Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982 a 350 þúsund tonn b 450 þúsund tonn c 1150 þúsund tonn Hversu mikið af þorsk má veiða á næsta ári? Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að þorskaflinn á næsta ári verði: a Guðlaug Þor- steinsdóttir b Jóhann Hjartarson c Margeir Pétursson Keypt hefur verið hús á Patreksf iröi til að gera það að gistihúsi. Hvað heitir húsið? vöruúttekt í verðlaun Hér kemur annar liður í áskrifend- agetraun II en þessi lota verður alls 4 sunnudaga í röð, byrjaði s.l. sunnu- dag. Verðlaunin að þessu sinni er vö- ruúttekt fyrir 5000 krónur í heima- byggð þess sem þau hlýtur. Getur þar bæði verið um jólamatinn að rœða og annað en úttektin þarf ekki að vera bundin við eina verslun. En svör ber sem sagt ekki að senda inn fyrr en getraunin hefur birst alla sunnudag- anafjóra. Spurt er úrfréttum Þjóðvilj- ans næstu daga á undan. Guðlaug Jóhann Margeir Talið er hugsanlegt að íslendingur hafi náð áfanga að alþjóðlegum meistaratitil á Ólym- píumótinu í skáki Hver var það? Babylon b Konsúlshúsið c Valhöll a Gunnar Thoroddsen b Ingibjörg Sólrún Gísladóttir c Markús B. Þorgeirs- son Gunnar Sólrún Markús Vilmundur Gylfason er þegar búinn að bjóða einum manni sæti á lista hjá sér. Hver er hann? a Davíð Oddson ákvað að láta draga Tjörn- ina í Reykjavík austur í Kringlumýri og hafa hana fyrir framan ný- ja Borgarleikhúsið. b 11 konur sátu fund- inn en aðeins 10 karlar c Ákveðið var að koma upp kapalkerfi um alla Reykjavíkurborg svo að hægt verði að sjá sjónvarpssend- ingar frá sovéskum gervihnetti. Og þá er komið að þriðju lygasögu nóvembermánaðar og keppir höfundurinn, sem nefnir sig Máf, um nafnbótina lyga- laupur mánaðarins. Enn verður haldið áfram með lygasögurn- ar og eru menn endilega beðnir um að setjast niður og hripa svo sem eins og eina á blað, eða öllu heldur 1-2 vélrituð blöð. Fólk má skrifa undir dulnefni, en rétta nafnið verður þó að fylgja með. Sendið Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Rvík c/o Guðjón Frið- riksson, trúnaðarmál. En hér kemur saga Máfs: í Austfjarða- þokunni Héraðsmenn hafa löngum ver- ið þekktir fyrir grobb og „lega- sögur“. Allt er mest og best hjá þeim. Þar eru stórskáld og höfðingjar, búmenn miklir og sauðir vænstir, og svo Lagar- fljótsormurinn. Nú eru þeir líka farnir að hæla sér af því að Austfjarðaþokan sé þykkari hjá þeim en niður á fjörðunum. (Þeir hafa löngum litið niður á okkur fjaraðmenn.) Til marks um það segja þeir að þeir þurfi ekki að leggja hnífinn frá sér, þegar þeir eru að flá roll- urnar, það sé nóg að stinga hon- um í þokuna meðan þeir nái í næstu rollu. Við fjarðamenn, sem erum hógværir og orðvarir, höfum löngum þurft að hlusta á grobbið í Héraðsmönnum þegar þeir hafa komið niður á firðina ti að ná sér í skreið, hákarl og brennivín. En nú er mælirinn fullur er þeir ætla að fara að hæla sér af því, að Austfjarðaþokan sé þykkari hjá þeim en niður á fjörðunum. Ég, sem er fæddur og uppalinn niður á fjörðum, ætti best að geta dæmt um það, því ég byrjaði að stunda sjó langt fyrir innan ferm- ingu. Það kom oft fyrir að við þurftum að róa dag eftir dag, 4 til 5 tíma út án þess að sjá nokkurn tíma land nema bryggjuna, sem við lönduðum á. Fyrstu róðrarnir voru jafnan erfiðastir, því að bátnum gekk svo erfiðlega að komast í gegnum þokuna, en brátt mynduðust göng í hana, sem við gátum siglt eftir. En það varð samt að hafa alla aðgæslu, því það varð að hafa mann framá með langan krókstjaka til að ýta draslinu frá. Eitt sinn er við vorum að koma úr róðri, heyrðum við brak og bresti uppi í frammastrinu, og þegar við fórum að aðgæta þetta var masturtoppurinn brotinn og hjólbörurnar hans Jóns gamla á Barði flæktar í stögin. Hann hafði ekki nennt að taka þær inn af tún- inu áður en þokan skall á. Annað sinn er við vorum á út- leið, heyrðum við að jarmað var bakborðsmegin við okkur. For- manninum þótti þetta grunsam- legt, því að það átti ekkert land að vera þarna bakborðsmegin við okkur svo við beygðum í áttina að jarminu, og hvað haldið þið að hafi verið þarna?Það var hrútur- inn hans Lárusar á Borgum, sem var fastur þarna í þokunni. Við kipptum honum niður og bund- um hann við frammastrið. Eitt sinn er við vorum á land- leið, sáum við eitthvert ferlíki þversum fyrir göngin. Þegar við vorum búnir að gogga þetta frá, sáum við að þetta var hurðin af snjóhúsinu okkar, landformað- urinn okkar hafði gleymt að læsa henni áður en hann fór heim. Svo vilja Héraðsmenn halda því fram að Austfjarðaþokan sé þykkari uppi á Héraðinu en niður á fjörðunum! Máfur 5000 króna a Hvað heitir húsið? Hvað gerðist í borgarstjórn ? Á borgarstjórnarfundi í Reykjavík á fimmtu- dag gerðist dálítiö merkilegt. Hvað var það? Hver verður lygalaupur mánaðarins?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.