Þjóðviljinn - 25.09.1982, Page 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN iHelgin 25.-26. september 1982
Texti: mhg.
Myndir: sibl.
Gjörið þið svo vel að ganga um borð.
Dagstund í
eyfirskum
skógarlundum
„Hann erfallegur hann
Skagafjörður, piitar“. Þannig „
byrjaði vinur minn, Oúddi á
Skörðugili, fræga ræðu, sem
hann flutti á samkomu
Ungmennasambands
Skagafjarðará Litla-garði í
Hegranesi, þingstaðnum
forna, fyrir mörgum árum.
Auðvitaðtaka allir
Skagf irðingar undir þessi
orð en þar fyrir þurfa þeir
ekki að vera blindir á fegurð
annarra héraöa og hefur allt
til síns ágætis nokkuð.
Undirrituðum hefur t.d. alltaf
þótt Eyjafjörðurfallegt hérað
þóttólíkurséhann
Skagaf irði í ýmsu. Og eitt af
því er trjáræktin.
En nú er aö því aö víkja, aö
Skógræktarfélag Islands heldur ár-
lega sinn aðaifund, eins og önnur
siöaðra manna félög, heima og er-
lendis. En það hindur sig ekki ein-
vörðungu við „venjuleg aðalfund-
arstörf", eins og gjarna segir í
auglýsingum um slíka fundi, ogeru
þau þö í engu vanrækt, síður en
svo. Nokkrum hluta fundartímans,
naumast minna en hálfum degi
hverju sinni, er varið til ferðalaga.
Ekki veit ég hvenær sá góði siður
hefur verið upp tekinn, kannski
strax á fyrsta aðalfundinum fyrir
rúmum 50 árum. Hitt veit ég, að
stðan mér fór að gefast kostur á að
sækja þessa fundi, hefur ferðalagið
veriö fastur dagskrárliður. Er þá
leiðin að sjálfsögðu lögð um þau
héruð, þar sem fundurinn er hald-
inn hverju sinni og skoðuð sú skóg-
rækt, sem þar er unnið að.
Hjá Eyfirðingum er úr ýmsu að
moða í þeim efnum, enda stendur
trjárækt þar á gömlum merg. Við
getum nefnt Vaðhtskóg, Leynings-
hóla, Grundarstöðina, Skógar-
reitina á Kristnesi. Kjarnaskóg,
Miðhálsaskóg og Hánesstaðaskóg
og má þó vera að einhverju sé
sleppt.
Hæfilegt þótti, með hliðsjón af
þeinr tímamörkum, sem ferða-
laginu voru sett, að viðkomustaðir
yrðu þrír: Vaðlaskógur, Grundar-
skógur og Kjarnaskógur, og skyldu
þeir heimsóttir í þessttri röð.
Á sjó og landi
Vaðlaskógur er austan Eyjafjarð-
ar, gegnt innanverðum Akureyrar-
bæ og í umsjá Skógræktarfélags
Eyfirðinga. Fararstjórar tilkynntu,
að skógarmenn gætu valið um sjó-
og landleiöina í Vaðlaskóg en
nokkuö bratt væri aö príla upp úr
fjörunni austan fjarðarins. Væri
því rétt fyrir þá, sem illa treystu sér
til þess. að nota bílana. Ég ákvað
að prófa sjóleiðina og svo munu
allflestir hafa gert.
Ég man ekki betur en talað væri
um aö flotinn legði upp frá Torfu-
nefsbryggju, Úti á hlaði liitti ég fé-
laga minn úr fjölmiðlanefndinni,
Stefán bónda Jasonarson í Vorsa-
bæ í Flóa.
„Eigum við ekki að fara að rölta
af stað, Stefán?"
„Það er nú svo", sagöi Stefán,
„veistu hvar hún er, þessi Torfu-
nefsbryggja?"
„Nei, ekki veit ég það svo gjörla
en geri þó ráð fyrir því að hún liggi
út í sjóinn svo ef viö göngum frá
Oddeyrartanga og inn í fjarðar-
botn þá hljótum við, held ég, aö
finna hana".
„Ekki líst mér át þá leit", sagöi
Stefán, „og hef ég aðra betri til-
lögu. Hún er sú, að við förum með
einhverjum bílnum, sem ekur inn-
fyrir og biðjum hann að vísa okkur
á Torfunefsbryggjuna".
Ég hefði nú getað fellt þessa til-
lögu Stefáns með jöfnum at-
kvæðum en gerði það ekki því mér
fannst hún skynsamleg þótt ég værí
ekkert að hafa orð á því.
Við Torfunefsbryggjuna lá mik-
ill bátafloti. Var eitt skipið sýnu
mest og traustlegast enda hafn-
sögubáturinn, hitt voru hraðbát-
akríli. Pollurinn var spegilsléttur
enda stillilogn og glampandi sól-
skin svo ekki var nú ferðaveðrið
amalegt. En allur er varinn góður
Hákon Bjarnason segir ágrip af sögu Vaðlaskógar, en þar var byrjað að planta árið 1936.
Vaðlaskógi. Yst til hægri sést
rúmlega helmingurinn af Hallgrími
Indriðasyni, framkvæmdastjóra
Skógræktarfélags Eyfirðinga, þar
sem hann býður viðstadda vel-
komna.
Ragnar Olgeirsson á Oddsstöðum í
Lundareykjadal brosir framan í
stærsta birkitréð við Grundar-
kirkju.
Þau eru vöxtuleg orðin lerkitrén í Vaðlaskógi; þessi eru frá 1951.
því töldum við Stefán og aðrir fyrir-
menn tryggara að taka okkur far
með hafnsögubátnum en ýnrsir
aðrir skipuðu sér í hraðbátana.
Þessi sjóferð var ekki löng en hún
tók samt sinn tíma. Bryggjuhróf.
sem sýndist komið að fótum fram,
lá út frá austurlandinu en ekki gat
nema einn bátur lagst við hana í
einu og hafnsögubáturinn með
engu móti vegna grunnsævis við
bryggjuna. Varð því að selflytja
alla farþega hans í hraðbátunum en
að lokurn höfðu þó allir fast land
undir fótunr.
Vaðlaskógur
Við vorum komin í Vaðlaskóg,
ekki síður á sjó en annarsstaðar og
sem ég hef rekið mig á að sumir
kollegar mínir kalla Vaglaskóg.
Filkynnist hér með í eitt skipti fyrir
öll, að það er allt annar skógur.
Vaðlaskógur, sem eins og fyrr segir
á upphaf sitt að rekja til Skógrækt-
arfélags Eyfirðinga. er orðinn mik-
ill og myndarlegur. enda fjölsóttur
af Akureyringum. sem láta sér
mjög annt um hann. Nokkuð