Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN |HeIgin 20. - 21. nóvember 1982 Konur! Stöndum vörö um réti Eflaust verða einhverjar undrandi á því að við skulum vera að gera fóstureyðingar að umræðuefni hér og nú. Þið getið hins- vegar verið fullvissar um það að einmitt nú er okkur konum bráðnauðsynlegt að líta upp og taka eftir þeirri hreyfingu sem er að hefja göngu sína hér á landi. Þetta er fólk sem vill þrengja fóstureyðingalöggjöfina og svipta okkur þeim rétti sem við höfum til fóstureyðinga af félagslegum ástæðum. Alþjóðleg hreyfing gegn fóstureyðingum Samsett mynd af nýfæddum börnum í ruslapoka. Dæmi um málflutning kristinna stúdenta. Myndin er tekin úr blaði þeirra, Salt, septemberhefti. Rétturinn til fóstureyðinga hefur verið höfuðbaráttumál þeirrar kvennahreyflngar sem hóf göngu sína í lok sjöunda áratugarins. Þessi barátta er tjáning á vilja kvenna tii frelsis og sjálfsákvörðun- ar, en forsenda frelsis er, að þær hafl umráðarétt yfir eigin líkama. Þrátt fyrir tilkomu pillunnar voru getnaðarvarnir þá sem og nú, ófullkomnar og ekki aðgengilegar öllum konum. Konur undu því ekki lengur að vera þrælar eigin líkama og fórnarlömb ótímabærrar þungunar. Þær kröfðust þeirra grundvallarmannréttinda að taka sjálfar ákvörðun um hvenær þær fæddu barn í heiminn. Þær vildu fá að ráða því sjálfar hvort þungun leiddi til barnsfæðingar eða fóstur- eyðingar snemma á meðgöngu- tíma. Sjálfsákvörðunarréttur til fóst- ureyðinga er bundinn tveimur skil- yrðum. í fyrsta lagi að lagalegur Þorvaldur Garðar Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefurennekkilæknastaf þráhyggju sinni. í flmmta skiptið á sjö árum hefur hann freistað þess að breyta fóstureyðingarlöggjöflnni frá 1975. í fyrsta skiptið, þ.e. á árinu ’75, hlaut breytingatillaga hans aðeins eitt atkvæði, atkvæði hans sjálfs, og í næstu þrjú skiptin var frum- varpi hans vísað til nefndar sem svæfði það að fengnum álits- gerðum, m.a. frá félagi kvensjúk- dómalækna. Markmið Þorvaldar er að banna fóstureyðingar af félagslegum ástæðum, þ.e. að eingöngu skuli heimila fóstureyðingar þegar líf móður liggur við, sýnt er að barn verði alvarlega vangefið og ef þungun verður af völdum nauðgunar. í þetta skiptið stendur Þorvaldur ekki einn. Honum hefur bæst liðsauki frá þingmönnunum Agli Jónssyni, Lárusi Jónssyni og Sa- lóme Þorkelsdóttur, öllum úr Sjálf- stæðisflokki. Þorvaldur hefur einn- ig feitað eftir stuðningi kirkjunnar manna og trúarfélaga og fengið all- nokkurn meðbyr úr þeirri átt. Takmarkalaus vanþekking f greinargerð með frumvarpinu (sem er merkileg heimild um tak- markalausa vanþekkingu flutn- ingsmanna frumvarpsins) rekja fjórmenningarnir tölur ailt til árs- ins ’79 um fjölda fóstureyðinga og sýna fram á fjölgun árlega frá setn- ingu laganna. Upptalningunni lýk- réttur sé fyrir hendi og í öðru lagi að ríki og sveitarfélög sjái konum fyrir ókeypis eða ódýrri þjónustu við allt sem fóstureyðingum viðkemur, sér í lagi er nauðsynlegt að við framkvæmd aðgerðarinnar sé ‘fullkomin heilsugæsla og sér- fræðileg meðferð. Ef þessi skilyrði eru ekki uppfyilt er fóstureyðing aðeins forréttindi þeirra sem efnaðir eru. Baráttan fyrir fóstureyðingum hefur víðast hvar verið geysihörð og dregið hundruð þúsunda kvenna út á göturnar til útifunda og kröfugangna. Þátttaka í þeim aðgerðum hefur náð langt út fyrir raðir hinnar skipulögðu kvenna- hreyfingar og hefur leitt í ljós að sjálfsákvörðunarréttur til fóstur- eyðinga er hagsmunamál nær allra kvenna. Þess ber t.d. að geta að í þessari baráttu hafa tekið þátt eldri konur sem stóran hluta ævi sinnar hafa orðið að þola kvilla, sjúk- ur með eftirfarandi setningu: „Þetta er reynsla okkar af því að heimila fóstureyðingar af svoköll- uðum félagslegum ástæðum". Þetta er vægast sagt afskaplega óheiðarlega að verki staðið hjá þingmönnunum. Á árunum ’78 og ’79 geisaði hér rauðuhundafarald- ur og voru fjölmargar fóstur- eyðingar heimilaðar af þeim ástæð- um, sem í eðli sínu eru læknisfræði- legar og hefðu þ.a.l. verið heimil- aðar hvað sem ákvæðum um „fé- lagslegar ástæður“ liði. Fóstur- eyðingum fjölgaði ekki á árunum ’80 og ’81 en fjórmenningarnir geta þess að sjálfsögðu ekki. Hver er á móti félagslegri þjónustu? Annað dæmi um ruglingslega hugsun flutningsmannanna skal til- fært hér: „Enginn neitar því, að bágar heimilisástæður vegna ó- megðar eða alvarlegs heilsuleysis á heimilinu eða þroskaleysi móður geti skapað (!) félagslegt vanda- mál. En spurningin er, hvernig á að bregðast við þeim vanda. Það á ekki að gera með því að veita heim- ildirtil fóstureyðingar. Félagslegan vanda á að leysa með félagslegum ráðstöfunum". Hvernig ætlar Þorvaldur Garðar að leysa vanda- mál s.sl. „þroskaleysi móður“ með félagslegum ráðstöfunum? Hvern- ig ætlar Þorvaldur Garðar að leysa með félagslegum ráðstöfunum vandamál sem felast í „alvarlegu heilsuleysi á heimilinu“? Auðvitað er greinarhöfundur fyllilega sammála því að bæta beri dóma og ófrjósemi vegna ólöglegra fóstureyðinga framkvæmdum af fúskurum við ömurleg skilyrði. Allmargar konur hafa látist af völdum slíkra aðgerða. Að vera vel á verði Engum blöðum er um það að fletta að einungis fyrir tilstyrk þess- arrar fjöldahreyfingar og baráttu hefur rétturinn til fóstureyðinga verið rýmkaður í allmörgum löndum. Vegna ójafnrar þróunar kvennahreyfingarinnar frá einu landi til annars og mismunandi styrkleika kvennabaráttunnar frá einum tíma til annars hefur rýmk- un fóstureyðingarlöggjafar gerst á ólíkum tíma. T.d. var fóstureyð- ingarlöggjöfinni breytt til batnaðar á Bretlandi 1967, en ekki fyrr en 1978 á Ítalíu. Sú rýmkun varð fyrir atbeina mjög öflugrar hreyfingar kvenna sem m.a. naut stuðnings öflugra verkalýðsfélaga. félagslega stöðu mæðra og barna þeirra og telur að annað frumvarp Þorvaldar um hækkuð mæðralaun ofl. eigi að samþykkja. En þær ráðstafanir eru ekki nægjanlegar. Fleiri þurfa að koma til. En hvað stendur í veginum fyrir slíkum úr- bótum annað en niðurskurðarsjón- armið og andstaða eigin flokkssyst- kina Þorvaldar gegn aukinni sam- neyslu, gegn félagslegum íbúða- byggingum og fleiri atriðum sem snerta beint hag mæðra í slæmri félagslegri stöðu og barna þeirra? Það sem Þorvaldur Garðar og fé- lagar hans raunverulega óttast er sjálfstæði og sjálfsforræði kvenna. Enda segja þau í greinargerðinni: „Þær (þ.e. fóstureyðingar, innsk. gr.höf.) fela í sér hættuna á þjóðfé- lagslegri upplausn. Ef þjóðfélagið viðurkennir, að fólk geti notið hamingju, ánægju og unaðar, en það þurfi ekki að bera afleiðing- arnar, ef það vill það ekki, þá er það sama þjóðfélag að kippa stoðunum undan sjálfu sér og stefnir til hruns... Þá getur til þess komið að jafnvel eigin geðþótti og makræðissjónarmið ráði því, hvort mannlegu lífi er tortímt eða ekki... Oft liggur leiðin til varanlegrar hamingju í gegnum andstreymi, að ófríska konan ali barn sitt og lifi með því og fyrir það.“ Þjáningin göfgar Greinarhöfundur hefur aldrei gert sér neinar gyllivonir um af- stöðu íhaldssamra karlþingmanna. En hvernig getur kona eins og Sa- lóme Þorkelsdóttir leyft sér, kona Nú má kannski spyrja þeirrar spurningar hvort þetta sé ekki allt gott og blessað. Konum víðs vegar um heim hefur tekist að ávinna sér rétt til fóstureyðinga, þó sá réttur sé ekki alls staðar sjálfsákvörðun- arréttur konunnar, heldur taki aðrir aðilar þátt í þeirri ákvörðun (t.d. hér á landi). Konur verða hins vegar að átta sig á því að engin trygging er fyrir því að sá réttur sem hefur áunnist verði ekki aftur tekinn. Á tímum harðnandi efnahagskreppu, leika lögmál kapítalískrar markaðssam- keppni þá grátt sem minna mega sín og á það ekki síst við um konur, en þátttaka þeirra í atvinnulífi er háð gæðum og magni félagslegrar þjónustu (dagheimili, skóladag- heimili, þjónusta við sjúka og aldr- aða o.fl.). Þessa þjónustu er nú sem óðast verið að skera niður og ekki hvað síst í heilbrigðiskerfinu. Þar missa konur vinnuna og fjár-. sem sjálf býr í einbýlishúsi í Mos- fellssveit, er komin úr barneign og lifir á þingmannalaunum, að segja íconum sem sannanlega búa þegar við- slæmar félagslegar aðstæður, að dýrka andstreymið og finna eitt- hvað göfugt við það? Fjórmenn- ingarnir halda því sem sagt fram ða eigingirni kvenna og „makræðis- sjónarmið“ stjórni gerðum þeirra. Aðrar eins svívirðilegar aðdróttan- ir í garð kvenna eru fáheyrðar og ber að fordæma skilyrðislaust. Þetta opinberar ekkert annað en dæmalausa vanþekkingu á aðstæð- um og viðhorfum kvenna. Það er full ástæða fyrir alla þá sem styðja rétt kvenna til fóstur- eyðinga að vera vel á verði gegn öllum tilraunum til að skerða þann rétt. Ekki aðeins hafa kirkjunnar menn nú þeytt stríðslúðra sína Þorvaldi til samlætis, heldur hafa markvissar tilraunir verið gerðar innan stjórnmálasamtaka til að afla skerðingaráformum fylgis. Á nýafstöðnu flokksþingi Al- þýðuflokksins urðu snarpar deilur um fóstureyðingar. Sterkur þrýst- ingur á þingflokkinn kom fram um að hann beiti sér fyrir skerðingu á rétti kvenna til fóstureyðinga. Fremstur í flokki gekk Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar. Öllum tillögum var vísað frá og kom því ekki til atkvæðagreiðslna. Ljóst er þó að þessi afturhaldsöfl hafa hreiðrað um sig innan Alþýðuflokksins, þó svo að nokkrir þingmenn hans hafi lýst yfir andstöðu sinni við frum- varpið. magn til aðgerða svo sem fóstur- eyðinga er skorið við nögl. Við þessar aðstæður hefja afturhaldsöfl upp rödd sína, róðurinn reynist jú léttari en áður. Hreyfing gegn fóstureyðingum Undanfarin tíu ár hefur verið starfandi á vesturlöndum hreyfing gegn fóstureyðingum. Hreyfing þessi er í örum vexti og er stöðugt að fremja nýja landvinninga. Öldur þessarar hreyfingar hafa skolast hingað á land og hefur þess nýlega orðið vart (sjá nánar annars staðar á síðunni). Hópar þeir sem mynda þessa hreyfingu bera fögur nöfn eins og: „Fyrir lífi“ (Pro-life), „Rétturinn til Iífs“ (rátten till liv), „Hreyfing fyrir lífi“ (Movimento per la vita) o.s.frv. Þessir hópar hafa ýmist sterk tengsl við kirkjuna eða eru beinlínis á veguni hennar, en sérstaklega þó hvítasunnusöfn- uða og kaþólikka. Lífið sem hér skal verndað er að sjálfsögðu ekki líf kvenna heldur fóstursins sem þær bera undir belti. Starfsaðferðir og áróðursbrögð þessarrar hreyfingar virðast vera þær sömu frá einu landi til annars. í upphafi gefa hópamir sig út fyrir að vera sjálfsprottinn söfnuður á- hyggjufullra einstaklinga sem blöskrar hrörnandi siðferði og það virðingarleysi fyrir lífinu sem leyfir morð á fóstri. Áróður í áróðri sínum eru hinir lífelsk- andi ekki vandir að meðulum. Lit- skrúðugir og rándýrir bæklingar eru prentaðir í stórum upplögum. Þeir innihalda myndir sem birta á sannfærandi hátt blóðuga líkams- parta fósturs. Fóstureyðingu er líkt við morð. Konur sem láta fram- kvæma fóstureyðingu eru sagðar morðingjar, svo og þeir læknar sem framkvæma aðgerðirnar. Ætíð er á mjög villandi hátt rætt um fóstrið sem sjálfstæða mannveru allt frá getnaði. Hrörnandi siðferði nútím- aþjóðfélagsins er tíundað, höfnun þess á kristnu siðgæði og sú nautna- hyggja sem ætli með allt til fjandans. Auk bæklinga, hefur hreyfingin í fórum sínum kvikmyndir, lit- skyggnudagskrár, videokasettur og yfirleitt alla áróðursmiðla sem nöfnum tjáir að nefna. Allt er þetta áróðursefni hlaðið hryllingi til þess gerðum að vekja angist, viðbjóð og sektarkennd. Athyglisverðast er að sömu bæklingar, sömu kvik- myndir og dagskrár eru notaðar í mörgum löndum. Hin alþjóðlega samvinna og samtryggingarkerfi er augljós. Og hvaðan kemur svo allt hið óheyrilega fjármagn sem til þesa er notað? Frumvarp Þorvaldar & Co a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.