Þjóðviljinn - 25.09.1982, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Qupperneq 5
notaö 09 nýtt Helgin 2S.-26. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Gamlir lesendur eru beðnir að lesa ekki þessa grein: Er einungis helguð nýjum áskrifendum Dr. Gottskálk Gottskálksson skrifar: Heimilissýningin hefur gert meira til að breiða út vinstri hug- myndir helduren öll áróðursskrif Alþýðubandalagsins i tvö ár. 1860 nýir áskrifendur aö Þjóðvilj- anum! Ef þessar sýningar yrðu haldnar á hverju ári, ætti blaðið ekki lengur við neina fjárhags- örðugleika að etja. Ef þær yrðu haldnar á sex mánaða fresti, næði upplag blaösins brátt upplagi Morgunblaðsins. Ef þær yrðu haldnar þriðja hvern mánuð... ég hætti hér, hver og einn getur haidið áfram að reikna dæmið upp á eigin spýtur. Hins vegar eru sumir farnir að pískra um að Heimilissýningin sé Gamall lesandi ekkert annaö en hreint og klárt kommasamsæri. Óbein aðferð til að styrkja málgagn Alþýöu- bandalagsins. Nærvera sovéskra linudansara á sýningunni stað- festirþessar grunsemdir... Aö öllu leyti er sýningin aöeins fikjublað sem dylur starfsemi helstu um- byltingarafla landsins. Börnin eru tæld inn með tivoli og foreldr- arnir koma út með áskrift að Þjóðviljanum. En hverjum er hægt að treysta þegar sjálfir stjórnendur VF ger- ast skósveinar Kremlverja? Það er þessum 1860 lesendum, einungis, sem þessi grein er helguö. Þeir hafa til að bera greind, ferskleika og einnig vissa Nýr áskrifandi einfeldni sem hinir gömlu áskrif- endur hafa fyrir löngu glatað. Of- stækisfullir af lesningu forystu- greina ekh, k og ko og gjörsam- lega freðnir i bókstafstrú, hafa hinir gömiu lesendur fyrir löngu glatað kimnigáfunni. Þeir kunna ekkilengur að hlæja. Þeir kunna jafnvel ekki lengur að brosa. Annað augað einblinir hefndar- fullt á Isal, hitt á borgarráö, krepptur hnefinn sveiflast ásak- andi i átt að amerisku herstöð- inni, með hinni hendinni fletta þeir hamstola i málgagni flokks- ins til að finna einhver rök sem auðveldað gæti þeim baráttuna gegn stéttaróvininum. Svo sem sjá má: Þeir geta ekki lengur stjórnað hreyfingu sinni. Þeir hafa ekki lengur frjálsar hendur. Nasavængirnir þenjast i átt að Grafarvogi og öll atorka þeirra fer i að verja rikisstjórnina sem hefur gert mikið fyrir þá og kannski nú þegar of mikið, þvi meðalfélagsmenni Alþýðubanda- lagsins kann jafnvel ekki lengur að meta hina viökvæmu fegurð' blómareita eða hina háleitu dýrð sólarlags i Eeykjavik. Bjóðið honum (meöalallaballa- menninu) á Þórskabarett eða á Sumargleðina. Hann veit ekki hvenær á að hlæja. Hann hefur enga kimnigáfu lengur. Og samt er það ekki erfitt, það nægir að hlæja þegar hinir hlæja. Og aö maöur skuli skrifa húmorgreinar fyrir þetta pakk. Osvei. En gleymum þessum of- stopamönnum, jafnvel þótt þeir séu meirihluti lesenda (Heimilis- sýningin, minnumst þess, er nú sem stendur ekki haldin nema annaö hvert ár) og snúum okkur að þessum 1860 nýju áskrif- endum, þeir einu sem eiga skiliö einhverja athygli. Já ég veit. Meðal þessa nýju lesenda eru nú Hjúkrunarf ræöingar — Bestu kveðjurfrá starfsfólki og vistmönnum á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, en þar bráð- vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Hafið samband við Helgu Sigurðardóttur í síma 97-1631 eða 97-1400. Sjúkrahúsið Egilsstöðum. þegar nokkrir orðnir harðsviraðir kommar. Heilaþvottavélin er i gangi. En ekki allir, ekki allir, ekki enn. En Vörumst þó! Hinir nýju les- endur eru ekki allir nákvæmlega eins. Þar eru lesendur Morgun- blaðsins sem vita nú þegar allt um góðvild hinna góðu og illvilja hinna illgjörnu en hirða ekkert um afganginn. Lesandi DV, sem uppgötvar skyndilega að vanda- mál heimsins verða ekki öll leyst með smáauglýsingum. Fyrir les- anda Alþýðublaösins birtist Þjóð- viljinn sem stórt blað með mörg- um, mörgum blaösiðum og nógu lesefni. Og siðast en ekki sist er hinn ijúfi lesandi Timans sem Takið eftir! Stofnað hefur verið fyrirtækið ,/Kvart og kvein h.f." og tekur það að sér æf ingu á hvers- kyns grátkórum fyrir fyrirtæki, stéttarfélög og aðra hópa sem eiga undir högg að sækja.- Aðstöðuleysisbassar og samanburðartenórar fá sérstaka þjálfun. Við vekjum athygli á árangursríkum útgerðarmannakórum, en með þeim fylgja snýtuklútar og sérstakir grátsöngvarar f á þjálf un í einsöng og forsöng. Getum líka lánað ýmsar grátkerlingar af báðum kynjum fyrir minniháttar sérsamn- inga, staðaruppbætur, dagpeninga og bíla- styrki. Hafið samband við „Kvart og kvein h.f." sem allra fyrst,- Kvart og kvein hf. uppgötvar loks i Þjóðviljanum er erlend stjórnmál eru til (varla nema annan hvern dag þó, guði sé lof, það hjálpar honum aö komast yfir áfallið). En það hjartnæmasta og átakanlegasta i senn, er tilfellið með manninn sem fór á Heimilis- sýninguna með þaö eitt i huga að tæknivæða húsið sitt en fór út með áskrift að Þjóöviljanum. Hann haföi tekið peninga með sér, mikla peninga. En hann rak augun i auglýsingaspjaldiö „Veljum islenskt” frá Iðn- rekendafélagi tslands og hann varð djúpt snortinn. Hann vantaði ennþá tvö eöa þrjú rafmagnstæki til þess að fullkomna tækjasafn sitt. En hann vildi heldur gerast áskrifandi að Þjóöviljanum vegna þess að þaö var þaö eina á sýningunni sem var verulega og sannarlega islenskt. ,1„U <'UlT‘í, frá 5 ^ópa- p rtuT oð Aðalkennari í jassballett er „Hogga“ 7i ýútskrifabur danskenna ri frá Rockford College í Bandaríkjunum. 10 vikna námskeið hefjast miðvikudaginn 6. okt. Innritun og upplýsingar i síma 76350 kl. 10—12 f.h. og 14—19 e.h. Afhending skírteina í skólanum aö Skúlatúni 4, fjórðu hæð, föstudaginn 1. okt. og laugardaginn 2. okt. kl. 14—17 e.h. báða dagana. tíkamsþjálfnn Ballettskóla Eddn Scheving SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.