Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 18
',18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982 ' myndlíst Nína Tryggvadóttir Halldór B. Runólfsson skrifar Þaö er alltaf fróðlegt að sjá sýn- ingu á smámyndum og skissum listamanna, því slíkt bregður oft birtu á starfsaðferðir, hugmyndir og úrvinnslu þeirra. Oft spretta mikil listaverk af litlu sem engu, næsta hugsunarlausu pári á blað. Menn geta oft nálgast listamanninn betur gegnum slíkar smámyndir en stóru verkin, þar sem hugmyndin hefur hlotið fullmótað form og aðdragandinn er horfinn sjónum áhorfandans. En til þess að njóta slíkra mynda til fulls, þarf að fylgja þeim úr hlaði með nægum upplýsingum. Fyrst og fremst þarf að setja þær í rétta tímaröð svo ferli þróunarinnar komi sem best í ljós. Þá þarf að útskýra tæknibrögð og sýna hvert þau leiða, t.d. með því að hafa lok- averkið til hliðsjónar. Þótt best væri að það hengi við hliðina, kæmi einnig til greina að hafa af því ljós- Smámyndir á r Listasafni ASÍ Nína viS vinnu í Reykjavík, 1955. Þegar Nína Tryggvadóttir lést í New York árið 1968, hvarf hún frá fjölmörgum verkum og verkefnum. Sum voru fullgerð en öðrum hafði listamanninum ekki auðnast að Ijúka. Meðal þeirravoru pantanirsem Nína hafði tekið að sér fyrir óskylda aðila, s.s. mósaíkmyndirnar sem prýða vegg Hótel Loftleiða og viðbyggingu Landsbanka íslands. Auk þessara stóru verkefna sem eiginmaður Nínu, Alfred L. Copl- ey (Alcopley) sá um að lokið væri, lét listamaðurinn eftir sig fjölmarg- ar smámyndir, vinnuteikningar og skissur. Fyrir tilstuðlan Alcopleys og dóttur þeirra hjóna, Unu Dóru, er nú haldin sýning á smámyndum Nínu í Listasafni alþýðu við Grens- ásveg. Hafa þau feðgin sent á ann- að hundrað verka austur um haf og eru það myndir frá fyrstu lista- mannssporum Nínu til síðustu æviára. mynd eða bregða því einfaldlega á skjáinn í formi litskyggnu. Þetta er vissulega erfiðleikum bundið með Nínu. margar mynd- irnar eru sjálfstæð lokaverk, full- mótuð þótt smá séu. Það getur ver- ið erfitt að greina milli þeirra og annarra sem flokkast undir stúdí- ur. En þessa greiningu þarf að gera og rökstyðja hana á eins fullnægj- andi hátt og frekast er unnt. Því miður verður að segja að engar slíkar tiiraunir hafa verið gerðar. Litskyggnuröðin sem fylgir sýn- ingunni rekur æviferil listamanns- ins, starf og stílþróun. Flytjandi formálans er Hrafnhildur Schram listfræðingur. Hún leysir verkið af hendi með ágætum, en vandinn er eftir sem áður hin sami. Væri hér um yfirlitssýningu á verkum Nínu að ræða, kæmu æviágrip og lit- skyggnuröð Hrafnhildar að góðum notum fyrir sýningargesti. En við þessa sýningu skapar þessi inn- gangur engin tengsl og missir marks að flestu leyti. Hér krefst fyrst og fremst svara, Abstraktsjón, frá 1958. Nína þræðir persónulega leið milli Ijóðrænu og geometríu. spurningin um vinnubrögð og starfshætti Nínu. Hvernig urðu þessar smámyndir til, í hvaða sam- hengi vann hún þær og hver var tilgangurinn? Eru þetta fullþroska verk, eða persónulegar myndir og vinnuteikningar sem hún hugðist halda fyrir sig, án þess að sýna? Eflaust er vandasamt að svara þessum spurningum á viðhlítandi hátt, því verkin eru svo misjöfn að inntaki og tæknin margbrotin. En hafa verður í huga að sýning á verk- um látins listamanns þarfnast meiri undirbúnings og ýtarlegri en lif- andi. Því hefði legið beinast við að sækja upplýsingarnar til ættingja hennar, sem sennilega þekktu Nínu betur en aðrir. Ef vikið er að sjálfri sýningunni þá er hún í fyllsta máta frambæri- leg. Reyndar er hún forkunnarfög- ur og er það Nínu sjálfri að þakka. Það leikur enginn vafi á að staða hennar innan íslenskrar nútímalist- ar er sterk og undirstrikar þessi smámyndasýning þá staðreynd. Það hlýtur að vekja furðu gesta, hve bráðþroska Nína hefur verið og hversu fljótt hún gerir sér grein fyrir eðli málverksins. Myndin „í sveit“, olíumálverk sem hún málaði þegar hún var enn undir handleiðslu Finns Jónssonar, fyrsta kennara síns, er í senn einfalt og samþjappað. Það er sláandi, hve auðvelt er að rekja þraðinn frá þessari mynd sem er máluð 1934, til abstraksjónanna á 6. áratugn- um. Litirnir eru óvenju bjartir, ef miðað er við obbann af íslensku málverki á þessum árum. Það er greinilegt að Nína hefur snemma hneigst til einföldunar forma og lita, jafnvel áður en hún hélt utan til frekara náms. Það að hún skyldi síðar njóta handleiðslu hinnar gömlu þýsku kempu, Hans Hofmanns í New York og kynnast franska kúbistanum Fernand Léger, hlýtur fremur að skoðast sem afleiðing áhuga hennar á form- rænum þáttum myndgerðar, en or- sök þessa sama áhuga. Væntanlega hefur Nína valið sér þá kennara sem henni þótti henta sér best. Þó Sigurður Nordal, 1948. Dæmi um mannamyndir Nínu. ber að hafa í huga að mannamyndir hennar sem voru svo áberandi á einkasýningu hennar 1942, eiga fjölmargt sameiginlegt með mannamyndum Légers, frá fyrsta kúbista-skeiði hans. Þá leikur ekki vafi á að tilraunir Hofmanns til að mægja flatarkennd ferhyrnings- form við ljóðrænt og órætt rúmtak, hafa haft áhrif á myndgerð Nínu. Þrátt fyrir alla ögun í formbygg- ingu og litanotkun, eru málverk Nínu ávallt ljóðræn. Klippimyndir hennar sem gjarnan minna á skyld verk fransk-þýska listamannsins Arp, eru of sjálfsprottnar til að þær nálgist geometríska abstraktsjón. Hið sama gildir um málaðar kom- posisjónir hennar (t.d. nr. 18 í sýn- ingarskrá). Áherslan er ekki lögð á bygginguna sem slíka, heldur ryþ- mískt samspil forma og bakgrunns. Litfletirnir, skáhallandi, synda of- an á grunninum og skapa þannig hreyfingu í myndrúminu. Þetta blekkir augað þegar best lætur og skapar víddir í tómið milli tening- anna. Einnig hjálpar til aðferð Nínu, hvernig hún skefur formin svo ein hlið þeirra nálgast augað meðan önnur fjarlægist það. Þarna eru komnar gömlu góðu kenning- arnar hans Cézannes um þrívídd- in'a, útfærðar á nýstárlegan og sér- stæðan hátt. Nína er einstök í hópi íslenskra abstraktmálara, hvað rúmfræðiá- huga varðar. A.m.k. man ég ekki í svipinn eftir neinum sem leggur svo ríka áherslu á innhverfar víddir eða þrívíddarkennd í verkum sínum. Yfirleitt eru myndir annarra ís- lenskra abstrakt-málara, formræn tilbrigði um tvívídd, eða breidd fremur en dýpt. Það er margt hægt að athuga í 123 verkum eftir eins ágætan mál- ara og Nína var. (Hér eru m.a. drögin að Loftleiða-myndinni í fjórum litlum vatnslitateikningum og er greinilegt hvaðan hin gagn- sæja ásýnd veggjarins kemur). En fyrst og fremst er það heildarsvipur sýningarinnar sem máli skiptir, úr því upplýsingar um þessar myndir liggja ekki á lausu. Sem sölusýning er hún ágæt. Á meðan bíðum við eftir rækilegri úttekt á þessum merka myndlistarmanni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.