Þjóðviljinn - 30.10.1982, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. ok
r
Og þá er það fímmti og
síðasti hluti áskrifendaget-
raunarinnar í þessum mánuði
og geta menn þá sent inn svör-
in við spurningaseðlunum 5.
Senda þarf svörin þannig að
þau birtist fyrir 10. Nóvemb-
er, en þá verður dregið úr rétt-
um svörum.
Fyrri spurningaseðlar birtust í
Sunnudagsblöðunum 2.-3., 9,-
10., 16.-17. og 23.-24. október,
auk þess voru fyrstu tveir hlut-
arnir endurbirtir föstudaginn 15.
október. Nægilegt er að senda
skrifleg svör, ekki þarf að klippa
seðlana út og senda þá.
7
^n,
9
/
^fn
0 °ska
eftitaa
gen
aSt^kri
“ancti
ieilWli
vilj.
7
/
Allir þeir sem eru orðnir á-
skrifendur 10. nóvember geta
tekið þátt í næstu getraun, sem
hefst í miðjum nóvember.
a
/
Áskrifendagetraun 5
Amsterdamferð í boði
Birgir Sigurðsson
b
Jónas Árnason
c
Kjartan Ragnarsson
Birgir
Okkar maður, nýtt íslenskt
leikrit var frumsýnt af
Skagaleikflokknum á
Akranesi. Hver er höfund-
urinn?
Kjartan
a
Edda
b
Gullfoss
c
Maxim Gorki
Hvað heitir skipiö?
Eimskip og Hafskip hyggjast reka stórt farþega-
skip næsta sumar. Hvað heitir skipið?
Frá Svíþjóö
íslenska landssambandiö í
ályktun: j henni stóö m.a.:
Svíþjóð sendi frá sér
Svíþjóöarhatur Svarthötöa fer
út yfir öll velsaemismörk. Með
skrifum sínum dregur hann úr
atvinnumöguleikum náms-
manna sem koma heim frá
Svíþjóð.
b
Lesa má úr auglýsingum
Flugleiða að islenskar konur
séu falar erlendum ■ ferða-
Það var Svíinn Garðar Sva-
varsson sem fann fystur Is-
land, en hvorki Naddóður,
Hrafna-Flóki né Ingólfur Arn-
arson.
myndir
Aftureldingu I Mosfellssveit
b
Gróttu á Seltjarnarnesi
c
Stjörnunni í Garðabæ
Fyrir hverjum töpuöu Islandsmeistarar Víkings?
íslandsmeistarar Víkings í handbolta töpuöu
óvænt leik í vikunni. Fyrir hverjum?
a
3578
b
9361
c
16742
Hversu margir bílar voru fluttir inn?
Bíiainnflutningur var geysimkitl fyrstu 9 mánuöi
ársins. Hversu margir bílar veru fluttir inn?
Hver verður
lygalaupur
mánaðarins?
Hér kemur síðasta lygasagan í þessum mánuði og birtist
hún undir nafninu Gróa á Leiti. Að vel athuguðu máli ætlum
við að útnefna Gróu lygalaup mánaðarins þó að allar hinar
sögurnar hefðu að vísu verðskuldað viðurkenningu. Gróa
vill ekki láta síns rétta nafns getið og er ekkert við því að
gera.
Lygasögurnar eru farnar að streyma inn á ritstjórn Þjóð-
viljans og er ætlunin að halda áfram að birta þær næstu
vikur og mánuði. Gróa varð sem sagt lygalaupur október-
mánaðar en nú er að vita hver verður lygalaupur nóvember.
Takið þátt í keppninni og skrifið eina góða, helst ekki lengri
þó en 1-2 vélrituð blöð. Fólki er leyfilegt að skrifa undir
dulnefni en rétta nafnið verður þó að fylgja með. Sögurnar
sendist Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Rvík c/o Guðjón Friðriks-
son, trúnaðarmál. Og hér er saga Gróu á Leiti:
Þegar kamarinn
gaus í Kröflu
Allir muna þann tíma þegar
varla var hægt að opna útvarp
án þess að fá í hausinn fréttir
um að land risi eða hnigi við
Kröflu eða að gos hefði komið
upp hér eða þar á Kröflu-
svæðinu. Um tíma virtist varla
mega hrófla við jarðskorpunni
svo það færi ekki svo mjög í
taugarnar á þeim gamla að
hann sendi upp eina glóandi
gusu. Eða muna ekki allir eftir
því þegar hraunkvikan bullaði
upp um borholuna í Bjarnar-
flagí? svona til dæmis. En þrátt
fyrir sívökul augu fréttamanna
fór fregn af einni slíkri slettu
framhjá þeim og náði aldrei
almannarómi þó að hvíslað væri
milli gárunganna. Gossletta
þessi var harla lítil og sakleysis-
leg en hafði sárar afleiðingar
svo seni hér skal frá greint.
Það var sem sagt um þessar
mundir að Jón Sólnes Kröflu-
bóndi var á ferð, sem oftar,
með fríðu föruneyti sem hann
hafði boðið til veislugleði í
Kröflubúðum. Ekki vildi betur
til en það að daginn áður en
hinir fínlegu gestir voru vænt-
anlegir á staðinn, stíflaðist
klóakið svo gersamlega að ekki
varð við neitt ráðið á svo
skönrmum tíma sem var til
stefnu. Var því gripið til þess
ráðs að slá upp kamri einum
miklum og vel búnurn í alla
staði og varð að grafa djúpa
gryfju í jörðu niður til að taka
við því sem í kamarinn færi.
Víkur nú sögunni til þeirrar
stundar er gestirnir komu til
Kröflubúða ásamt gestgjafa
sínum og hófst veislan þá fljót-
lega mjög. Voru vistir allar og
veitingar ríkulegar, borð svign-
uðu öll undan dýrum krásum og
flaut mjöðurinn út af hverjum
barmi. Þarf varla að taka fram
að undir slíkum kringumstæð-
um kom kamarinn að góðum
notum og er Iíða tók á kvöldið
rann upp sú stund að Sólnes
gekk sjálfur til kamars. Ekki
væri slíkt í frásögur færandi ef
óhljóð ógurleg hefðu ekki upp-
hafist stundu eftir að hann hafði
lokað þar að sér. Á eftir
hljóðunum gengu síðan brestir
miklir og brothljóð og skipti
engum togum að upp úr kam-
arsþekjunni flaug Kröflubóndi
hátt á loft og á eftir kamarsset-
an og innvols kamarsins allt
ásamt hraunkvikuslettum
nokkrum, rauðglóandi. Varð
síðan allt með kyrrum kjörum á
ný. Ekki þarf að orðlengja það
að útreið sú sem afturendi for-
manns Kröflunefndar fékk
þarna var slík að ekki treysti
hann sér.til að sitja lengur í
nefndinni. Og þó að hljóðlega
hafi farið saga þessi þá fór hún
nægilega víða til þess að aftur-
enda Sólness var ekki treyst til
þingsetu framar.
Að lokum vil ég greina frá því
að bændur þeir í grenndinni
sem voru úti staddir og gáðu til
veðurs á þeirri sömu stundu og
kamarinn gaus óttuðust lengi
að sú óhugnanlega loftsýn sem
þeir urðu þarna vitni að boðaði
undur eða jafnvel skelfingar í
byggðarlaginu.
(Ólyginn sagði mér).
Gróa á Leiti.
Gróa á Leiti
lygalaupur
í nóvember
Hver veröur
lygalaupur
í nóvember?