Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982 af bæjarhellunm Réttur lands og lýðs - og Eggerti Haukdal um aldur og ævi. Eftir skoðanakönnunum DV að dæma myndi slík tillaga fljúga í gegn í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það dugar nefnilega ekki ann- að en að álykta skjótt og skarp- lega. Það hefur Davíð Oddsson sýnt á skömmum borgar- stjóraferli. Ekki var hann t.d. lengi að skynja af hyggjuviti sínu, að skúringakona nokkur væri að tala til útlanda í einkasímann hans. Hann bæði sá það með augunum og heyrði það með eyrunum og ályktaði einsog Ungi litli: Himininn er að hrynja. Þá hefur hann sýnt lofsvert framtak í því að ganga á snið við sérfræðinga- starfshópa- og nefndaveldið og afla sér upplýs- inga beinustu leið. Nýjasta dæmi þess snertir staðsetningu álvers í Geldinganesi. í borgarstjórn var samþykkt fyrir handvömm, að gætt skyldi mengunarvarna fyrir íbúa Reykjavíkur. Davíð snöggur að vanda hringir í Veðurstofuna og spyr, hvernig vindáttin sé þarna uppi í .Geldinganesi. Veðurfræðingurinn lítur á veðurkort dagsins og segir sem er, að hún sé norðaustlæg. Sama kvöld kemur Davíð í sjónvarpið og segir enga mengunarhættu stafa af álveri í Geldinganesi, því að þar ríki norðaustlæg vindátt (sbr. staðvinda í öðrum hita- beltum). Hitt er annað mál, að Davíð virðist annaðhvort misskilja orð- ið „norðaustlægur“ eða ekki vita í hvaða átt Geldinganes er frá kjarna Reykjavíkur. Pað er nefnilega í norðaustri, svo að eimyrju frá orkuveri hlyti að leggja þaðan yfir borgina úr þeirri átt, sem í mæltu máli kall- ast norðaustlæg. En auðvitað hefur misskilningur Davíðs staf- að af skynsamlegu viti einsog annað. Utsynningurinn okkar (sem þó er ekki staðvindur) mætti skiljast sem norðaustlæg átt, þ.e. sú átt, sem liggur til norðausturs. Og því var þetta skarpleg ályktun hjá Davíð eins- og ævinlega. Árni í Botni Eitt af því, sem um er bitist nú um stundir, er stjórnarskrár- málið og þá auðvitað framar öllu kjördæmaskipanin eða það sem kallað er jafnrétti kjósenda. Hver um annan þveran keppast menn við að fullyrða, að við hér á suðvesturhorninu eigum að hafa hlutfallslega jafnmarga þing- menn og aðrir landshlutar. Jafn- • vel bóndi austur á Hvalsnesi tekur undir þenn ámáttlega söng. Þessu er ég mikið ósammála. Fólkið er ekki nema helft þeirrar heildar, sem á hagsmuna að gæta. Hinn helmingurinn er landið og allt lífríki þess annað. Heildin er ísland og Islendingar. Og landið hefur mál ekki síður en fólkið, þótt ekki kunni allir að nema það. Landið hefur líka sinn rétt. Þótt ekki búi nokkur mennsk sála í Snæfellsjökli, þá er jafnrík á- stæða til að hann eigi sinn fulltrúa á Alþingi og einhverjar þúsundir ráðvilltra sálna, sem hlaupa eftir geipinu í ótíndum spraðabössum og framagosum. Ég nefni engin nöfn. Það er 1 tið vit í því, að við sem höfum hrúgast saman á Faxaflóa- ! svæðið á þessari öld vegna tíma- bundinnar tækniþróunar eigum að fá að ráðskast með afganginn af landinu í krafti svokallaðs meirihluta atkvæða. Þótt við flækjumst milli héraða öld framaf öld vegna duttlunga nytjafiska eða markaðsþróunar úti í heimi, þá verður landið og fegurð þess á sínum stað. Ef við verðum þá ekki búin að spilla henni með skammsýni og flaustri í leit að skjótfengnum peningagróða. Ég hef enn meiri trú á landinu en þjóðinni. Of stór hluti hennar lætur sífellt glepjast af fagurgala og „nýjungum", sem ekki reynast annað en löðurbólur. Og einna verst í því efni og ómarktækust I erum við hér í þéttbýlinu. Hitt er annað mál, að núgild- . andi kjördæmaskipan tryggir engan veginn rétt landsins fremur en fólksins. Fæstir svonefndir dreifbýlisþingmenn eru upprunn- ir úr sínu kjördæmi, hvað þá bú- settir þar, nema þá að nafni til. Þeir hafa ekki hug á landinu landsins vegna, heldur atkvæðum fólksins í sveitarfélögunum sér og sínum flokki til handa. Auðvitað væri ekki hlaupið að að því að útnefna verðuga full- trúa Landsins til Alþingis. Það yrði v;st til lítils að setja berg- stuðla og jökulklumpa, fugla og fiska í stóla Alþingishússins. En hvernig á að þekkja þá úr, sem best hafa numið mál náttúrunnar érk toðk t>ó BÁRA fcoMMAS&K'Wtfj þWJER'BGr SEM 'AttVED tVADAM VIMO- tORINN BlÆS \HER l ýR£VKlAR-y rík. og tungur fjallanna? Skásti kost- urinn sem stendur væri líklega sá, að náttúruverndarsamtök í hverju héraði kysu sína fulltrúa til Alþingis, og það væri helming- ur þingmanna. Hinum helmingum mætti svo skipta milli fólksins í landinu eftir mannfjölda. Þá væri eðlilegast, að „aðilar vinnumarkaðarins" ættu flesta fulltrúa og þá í sam- ræmi við höfðatölu, en ekki ein- hverja hlútafjáreign (sem er hvorteðer oftast fengin að láni frá bönkum þjóðarinnar). Þannig ætti Alþýðusamband íslands að eiga um það bil 50 sinnum fleiri fulltrúa en Vinnuveitendasam- bandið, en Stéttarsamband bænda, BSRB, BHM og Banda- lag íslenskra listamanna eitthvað þar á milli. Stjórnmálaflokkar mættu auðvitað leika lausum hala innan allra þessara samtaka eftir sem áður, en þeir ættu ekki að bjóða fram beint til Alþingis. Flestir forystumenn þeirra eru að vísu sérfræðingar í að villa um fyrir fólki, en áhrif þeirra myndu tak- markast mikið, ef þeir þyrftu að beita sér innan hvers stéttarfélags og hagsmunahóps í staðinn fyrir að hreykja sér á landsmæli- kvarða. Þeir þyrftu með öðrum orðum meira á sig að leggja, hver einasti einn. Og þeir hefðu á- reiðanlega ekki nema gott af því. Eitthvað í þessa veru mætti dr. Gunnar Thoroddsen reyna að leysa kjördæmamálið í stjórnar- skrárnefndinni sinni. En þar mætti leggja fleira til og hugsa þá m.a. til fornra fjandvina okkar Tyrkja, sem um daginn sam- þykktu nýja stjórnarskrá við staka velþóknum NATO og Morgunblaðsins. f þeirri stjórn- arskrá er m.a. bundið, að núver- andi forseti skuli lialda því emb- ætti næstu 7 árin, enda „hýr og góðlegur maður“. Ennfremur voru helstu fjandmönnum lians bönnuð öll stjórnmálaafskipti næstu 10 árin. Þannig mætti auðvitað tengja það ákvæði við væntanlegt stjórnarskrárfrumvarp, að dr. Gunnar Thoroddsen skuli vera forsætisráðherra til æviloka, en andstæðingum hans einsog Geir, Ólafi G. og Matthíösunum for- boðin öll pólitísk umsvif jafnlengi ritstiórnargrein 100 þús. tonn af þorski = 1200 miljónir króna Að undanförnu hafa menn leitað ýmsra skýringa á því hvers vegna þorskveiðar okkar íslend- inga hafa gengið svo miklu lakar í ár heldur en vænst var þrátt fyrir mikla sókn. í byrjun þessa árs lagði Haf- rannsóknastofnun til, að veiddar yrðu allt að 450.000 lestir af þor- ski, en þá var heildarstofnstærð þorsksins áætluð 1765 þús. lestir og stærð hrygningastofnsins um 570 þús. lestir. Nú er ljóst, að þorskaflinn í ár verður hins vegar varla nema 380-390 þús. lestir, og í nýjum tillögum Hafrannsóknastofnun- ar, sem kynntar voru nú í vikunni kemur fram, að stofnunin leggur til, að þorskafli á árinu 1983 verði aðeins 350 þús. lestir. Þetta eru mjög alvarleg tíðindi, sem. auka enn á þann mikla vanda, sem við er að etja í þjóðarbúskap okkar fslendinga um þessar mundir. Að vísu er auðvelt að benda á að ákaflega miklar og óvæntar sveiflur hafa komið fram í mati Hafrannsóknastofnunar á styrk- leika þorskstofnsins ár frá ári, og ljóst að vísindi okkar góðu fiski- fræðinga bjóða ekki upp á stærðfræðilega nákvæmni. En hvað sem því líður þá væri samt mjög varhugavert að láta aðvar- anir þeirra nú sem vind um eyru þjóta svo stórir framtíðarhags- munir sem hér eru í húfi. Við skulum hins vegar öll gera okkur grein fyrir því, að það hvort sem hér veiðist 100 þúsund tonnum meira eða minna af þor- ski hefur stórkostleg áhrif á allt okkar efnahagslíf. Á síðasta ári var þorskafli okk- ar íslendinga liðlega 450.000 tonn. verði þorskaflinn á næsta ári aðeins 350.000 tonn eins og Hafrannsóknastofnun leggur til, þá felur þessi samdráttur þorsk- veiðanna einn sér í sér 4% lækk- un á þjóðartekna. Þjóðartekjur okkar Islendinga eru taldar verða í ár rösklega 30.000 miljónir króna. Samdráttur í þorsk- veiðum upp á 100.000 tonn felur því í sér yfir 1200 miljón króna lækkun á okkar þjóðartekjur (á verðlagi ársins 1982) en til saman- burðar má geta þess að sam- kvæmt fjárlögum þessa árs, þá eru tekjur ríkisstjóðs af öllum tekjusköttum að sjúkratrygg- ingagjaldi meðtöldu áætlaðar 1137 miljónir króna. Hér er því ekki um neinar smáupphæðir að ræða. í hini nýju skýrslu Hafrannsóknastofnunar kemur fram, að þorskstofninn er nú talinn 10-2ö% minni en stofn- unin reiknaði með fyrir ári síðan, einkum vegna þess að árgangarn- ir frá 1975 og 1976 eru taldir lak- ari en þá var áætlað. Það alvarlegasta sem fram kemur í greinargerð Hafrann- sóknastofnunar er þó það, að stofnunin telur alla árgangana frá 1977 vera undir meðallagi, og að nýliðum hafi í ár verið óvenju lé- leg. Hin stóri árgangur frá 1973 fer nú að hverfa úr veiðinni. Þá er ástand þorskstofnanna við Græn- land talið vera með þeim hætti, að þaðan sé ekki að vænta um- talsverðra gangna á íslandsmið- um. Um þorskárganginn frá 1976 er fjallað serstaklega í hinni nýju greinargerð Hafrannsóknastofn- unar. Hann var áður talinn „sterkur og að líkindum mjög sterkur" eða 350-400 miljónir ný- liða. Gert hafði verið ráð fyrir, að af þessum árgangi veiddust í ár um 40 miljónir fiska. Bráða- birgðatillögur benda hins vegar nú til þess, að af þessum árgangi veiðist í ár fjórðungi minni afli, eða um 30 miljónir fiska. Fróðlegt er að sjá skýringar Hafrannsóknastofnunar á því hvers vegna þorskárgangurinn frá 1976 er eða virðist nú verulega minni en áður var áætlað. Stofnunin ber fram nokkrar til- gátur til skýringa á þessu og eru þær þessar: KJartan Ólafsson skrifar 1 Niðurstöðum nýliðunar- rannsókna skeikar um allt að 28%, miðað við fyrri spár um 360 miljónir nýliða. 2. Árgangurinn hefur orðið fyrir óvæntum afföllum. 3. Lágt hitastig sjávar árið 1982 hefur valdið því að fiskur af þessum árgangi hefur ekki veiðst í samræmi við ætlaða stærð hans. 4. Slæmt ástand loðnustofnsins hefur valdið því að þessi árgangur heldur sig í meira mæli uppi í sjó, eða utan hefðbundinna miða í æt- isleit, en á síðustu árum og hefur því ekki veiðst í þeim mæli sem eðlilegt getur talist. Þessar fjórar tilgátur setur Haf- rannsóknastofnun fram til skýr- ingar á mun minni veiði í ár úr árgangnum frá 1976 heldur en áætlað hafði verið. Stofnunin leggur áherslu á, að árlegt endur- mál stofnsins með tilliti til afla- bragða og fiskifræðilegra for- sendna sé nú mikilvægara en oft- ast áður. Að lokum skal hér á það bent, að Hafrannsóknastofnun telur, að verði veidd hér 400 þúsund tonn af þorski á ári næstu þrjú árin, þá muni hrygningastofn þorsksins fara niður í 330 þús. tonn á árinu 1985, en hann var metinn á 570 þús. tonn í byrjun þessa árs. Af öllu þessu er ljóst, að erfitt verður að marka fiskveiðistefn- una fyrir næsta ár, og brýnt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hefji umræður um þau efni nú þegar. - k. Samdráttur í þorskveiðum upp á 100 þús. tonn felur því í sér 1200 miljón króna lækkun á okkar þjóðartekjur, en samkvæmt fjárlögum þessa árs eru allar tekjur ríkisins af tekjusköttum áætlaðar 1137 milj- ónir króna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.