Þjóðviljinn - 30.10.1982, Side 32

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Side 32
DWÐVIIIINN Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 ogeru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu Helgin 30.-31. október 1982 81663 nafn vikunnar Eggert Asgeirsson Þjóðarátak gegn krabba- mcini hefst í dag. Ein um- fangsmesta fjársöfnun sem um getur hér lendis fer nú fram um þessar mundir. Þar verður safnað fé til byggingar krabbameinsleitarstöðvar. Eggert Asgeirsson er for- maður Landsráðs gegn krabbamcini og hefur haft skipulag þessa mikla átaks á sínum herðum. Hann er nafn vikunnar að þcssu sinni. Hann var spurður um hversu lengi undirbúningur söfnunarinnar hefði staðið yt'ir. „Frá því Landsráð gegn krabbameini var stofnað fyrir tveimur mánuðum. 51 um- dæmisráð hefur verið sett á fót um ailt land og þau hafa síðan skipað svæðisstjórnir í sínum umdæmum." Hvernig fer söfnunin fram? „Það verður eingöngu full- orðið fólk sem safnar. Við verðum að tryggja, að enginn verði heimsóttur tvisvar, en aö allir landsmenn verði heimsóttir. Einnig leggjum við kapp á að söfnunarfólk viti allt um tilgang þessarar söfn- unar og hvað býr að baki. Söfnunin fer að mestu leyti fram á milli kl. 15 - 19, en sums staðar úti á landi var byrjað að safna í dag föstu- dag, hjá skipshöfnum og öðr- um sem erfitt verður að ná í á laugardag.“ Hvernig hefur gengið að fá fólk til starfa? „Upphaflega reiknuðum við með að þurfa 3000 manns til söfnunarstarfa um allt land. Undirtektir og áhugi er það mikill að líklega verða í kring- um 5000 manns starfandi við söfnunina. Fólk hefur flykkst til sjálfboðaliðsstarfa og við höfum ekki þurft að dekstra neinn. Einnig hafa fjölmiðlar kynnt vel þessa landssöfnun og verið með fróðlegar grein- ar um krabbameinsmál.“ Hve hátt setjið þið markið með þcssari söfnun? „Við höfum sett markið á 15 miljónir króna, og við von- um að sú upphæð nægi til að reisa leitarstöð fyrir krabba- 'mein. Þessi upphæð þýðir 70 kr. á hvert mannsbarn í land- inu'.“ Hvernig heldur þú að út- koman verði? „Ég er mjög vongóður. Ég hef komið nálægt mörgum landssöfnunum áður, og ég finn að meðbyrinn er alveg sérstaklega góður núna. Fólk hefur brugðist mjög vel við, og þegar hafa borist stórfram- lög frá fyrirtækjum og fé- lögum. Menn vilja greinilega leggja sitt af mörkum.“ - *g- Á miövikudaginn flutti Carol Clover, prófessor við Kaliforníuh^kóla, opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands. Hún nefndi fyrirlesturinn: „Þat barn skal út bera, hvárt sem þat er. “ Carol Clover gaf í sumar út mikið rit um íslenskar fornsögur, „The Medieval Saga“ (sagnagerðá miðöldum). Þartengirhún bókmenntasköpun á íslandi á 13.öldviðevrópska ritmenningu, einkum franska, frá sama tíma. Hún sýnir fram á að ritarar íslendingasagna hafalærtmikiðaf Hugsanleg ástæða ferða Sagt frá fyrirlestri Carol Clover prófessors við Kaliforníu- háskóla: Einnig bendir háttalag víkinga með öðrum þjóðum til þess, að þá hafi vantað konur - að fara í önnur lönd og ræna sér eiginkonu! Hér tók Carol fjölda dæma setn sýndu að þar sem við finnum giftingarvenjur svipaðar þeim og tíðkuðust í Norðurálfu, þá endurspegla þær alltaf þjóðfélag þar sem karlar eru fleiri en konur. Á íslandi hafa karlar svo verið enn fleiri, því að svæði í uppbygg- ingu draga alltaf til sín fleiri karla en konur. Hér tók Carol dæmi af Utburður stúlkubarna bókmenntum Evrópu varðandi uppbyggingu sagnanna og hreinlega þá grundvallarhugmynd að setja saman langar sögur af ættum og héruðum úrþeim söguþrotum sem ætla má að hafi verið til. Hitt stendur þó eftir að stíll og persónusköpun sagnanna eru einstæð fyrirþrigði í heimsþókmenntunum. Það verðurað þakka háþróaðri frásagnartækni á íslandi áður en sögurnar voru skrifaðar. Vésteinn Ólason, lektor í íslenskum þókmenntum, kynnti Carol Clover fyrir hönd heimspekideildar og fór þá mjög lofsamlegum orðum um þók Carolar. Hann sagði m.a. að hver sá sem vildi skrifa um íslenskar fornbókmenritir, héðan í frá, yrði að taka tillit til þessarar bókar. t fyrirlestri sínum benti Carol á þá staðreynd að Skandinavar til forna, jafnt sem íslendingar, báru börn sín út til að losna við óæski- lega einstaklinga - létta á fóðrun- um. Fyrir kristni var þetta viður- kennd aðferð. Hið eiginlega líí barnanna hófst ekki skv. skilningi fornmanna fyrr en þau höfðu feng- ið eitthvað að borða og/eða verið nefnd. Þeir litu á nýfætt barn eins og velflestir nútímamenn líta á fóstur, fyrstu 12 vikurnar. Með kristni var barnaútburður bannaður með lögum. Þá fór eins og oft vil verða að þeir ríku höfðu efni á að hlýða lögunum, vera vel kristnir, en hinir fátæku héldu uppteknum hætti. Miðað við reynslu annarra þjóða má ætla að það hafi tekið tvær til þrjár aldir að útrýma barnaútburði í neðri lögurn þjóðfélagsins. Þetta vitum við frá Ara fróða, lögbókum og ýmsum öðrum heimildum. En ekki var nóg með að börn væru borin út. Þeim var mismunað eftir kynjum. Stúlkubörn voru jjHió eiginlega líf barnanna hófst ekki skv. skilningi fornmannafyrr en þau höfðu fengið eitthvað að borða og/eða verið nefnd“ miklu frekar borin út en drengir. Þetta byggir Carol á íslendinga- sögum, sem hún segir að vísu ekki trausta heimild, og því sem vegur þyngra að í samfélögum þar sem börn eru og hafa verið borin út eru stúlkur miklu oftar deyddar en drengir. Þetta má skýra þannig að drengir hafi þótt efnilegri vinnu- kraftur og að þetta hafi verið ráð við fólksfjölgun. Ef konureru hlut- fallslega færri en karlar verður fjölgunin ekki eins ör. Þessi skýring er þó ekki einhlít, og benti Carol á yfirstétt hjá þjóð nokkurri á Norður-Indlandi. þar voru nær öll stúlkubörn borin út. Þetta var gert til þess að synirnir veldu sér ,,Fjölmargt bendir til þess að í Skandinavíu hafi verið mikill kvennaskortur á víkingatímanum ” konur utan þessa hóps. Fjölskyldur kvennanna þurftu að kosta brúð- kaupið og gefa drjúgan heiman- rnund með dótturinni svo hún væri boðleg stórríkum manni sínum. Þannig tryggðu hinir ríku stöðugt inn- og uppstreymi peninganna. Þessa hugmynd taldi Carol vafa- lausa. Öllum heimildum ber sarnan um að þar sem útburður er stund- aður á annað borð eru stúlkubörn sem fá að lifa allt frá 10 og upp í 100% færri en drengirnir. Fyrir víkingatímann má ætla að efnahags- og þjóðfélagslegar að- stæður í Skandinavíu hafi leitt til þess, að útburður á stúlkum varð meiri en áður. Þessa hugmynd studdi Carol dæmum frá öðrum þjóðum sem hefur verið svipað á- statt um. Þar sem karlar búa við miklar hættur (veiðimannasamfé- lög, bæði á sjó og landi t.d.) eru stúlkur bornar út með tilliti til áætl- aðrar fækkunar í karlstofninum. Ef karlarnir bregðast og deyja ekki eins og gert hefur verið ráð fyrir, riðlast skipulagið og allt fer úr skorðum. Fjöldamargt bendir til þess, að í Skandinavíu hafi verið mikill kvennaskortur á víkingatímanum og þar á undan. Það sjáum við m.a. af stöðu konunnar á þessum slóðum. Skilnaður var auðveldur og konur gátu vandræðalaust giftst aftur. Hitt var miklu sjaldgæfara að karlar segðu skilið við konur sínar vesturhluta Amríku (The Americ- an West). Þar voru um miðja 19du öld þrír karlar um hverja konu. Það var ekki fyrr en hundrað árum síðar að jöfnuður náðist - í höfða- tölu. Að lokum sagðist Carol vilja spinna svolítið aftan við þessar upplýsingar og ganga jafnvel svo langt að ein af ástæðunum fyrir vík- ingaferðum Norðurálfubúa hafi hreinlega verið kvenmannsleysi sem aftur stafaði af rangri út- burðarpólitík. Hún undirstrikaði að þessu væri aðeins varpað fram sem hugmynd, en gæti engu að síð- ur skýrt, með öðru, þá óleysanlegu gátu sem víkingaferðirnar eru. Miklar umræður urðu á eftir fyrirlestrinum og þótti fólki að von- um mikið til koma. Með því að nálgast vandann með mannfræði og sagnfræðilegar heimildir að vopni tókst prófessor Carol Clover að opna nýjar víddir fyrir áheyrendum sínum. Vitnisburður þessara tveggja greina væri svo traustur að Carol fullyrti að þó eng- ar heimildir væru í íslendinga- sögum, hefði hún allt eins getað sett saman þennan fyrirlestur. Is- lendingasögurnar gerðu ekki ann- að en staðfesta það sem hún vissi fyrir - enda væri mjög vafasamt að nota bókmenntir sem sagnfræði- lega heimild. - Gs. (The Medieval Saga er væntanleg í Bók- sölu stúdenta). „Öllum heimildum ber saman um að þar sem útburður er stundaður á annað borð eru stúlkubörn, sem fá að lifa, allt að 10 og upp í 100% færri en drengirnir”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.