Þjóðviljinn - 30.10.1982, Qupperneq 31

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Qupperneq 31
.. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 31 Bankastjórn Seðlabankans ákveður vaxtahækkun 47-53% ársvextir á óverð Ekkert hefur sést né heyrst til TF-MAO Það var í nógu að snúast seint í gærdag á skrifstofu Landsráðs gegn krabbameini, þar sem vcrið var að leggja lokahönd á undirbúning lands- söfnunar. Mynd. - gel. Þ j óðarátak gegn krabbameini Ég er mjög bjartsýnn segir Eggert Ásgeirsson formaður Landsráðs tryggðum údánum Vanskilavextir fara í 60% á ári Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að hækka vexti af óverðtryggðum innlánum um 8% og útlánum um 6-7%. Hækkun ársvöxtunar lán- anna er í flestum tilvikum Sósíalistaflokkurinn vann yfir- burðasigur í þingkosningunum á Spáni í gær og hlaut 201 af 350 þingsætum á spánska þinginu. Miðflokkabandalagið hlaut aðeins 11 þingsæti cn hafði áður haft mcirihluta á þinginu, 168 þingsæti. Úrslitin eru táknuð sem sigur fyrir vinstri-öflin og spánskt lýðræði, en þau tákna jafnframt að með upplausn Miðflokkabanda- lagsins hafa skapast tveir megin- pólar í spönskum stjórnmálum til hægri og vinstri. „Alþýðubanda- lagið“, sem er hægri sinnaður flokkur undir leiðsögn Manuels Fraga, fyrrverandi ráðherra í ríkis- stjórn Francos. hlaut um það bil fjórðung atkvæða og 105 þingsæti, en hafði áður haft 9. Kommúnistaflokkurinn, sent gekk sundraður til kosninga, tap- aði um helming fyrra fylgis og hlaut aðeins 5 þingsæti. Santiago Carill- io, formaður flokksins, hlaut kosn- ingu í Madrid. Kjörsókn var mun meiri í síðustu kosningum eða 78 af hundraði og nokkru meiri en þetta sökum fleiri gjalddaga eða vaxtar- eikningsdaga á ári. Þá hefur Seðlabankinn ákveðið að hækka vanskilavexti úr 4-5%. Frá upphafi árs 1982 hefur verið Gonzales, formaður Sósíalistaflokksins þykir hin mikla kosningaþátttaka og úrslit kosninganna styrkja spánskt lýðræði í sessi. Væntanleg ríkisstjórn Felipe Conzales ntun að öllurn líkindum bera nýgerðan aðildarsamning Spánar að Nato undir þjóðarat- kvæði og taka varnarsamning Spánar og Bandaríkjanna til endurskoðunar. ólg. lögskylt að ákveða og heimila vexti í samrænti við verðbólgustig sant- kvæmt ákvæðum svonefndra Ólafslaga frá 1979. Seðlabankinn segir að þrátt fyrir að verðbólgu- hraði sé nú 60% sé aðeins stefnt að því að hækka ársávöxtun almennra óverðtryggðra útlána upp í 47 til 53%. Vanskilavextir verði hins- vegar að fylgja verðbólgu án tafar, og séu þeir því ákveðnir sem svarar 60% á ári. Vaxtakjör endurkeyptra afurða- og rekstrarlána eru lögum sam- kvæmt háð sérstöku samþykki ríkisstjórnarinnar og hefur hún frestað um sinn að taka fullnaðar- afstöðu í því máli. Rök Seðlabankans fyrir vaxta- hækkun eru þau að alvarlegt mis- ræmi hafi verið að myndast rnilli lánskjara á verðtryggðum lánum, sem þegar nema um fjórðungi út- lána bankastofnana, og þeirra nafnvaxtakjara sem nú er verið að breyta. Auk þess eru ný lán fjárfestingar- og lífeyrissjóða verðtryggð. Þetta hafi valdið mis- munum milli lánþega og bæði fyrir- tæki og einstaklingar fengið vaxtaí- vilnun og vaxtastyrk á kostnað sparifjáreigenda til eyðslu og ó- raunsærrar fjárfestingar. Nýjar reglur um lánsfjárfyrir- greiðslu Seðlabankans við innláns- stofnanir ganga einnig í gildi sam- fara vaxtahækkuninni, og er þar sett þumalskrúfa á viðskiptabank- ana þannig að þeir stofni ekki til umframskulda við Seðlabankann. Innlánsvextir hækka eins og áður sagði um 8% og eru nafnvext ir á ávísana- og hlaupareikningum nú 27% (19%), á almennum spari sjóðsbókum 42% (34%), á 3ja mánaða sparireikningum 45% (37%) og á 12 mánaða sparireikn- ingum 47% (39%). Útlánsvextir hækka unt 6-7%, og eru nafnvextir á hlaupareikningslánum nú 39% en voru 33%, á víxlum 38% en voru 32% og á skuldabréfum 47%, en voru 40%. - ekh. Þingkosningarnar á Spáni: Stórsigur sósíalista Skipulegri leit hætt Skipulegri leit af flugvélinni TF-MAO sem síðast sást til yfir hafi um 30 sjómílur vestur af Arnarfirði að morgni 26. okt. sl. um það leyti sem eldsneyti hennar var talið á þrotum, hef- ur verið hætt“, segir í fréttatilk- ynningu sem Flugmálastjórn hefur sent út. „Fyrsta daginn leituðu skip á svæðinu og flugvélar frá Flug- málastjórn, Landhelgisgæslu og hernum, samtals 16 flug- stundir. 27. október var ekki unnt að leita vegna veðurs. 28..október var leitað úr lofti og fínkemt allt hafsvæðið út af Vest- fjörðum. Allir firðir og fjöll vesturhluta Vestfjarðarkjálk- ans og flognar samtals 12 flug- stundir. Leitin hefur engan árangur borið og ekkert hefur heyrst til neyðarsendis flugvélarinnar. Flugmenn, sjómenn og aðrir á þessum slóðum eru beðnir að gera viðvart verði þeir einhvers óvenjulegs varir.“ „Eg er mjög bjartsýnn, hugur landsmanna er með okkur í þessu máli“, sagði Eggert Ásgeirsson for- maður Landsráðs gegn krabbam- eini sem gengst í dag fyrir söfnun um land allt fyrir byggingu nýrrar og fullkoniinnar leitarstöðvar fyrir Krabbamcinsfélagið. Markmiðið er að sögn Eggerts að safna 15 miljónum króna eða 70 krónum á hvert mannsbarn en það er verð leitarstöðvarinnar. Áætlað er að hægt verði að taka leitar- stöðina í gagnið sumarið 1984. Mikil undirbúningsvinna hefur verið síðustu tvo mánuði fyrir þessa landssöfnun og munu yfir 5000 fullorðnir landsmenn safna fé. Knúið verður dyra hjá öllum landsmönnum og er þess vænst að þeir taki söfnunarfólki vel. Þegar hefur Landsráði gegn krabbameini borist höfðinglegar gjafir frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum. Safnað verður í dag á tímabilinu 15 - 19 og í kvöld verður þáttur í sjónvarpi, þar sem birtar verða upplýsingar um þær fjárhæðir sem safnast. Einnig verða í þættinum birtar kostnaðartölur vegna þess- arar umfangsmiklu söfnunar. - lg. Revlon- snyrtivöm- fyrirtœkið 50 ára Stærsti snyrtivöruframleiðandi í heimi, Revlon, á 50 ára afmæli um þessar mundir og veltir hvorki meira né minna en u.þ.b. 2.5 bilj- ónum dollara árlega. Saga Revlon- fyrirtækisins hófst í smákompu á Manhattan í New York-borg, þar sem Charles nokkur Rcvlon byrj- aði að framleiða naglalakk. Fyrstu árin framleiddi hann ein- göngu naglalakk, en síðar bættust við aðrar tegundir snyrtivara. Átti Revlon hugmyndina að mörgum nýjungum, t.d. augnskuggum. Á íslandi hafa Revlonsnyrtivör- ur verið seldar í 43 ár. í tilefni af 50 ára afmælinu eru nú kynntar hér á landi þrjár nýjar lín- ur frá Revlon: Revlon in Bloom, Colortones og Rosa de Roma. Sérfræðingar fyrirtækisins hafa lengið unnið að nýrri gerð snyrti- vara og nú voru að koma á markað- inn 8 litir af augnskuggum, 5 teg- undir af kinnalitum og 4 litir af and- litsfarða. Þessar vörur eru byltin í snyrtivöruframleiðslunni því þær eru unnar úr efni sem má notast þurrt eins og venjulegir augn- skuggar og kinnalitir, en það má einnig bleyta púðurkökuna og fæst þá önnur áferð og fjölbreytt lita- brigði úr einum lit. Tvær Mióta starfslaun borgarinnar Starfslaun þau sem stjórn Kjarv- alsstaða úthlutar voru ákveðin í fyrradag og fengu í fyrsta sinn tveir listamenn þau, til 6 mánaða hvor. Það voru þær Ingunn Eydal og Messíana Tómasdóttir. Tveir úr stjórn Kjarvalsstaða, þau Jón Reykdal og Þorgerður Ingólfsdótt- ir, voru ósammála ákvörðun meirihluta stjórnarinnar að skipta laununum í tvo hluta, en til þessa hafa þau verið veitt til 12 ntán. í senn. Ingunn ætlar aþ vinna við grafik og málverk, en Messíana við brúðuleiklist.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.