Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 11
Helgin 20. - 21. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Flestir lesendur Þjóðviljans munaeftir hinum stórskemmtilegu Mexíkópistlum hjónanna Sigurðar Hjartarsonar og Jónu Sigurðardóttur sem birtust í blaðinu í fyrra og hitteðfyrra. Þau dvöldust í Mexíkó í nær 2 ár ásamt fjórum börnum sínum, en komu heim s.l. sumar. Núna er f jölsky Idan að gefa út bók um dvölina í Mexíkó sem nefnist Undir Mexíkómána. Kemur hún út næstu daga. Við gripum þær mæðgur Jónu og Sigríði Sigurðardóttur glóðvolgar í vikunni til að spyrja um bókina og Mexíkó, en sú síðarnefnda myndskreytir. - Hver voru eiginlega tildrög þess aö þið lögðuð land undir fót og fóruð til Mexíkó? - Það var nú eiginlega búinn að vera draumur okkar í 17 ár sem við létum svo loks verða að veruleika. - Og var svo veruleikinn í sam- ræmi við drauminn? - Hann var í raun miklu stórkost- Viðtal við Jónu Sigurðardóttur og Sigríði Sigurðardóttur um nýja bók um mannlíf í Mexíkó, byggða á tveggja ára eigin reynslu Undir Mæðgurnar Sigríður og Jóna með fjölskyldufyrirtækið, bókina Undir Mexíkómána. Ljósm.: eik. Tilboð óskast í eftirtalin tæki: 1. Massey - Ferguson 135 dráttarvél árgerð 1969. 2. International 354 dráttarvél árgerð 1976. Vélarnar verða til sýnis við Áhaldahús Kópa- vogs, Kársnesbraut 68, mánudaginn 22. nóv. 1982. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir hádegi, þriðjudaginn 23. nóv. 1982. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefnar á staðnum. Forstöðumaður. Canon Ijósritunarvélin sem STÆKKAR MINNKAR OG LÆKKAR verðið um 50% Canon PLAIN PAPER COPIER Wk WWk izi=al25 Sala, ábyrgð og þjónusta Shrifuélin hf BSQ Suðurlandsbraut 12 Símar 85277 & 85275 Mexíkómána legri. Við ætluðum upphafiega að vera í eitt ár í Mexíkó og ferðast síðan um S-Ameríku.Við ákváð- um i eftir árið að vera kyrr í. Mexíkó og kynna okkur landið enn betur í stað þess að flakka um mörg lönd og kynnast kannski engu. Við ókum um 40 þúsund kílómeíra í Mexíkó, en náðum þó ekki að fara yfir það allt. Fjölbreytnin er óskapleg og mannlíf og náttúra sí- breytileg frá einum stað til annars. Við fórum kannski til Mexíkó með eina mynd af landinu í huga, en komumst að því, að myndirnar eru fjölmargar. Forn menning hefur blandast nútímanum á skemmti- legan hátt. - Eru ekki andstæðurnar miklar? - Þær eru tæplega meiri annars staðar, hvork í mannlífi né náttúru. Þar er allt frá hryllilegri fátækt upp í jafn hryllilegt ríkidæmi, og frá eyðimörkum til frumskóga. - Mér er sagt að þið hafið búið eins og innfæddir í litlu þorpi. - Um 5 mánaða skeið bjuggum við í þorpinu Puerto Angel - Eng- ilshöfn - á Kyrrahafsströnd. Það er u.þ.b. dagleið í rútu frá Acapulco. Við bjuggum þar í sams konar húsi og innfæddir. Það var eiginlega bara eitt þak, sem sjö stoðir héldu uppi. Við þvoðum í læknum og böðuðum okkur upp úr honum ásamt svínunum og ösnunum, en náðum að vísu ekki í drykkjarvatn úr honum eins og margir þorpsbúar gerðu. Þeir gerðu sér enga grein fyrir samhengi á milli sóðaskapar. og sjúkdóma. - En borðuðuð þið sama fæði og þeir? - Við lifðum á sama fiskinum í alla 5 mánuðina og vorum búin að finna ein 11 tilbrigði til þess að mat- búa hann til að fá síður leiða á hon- um. Einstaka sinnum borðuðum við egg til tilbreytingar, en mjög erfitt var að fá mjólk. Kjötið lögðum við okkur ekki til munns, því að það var af heimaslátruðum svínum sem lifðu á einhverju drasli sem þau fundu. Þarna var ekkert rafmagn, og vatnið þurfti að bera langar leiðir. Kópavogskaup- staöur Vélamiöstöð - Urðuð þið ekkert veik? - Lilja, yngsta stelpan okkar, sem er 10 ára, fékk innyflaorma. Hún gekk í skóla í þorpinu, og þangað kom kerling í frímínútun- um og seldi mat. Einu sinni freistaðist hún til að kaupa, þó að við hefðum bannað henni það, og hún varð heiftarlega veik. Þegar við komum heim fékk svo Lilja malaríu, því að þetta þorp er á mesta malaríusvæði Mexíkó. Við tókum reglulega inn pillur gegn malaríunni, en þær eru ekki alveg öruggar. Hún hefur nú jafnað sig alveg. - Hvernig var þessi skóli sem hún var í? - Ég held að hún sé nú farin að sakna hans, þó að börnin hafi verið bæði barin og hárreytt í honum. Hún varð að vísu ekki fyrir því sjálf, því að hún lærði ailtaf heima, en mörg barnanna áttu foreldra sem hvorki voru læs né skrifandi, og þurfu þau auk þess að vinna bæði áður en þau fóru í skólann og eftir að þau komu úr honum. Það var því ekki von að þau gætu alltaf komið lesin í skólann. Lilja hafði það yndislegt miðað við marga skólafélaga sína, því að hún gat far- ið á stuttbuxum niður í sólina og sandinn og leikið sér er hún kom úr skólanum. - Er þetta stórt þorp? - Þar búa líklega um 2000 manns, þó að erfitt sé að ná í ná- kvæmar tölur. Á skilti við þorpið segir að vísu að þar búi 6000 manns, en það er nú svona og svona. Annars hefur fólk þetta mjög gott í Puerto Angel miðað við marga aðra staði, því að þar þarf enginn að svelta. Þeir synda þá bara út og skutla sér fisk ef eitthvað sverfur að. - Hvernig tók fólkið ykkur? - Það var dálítið tortryggið til að byrja með; hélt kannski að við vær- um ríkir túristar; en þegar það sá að við bjuggum eins og það, varð það hið elskulegasta. Við tókum mikinn þátt í hanaati sem er þjóðaríþrótt Mexíkana, en mann- lífið í kringum það er mjög fjörugt og skrautlegt. Með því móti kom- umst við í góð kynni við marga. - Nú er Mexíkó talið eitt skuld- ugasta ríki í heimi og fjármálaó- reiðan geysileg. Hvað segið þið um það? - Þetta er mjög einkennandi fyrir Mexíkana. Þeir geta helst ekki lifað öðru vísi en í stórri áhættu. Inni á heimilunum er alltaf spilað upp á peninga, og mikið er veðjað. Þetta gefur lífinu lit. - Er bókin ferðasaga? - Nei, hún er fyrst og fremst svip- myndir frá Mexíkó. - Og þetta er fullkomið fjöl- skyldufyrirtæki? - Já, bókaútgáfan heitir Hregg. Við hjónin erum skrifuð fyrir henni, en Sigríður hefur mynd- skreytt og gert kápu. - Ert þú lærð í myndlist, Sigríð- ur? - Nei, en ég tók á sínum tíma alla kúrsa í myndlist sem Mennta- skólinn við Hamrahlíð bauð upp á, og einnig fór ég á grafíkkúrs í Sví- þjóð. í Mexíkó fór ég síðan í nám við gerð steinds glers. Það var hálfs árs nám á verkstæði, en ekkert þó bóklegt. í bókinni eru skissur eftir mig af mannlífi í Mexíkó. - Og svo eru ljósmyndir líka. - Já, það eru 8 síður með lit- myndum sem Sigurður tók og einn- ig yfir 40 svarthvítar myndir. - Að lokum: Eruð þið kannski lent í ferðalögum? Jóna: - Nei, nú erum við sest að í bili, þó að gaman væri að geta skroppið við og við án þess að vera alltof lengi. Sigríður er hins vegar rétt að byrja. -GFr Canon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.