Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 15
Helgin 20. - 21. nóvember 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15
Guðrún Bjarnadóttir með fullbú-
inn lampa með ígulkersskermi
föstu, hellti hún meira plasti yfir
allt saman og lét það þorna. í fyrsta
sinn sem hún gerði þetta, hélt hún
að allt væri ónýtt vegna þess að
blöð og króna blómanna bældist,
en svo réttu þau sig við áður en
plastið harðnaði. Eftir það tók hún
plastplattann, slípaði hann til og
pússaði, þannig að hann er gegnsær
og inní honum var blómið, rétt eins
og það væri lifandi. Og þeir eru
orðnir margir plattarnir sem hún
hefur gert með íslenskum blómum.
Enn er það minn draumur að
þessir plattar verði notaðir við
kennslu, enda eru hlutföllin eins
rétt og þau geta verið, segir Guð-
rún og brosir. Og fullyrða má, að
fullkomnara kennslutæki í blóma
og grasafræði er vandfundið.
Töfraheimur
steinanna
Eftir að hafa skoðað vefnað og
myndir Guðrúnar skoðum við
steinasafn hennar sem er bæði mik-
ið að vöxtum og fagurt. Þcssa
steina sagar hún í sérstakri steinsög
og slípar síðan sárið og úr verður
töfrandi heimur lista og forms í sár-
inu. Guðrún segir að steinslípun sé
bæði seinlegt og erfitt verk en afar
heillandi. Það er ekki langt síðan
hún byrjaði á steinsögun og slípun
og því sé þetta heldur lítið komið í
gang hjá sér, en nú á þessi iðja hug
hennar allan, ásamt keramiki.
Guðrúnu er litið gefið um sölu á
verkum sínum. Jú, hingað kemur
margt fólk á sumrin og vill endilega
kaupa af mér. Útlendingar eru sér-
lega hrifnir af steinunum, en mér er
hálf illa við að selja þetta dót mitt,
segir hún, ég sé eftir hverjum hlut
sem ég læt frá mér. Hvort hún man
eftir því hvað var það fyrsta sem
hún seldi af verkum sínum? Jú, ég
man vel eftir því, það var áklæði
sem ég óf, ég skipti á því og þessum
stól þarna, segir hún og bendir á
fagran stól með útsaumaðri setu.
Þetta þyrfti að vera litmynd, til þess
að litadýrð steinanna sæist.
Vantar svör
við svo mörgu
Og sífellt eru að fæðast nýjar
hugmyndir, og ég hef áhuga á að fá
svör við ýmsu sem ég hef ekki enn-
þá fengið, segir Guðrún og bætir
við að héðan af fari hún trauðla í
skóla til að leita þeirra svara.
Þegarégsný til baka frá Sellátr-
um til Tálknafjarðar er komið
undir kvöld og myrkur skollið á.
Ég spurði Guðrúnu hvort henni
væri ekkert illa við að vera hér ein
yfir veturinn? Ég var myrkfælin
þegar ég var ung, en ég er það ekki
lengur. Nú hef ég svo mikið að gera
að ég hef ekki tíma til að hugleiða
þetta, enda vil ég ekki héðan fara.
Ég gæti ekki hugsað mér að flytja
inní þorp, segir hún um leið og hún
kveður mig og ég hélt inní þorpið
en hún til listaverka sinna.
- S.dór.
Allt garnið sem Guðrún notar til
vefnaðar litar hún sjálf úr litarefn-
um náttúrunnar.
Myndir og texti:
Sigurdór Sigurdórsson
JOLINKOAIAA
I HVERJUARI,
EN EKKISVOFNA
JWM J2|W|
10-20
HIJOMPIOTUR
, FVRUAMEÐ,
IKAUPUNUM A
, AKAI
HIJOMTCKJUM