Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 19
Helgin 20. - 21. nóvember 1982 i>JöÐVILJINN — SÍÐA 19 Hugleiðing um frönsku kvikmyndavikuna og franska kvikmyndagerð Ein lítil saga: Daginn sem franska kvikmyndavikan byrjaði, varmyndin „stórsöngkonan“ (Diva) sýnd í vídeókerfi í Breiðholti. Sýningarréttindin á þessari my nd hafa aldrei verið keypt á Islandi. Enn eitt illa fengið eintak. Þeir sem sáu þessa sakamálamynd í vídeótækjum sínum og höfðu gaman af hefðu að öllum líkindum ekki farið að sjá þessa frönsku mynd sem þeir hefðu strax í upphafi gert sér í hugarlund að hlyti að vera óspennandi. Enn ein leiðinleg frönsk mynd! 1 fyrra tilfellinu er um afþreyingu að ræða, í því síðara menningu. Japanir selja járnruslið. Ameríkanarnir það sem þarf að stinga í svo það tali og hreyfist. Önnur lönd standa fyrir menn- ingarvikum. Þessi franska kvikmyndavika er sú langbesta sem hingað til hefur verið haldin. Einkum vegna þess að frönsk kvikmyndagerð ber sig betur, en einnig vegna þess að valið er betra. Það er því þeim mun sorg- legra þegar aðsóknin er ekki nema meðalgóð. Frönsk kvikmyndagerð ber sig betur. Aðsóknin eykst. Eins og öll evrópsk kvikmyndagerð hafa þrengt að henni tveir höfuðóvinir sem eru annarsvegar innrás ame- rískra kvikmynda og hinsvegar sjónvarpið. Varla hafði hún sigrast á tveim fyrstu hættunum þegar hin þriðja steðjaði að; vídeóið. Síðan eftir stríð hafa verið settar hömlur á innflutning amerískra kvikmynda. (Kvóta kerfi). Frakk- land framleiðir nóg af lélegum myndum sjálft (heildarframleiðsla u.þ.b. 200 myndir) svo ekki þurfi landið einnig að vera ruslakista amerískra kvikmynda, eins og mörg önnur Evrópulönd. Sjónvarpið er valdur að minnk- andi aðsókn að kvikmyndahúsum í Frakklandi eins og annarsstaðar. Hvernig er hægt að berjast á móti sjónvarpi sem sýnir 500 myndir á ári? (Á íslandi er fyrirbærið svip- að, en þó nokkuð frábrugðið: að- sókn að kvikmyndahúsum minnk- aði mjög mikið alveg þangað til að lokað var fyrir kanasjónvarpið, jókst síðan mjög mikið, en hefur minnkað aftur með vídeóvæðing- unni). Hinn nýi vinstri-meirihluti í Frakklandi hefur gert ráðstafanir til þess að berjast gegn samkeppn- inni við sjónvarpið. Hinar þrjár ríkisrásir hafa ekki lengur leyfi til að sýna kvikmyndir, hvorki á laugardags- né mánudagskvöldum þegar miðaverð að kvikmyndahús- unum er 30% lægra. Sjónvarpið er orðið mun „menningarlegra“ og hins vegar mun „leiðinlegra“ þann- ig að fólkið hefur fundið á ný sali kvikmyndahúsanna. ísland sem hefur besta sjónvarp í heimi hefur skilið þetta: sjónvarpið vekur ekki þá löngun hjá fólki að sitja við skjá- inn heldur frekar fara í bíó, leikhús eða á hljómleika. Hinum frönsku sjónvarpsrásum er öllum skylt að taka þátt í fram- leiðslu kvikmynda. En þær verða að bíða í tvö til þrjú ár samkvæmt samkomulagi áður en þær eru sýndar í sjónvarpinu, til þess að stofna ekki ferli þeirra í kvik- myndasölunum í hættu. Fjárframlagið til menningar- mála, sem loksins hefur tvöfaldast á tveimur árum, hefur í heild virk- að sem mikill súrefnisgjafi. Kerfið „l’avance sur recettes" (lán sem greiðist með gróða) gerir mörgum framleiðendum kleift að gera sínar fyrstu myndir. (Þannig var t.d. myndin „Surtur,, (Ántrac- ite) eftir Niermans framleidd). Ríkið lánar u.þ.b. einn þriðja af fjárþörf kvikmyndarinnar en bank- ar það sem á vantar. Einkafyrir- tæki tryggja hin samningsbundnu lán framleiðendanna. Myndirnar sem kynntar eru á frönsku kvikmyndavikunni eru frá árunum 1980 og 1981 fyrir utan Moliére sem er frá árinu 1978. Endalok fullvissunnar, óstöðug- leiki sannfæringarinnar, tilfinning öryggisleysisins; þessar myndir skýra vel tímabilið sem við lifum á. Enginn „boðs'kapur" er í þessum myndum, eða kannski frekar ótti við að bera hann á borð. Myndin „Undarlegt ferðalag" (Un étrange voyage) er talandi dæmi um tíðar- andann: Maður ásamt dóttur sinni ganga meðfram járnbrautarteinum í leit að líkama móðurinnar, en vona þó að finna hann ekki. Maður veit hvað það vill ekki, en ekki hvað það vill. Hinn góðviljaði er ekki alltaf sá sem hann sýnist vera í fyrstu. Þeir áhorfendur sem sjá sig í hlutverki aðalpersónunnar ættu að gæta að sér. Þessar myndir koma á óvart. Hinn „mannlegi“ sóknarprestur í „Surti“ (Antracite) verður að lok- um miklu hættulegri en varðhund- arnir sem hann gagnrýnir fyrir valdsmannsbraginn. Aðalpersóna „Hreinsunarinn- ar“ (Coup de torchon) sem hefur háttalag meinleysisgreys er enn meiri óþokki en óþokkarnir sem hann myrðir. Þessiiögregluforingi lítillar frönskunýlenduborgar endar með að taka sjálfan sig í guða-tölu og heimila sér að vera jafn grimmur og Guð. „Góði“ presturinn í „Surti“ þykist líka Skrifstofuhúsnæöi óskast Óskum eftir skrifstofuhúsnæði til leigu frá 1. júní 1983. Æskileg stærð er 600-700 m2 helst á einni hæð. Nánari upplýsingar í síma 8-4211. Tilboðum sé skilað í skrifstofu vora að Suður- landsbraut 14. Fasteignamat ríkisins. boða kærleik. Það ber að varast þá sem þykjast tortíma hinu illa, þeir eru mun hættulegri en hinir. Að lifa á nóttunni meðan beðið er eftir sólarupprás: Hið rökkur- þrungna andrúmsloft „Surts“, hin I stöðuga nálægð næturinnar í „Nótt - útitaka“ (exterieur nuit) og Stór- söngkonunni (Diva). Þau lifa utan- garðs, utan kerfisins, en án þess að berjast gegn því. „Harkaleg heimkoma" (Retour en force) er skemmtileg vörn fyrir líf án reglna þjóðfélagsins, aðalper- sónur í „Nótt - útitaka" eru utan- garðsmenn, einnig aðalpersónur „Söngkonunnar". Og faðirinn í „Undarlegt ferðalag" líka, á sína vísu, svo ekki sé minnst á dóttur hans sem er hrædd við að eiga í vændum að lenda í kerfinu. Engin þessara persóna tilheyra neinum þjóðfélagshópum né nákvæmum Gerard Lemarquis skrifar manngerðum. Jafnvel nemendur Jesúítaskólans eiga ekkert sam- eiginlegt og síst af öllu guðræknis- tilfinningarnar. Maður býr til bráðabirgða og bíður eftir að allt komi betur í ljós, lætur líf sitt ekki storkna og skilur allar dyr eftir opnar. Það er tjaldað til einnar nætur einhversstaðar á Ur kvikmyndinni Harkaleg heimkoma. meðan beðið er eftir fastri búsetu. Léo í „Nótt - útitaka“ býr hjá vini sínum. Dóttirin í „Harkaleg heimkoma" hjá vinkonu sinni. Bróðir hennar býr í tökuhúsnæði eins og hetja „Stórsöngkonunnar.“ Faðirinn í „Harkaleg heimkoma" gistir heima hjá sér eins og faðirinn í „Undarlegt ferðalag". En dóttir hans, býr á hótelherbergi. Persón- urnar í „Hreinsuninni“ búa til bráðabirgða í nýlenduborg. Moli- ére er farandleikari sem yfirgefur öryggi fyrir ævintýri þjóðvega Frakklands... Moliére er. þó frábrugðin hinum myndunum vegna bjartsýni sinnar og örlætis. Þar ríkir augljóslega andinn frá Maí 68 (löngun til gleði, trú á fólk og samheldni) frekar en frá 8. áratugnum. „Diva“ er besta sakamálamynd sem lengi hefur verið sýnd í Reykjavík. „Hreinsun- in“ er eitrað málverk af nýlendu- þjóðfélaginu síðan fyrir stríð. Þarf að skrumskæla mælikvarða okkar með amerískum kvikmyndum: þessari mynd var líkt við vestra, sem hún þó er gjörólík. Vestri er bjartsýn landvinningasaga á með- an „Hreinsunin" er þvert á móti lýsing á dæmdum heimi á niður- leið. „Undarlegt ferðalag" gæti verið vel tekið af íslenskum áhorf- endum. „Surtur“, frábær byrjend- amynd, er kannski ekki eins aðgengileg. Vissar tilvitnanir í ka- þólskt samfélag gætu verið óskilj- anlegar (hrafninn, virtur fugl á ís- landi er t.d. í Frakklandi niðrandi tákn kaþólsks prests). Mjög góð vika! Syning hjá íslenskum heimilisiónaóí ÁGEFJUNAR VÆRÐARVOÐUM OG LOPA NÝ PRJÓNABÓK NÝIR LITIR SÝNINGIN STENDUR 1 TIL24.NÓV. Genun AKUREYRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.