að ryðja honum úr vegi.
Morðiö mistekst i fyrstu til-
raun, en þau geíast ekki upp og
loks tekst þeim aö setja á sviö bil-
slys þar sem Nick lætur lifiö. En
allt kemst upp og réttur er settur.
Með aðstoð klóks lögíræðings
tekst þeim að blekkja réttvisina,
og hyggjast þá byrja nýtt lif
saman, laus við allt þras. En þar
sem armur réttvisinnar nær ekki
til koma örlögin inn i spiliö. Nafn
myndarinnar gefur lil kynna
þessi óhjákvæmilegu örlög
Maður kemst kannski upp með
hitt og þetta — einu sinni, en ekki
oftar.
1 sögunni er endirinn á þann
veg, að Frank hefur verið
Jessica Lange i hiutverki Coru.
Ingibjörg
HaraídsdóttirWv
skrifar
dæmdur til dauða fyrir að ráða
Coru bana, og biður aftöku. í
myndinni er hinsvegar numið
staðar þar sem Frank krýpur yfir
liki Coru, sem hann hefur óvilj-
andi drepið með óvarlegum
akstri. Þar með er lögð áhersla á
þátt örlaganna og þeirrar refs-
ingar sem þau beita, án þess að
mannleg réttvisi komi við sögu.
Örlagavefur
Pósturinn hringir alltaf tvisvar
er mynd um hin myrku öfl i
manninum. Hvað eftir annað
gefst persónunum kostur á að
velja milli tveggja lausna á
sinum málum, en alltaí láta þær
stjórnast af ástriðum sinum,
fremur en skynseminni. Þegar
Nick býður Frank vinnu i upphafi
myndarinnar tekur hann þvi
fálega i fyrstu, hann ætlar til Los
Angeles að freista gæfunnar. En
svo sér hann Coru og fær áhuga.
Nick segir honum að Cora sé
konan sin og áhugi Franks virðist
dvina við þær upplýsingar, en svo
ætur hann undan hvötunum.
Cora dregur hann að sér einsog
segull og hann ræður ekki við
neitt.
í fyrstu ákveða þau skötuhjúin
að strjúka, og kaupa sér farseðla
til Chicago. En á umferðarmið-
stöðinni kemur önnur ástriöa
Frank um koll: spilafiknin. Hann
skilar farseðlinum og leggur and-
virði þeirra undir. Coru list
ekkert á þetta og fer heim. Frank
vinnur og stendur upp með fullar
hendur fjár — hann getur farið
hvert á land sem hann vill. En
hann fer aftur til Coru, og þau
fara hvergi.
Hægt en örugglega spinna ör-
lögin vef sinn utanum þessar
manneskjur, sem eru fangar
eigin ástriðna. Ekkert getur
bjargað þeim.
Magnað
andrúmsloft
Frásagnarmátinn er i íullu
samræmi við innihaldið. Mynda-
vélinni stjórnar Sven Nykvist,
sem frægastur er fyrir Bergman-
myndir á borð viö Meyjarlindina,
Þögnina og Persónu. Hann á
áreiðanlega stóran þátt i að skapa
það magnaða andrúmsloft sem
rikir I myndinni, það eru engu lik-
ara en við séum aö skyggnast inn
I myrkviði mannssálarinnar, þar
sem allt er nakiö og dimmt og
óviðráðanlegt.
Jessica Lange varð fyrst fræg
fyrir að leika i myndinni King
Kong. Hér er hún svo sannarlega
rétt kona á réttum stað — undar-
legt sambland af engli og seið-
skratta, búin góðum leikhæfi-
leikum og kyntöfrum i rikum
mæli.
Pósturinn hringir alltaf tvisvar
er gott dæmi um það sem góðir
listamenn geta gert úr fremur
klénu hráefni — i þessu tilfelli
gömlum reyfara. Visconti gerði
þetta lika á sinum tima, en hann
notaði aðrar aðferðir, flutti sögu-
sviðið til italiu og fór frjálslega
með söguna sem hann hafði tekið
ófrjálsri hendi hvort eð var.
Ossessione var á sinum tima
merkari mynd en þessi, enda
hafa mörg vötnrunnið til sjávar á
fjörutiu árum. Mynd Bob Rafa-
elson markar ekki timamót á
sama hátt og Ossessione, en hún
er engu að siður vel þess virði að
sjá hana, og stendur alveg fyrir
sinu sem glæpamynd af góðu
sortinni.
Jarðarför
Sigrúnar P. Jónsdóttir,
sem lést á Elliheimili Akureyrar 25. ágúst fer fram mánudaginn 6.
september frá Akureyrarkirkju kl. 13.30.
Þór Ingólfsson og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför
Björns St. Olsen
málarameistara Ásbraut 19 Kópavogi
Guðlaug Björnsdóttir
Vigdís Daníelsdóttir Bryndis Olsen
Bárður Olsen Johanna Olsen
Klara Olsen Bjarni Bentsson
Sveinborg Olsen Unnar Geir Holman
Daníel Olsen Kimberly Ann Grocker
Jónína Olsen Guðmundur Kristjánsson
Guðlaug Olsen Árni Jónsson
barnabörn og systkini hins látna.