Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 32
 k i F i í í 1 r f i t r t I i í I MOÐVIUINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 ogeru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Það var þétt setinn bekkurinn við setningu flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins, sem hófst siðdegis í gær Ljósm. gel. Svavar Gestsson á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins Viðskíptahallmn kveðinn niður 84 „Viðskiptahallinn verði kveðinn niður að fullu á árinu 1984, innflutningur verði tak- markaður með sköttum og inn- borgunargjöldum og minni lán- afyrirgreiðslu, erlendar skuldir aukist ekki frá því sem nú er, verðbólgu verði náð niður með jöfnum og ákveðnum skrefum og stofnaður kjarajöfnunar- sjóður sem hafi 500 milljónir króna til ráðstöfunar 1984. Þetta eru nokkur atriði sem Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins sagði í setn- ingarræðu á flokksráðsfundi í gær að þyrftu að vera í einskon- ar neyðaráætlun til næstu fjög- urra ára. „Tillaga mín er sú að gerð verði fjögurra ára áætlun um að Erlendar skuldir verði ekki auknar Kjarajöfnunar sjóður fái 500 milljónir króna draga úr erlendum skuldum, að auka framleiðslu og um að treysta lífskjaragrundvöll þjóð- arinnar. Við eigum að gefa kjósendum kost á því að kjósa um þá áætlun í kosningunum sem verða vonandi ekki seinna en í aprílmánuði næstkomandi. Markmið áætlunarinnar eru full atvinna, aukin framleiðsla og framleiðni og jöfnun lífskjara", sagði formaður Alþýðubanda- lagsins. í tillögum Svavars um atriði í þessa áætlun er auk þess sem greint var frá í byrjun fréttar fjallað um sparnaðarátak í öll- um atvinnugreinum, aukna framleiðslu og framleiðni, rót- tæka endursk oðun peningakerf- isins, samstarf við verkalýðs- hreyfinguna og breytta verð- lagsstjórn. í þættinum stjórnmála á sunnudegi í blaðinu í dag er birtur sá kafli úr setningarræðu Svavars Gestssonar sem fjallar um þessa áætlun. _ e^h Alþýðubandalagið með tillögu í rikisstjórninni Kjördagur 23. apríl Alþýðubandalagið gerði til- lögu um það í upphafi þings að efnahagslögin yrðu strax lögð fyrir þingið og um þingrof og kosningar ef lögin yrðu felld, sagði Svavar Gestsson í ræðu sinni í gær. „Aðrir stjórnaraðil- ar og stjórnarandstaðan neituðu að fallast á tillögu Al- þýðubandalagsins í haust“. Sagði Svavar, að stjórnarand- staðan hefði reynst ábyrgðar- laus: „Hún flytur ekki tillögur til lausnar efnahagsvandanum, hún vill ekki taka þátt í því að tryggja hér skammlaust stjórn- arfar fram yfir kosningar. Af þessum ástæðum höfum við nú lagt til í ríkisstjórninni að kosið verði 23. apríl næstkomandi og að þing verði rofið um miðjan febrúar.“ Benti Svavar á hættu á upphleðslu erlendra skulda, viðskiptahalla, versnandi gjald- eyrisstöðu og hættu á atvinnu- leysi. Þess vegna er nú lífsnauð- syn að unnt verði að skjóta mál- um til þóðarinnar og það strax. Ég tel að það beri að leita allra leiða til að losa um sjálfhclduna á þjóðþinginu.“ -óg Við setningu flokksráðsfundarins í gær var flutt samfelld dagskrá um verkafólk í bókmenntum í tali, söng og tónum. Ljósm. gel. IDAG! i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.