Þjóðviljinn - 25.09.1982, Page 30

Þjóðviljinn - 25.09.1982, Page 30
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. september Athugasemd vegna „Sjónarhoms” Sem velunnari og fyrrum blaða- maður Þjóðviljans hef ég einatt glaðst yfir jákvæðum og skemmti- legum nýjungum á síðum blaðsins. Undanfarna daga hefur ánægja mín farið vaxandi yfir umræðu- og álitsgreinum þeim sem birtast á 5. síðu og bera yfirskriftina „Sjónar- horn“. Hrifning mín átti sér þó engin takmörk er ég las blaðið mitt í gær, föstudag, og sá að sjálfur höfuðfjandmaður allaballanna, Vilmundur Gylfason, hafði ritað heilsíðugrein í „Sjónarhorn“. Ég vil bæta því hér inn í, að ég hef verið mjög hress með þær stuttu kynningar á greinarhöfundum sem fylgja skrifum þeirra. En hvernig var Vilmundur Gylfason kynntur? Jú, kynningin hófst á eftirfarandi orðum: „Vilmundur Gylfason er alþingsmaður og ekki síst Alþýðu- flokksmaður.“ (leturbr. mín.) Ef ég væri Vilmundur skrifaði ég ekki framar grein í „Sjónarhorn" eða blaðið yfirleitt. En svona vinnubrögð eru því miður of vana- leg á Þjóðviljanum: að einhver skussi prjóni prívatfordóma aftan við hlutlægar staðreyndir. Ef Þjóðviljinn á að vera opinn umræðumiðill og málsvari tján- ingarfrelsis, verður ritstjórn að temja sér starfshætti sem eru því sæmandi og gera Þjóðviljann marktækan í almennri umræðu og fréttaflutningi. Ingólfur Margeirsson blaðamaður. Að vera, eða að vera ekld slst Það er hlutlæg staðreynd að Vil- mundur Gylfason er Alþýðu- flokksmaður. Það er einnig rétt að Vilmundur Gylfason er kynntur á gáleysislegan hátt með því að vera sagður „ekki síst Alþýðuflokks- maður“ sem hann tekur vonandi ekki jafn illa upp og Ingólfur Mar- geirsson. Hins vegar er það um- deilanlegt atriði hvort umsögnin „ekki síst Alþýðuflokksmaður“ er hlutlægt hárrétt og nákvæm eða ekki. Huglægt mat Ingólfs Mar- geirssonar á því atriði fer ekki á milli mála. Sjálfur gæti því Ingólfur kall- að þetta mat sitt „prívatfordóma", en það nefnir hann umsögnina „ekki síst Alþýðuflokksmaður" í áðurnefndri kynningu. Ingólfur segir að einhver skussi hafi prjónað prívatfordóma sína aftan við hlut- lægar staðreyndir. Hann nefnir dæmið „ekki síst“ sem prívatfor- dóma, en það er í þessu tilfelli framan við hina hlutlægu sta- ðreynd, þ.e. að Vilmundur sé Al- þýðuflokksmaður. Orð sem fela í sér einhvers konar mat, huglægt, lýsandi eða eitthvað í þá veruna, kallar Ingólfur prívat- fordóma. Jfe RÍKISSPÍTALARNIR fflílausar stödur LANDSPÍT ALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til afleysinga við sótt- hreinsunardeild á Tunguhálsi 2. Eingöngu dagvinna. Upp- lýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA óskast í eldhús Landspítal- ans. Hússtjórnarkennarapróf eða hliðstæð menntun æski- leg. MATARTÆKNAR og STARFSMENN óskast í eldhús Landspítalans. Upplýsingar um ofangreind störf veitir yfirmatráðskona Landspítalans í síma 29000. KÓPAVOGSHÆLI STARFSMAÐUR óskast í eldhús Kópavogshælis. Upplýs- ingar veitir yfirmatráðskona í síma 41500. PVOTTAHÚS RÍKISSPÍTALANNA AÐSTOÐARMAÐUR óskast við Þvottahús ríkisspítalanna að Tunguhálsi 2. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 81677. RÍKISSPÍTALARNIR Reykjavík, 19. september 1982. Ef fram færi próf í þessum dálk- um um það atriði, er hætt við að Ingólfur Margeirsson fengi ekki háa einkunn frekar en ég. Hvaðan kemur honum t.d. sú vitneskja að Vilmundur Gylfason sé „sjáifur höfuðfjandmaður ailaballanna"? Þetta er semsagt huglægt mat Ing- óifis, sem og flest annað sem hann nefnir. Einnig það, hvað séu sæm- andi starfshættir og marktækur Þjóðvilji. Það virðist því henda bestu menn, og þarf enga skussa til að gera mistök, sleppa fram af sér beislinu og renna í stuttri grein frá hlutlægum staðreyndum til hug- lægs mats. Það hendir Ingólf Mar- geirsson og verður að virða það honum til vorkunnar. Máli skiptir með hvaða hugarfari' greinar í blöðum eru lesnar og sem betur fer hafa mér vitandi engir aðrir mis- skilið smáorðin „ekki síst“ í um- ræddri klausu utan höfundur at- hugasemdarinnar hér að ofan. Mitt huglæga mat er það að hin líflega grein Vilmundar Gylfasonar gefi tilefni til skoðanaskipta hér í blaðinu. Vonandi verður þessi stormur í vatnsglasi ekki til að hindra það. En síst af öllu datt mér í hug að smáorðin „ekki síst“ yrðu tilefni ritdeilna. Oskar Guðmundsson umsjónarmaður Sjónarhorns Garðveisla Guðmundar Steinssonar verður fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á stóra sviðinu á nýbyrj- uðu starfsári. Þetta cr fimmta verk Guðmundar sem sett er upp í Þjóðleikhúsinu, en tvö síðustu verk hans, Sólarlandaferð og Stundarfriður, slógu ÖU aðsóknarmct í Þjóðlcikhúsinu. Leikstjóri er María Kristjáns- dóttir. Leikmynd og búninga gerir Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Ásmundur Karlsson annast lýsingu. Með helstu hlut- verk fara Kristbjörg Kjeld, Er- lingur Gíslason, Jórunn Sigurðar- dóttir og Guðjón P. Pedersen, en auk þess fer fjöldi annarra leikara með hlutverk. Það er eftirtektar- vert, að Haukur Mortens mun koma við sögu á sýningunni. Á fundi með fréttamönnum sem Þjóðleikhússtjóri hélt, kom m.a. fram að alllangt væri síðan Guð- mundur Steinsson lagði fyrstu drög að verkinu, en hann mun hafa lok- ið endanlega við það í fyrra þegar hann naut starfslauna frá Þjóð- leikhúsinu. Erfitt er að skilgreina efni leikritsins, en þar verður tek- inn fyrir áleitinn siðferðisboð- skapur og lagt er út af sögunni um Adam og Evu og garðinn sem Guð gaf þeim. í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir, að í leikritinu sé spurt um missi Paradísar - í sög- unni gömlu - og hugsanlegan missi aldingarðsins Jarðar á kjarnork- uöld. í tilefni blaðaskrifa vegna leikritsins vildi Sveinn Einarsson leikhústjóri taka fram að öll mál hefðu verið leyst, en tveir leikarar þeir Helgi Skúlason og Hjalti Rögnvaldsson sem áttu að leika í verkinu, hættu við. Garðveisla verður frumsýnd næstkomandi fimmtudag. — hól. Fengu tæp 13 tonn af djúprækju Sjórinn iðaðt _ firAi nt ó Karci miA rwr Koffo ntti ■ af líii segir Svavar Pétursson, skipstjóri á Sigrúnu „Ég hef aldrei lent í slíku áður, og maður sem var með mér og hef- ur verið á sjó í 40 ár sagðist aldrei hafa lent í svipuðu frá því á síldar- árunum góðu“, sagði Svavar Pét- ursson skipstjóri í samtali við Þjóð- viljann í gær. Svavar gerir út 60 lesta bát, Sig- rúnu KE-14, frá ísafirði á djúp- rækjuveiðar. f gær landaði hann tæpum 13 tonnum, 618 kössum, af djúprækju, sem fékkst um 60 mílur NA af Straumnesi. „Það er um 12 tíma stím frá fsa-' firði út á þessi mið, og þetta átti að vera okkar síðasta veiðiferð. Fyrst svona vel gekk, þá erum við að hugsa um að fara einn túr enn. Það verður hins vegar að ráðast af veðri. Það er bræla núna og spáin ekki góð svo óvíst er hvort af verð- ur“, sagði Svavar. „Fyrsta togið hjá okkur var lé- legt, en síðan fengum við yfirleitt um 2 tonn í hverju togi. Veðrið var ekki sem best, svo við gátum ekki verið að veiðum nema í tvo hálfa daga samanlagt. Það var vaðandi höfrungur um allt veiðisvæðið og allt iðandi af lífi. Við lóðuðum frá yfirborði niður á 10 faðma og aftur frá 30 niður á 60. Ég held að þetta hljóti að hafa ver- ið loðna. Reyndar náðum við líka að lóða á djúprækju en hún hélt sig á mjög þröngu svæði. Sjórinn iðaði allur af lífi hvert sem maður leit. Ég hef aldrei upplifað þetta áður“, sagði Svavar. — lg. Harka fœrist í deiluna á Tungnaársvœði: Atvinnurekendur hóta að segja upp verkamönnum Sáttafundur í deilunni á virkjanasvæðinu við Tungnaá stóð til kl. hálf tvö í fyrrinótt, án þess að árangur næðist, og hefur ekki verið boðaður annar fundur. Hefur því slitnað upp úr viðræðum. Þeir sem í verkfalli eru á virkj- anasvæðinu hafa nú lagt niður störf síðan 7. og 15. september. Er þar um að ræða 40 iðnaðar- menn og 230 verkamenn. í frétt frá VSI og öðrum sem þeim megin við borðið sitja í deilunni, segir að samningaumleitanir hafi strandað á deilunni um hækkun launataxta og bónusvinnunni. Segjast þeir hafa boðið kerfis- breytingu á launakerfi starfs- manna á virkjanasvæðinu, fylli- lega sambærilegar launahækkan- ir við það sem gerst hefur, auk leiðréttinga vegna misgengis í launatöxtum. Að mati atvinnu- rekenda er um óverulegan á- greining að ræða við verkamenn á svæðinu, en samningaumleitan- ir hafi strandað á ósveigjanleika iðnaðarmanna. Benda þeir og á að aðaltalsmaður iðnaðarmanna, Magnús Geirsson formaður Raf- iðnaðarsambandsins, hafi farið til útlanda sl. fimmtudag. I lok bréfs VSÍ og félaga segir: „Vegna þess að verkfallið hefur dregist á langinn er Ijóst að mest- um hluta starfsmanna á svæðinu verður sagt upp störfum, enda að verða liðinn sá tími, sem nýtan- legur er til framkvæmda á þessu ári“. Atvinnurekendur í deilunni á Tungnaársvæðinu hóta því upp- sögnum starfsmanna, dragist verkfallið meira á langinn. Þjóð- viljinn segir frekar frá málum eftir helgi. — v. Garðveisla á stóra sviðinu Frumsýnd á fimmtudaginn Þjóðleikhússtjóri og nokkrir að- standendur Garðveislu á blaða- mannafundum í gær. Höfundur- inn, Guðmundur Steinsson, var ekki viðstaddur. F.v.: Þórunn Sig-1 ríður Þorgrímsdóttir sem gerir búninga og leiktjöld, María Kristj- ánsdóttir leikstjóri, en þetta er fyrsta leikritið sem hún leikstýrir á sviði Þjóðleikhússins, Árni Ibsen blaðafulltrúi og Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri. Ljósm.: - gel.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.