Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982
Hinn sigursæli skákmeistari Sel-
tirninga Hilmar Karlsson.
Líflegt
skákstarf á
Seltjarnarnesi
Nýlokið er haustmóti Taflfélags
Seltjarnarness. 28 skákmenn
kepptu í sjö umferðum eftir
Monrad-kerfi. Sigurvegari varð
Hilmar Karlsson með 5'A vinning. I
öðru til fimmta sæti urðu þeir Gylfl
Magnússon, Birgir Aðalsteinsson,
Þröstur Þórhallsson og Jón Jónsson
með 5 vinninga hver. í unglinga-
flokki sigraði Kristinn Guðmunds-
son með ll'/i vinning af 12 mögu-
legum.
Mikil gróska hefur verið að
undanförnu í starfsemi Taflfélags
Seltjarnarness. í haust var m.a.
fírmakeppni, haustmót í hraðskák
og mánaðarskákmót.
5. nóvembers.l. varð Taflfélagið
fimm ára og var af því tilefni haldið
sérstakt afmælisskákmót. Margir
sterkir skákmenn tóku þátt í mót-
inu. Sigurvegari varð forseti Skáks-
ambands íslands, Gunnar Gunn-
arsson, með 7 vinninga af 9 mögu-
legum. { öðru til þriðja sæti urðu
þeir Jón Pálsson og Hilmar Karls-
son með 6V2 vinning. í fjórða til
fimmta sæti urðu þeir Guðmundur
Halldórsson og Jón Þ. Jónsson
með 6 vinninga hvor.
Á fimmtudögum eru tefldar
hraðskákir í Valhúsarskóla þar
sem Taflfélags Seltjarnarness hef-
ur aðsetur. Þau skákkvöld eru öll-
um opin. -óg
Frá
• ••
sjo
til
níu
Erfiðasti en jafnframt notaleg-
asti tími dagsins, nú þegar
skammdegið færist yfir, er frá kl.
7 á morgnana til u.þ.b. kl. 9.
Hann er erfiðastur að því leyti að
fótaferð vofir yfir en notalegastur
að því leyti að aldrei er betra að
lúra undir heitri sænginni.
Aðfaranótt þriðjudags geisaði
óveður í Árbæjarhverfi og víðar.
Alla nóttina gnauðaði vindur á
glugga og svalahurð í svefnher-
bergi mínu og óveðurshljóðið sí-
aðist inn í undirmeðvitund og
værar draumfarir. Svo kom að
því að útvarpið fór sjálfkrafa af
stað á mínútunni kl. 7 (ég á svo-
leiðis útvarp). Gegnum svefn-
rofin taldi ég klukkuslögin og
héyrði svo Pétur þul bjóða góðan
daginn, hressan en þó eins og
hálfsyfjulegan. Aumingja mað-
urinn, hugsaði ég með mér, hann
hlýtur að þurfa að fara á fætur kl.
hálf-sex.
Svo komu veðurfregnir og
fréttir og mér tókst að halda mér
hálfvakandi á meðan á því stóð,
en vart hafði sr. Árelíus opnað
munninn fyrr en ég sveif inn í
dúnmjúkt draumaský. Það var
ekki fyrr en Jónína frá Húsavík
skipaði mönnum að hlaupa í
sömu sporum að ég hrökk upp á
ný. Ég dró sængina upp fyrir höf-
uð en ímyndaði mér að ég væri að
hjóla með fótunum eða sveifla
höndum úr axlaliðunum. Ég fann
hvernig þyngsli lögðust yfir
brjóstið undir sænginni og mæði
sótti að mér við ímyndaða á-
reynsluna. Og enn datt ég í
draumalandið með svitaperlu á
enni.
Ég varð óljóst var við að elskan
mín stökk á fætur, greip útvarpið
og fór fram. Mikið var gott að
hálfmóka áfram og teygja lapp-
irnar sem víðast um rúmið og
heyra vindinn og kaffiuppáhell-
ingu í fjarska. Hvað skyldu mér
vera gefin löng grið?
Þau voru örstutt. Áður en ég
vissi af var klukkan farin að
ganga 9. Ég dró andann þrisvar
sinnum djúpt, albúinn að gera
mesta heljarátak dagsins, frest-
aði þó fótaför um 5 mínútur, tók
svo á öllu sem ég átti til, þreif
sængina ofan af mér og setti lapp-
irnar út á gólfið. Hálfnað verk þá
hafið er, sagði ég við sjálfan mig,
stóð á fætur og skakklappaðist
hálfboginn og stirður aftur fyrir
rúmið og reyndi að fara rétt í bux-
urnar og sokkana þó að ég væri
hálfblindur af stírum.
Næsta verk var að gá til veðurs,
og sjá: það var kuldalegt um að
litast. Með innanhrolli staulaðist
ég fram á ganginn og inn í eldhús,
settist á stól og horfði tómlega
fram fyrir mig fyrst um sinn.
Fimm mínútum síðar opnaði
ég ísskápinn og tók út þorskalýs-
isflöskuna, fékk mér gúlsopa og
teygaði úr einu mjólkurglasi. Nú
var ég kominn á það stig að ég gat
rétt sem snöggvast litið yfir for-
síður dagblaðanna sem elskan
mín var auðvitað búin að sækja
niður. Þar var ekkert merkilegt
að sjá og ég megnaði ekki að
opna þau frekar.
Það var ekki fyrr en kaffið tók
að væta kverkarnar að Eyjólfur
fór verulega að hressast. Ég byrj-
aði jafnvel að söngla lágt með út-
varpinu og hlæja innra með mér
að leiðurunum sem voru þá ein-
mitt lesnir í útvarpið.
Rétt fyrir kl. 9 gekk ég upprétt-
ur maður út í kuldann eins og
ekkert væri, settist upp í jökul-
kaldan bílinn og sneri kveikjulykl-
inum.
Hinu dagvissa morgunstríði
var lokið. Guðjón
sunnudagskrossgátan
Nr. 348
/ 2 3 ¥ 6~ / é> 1 r~ 7— z— 22
IV II 22 12 / /3 l¥ ll /6~ /é> U 1? 3
T~ F~ / 13 2? 3 )Z rt > 6~ 20 6 V 21
/3 V F /? 2D \4 V 5- 22 l¥ 7¥~ V ¥ 2! J2
"r % V /3 (p 22 y Ib ¥ I? /9 y 16 W~
22 n- 7 V /2 20 10 5 n- )¥
23 W J¥- 17- 7 22 13 20 20 sr 9 17 )¥ 1) S
r / 52 V r >Y 2¥ 6" 9 1 I/ (0 V 1
3 22 u, 3 ri ? )£ R? 1$ 26 T7~
2? 2$ 7 9 12 ? 22 w~ T~ 73 V Y
* 2i /4 y- V 30 5 22 6~ 9? 6 n 77—
23 sL (? /<7 V 11 y 2 n V 13 )¥ w~ 7?
12 )¥ b 1/ iT £ n /3 w~ W~ 6
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á
alkunnu örnefni á íslandi. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgát-
unni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr.
348“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn-
ingshafa.
8 23 2$ 18 1- 13 )¥ 22 /? H
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt..
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp,
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
AÁBDDEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu
nr.344 hlaut Anna Hermanns-
dóttir, Gránufélagsgötu 23,
Akureyri. Þau eru Sólin og
skugginn eftir Fríðu Á. Sig-
urðardóttur. Lausnarorðið
var Hólmgeir.
Verðlaunin að þessu sinni eru
Sunnlenskir sagnaþættir frá
Bókaútgáfunni Hildi.