Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
Aðventuhátíð
aldraðra félaga í
F.F. - F.Í.H. - F.S.V. - Sókn
Verður haldin sunnudaginn
28. nóvembern.k.í f»órscafékl.2-6.
Dagskrá: ^
Harmonikuleikur
Fjöldasöngur
Kaffiveitingar
Skemmtiatriði:
Ómar Ragnarsson
Allir félagar 60 ára og eldri velkomnir
Félag framreiðslumanna
Félag ísl. hijómlistamanna
Félag starfsfólks í veitingahúsum
Starfsmannafélagið Sókn
Hvað líður lengingu lána til húsbyggjenda?
Dræmar undlrtektir
hiá Seðlabankanum
W
„Þetta mál hefur verið rætt við
stjórnendur Seðlabankans og það
verður að segja eins og er að undir-
tektir voru dræmar við málaleitan
okkar“, sagði Tómas Árnason
bankamálaráðherra í samtali við
Þjóðviljann I gær.
Þegar bráðabirgðalögin voru
sett var jafnframt gefin út sérstök
yfirlýsing þar sem m.a. segir að
ríkisstjórnin muni efna til viðræðna
við viðskiptabanka og sparisjóði
Opinn umræðufundur
Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur opinn umræðufund
miðvikudaginn 24. nóv. kl. 20.30 í Þinghól Hamraborg 11
Kópavogi.
FUNDAREFNI:
íslensk orkunýting og nýiðnaður.
FRUMMÆLANDI:
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra.
Allt áhugafólk velkomið
Alþýðubandalagið í Kópvogi
Hjörleifur
Guttormsson
lOáraábyrgö
Goðgreiðslukjör
þrekhjól
fyrir þá sem
er annt um heilsuna
Kjörið til líkamsræktar heimavið. Stöðugt og sterkt - mjúkt og breitt sæti,
öryggishlífar á keðju og hjóli - stiUanlegt stýri og sæti -
stillanlegur fótstigsþungi - hraðamælir og snúnings-
teljari - tekur lítið pláss. Varahlutaþjónusta.
Verð kr. 2.401 og 2.759.
ZCHniinitiir á dag...
KALKHOFF þrekhjól er ódýr
og góð lausn fyrir þá sem
annt er um heilsuna.
Sérverslun i meira
en hálfa öld
, a. Reiðhjólaverslunin
ORNINNP'
Spítalastíg 8 við Óóinstorg símar: 14661,26888
segir Tómas
/
Arnason, banka-
málaráðherra
um lengingu lána til atvinnuvega
og húsbyggjenda. Við spurðum
Tómas um viðbrögð bankastjórna
við þessum hugmyndum.
„Seðlabankinn sá einkum tvenns
konar tormerki á því að fyrir slíkri
uppsöfnun lána yrði staðið nú.
Annars vegar að stutt væri um liðið
sfðan slík lán voru útbúin og svo
hins vegar-aðstaða viðskiptabank-
anna væri afar slæm og sparnaður
lítill. Því væri svigrúm þeirra til að
lengja lán og safna smálánum
saman í eitt stórt, afar lítið“.
Félagsmálaráðherra, Svavar
Géstsson tók þetta mál upp á síð-
asta ríkisstjórnarfundi og krafðist
þess að skriður yrði: settur á
viðræðurnar við bankana og þar
með staðið við yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar. Tómas minnti á að
þessi lenging lána væri alfarið í
höndum bankanna, þar væri um
þeirra ráðstöfunarfé að ræða og því
yrði að fara samningaieiðina í má-
linu. Eftir þesu yrði hins vegar
reynt að ganga á næstunni.
1980 voru lán til húsbyggjenda
lengd og gafst mönnum þar kostur
á að taka mörg smærri lán í eitt
stórt til allt að 8 ára, að sögn Tóm-
asar Árnasonar bankamálaráð-
herra. • _ v.
>>
Viðbrögð Seðlabankans:
„Hreinn
undansláttur
segir Svavar
Gestsson, félags-
málaráðherra
„Það er auðvitað sjálfsagt mál að
þessi stefna ríkisstjórnarinnar um
lengingu lána til húsbyggjenda
verði framkvæmd af bönkunum og
þeir geta engan veginn vikist undan
því að framkvæma stefnu stjórn-
valda. Þær röksemdir sem hafðar
eru eftir stjórnendum Seðlabank-
ans af Tómasi Árnasyni, bankam-
álaráðherra, eru hreinn undan-
sláttur", sagði Svavar Gestsson fél-
agsmálaráðherra í samtali við
Þjóðviljann.
„Ef bankarnir hins vegar neita
að fallast á þessa stefnu er rétt að
láta reyna á það á alþingi með lag-
asetningu hver er viiji löggjafans í
þessum efnum“, sagði Svavar enn-
fremur.
„Hér er á ferðinni einfalt mál því
með því að lengja lán til húsby-
ggjenda er ekki verið að fara ótr-
oðnar slóðir þar sem þetta hefur
verið framkvæmt áður. Þá er hitt
að hér yrði ekki um viðbótarlán að
ræða frá bönkunum heldur endur-
lán á peningum sem þegar hafa ver-
ið lánaðir út. Þau yrðu svo að sjálf-
sögðu á þeim kjörum sem tíðkast í
hinum almennu lánsviðskiptum og
því ættu bankarnir ekki að verða
fyrir tjóni af þessum sökum“, sagði
Svavar Gestsson félagsmálaráð-
herra að lokum. - v.
Hjörleifur hittir
fulltrua Alusuisse
Ákveðið hefur verið að Hjörleifur Guttormsson iðnaðaráðherra og
dr. Paul Miiller formaður framkvæmdastjórnar Alusuisse komi saman
til fundar í Reykjavík mánudaginn 22. nóvember n.k.
Til fundarins er stofnað að ósk Alusuisse og verða þar rædd sam-
skiptamál fyrirtækisins og íslenska ríkisins vegna álversins í
Straumsvík.
Steingrímur bóndi í
Ytri-Miðhlíð 70 ára
Steingríur Friðlaugsson bóndi í
Ytri-miðhlíð á Barðaströnd verður
sjötugur á mánudag, þann 22. nó-
vember.
Hann hefur lengi búið í Ytri-
Miðhlíð og bætt jörðina bæði með
ræktun og nýjum byggingum.
Steingrímur hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum í sveit sinni og
m.a. setið í hreppsnefnd. Kona
Steingríms er Dagný Þorgrímsdótt-
ir. Þau hafa eignast fimm börn og
eru fjögur þeirra á lífi.
Sýningu Elínar líkur um helgina
Misritun varð í blaðinu í gær, þar sem stóð að vefnaðarsýning Elínar Th.
Björnsdóttur opnaði í dag, en hið rétta er að sýningu hennar lýkur nú um
helgina.
ALÞÝOUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Sauðárkróki
- BæjarmáLaráðsfundur
Bæjarmálaráð heldur fund í Villa Nova mánudaginn 22. nóvember kl.
20.30. - Allt stuðningsfólk G-listans velkomið. - Stjórnin.