Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982 Afþreying á franska vísu hYikmyndlr Harkaleg heimkoma (Retour en force) Stjórn og handrit: Jean Marie Poiré Kvikmyndun: Yves Lafaye Leikendur: Victor Lanoux, Bernadette Lafont. Sumir halda að í Frakklandi séu aðeins gerðar listrænar og menn- ingarlegar kvikmyndir, vegna þess að þá sjaldan hingað berast myndir þaðan eru þær yfirleitt af því tag- inu. Þar er þó framleitt heilmikið af allskyns afþreyingarmyndum, mis- jafnlega góðum einsog gengur, og Harkaleg heimkoma er líklega í einhverskonar miðlungsflokki þar, hvorki betri né verri en gengur og gerist. Höfundur myndarinnar er Jean- Marie Poiré, og er þetta þriðja mynd hans. Að því er leikskráin segir okkur er hann þegar búinn að ávinna sér nafn sem leikstjóri gam- anmynda. Harkaleg heimkoma hefur ýmislegt til að bera sem gam- anmynd, húmorinn er bara nota- legur, þótt áhorfandinn taki svo- sem engin bakföll af hlátri. Aðalpersónan, Adrien Blaussac, hefur setið í fangelsi í 8 ár fyrir vopnaða árás sem hann tók þátt í ásamt öðrum, enn skugga- legri náungum en þeir sluppu með peningana. Myndin hefst þegar Adrien losnar úr fangelsinu og hyggst endurheimta sinn hlut af ránsfengnum, en það reynist ekki auðvelt. Hann ætlar líka að endur- heimta fjölskyldu sína, sem hann | heldur að lifa í vellystingum prakt- 1 uglega, en það reynist á misskiln- ingi byggt. Konan hans hefur semsé búið með strætóbflstjóra nokkrum í 6 ár, sonur hans er vél- hjólaþjófur og dóttirin stundar vafa- | samt diskólífemi. Adrien gerir heiðarlega tilraun til að koma lífinu í samt Iag, en á endanum neyðist hann til að fallast á tillögu sonar Victor Lanoux leikur Adrien í myndinni Harkaleg heimkoma. síns um að fremja ævintýralegt inn- brot, og þar fer margt á annan veg en ætlað var. Það er svosem ekki margt hægt að segja um þessa mynd, hún er þokkaleg dægradvöl og gefur sig ekki út fýrir að vera neitt annað. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Jean-Baptiste Poquelin, sem kallaður var Moliére, fæddist árið 1622 í París og andaðist þar 51 ári seinna. Faðir hans var húsgagna- bólstrari og sonurinn átti að feta í fótspor hans sem iðnaðarmaður, en hugur hans stefndi í aðra átt, hann gerðist leikari og leikskáld, stofnaði leikflokk og ferðaðist um Frakkland vítt og breitt um margra ára skeið, en settist að lokum að í París og lagði grundvöllinn að því 1 leikhúsi sem síðar varð Comedie Francaise. Leikrit hans eru sígild, Moliére er Shakespeare þeirra Frakka. Hann dró samtímamenn sína sundur og saman í háði og | réðst af engri miskunn á veikleika | þeirra, fáfræði og hræsni. I Ariane Mnouchkine segir okkur ;ögu þessa snillings frá því hann var tíu ára og allt til dánardags. Hún einskorðar sig ekki við einstakling- inn Jean-Baptiste, heldur bregður upp breiðri mynd af samfélaginu sem hann lifði í, Frakklandi á 17. öld, samfélagi eymdar og örbirgðar annarsvegar og fáránlegs ríkidæm- is hinsvegar. Viðfangsefnið er lista- maðurinn og umhverfið, gagn- verkandi áhrif þeirra hvors á ann- að. Að þessu leyti svipar myndinni um Moliére til sovéska snilldar- verksins um Andrei Rúbljof, eftir Tarkofskí. Myndirnar eru þó gjör- ólíkar að öðru leyti, enda fjallað um gjörólíka listamenn og ólík samfélög. Aldarfarslýsingin sem Mnouc- hkine gefur okkur er gerð af svo Allur hinn sögulegi búningur myndarinnar kemst mjög vel til skila og verkar afar sannfærandi - þetta er ekki ein af þessum sögu- legu stórmyndum, sem líta út eins- og þær séu teknar á þjóðminjasafn- inu, heldur er sautjánda öldin leidd fram sprelllifandi, skítug, lúsug og hungruð, en líka skrautleg og spennandi. Stundum finnst manni einsog gömul málverk hafi lifnað og breyst í veruleika, sem verður manni undarlega nákominn, eins- og alltaf gerist þegar mikil list er annarsvegar. Persónurnar eru manneskjur sem koma okkur við, örlög þeirra skipta okkur máli. Það er sannarlega ekki á hverj- um degi sem slík listaverk rekur á fjörur okkar. Snillingurinn og samtíðhans miklu listrænu innsæi, svo breið og fræðandi, að sögukennarar ættu eiginlega að skikka nemendur sína til að sjá myndina. Moliére, eða líf heiðarlegs manns (Moliére ou la vie d’un honnete homme) Handrit og stjórn: Arianc Mnouchkine Kvikmyndun: Bernard Zitzermann Tónlist: René Clemencic Leikendur: Pilippe Caubére, Josette Derenne, leikarar Sólarleikhússins í París Ariane Mnouchkine mun vera í hópi merkari leikhúsmanna í Frakklandi um þessar mundir stofnandi Sólarleikhússins fræga, Theatre du Soleil, og hefur sett þar á svið ýmsar merkar sýningar. Frægust er hún fyrir sögulegar sýn- ingar og mun hafa fengist allmikið við Shakespeare karlinn. Árið 1974 hóf hún kvikmyndaferil sinn með því að kvikmynda sýningu Sólarleikhússins á verki sem hét „1789“, og 1978 kom svo önnur mynd hennar, Moliére, sem við fáum nú að sjá á frönsku kvik- myndavikunni. Molicre er viðamikið verk, sýn- ingartíminn samtals 4 tímar og 20 mínútur, og er myndin sýnd í tveimur hlutum. Er skemmst frá því að segja, að Moliére er sú mynd á þessari kvikmyndaviku sem allir ættu að sjá, og þeir sem aðeins geta séð eina mynd ættu að láta þá mynd vera Moliére. Hinn ungi Moliére og móðir hans Surtur (Anthracite) Handrit ogstjórn: Edouard Niermans Kvikmyndun: Bernard Lutic Tónlist: Alain Jomy Leikendur: Jcan-Pol Dubois, Bruno Cremer, Jean Bouise, Jerome Zucca. Edouard Niermans er tæplega fertugur Frakki sem kominn er til íslands og sýnir fyrstu mynd sína, Surt,-á frönsku kvikmyndavikunni í Regnboganum. Þetta er ekki fyrsta heimsókn Niermans til ís- lands, hann hefur oft komið hingað áður og hyggst gera næstu kvik- mynd sína hér á landi. Surt gerði hann 1980 og var hún frumsýnd á Cannes-hátíðinni það ár. Að sögn kvikmyndastjórans er Surtur sjálfsævisöguleg kvikmynd. Hún gerist á Jesúítaskóla árið 1952, en á slíkan skóla var Nierm- ans sendur ungur að árum og hefur sennilega ekki liðið neitt alltof vel þar, ef marka má myndina. Skólinn sem við kynnumst er lokuð stofnun þar sem harðneskjulegum aðferðum er beitt til að breyta ung- um drengjum í valdafíicna og þröngsýna frammámenn í þjóðfé- laginu. Surtur er alls ekki fyrsta kvik- myndin sem gerð er um þetta, eða svipað efni. ffranskri kvikmynda- sögu er þónokkuð um slíkar mynd- ir, og ber þar hæst myndina Zero de conduite, eða Núll í hegðun, sem snillingurinn Jean Vigo gerði árið 1933. Satt best að segja finnst mér Surtur ekki bæta neinu nýju við þær hugmyndir sem maður hafði gert sér um gamlar, kaþólskar upp- eldisaðferðir. „Surtur“ er uppnefni aðalpers- ónunnar, föður Godard, sem á að vera drengjunum andlegur leiðtogi og vaka yfir trúarlegri velferð þeirra. í upphafi myndar er hann að biðja Guð að gefa sér styrk til að elska þá heitar, og það litla sem hann segir í myndinni snýst allt um ástina sem á að ríkja í samskiptum manna. Hinsvegar virðist áhorf- andanum sem hann sé aðallega ást- fanginn af einum drengnum, Pi- erre, sem er utangarðsmaður í samfélagi strákanna, lélegur í fót- bolta og kann ekki að svara fyrir sig. Pierre vesalingurinn er að sjálf- sögðu látinn gjalda þessarar ástar Surts, félagarnir stríða honum af engri miskunn og kalla hann stelpu. Faðir Godard gengur með ein- hverskonar dýrlingskomplex og trúir á meinlætalifnað sem á að göf- ga andann. Þetta vill hann innræta strákunum, en hefur ekki erindi sem erfiði, enda er hann gjörsam- lega mislukkaður uppalandi. Tveir aðrir Jesúítar koma við sögu, skólastjórinn og umsjónarmaður skólans, og eru báðir meinhorn hin verstu. Einn strákanna, Fouquet að nafni, lofar góðu í myndarbyrj- un og virðist vera efni í upp- reisnarmann. . Hann klifrar uppá þak og les skólabræðrum sínum pistilinn þaðan, er hýddur fyrir til- tækið og gufar svo upp á slysa- varðstofunni og er úr sögunni, illu heilli. Mig grunar að Pierre sé sá pilt- anna sem stendur Niermans næst - litla fórnarlambið, sem fær útrás fyrir niðurbælda heift með því að sparka í dýrlinginn í myndarlok. Því miður er drengurinn svo ræki- lega bældur að við fáum nánast ekkert að vita um hann, annað en það sem liggur í augum uppi. Myndin er fallega tekin í löngum skotum með afar fáum myndavél- arhreyfingum. Stíllinn er hreinn og tær, en bjargar ekki tómahljóðinu sem mér virðist stafa af afstöðu- leysi höfundarins til þess sem hann er að segja. Þetta er faglega unnin mynd sem skilur harla lítið eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.