Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 21
Helgin 20. - 21. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Minning Hjörtur Helgason Fæddur 18. mars 1899 — Dáinn 13. nóv. 1982 Þó Hjörtur Helgason væri orð- inn fullorðinn maður og búinn að vinna mikið þá gekk mér erfiðlega að átta mig á fráfalli hans. Það voru ekki liðnir nema tveir dagar frá því hann retti mér hendi og við áttum orðastað á þann hlýlega hátt, sem einkenndi hann og hans trygglyndi. Þegar hann talaði var hann fullur lífsorku og starfslöngunar. Hann var fæddur að Uppsölum í Hálsasveit 18.mars 1899, foreldrar hans voru Þuríður Halldórsdóttir og Helgi Jónsson, vinnumaður í Deildartungu og fjallkóngur á Arnarvatnsheiði um áratuga skeið. Þegar Hjörtur var um fermingar- aldur var hann um tíma hér á Odds- stöðum hjá þeim hjónum Vigdísi og Sigurði, þá myndaðist hlýhugur og kunningsskapur, sem entist alla tíð, einnig til okkar eftirkomandi þeirra hjóna hér. Hjörtur fór snemma út á vinnu- markað þeirra tíma, var vinnu- maður í Hvítárósi 1917 til 1921, Ferjukoti 1921 til 1923, verkamað- ur í Borgarnesi 1923 til 1927. í Borgarnesi var hann m.a. í flutn- ingum á Mótorbátnum Hvítá, sem var í ferðum fyrir bændur og aðra um Borgarfjörð, Hvítá, Norðurá og Þverá. 1927 fer hann til Noregs og dvel- ur þar í eitt ár, síðan er hann sjö ár í Danmörku, til ársins 1935, að hann kemur heim aftur og sest þá að á Beigalda fyrsta árið. í Danmörku kvæntist hann mikilhæfri ágætis konu, Dagnýju, fæddri Sörensen. Þau gengu í hjónaband 25. apríl 1930 og hygg ég að ekki sé ofmælt að þau hafi verið hvort öðru góðir lífsförunaut- ar. Þau eignuðust 3 börn, Elvu Björg, gift Pétri Júlíussyni bif- reiðastj. í Borgamesi. Helgu Mar- gréti, sem dó á fyrsta ári og Knud Helga, sem kvæntur er Guðrúnu Arthúrsdóttur, Knud og Guðrún búa í Borgarnesi. Þá ólu þau hjón upp systurson Dagnýjar, Hans Pe- dersen. Þau hjón fluttu í Borgarnes 1936 og þar hefur heimili þeirra verið síðan; fyrst í leiguhúsnæði, síðan í eigin húsnæði og sonar, síð- ustu árin í Dvalarheimili aldraðra. Hjörtur var áhugamaður um hvert verk sem hann gekk að; spar- aði hann hvorki tíma né fyrirhöfn. Mér er í barnsminni þegar bóka- útgáfufélagið Mál og Menning var stofnað á kreppuárum og erfið- leikatímum fyrir alþýðufólk, að ég heyrði föður minn og aðra félaga hans dást að því, hve rösklega Hjörtur hefði gengið fram í söfnun félagsmanna í Borgarnesi og Borg- arfjarðarhéraði. A sama hátt og Hjörtur safnaði félagsmönnum í Mál og Menningu, var hann maður vors og gróanda. Hann vann öllum stundum, sem hann hafði, til að rækta blóm og tré. Þau hjón áttu mjög fallegan garð við hús sitt, sem var við hlið Skallagrímsgarðs og er það tákn- rænt um afstöðu þeirra til lífs og framvindu, að þau afhentu lóð sína þar, til stækkunar á garðinum. Þá var nú ekkert farið að slá slöku við, heldur tekið til óspilltra málanna, tekin lóð á erfðafestu á Hamri, sett upp gróðrastöð þar sem jöfnum höndum var ræktað kál og trjáplöntur. Munu þeir vera ófáir garðarnir í Borgarnesi. sem hlotið hafa plöntur og aðhlynningu frá Hirti. Það gefur auga leið, að jafn fé- lagslyndur ræktunarmaður og Hjörtur var, þá varð hann einn af stofnendum Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Þar var hann alla tíð mjög áhugasamur félagi og sat lengi í stjórn félagsins. Hugur hans var víða en þó hygg ég að skógrækt- argirðingin í Einkunnum hafi stað- ið hjarta hans næst. Að vísu var hann ekki einn um það, það var gott fólk með honum, en þó alltof fáir. Borgnesingar ættu að taka áhuga hans og fordæmi sér til eftir- breytni. Þarna er kjörið útivistar- svæði og ef þrek og þor er fyrir hendi, getur þetta orðið hreinasta Paradís. Eftir að þau hjónin fluttu á Dval- arheimilið vann Hjörtur að frá- gangi og snyrtingu lóðar við Dval- arheimilið og Heilsugæslustöð. Síðasta verk hans, var að setja upp gróðurhús við Dvalarheimilið, þar sem notað verður heitt vatn frá húsinu. Honum til aðstoðar við þetta verk var formaður Skógrækt- arfélags Borgarfjarðar, Aðalsteinn Símonarson. Það fór vel á því. Fyrir hönd stjórnar og félags- manna Skógræktarfélags Borgar- fjarðar færi ég Hirti bestu þakkir fyrir hans óbilandi áhuga og ósér- hlífni í málum félagsins, um leið og eftirlifandi eiginkonu, börnum og fjölskyldu er vottuð samúð. Sömu óskir eru einnig frá heimilunum á Oddsstöðum, þar sem við hann ungan bundust vináttubönd, sem aldrei brustu. Ragnar Olgeirsson. LANDSBANKIISLANDS Útboð Tilboð óskast í fullnaðarfrágang innanhúss á uppsteyptu húsi Landsbankans á Hellis- sandi, ásamt lóðarfrágangi. Tilboðsgagna sé vitjað til skipulagsdeildar Landsbankans, Laugavegi 7, eða til útibúa Landsbankans í Ólafsvík og Hellissandi, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5.000,00. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 7. desem- ber 1982, kl. 11:00 f.h., á skrifstofu skipu- lagsdeildar bankans og jafnframt í útibúi Landsbankans í Ólafsvík. Háskólamenntaöur maöur um þrítugt óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Talar og skrifar Norðurlandamálin og ensku. Sími 25763. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík mun sncmma á næsta ári ráðstafa þeim íbúðum, scm koma til cndursölu á árinu 1983. Þcir, scm hafa hug á að kaupa þessar íbúðir, skulu scnda umsóknir á sérstökum eyðublöð- um, sem afhcnt vcrða á skrifstofu Stjórnar vcrkamannabústaða að Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Á skrifstofunni vcrða vcittar almcnnar upplýsingar um grciðslukjör ogskilmála sbr. lög nr. 51/1980. Skrifstofan er opin mánudaga - fóstudaga kl. 9-12 og 13-16. Allar fyrri umsóknir um íbúðir cru felldar úr gildi og þarfþvíað endurnýja þær, vilji menn koma til álita við úthlutun. Umsóknum skal skila cigi síðar en 11. desember n.k. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. Umboðsmenn Happdrættis Þjóðviljans 1982 REYKJANES. Mosfellssveit: Kópavogur: Garðabær: Hafnarfjörður: Seltjarnarnes: Keflavík: Njarðvíkur: Gerðar: Grindavík: Sandgerði: VESTURLAND. Akranes: Borgarnes: Hellissandur Ólafsvík: Grundarfjörður: Stykkishólmur: Búðardalur: VESTFIRÐIR. Patreksfjörður: Bíldudalur: Þingeyri: Flateyri: Suðureyri: ísafjörður: Bolungarvík: Magnús Lárusson Hafsteinn Eggertsson Þóra Runólfsdóttir Hallgrímur Hróðmarsson Hafsteinn Einarsson Sigurður Brynjólfss. Sigmar Ingason Sigurður Hallmarsson Helga Enoksdóttir Elsa Kristjánsdóttir Gunnlaugur Haraldsson Sigurður Guðbrandsson Svanbjörn Stefánsson Rúnar Benjamínsson Matthildur Guðmundsd. Ómar Jóhannsson Gísli Gunnlaugsson Bolli Ólafsson Halldór Jónsson Davíð Kristjánsson Guðvarður Kjartansson Þóra Þórðardóttir Áslaug Jóhannsdóttir Kristinn Gunnarsson NORÐURLAND VESTRA. Hvammstangi: Örn Guðjónsson Blönduós: Sturla Þórðarson Skagaströnd: Eðvarð Hallgrímsson Sauðárkrókur: Halldóra Helgadóttir Freyjugötu 5 s 95-5654 Markholti 24 s. 66121 Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnars. Hvanneyr.br. 2 s. 96-71271 Furugrund 42 S. 41341 * Aratúni 12 s. 42683 NORÐURLAND EYSTRA. Holtsgötu 18 s. 51734 Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson Kirkjuvegi 18 s. 96-62297 Bergi S. 13589 Dalvík: Hjörleifur Jóhannsson Stórhólsvegi 3 S. 96-1237 Garðavegi 8 S. 92-1523 Akureyri: Haraldur Bogason Norðuroötu 36 s. 96-24079 Þórustíg 10 S. 92-1786 Húsavík: Snær Karlsson Uppsalav. 29 s. 96-41397 Heiðarbraut 1 S. 92-7042 Mývatnssveit: Þorgr. Starri Garði S. 96-44111 Heiðarhrauni 20 s. 92:8172 Raufarhöfn: Angantýr Einarsson Aðalbraut 33 s. 96-51125 Holtsgötu 4 s. 92-7680 Þórshöfn: Dagný Marínósdóttir Sauðanesi s. 96-81111 AUSTURLAND. Brekkubraut 1 s. 93-2304 Neskaupstaður: Alþýðubandalagið Egilsbraut 11 s. 97-7571 Borgarbraut 43 s. 93-7122 Vopnafjörður: Gunnar Sigmarsson Miðbraut 19 s. 97-3126 Munaðarhól 14 s. 93-6688 Egilsstaðir: Kristinn Árnason Dynskógum 1 s. 97-1286 Túnbrekku 1 S. 93-6395 Seyðisfjörður: Hermann Guðmundsson Múlavegi 29 S. 97-2397 Grundargötu 26 S. 93-8715 Reyðarfjöröur: Ingibjörg Þórðard. Grímsstöðum s. 97-4149 Lágholti 7 s. 93-8327 Eskifjörður: Þorbjörg Eiríksd. Strandgötu 15 s. 97-6494 Sólvöllum s. 93-4142 Fáskrúðsfjörður: Magnús Stefánsson Hlíðargötu 30 s. 97-5211 Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson Túngötu 3 S. 97-5894 Djúpivogur: Eysteinn Guðjónsson Hliðarhúsi S. 97-8873 Sigtúni 4 S. 94-1433 Breiðsalsvík: Snjólfur Gíslason Steinborg S. 97-5626 Lönguhlíð 22 S. 94-2212 Höfn: Benedikt Þorsteinsson Ránarslóð 6 S. 97-8243 Aðalstræti 39 S. 94-8117 Ránargötu 8 s. 94-7653 SUÐURLAND. Aðalgötu 31 S. 94-6167 iVestmannaeyjar: Edda Tegeder Hrauntúni 35 S. 98-1864 Grundargötu 2 s. 94-4331 Hverageröi: Magnús Agústsson Heiðarbrún 67 S 99-4579 Vitastíg 21 s. 94-7437 Selfoss: Iðunn Gísladóttir Vallholti 18 s. 99-1689 Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason Reykjabraut 5 s. 99-3745 Eyrarbakki: Auður Hjálmarsdóttir Háeyrarv. 30 S. 99-3388 Hvammst.br. 23 S. 95-1467 Stokkseyri: Margrét Frímannsdóttir Eyjaseli 7 S.99-3244 Hlíðarbraut 24 s. 95-4357 Vík í Mýrdal: Vigfús Þ. Guömundsson Mánabraut 12 s. 99-7232 Fellsbraut 1 S. 95-4685 Hella: Guðmundur Albertsson Geitasandi 3 S. 99-5909 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3 símar: 17500 og 17504.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.