Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 31
Helgin 20. - 21. nóvember 1982þjöÐVILJINN — SIÐA 31 Svavar Gestsson um Helguvíkurmálið Akvarðanir utanrOds- fáðhena markleysa „Það sem liggur fyrir í svokölluðu Helguvíkurmáli er það, að engar framkvæmdir hafa verið ákveðnar í Helguvík á þessu ári“, sagði Svavar Gestsson m.a. í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins. Svavar sagði að gert væri ráð fyrir því í áætlun, sem utanríkisráð- herra hefði fallist á fyrir sitt leyti, að hafinn verði undirbúningur að framkvæmdum við olíugeyma í lok ársins 1983. „Það er hinsvegar al- veg ljóst, að þær framkvæmdir, ef af verður, verða á ábyrgð þeirrar ríkisstjórnar sem þá situr í landinu. í millitíðinni munu eiga sér stað kosningar, og mynduð verður ný ríkisstjórn ef að líkum lætur. Það er þessvegna alveg útilokað annað en líta á ákvörðun utanríkisráðherra í þessu efni sem markleysu“. Svavar gat þess að Alþýðu- bandalagið og núverandi ríkis- stjórn hefðu engar samþykktir gert varðandi framkvæmdir í Helguvík og í vikunni hafi hann látið bóka þá afstöðu í ríkisstjórninni. - ekh. Tvær þekktar kempur úr Alþýðubandalaginu, Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjóri og Eðvarð Sigurðsson, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar. Ljósm. gel. Svavar Gestsson á flokksráðs- fundinum Skipulagi flokksins verði breytt „Það er nauðsynlegt að stækka og efla Aiþýðubandalagsins meðal annars með því að félagarnir geti á beinan og milliliðalausan hátt haft áhrif á svo að segja allar meirihátt- ar ákvarðanir sem teknar eru í flokknum á hverjum tíma“, sagði Svavar Gestsson formaður flokks-; ins í ræðu sinni á flokksráðsfundin- um í gær. „Við viljum að Alþýðubanda- lagið verði öflugt baráttutæki fél- aganna, en um leið þungamiðja samfylkingar sem leggur áherslu á víðtæka einingu. Alþýðubandalag- ið kýs ekki forræði í samfylkingar- starfi heldur samstarf á lýðræðis- legum grunni.“ Á fundinum er m.a. lögð fram tillaga frá Svavari um að skipulags- nefnd sem gerir tillögur um breytingar á skipulagi flokksins fyrir næsta landsfund verði kjörin á flokksráðsfundinum. -óg. Söfnunarátak vegna flokksmiðstöðvarinnar Gert ráð fyrir að Sigfúsarsjóður eigi flokksmiðstöðina að Hverfisgötu 105 Fyrir flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins liggur tillaga um að Sigfúsarsjóður eigi hina nýju flokks miðstöð að Hverfisgötu 105, en sjóðurinn var stærsti aðilinn í Sam- túni h.f. sem átti flokksmiðstöðina að Grettisgötu 3, og nú hefur verið seld. Svavar Gestsson flutti í setning- arræðu sinni forráðamönnum Sam- túns h.f. þakkir fyrir gott starf á liðnum árum og ver mætt framlag í þágu flokksins. Hann upplýsti að Sigfúsarsjóður hefði fengið að undanförnu um 400 þúsund krónur að gjöf frá nokkrum tugum flokks- manna vegna hinnar nýju flokks miðstöðvar, .og kvaðst vonast til þess að undirtektir yrðu góðar undir tillögu um söfnunarátak, sem fyrir flokksráðsfundinum lægi. „Sigfúsarsjóður var stofnaður í minningu Sigfúar heitins Sigur- hjartarsonar, eins besta leiðtoga okkar stjórnmálahreyfingar fyrr og síðar. Hann hefði orðið 80 ára á þessu ári, ef hann hefði lifað, og mér finnst fara vel á því einmitt nú, árið 1982, að endurreisa Sigfúsrar- sjóð til nýrra verkefna“, sagði Svavar Gestsson í ræðu sinni. Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins kýs Sigfúsarsjóði stjórn. - ekh. Lögbrot hjá Hafskip: Tollgæslan leggur hald á 11 vörulyftara Síðustu tvo daga hefur tollgæsla verið með til rannsóknar ólög- legan þátt í starfsemi Hafskips h.f. Samkvæmt tollalögum er ólöglegt, ef skipafélag afhendir vörur, áður en aðflutningsgjöld hafa verið greidd og tollstjóri heimilað afhendingu þeirra. Meðal varnings, sem Hafskip h.f. hefur flutt til landsins á síðustu mánuðum eru 11 vörulyftarar, sem skipafélagið var kaupandi að. Strax og fljótlega eftir komu vöru- lyftaranna til landsins, tók skipafé- lagið þá úr eigin vörugeymslu til eigin nota, án þess að greiða af þeim lögboðin rfkissjóðsgjöld, að fjárhæð kr. 1.715.011,- Tollgæslan hefur lagt hald á vörulyftarana 11, og verða þeir í hennar vörslu þangað til rannsókn málsins lýkur. ^ Þessar upplýsingar komu fram í fréttatilkynningu frá tollgæslunni sem barst í gærkvöldi. (\ýs&Ttur- 20 % "T?“ReU •*£*£%* Model Reykholt er glæsilegt borðstofusett í íslenskum sögualdarstíl. Framleitt af okkur úr valinni massífri furu. Fæst í Ijósum viðarlit eða brúnbæsað. Úrval fallegra áklæða. Það er varla hægt að komast nær handverki en gert er í þessum húsgögnum. FCIPUHCISÍÐ HF. Suðurlandsbraut 30 105 Reykjavik • Simi 86605. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.