Þjóðviljinn - 30.10.1982, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINNHelgin 30.-31. október 1982
t>órarinn
athugasemdir
Brageyrna-
mergurinn
málsins
Bragur + eyia
Það þyrfti að athuga brag-
eyrað. Brageyra. Að hafa brag-
eyra. Er það ekki fyrst og fremst
að hafa tilfinningu fyrir því hvort
stuðlasetning er rétt eða röng?
Sigurður Nordal hyggur í rit-
gerð sinni um Einar Benedikts-
son að Einar hafi búið til þetta
orð sjálfur. A.m.k. sé það ekki
að finna hjá Blöndal. Og mikið
rétt, í ritgerð sinni Brageyra, sem
birtist fyrst í Þjóðstefnu 1916
segir skáldið:
„Einn gimsteinn, sem vér einir
eigum fram yfir allar
heimsþjóðir, er stuðlagáfan,
kenndin á setning þess ríms, sem
á útlendu máli er kallað bókstafa-
rím. Ég leyfi mér að kalla þessa
rímvísi þjóðar vorrar brag-
eyra...“
Anatómía brageyrans
Kennd sem er lærð. Þaö vissi
Einar Benediksson, en hitt er
miklu algengara að talað sé um
brageyra eins og það sé líkamlegt
fyrirbæri. Það er eitthvað sem
menn eru fæddir með eða ekki.
Einskonar innri eyrnasneplar.
Sumir hafa það, aðrir ekki. Allt
eftir því hvernig erfðamassinn
hefur skekist saman í ættanna
kynlega blandi.
Samkvæmt þessu er það sem
gerist þegar brageyra nemur brag
einhverskonar lífeðlisfræðilegt
ferli:
Rétt kveðinn bragur sígur af
stað inn í hlustina, bragfótur stíg-
ur í ístaðið svo hamarinn hefst á
loft og slær svo og svo mörg högg
á steðjann. Þetta er merkið sem
samið hafði verið um og nú berst
ljóðið eins og sjávarniður úr
kuðunginum og síast út í heilann,
eða eins og göfugur villimaður á
fjarlægri strönd lyfti kuðunginum
og þeyti hann eins og lúður. Og
s0d musik opstár í hjertene.
Eða þá á hinn bóginn. Það er
eitthvað að: Skáldið kveður
rangt, hefur ekki eyrað og nær
þvh ekki eyranu. Eyra neytand-
ans er ekki brageyra, Ijóðperlum
kastað fyrir heyrn sem reynist
vera svín. Lágstuðlun sendir
stjórnlaus boð sín um sömu bein
og taugar og áður var lýst, eða
réttur bragur reynir við önnur
bein af rangri gerð. í báðum til-
fellum gerist ekki neitt, græjurn-
ar haggast ekki, engin músík.
Bragstríð
Svona var oft litið á brageyrað
meðan hæst bar þær heimskulegu
og fáránlegu deilur um Ijóðform
sem risu hér á landi upp úr seinni
heimsstyrjöld.
Brageyrað var líffæri. Fyl-
gjendur hefðbundins ljóðforms
töldu að sinna þyrfti þörfum
þessa líffæris. Boðendur frjálsa
formsins töldu vissulega líka að
líffærið væri til staðar, en það var
úrelt, óþarft eins og botnlanginn
og löngu orðið sjúkt. Ætti ekkert
með að vera að skipta sér af Ijóð-
list. Hennar hlutverk væri allt
annað en að vera að rugga
heyrnarfærunum eftir einhverju
stöðluðu fyrirframgefnu kerfi.
Það væri eins og að halda því
fram að múst'k ætti að nota til að
nudda á sér iljarnar.
En annars höfðu frjálshyggju-
menn ekki þungar áhyggjur af
líffærinu. Það væri hvort eð er
kalið af þjóðinni.
Sem betur fór. Loksins var
Eldjárn
skrifar:
hægt að fara að yrkja þegar búið
var að hreinsa úr hlustinni þenn-
an mergsjúgandi feita millilið
með tolla sína og umboðslaun.
Líf og dauði
Bragstríðið stendur ekki
lengur. Að skandínavískri fyrir-
mynd sigraði nýfrelsið gjörsam-
lega og er nú sjálft fyrir löngu
orðið að meginreglunni sem
sannar sig við og við með undan-
tekningum.
„Hið hefðbundna ljóðform er
nú loksins dautt“, sagði Steinn
Steinarr í viðtali við tímaritið Líf
og list árið 1950.
Um daginn rakst ég á ljóð í
úrvali, ort 1950 - 1975, eftir
breska kalíforníuskáldið Thom
Gunn. Gunn þessi er jafnvígur á
bundið ljóðform og óbundið eftir
því hvað hentar honum best
hverju sinni, eins og svo mörg
skáid sem ekki eru norðurlanda-
menn. A bókarkápu er vitnað í
orð sem skáldið hefur einhver-
staðar skrifað. Þau hljóða svo:
„Það, er fásinna að halda því
fram á háttbundinn bragur sé
dauður. Hann hefur aldrei verið
lifandi, hann er óholdtekin hug-
mynd: það er ljóðið sjálft sem
þarf að vera lifandi og ef hátt-
bundið ljóð er lifandi þá er það
hátturinn sem er vöðvinn í því lífi
og gildir einu hvort það er árið
1972 eða 1600.“
Eins er með brageyrað.
Það er ekki líffæri.
Það sem ekki er lifandi getur
ekki dáið.
Árni
Bergmann
skrifar
Auk þess er hætt við að áætlana-
gerð um „jpörf fyrir sérmenntað"
fólk verði óframkvæmanleg í
reynd - því að forsendur á vinnu-
markaði breytast örar en nokkrir
skólar geta breyst.
Breytt afstaða
Sú stefna er fyrir marga hluta
sakir farsælli að halda sem flest-
um námsmöguleikum opnum.
En hún þýðir hér og nú um leið,
að bæði háskólanemar og þeir
sem við þeim taka breyti nokkuð
um afstöðu sína til þessa náms
sem ávísun á tiltekin störf. Það
verður að vísu seint gert í ýmsum
greinum: læknanám stunda menn
t.d. ekki nema til að gegna til-
teknum störfum sem engir aðrir
geta sinnt. En námsfrelsið ætti, ef
sæmilega greiðist úr þeirri stöðu
sem upp er komin, að þýða, að
menn litu ekki á sín próf fyrst og
fremst sem kröfu um starf eða
aðild að einkarétti, heldur sem
vitnisburð um þekkingu og vissan
starfsaga - sem gæti síðan opnað
mönnum ýmsa möguleika. í
heimi örra breytinga fer sjálf
starfsmenntunin í raun að veru-
legu leyti fram eftir að starf er
hafið.
-áb.
ritstjornargrein
77/ hvers háskólanám?
Stúdentafjölgun í Háskóla ís-
lands hefur verið nokkuð á dag-
skrá undanfarna daga. Háskólar-
ektor hefur sagt frá mikilli fjölg-
un stúdenta og minnt á það, að
fyrir 12 árum hefðu 14% ung-
menna úr hverjum árgangi sóst
eftir háskólamenntun, en nú vill
um þriðjungur hvers árgangs
reyna við slíkt nám.
Háskólamenn hafa áhyggjur af
þessari þróun, með þeim þreng-
slum og erfiðleikuni á að veita
fullgilda kennslu sem hún hefur í
för með sér. Menntamálaráð-
herra hefur brugöið svo við, að
hann talar um ofvöxt háskólans
og þörf á því að beina ungu fólki
annað, og í því samhengi nefnir
hann þann möguleika að innleiða
beinlínis fjöldatakmarkanir.
Morgunblaðið skrifaði leiðara
um málið á dögunum og kennir
„skeytingarleysi skammsýnna
stjórnmálamanna“ um það
hvernig komið er. Blaðið hefur
svo sem ekki mikið til málanna að
leggja, en reynir, eins og þess er
von og vísa, að koma sökinni ein-
mitt á þá stjórnmálamenn sem nú
eru í stjórn. Heldur ódýrt bragð
reyndar: Stúdentafjölgunin er ár-
angur af ráðstöfunum sem marg-
skyns ríkisstjórnir hafa gert til að
auðvelda framhaldsnám, sem og
af því, að unglingar hafa á ólíkl-
egasta vettvangi verið sannfærðir
um að háskólanám væri langör-
uggust leið til starfa sem njóta
álits eða eru vel launuð - nema
hvort tveggja sé.
Fjárveitingar
Fullyrðingar um að fjárveiting-
ar til Háskólans hafi svo sem ekk-
ert breyst eru reyndar hæpnar.
Fjármálaráðherra hefur bent á
það í viðtali við Þjóðviljann. að
fjárveitingar til skólans hafi frá
fjárlögum 1979 til fjárlagafrum-
varps 1983 aukist um 505% með-
an vísitalan hefur hækkað um
443%. Á sama tíma hefur stöðum
í Háskólanum fjölgað um tuttugu
eða þar um bil. Hitt væri að
sönnu ljóst, að þessi magn-
aukning héldist ekki alveg í hend-
ur við fjölgun stúdenta. Því þyrfti
að skoða betur fjárþörf Há-
skólans og reyndar hefði fyrir
tveim-þrem dögum verið sam-
þykkt til hans auka fjárveiting
sem nemur sjö milljónum króna.
Fjárþörf Háskólans yrði svo
áfram til skoðunar við meðferð
fjárlagafrumvarpsins.
Það er ekki nema eðlilegt og
sjálfsagt að stjórn Háskólans
knýi á með kröfur um fé til upp-
byggingar og kennslu - m.a. til að
forðast bæði þrengsli og svo gíf-
urlega stóran hlut stundakennslu
í störfum Háskólans. Það er
nauðsynlegt að taka þeirri mála-
leitun með skilningi. En það er
líka ástæða til að vekja athygli á
því, að jafnvel þótt fjárveitingar
til Háskdlans hækkuðu verulega
á skömmum tíma, þá væru ekki
svör fengin nema við nokkrum
hluta þeirra vandamála sem ten-
gjast við mikla fjölgun stúdenta á
undanförnum árum.
Ávísun á
störf?
í ungu þjóðfélagi, þar sem
margar stofnanir og nýjar atvinn-
ugreinar eru í uppbyggingu,
skapast um stund mikið gósen-
land fyrir unga menntamenn:
Háskólanám er í flestum tilvikum
ávísun á „starf við hæfi“. En þeg-
ar tímaskeiði örrar uppbyggingar
er lokið vakna upp nýjar spurn-
ingar: Það hefur t.d. verið byggt
upp afkastamikið menntakerfi,
en það er ekki samskonar eftir-
spurn eftir sérmenntuðu fólki og
var um skeið. Hvernig á að
bregðast við því?
Það þjóðfélagskerfi hefur enn
ekki verið fundið upp sem geti
gert tvennt í senn: bæði haft opið
menntakerfi með ýmsum inn-
byggðum hvatningum til lang-
skólanáms - og tryggt þeim sem
út úr menntakerfinu koma störf á
vettvangi sérnáms þeirra. í jafn
ólíkum þjóðfélögum og því jap-
anska og því sovéska er sú stefna
tekin að takmarka fjölda menn-
tamanna fyrirfram - með ströng-
um inntökuprófum. Líklega með
það fyrir augum, að það séu þá
meiri líkur á að háskólamenntun
dugi sem ávísun á tiltekin störf.
fslenskir stúdentar hafa mar-
goft ítrekað andúð sína á slíkri
stefnu. Og það er ekki nema
skiljanlegt. Slík stefna er ekki í
anda þeirrar hugsjónar að jafn-
rétti til náms skuli sett á oddinn.