Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 7
Helgin 20. - 21. nóvember 1982’ ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 Fengur fyrir þá sem ættfrœði unna: Ættarbókin eftir Þorstein Jónsson Komin er út hjá bókaútgáfunni Sögusteini bók sem kemur til með að verða nauðsynleg öllum þeim sem áhuga hafa á að grúska svolítið í eigin ættum og annarra. Hún heitir Ættarbókin og höfundur hennar er Þorsteinn Jónsson safn- fræðingur, forstöðurmaður Lista- safns alþýðu, en hann hefur frá unglingsaldri verið áhugamaður um ættfræði. Ættarbókin er 271 blaðsíða í stóru broti og kaflaskil öll mynd- skreytt með gömlum ljósmyndum. Með henni er fólki gert auðvelt að ná árangri í að leita heimilda um ættir sínar og skrá upplýsingar með skipulegum hætti. í ættarbókinni er sett saman skráningarkerfi fyrir hvers kyns ættfræðilegar upplýs- ingar. Hér er um að ræða 8 tegund- ir eyðublaða og er hverju þeirra ætlað að varðveita ákveðnar upp- lýsingar um forfeður, formæður og annað skyldfólk. Á bókarkápu segir: „Þetta er óvenjuleg bók, óvenju- leg að því leyti að lesandi og höf- undur eru einn og sami maðurinn- Þú ert bæði lesandi og höfundur. Þetta er bókin sem þú skrifar með eiginhendi. Þú safnar upplýsingum og færir þær inn í Ættarbókina og smám saman verður til ritverk, sem rekur sögu ættar þinnar, spennandi og viðburðaríka sögu með fjöl- mörgum persónum, sögu ter n veitir þér nýja innsýn í lífið í landinu bæði fyrr og nú. Og enginn annar skammtar þér tíma til þessa verks eða rekur á eftir þér, því að bókin þín er þegar komin út. Ættarbókin skrifar sig ekki sjálf fremur en aðrar góðar bækur. Það verk er þér ætlað að vinna - en ekki hjálpar- laust. Ættarbókin geymir lykilinn sem þú þarft á að halda, skrá yfir heimildir sem þú getur leitað til og einfalt skrásetningarkerfi, sem er 'aðgengilegt og auðskilið. Ættar- bókin er ekki einvörðungu geymslustaður fyrir mannanöfn, dagsetningar og ártöl, heldur rúm- ar hún líka fróðleik og frásagnir sem þú bjargar frá glötun.“ Meðal efnis í bókinni eru leiðbeiningar, kafli um framættir þar sem hægt er að skrá upplýsing- ar um alla forfeður í 9 ættliði á 72 eyðublöðum en síðan taka við framættir í beinan legg. Þá eru eyðublöð fyrir fjölskylduskrár á um 100 blaðsíðum. Þá er gert ráð fyrir myndum af nánustu for- feðrum, munnmælasögum, persónulýsingum, sagnaþáttum, afmælisdögum, og eiginhandarár- itunum svo að eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst er í ritinu ýtar- | leg skrá um ættfræðirit og aðrar | ættfræðiheimilidir og ejr hún vafa- laust sú besta, sem enn hefur verið tekin saman. Tekur hún til um 400 rita, gamalla og nýrra, smárra og stórra. - GFr • ■ n« VIHNUEFTIRLIT RÍKISINS Siðumúla 13,105 Reykiavík. Sími 82970 Laus staða BYGGINGATÆKNIFRÆÐINGS eða BYGGINGAFRÆÐINGS Verkefni eru einkum á sviði húsnæðismála vinnustaða og öryggismála byggingaiðnaðar. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 82970 milli kl. 8.00 og 16.00. launakerfi opinberra Laun samkvæmt starfsmanna. Umsóknir sendist Vinnueftirliti ríkisins, Síðumúla 13, Reykjavík, fyrir 15. desember nk. á eyðublööum sem þar fást. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast við Kvenna- deild til eins árs frá 1. janúar 1983 að telja. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 17. desember n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar Kvennadeildar í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til eins árs frá 1. janúar 1983 á Rannsóknastofu Háskólans v/Barónstíg. Mögulegt er að framlengja ráðningu um eitt ár skv. umsókn og nánara samkomulagi. Um er að ræða námsstöðu í almennri líffæra- meinafræði. Jafnframt gefst kostur á að leggja sérstaka áherslu á eitt eða fleiri sérsvið, svo sem barnameinafræði, réttarlæknisfræði, frumu- meinafræði, rafeindasmásjárrannsóknir og fleira. Gert er ráð fyrir, að viðkomandi að- stoðarlæknir taki þátt í rannsóknarverkefn- um samhliða öðrum störfum. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 17. desember n.k. Upplýsingar veitir forstöðu- maður Rannsóknastofu Háskólans í síma 29000. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á taugalækn- ingadeild til 6 mánaða frá 1. janúar 1983. Umsöknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 17.. desember n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækninga- deildar í síma 29000. RÍKISSPÍT ALAR Reykjavík, 21.nóvember 1982. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS opnar mánudaginn 22. nóv., útibú íGrund- SPARISJÓÐUR EYRARSVEITAR hefur hætt arfirði og yfirtekur jafnframt alla starfsemi Sparisjóðs Eyrarsveitar. allri starfsemi frá 20. nóv. 1982. EigendurinnlánaíSparisjóði Eyrarsveitareru vinsamlega beðniraðfram- Búnaðarbanki íslands hefur yfirtekið starfsemi vísa sem fyrst íútibúinu sparisjóðsbókum sínum og öðrum innlánsskírtein- sparisjóðsins frá sama tíma. um til að fá skipt á þeim og hliðstæðum innlánsskírteinum bankans. Bankastjórnin heitirá Grundfirðinga tilsamstarfs um að efla svo útibúið að það geti orðið aflgjafi trausts atvinnulífs og velmegunar í Grundarfirði. Afgreiðslutíminn verður kl. 9:15 - 12:30 og 13:30 - 16:00 Sími 93-8695. Kaffiveitingar verða í útibúinu fyrir viðskiptavini allan opnunardaginn. Verið velkomin BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Stjórn Sparisjóðs Eyrarsveitar þakkar ölium fyrir góð viðskipti undanfarin ár og óskar Búnaðar- bankanum og öllum Grundfirðingum farsældar á komandi árum. SPARISJÓÐUR EYRARSVEITAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.