Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 13
Helgin 20. - 21. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 t okkar til fóstureyðinga Starfsaðferðir Helstu aöferðir hreyfingarinnar til að ná markmiðum sínum eru: • Gjarnan er reynt að fá hjúkrun- arfólk og helst fræga lækna til þess að gerast málpípur hreyfingarinnar. • Fyrirlesarar eru sendir í skóla og aðrar stofnanir með kvikmynd- ir og litskyggnusýningar. • Þingmönnum eru sendir ógrynni áróðursbæklinga og þeir þing- menn sem styðja fóstureyðing- ar fá oftast hótanir um skipu- legar herferðir gegn þeim (ein- kennandi fyrir t.d. Moral ma- jority í Bandaríkjunum). • Stúlkum sem nýlega hafa fengið fóstureyðingu eru oft sendir of- annefndir bæklingar (í huggun- arskyni eða hvað?) • Söfnun áskorenda á lista sem síðan eru sendir þingmönnum. Kirkjan oft virkur þátttakandi. • Stofnun kvennahópa undir nafninu „Kvenréttindakonur fyrir lífi“ • Sprengjutilræði við fóstureyð- ingastöðvar og morðhótanir við félagsráðgjafa og lækna sem starfa við slíkar stofnanir. • Mótmælafundir fyrir utan fóst- ureyðingastöðvar, þar sem m.a. er oft ráðist á konur sem eiga leið þangað eða þaðan og er oft þá einnig stundað bænahald við bamalíkkistur. Margt fleira mætti upp telja en hér verður látið staðar numið. Markmið Höfuðáhersla er lögð á það, að koma andstæðingum fóstur- eyðinga í sterkar stöður við sjúkra- húsin og inn á þing, auk þess að afla þeirra úr röðum þingmanna. Pegar þessi áfangi hefur náðst er oftast stutt í það að fóstureyðingalöggjöf sé skert og markmiðinu þannig náð. Árangur Hreyfingar andstæðinga fóstur- eyðinga hafa víða náð töluverðum árangri. Það virðist að meðaltali taka 5 ár að ná markmiðinu. Pro- life (fyrir lífi) hóf göngu sína í Ás- tralíu 1973 og á Nýja-Sjálandi sama ár. Þar voru sett lög gegn öllum fóstureyðingum nema í nauðgun- artilfellum árið 1977. í Ástralíu voru stöðvaðar sjúkrasamlags- greiðslur til fóstureyðinga. Konur urðu sjálfar að borga brúsann. Smám saman voru fóstureyðing- astöðvar lagðar niður og 1981 voru aðeins þrjú fylki í Ástralíu sem framkvæmdu fóstureyðingar. Petta þýðir að konur verða að fljúga langt að til að fá fóstur- eyðingu. í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa í nokkur skipti komið fram lagatillögur um skerðingu fóstur- eyðinga og fer baráttan fyrir þeim harðnandi. Par hafa sífellt fleiri sjúkrahús neitað að framkvæma fóstureyðingar undir því yfirskyni að ekki fáist læknar til þess. í Hollandi var fóstureyðingar- löggjöfin skert i aprfl 1981, þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn því. í maí sama ár hrintu ítalskar konur slíkri tilraun af höndum sér, þrátt fyrir að allt kaþólska báknið með páfann í fararbroddi stæði þar að baki. Einkenni Það sem kannski er hættulegast við þessa hreyfingu er að í byrjun og að ytri ásýnd virðist hún ósköp meinlaust samsafn íhaldssamra, guðhræddra einstaklinga, sem eru svolítið á eftir tímanum. í raun er um að ræða þrælskipulagða áróð- ursherferð með ákveðin markmið að leiðarljósi. Markmiðið er ekki aðeins það að fá manngildi fóstursins viðurkennt. Markmiðið er einnig að brjóta á bak aftur þau réttindi sem konur hafa áunnið sér með harðri bar- áttu. Mikilvægasta skrefið er að svipta konur sjálfræðinu yfir eigin líkama. Þess má geta að einnig er efast um réttmæti lykkjunnar sem getnaðarvarnar. Kynþáttafordóm- ar koma skýrt fram. Rætt er um að fólk sé of mikið farið að taka að sér börn úr fjarlægum heimsálfum (lituð) og að nær væri að konur fæddu börnin og gæfu þau frá sér. Þetta er dæmigert, afturhaldssamt karlveldisviðhorf til kvenna. Fyrst og síðast eru þær framleiðendur nýrra einstaklinga, útungarvélar fyrir „þjóðfélagið" og skiptir þá engu máli hvort þær sjálfar vilja það eða ekki. Það er áberandi fyrir þessa hreyfingu að hún er að meirihluta skipuð körlum. Flestir helstu tals- menn og áróðursmeistarar hreyf- ingarinnar eru karlmenn, enda hvernig má annað vera? Það má einnig bæta því við að áhyggjuefni postulanna eru ekki einungis fóst- urlát, heldur einnig upplausn hjónabandsins, siðferði kynlífsins o.s.frv. Þetta eru „vandamál" sem má rekja til breyttrar stöðu kon- unnar. Er ekki nokkuð ljóst að þessi hreyfing er sett til höfuðs konum fyrst og fremst og réttinda- baráttu þeirra? Almenningur spratt upp Hér fer á eftir viðtal við Lilju Ólafsdóttur, deildarstjóra, en hún er ein af þeim fjölmörgu konum sem voru virkar í baráttunni hér á landi fyrir rétti kvenna til fóstur- eyðinga á árunum ’74-’75. Okkur lék hugur á að fræðast um hvernig sú barátta hófst og hversu víðtæk hún varð. - Hún hófst eiginlega allsstaðar. Það má segja að baráttan hafi verið sjálfsprottin. Flestir þeirra sem þá voru framarlega í jafnréttisbarátt- unni létu mikið til sín taka og strax kom upp góð samstaða milli nokk- urra lækna og fleira starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni. Fljótlega var myndaður nokkurs konar samstarfshópur fólks úr ýmsum áttum sem m.a. tók að sér að undirbúa opinn fund í Súlnasal Hótel Sögu. Sá fundur var haldinn í apríl ’74 og markaði þáttaskil í bar- áttunni. Salurinn varð troðfullur, mörg erindi voru flutt og líflegar almennar umræður urðu. Blaðaskrif voru geysilega mikil á þessum tíma. Fjöldi fólks alls stað- ar af landinu og úr öllum mögu- legum áttum kom fram á sjónar- sviðið, hreyfingin varð mjög breið og einskorðaði sig ekki við neinar flokkspólitískar línur. Auk blaða- skrifanna voru útvarpserindi flutt og sjónvarpið fjallaði einnig um málið. í stuttu máli: Almenningur spratt upp og eitt af því sem var mjög einkennandi fyrir þessa bar- áttu var að í fyrsta skipti hér á landi, að ég held, rigndi bréfum yfir þingmenn frá konum sem voru mjög einarðlega fylgjandi þessum rétti. - Hvað fannst þér erfiðast í þessari baráttu? Viðtal við Lilju Ólafsdóttur deildarstjóra - Erfiðast fannst mér að berjast við vindmyllurnar. Þar á ég við tví- skinnunginn og rakaleysið hjá andstæðingum frjálsra fóstur- eyðinga, sem í aðra röndina héldu fram óskoruðum rétti kviknandi lífs en töldu um leið að undir vissum kringumstæðum mætti grípa inn í rás náttúrunnar. Sem sagt, þeim fannst það óguðlegt að konan tæki þessa ákvörðun en eðlilegt að einhverjir utanað- komandi aðilar gætu gert það. Ég skil betur rök þeirra sem geta ekki undir neinum kringumstæð- um sætt sig við fóstureyðingar. Annað hvort tekur maðurinn sér þetta ákvörðunarvald yfir fóstri eða ekki. En ef einhver á að taka’ sér þetta vald í hönd, þá hlýtur það að vera sá sem málið snertir mest, þ.e. konan sjálf. Ég berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna og sætti mig við núgildandi löggjöf eingöngu vegna þess að ég álít hana hafa verið áfangasigur. - Hvað finnst þér um frumvörp Þorvaldar Garðars? - Ef Þorvaldur Garðar raunvem lega telur að hægt sé að ganga svo frá að engin kona þurfi fóstur- eyðingu af félagslegum ástæðum, þá er einfaldast að afnema allar þessar orsakir hverja á fætur ann- arri. Nú vitna ég í tvær „félagslegar ástæður" sem tilgreindar eru í nú- gildandi löggjöf þe. þegar kona hef- ur alið mörg börn með stuttu milli- bili og skammt er liðið frá seinasta barnsburði og þegar kona getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barn á fullnægjandi hátt. Þegar Þorvaldur Garðar er búinn að „afnema" þessar og sambæri- legar ástæður fyrir fóstureyðing- um, þá leggjast þær bara sjálfkrafa niður. Eða er einhver til sem virki- lega heldur að kona leiti eftir fóst- ureyðingu bara upp á grín? Sá sem ætlar öðrum slíkt kemur eingöngu upp um eigin mannfyrirlitningu! Við skulum ekki gleyma því að fóstureyðingar voru framkvæmdar hér í töluverðum mæli áður en nú- gildandi löggjöf var samþykkt bæði löglega og ólöglega. Auk þess fóru þær konur sem höfðu peninga og svo dætur efnafólks til útlanda. Mér segist svo hugur að sá þjóðfé- lagshópur sem í krafti peninganna þyrfti ekki að hlíta neinum lögum, sé einmitt sá sem fyrstur fordæmir þær stúlkur sem hafa „misstigið“ sig að þeirra mati. - H.J. Hildur Jónsdóttir og Svava Guömundsdóttir skrifa Postular í ham Sagt frá fundi í Norræna húsinu um fóstureyðingu Kristilegir stúdentar hafa greini- lega skorið upp herör gegn rétti kvenna til fóstureyðinga. Þeir hafa beitt sér í málgagni sinu „SALT“ (sept. síðastl.), í Velvakandaskrif- um og einnig stóðu þeir að fundi um fóstureyðingar 15. okt. í Norræna húsinu. Þar sýndu þeir 50 mínútna bandarfska kvikmynd gegn fóstur- eyðingum, en í henni kom fram sambærilegur málflutningur og hjá Right to Life (sjá annars staðar á sfðunni). Athygli.skal vakin á því, að þessi sama mynd (sem er í bii- legum hryllingsmyndastfl) var áður sýnd nemum í Hjúkrunarskóla ís- lands og einhverjum trúarfélögum einnig. Ýmsir einstakiingar innan kirkj- unnar hafa slegist í herförina og hafa hátt um þá „glæpi“ sem framdir eru f landinu þar sem fóst- ureyðingar eru annars vegar. Dæmi um þetta er morgunbæn f útvarpinu 10. okt. og Velvakanda- bréf. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni eiga þessi öfl full- trúa innan Alþýðuflokksins þó þingmenn hans teljist ekki þar f hópi. Á fundinum í Norræna húsinu voru flutt fjögur framsöguerindi og fóru fram pallborðsumræður fram- sögumanna á eftir. Framsögumenn voru Auðólfur Gunnarsson læknir á kvennadeild Landsspítalans, Hildur Jónsdóttir, Sigurður Páls- son námsstjóri í kristinfræði og Þórvaldur Garðar. Auðólfur og Hildur vörðu rétt kvenna til fóstureyðinga. Hildur fordæmdi myndasýninguna hart: „Þið sem kennið ykkur við kristi- legt umburðarlyndi, - hverjir menn eruð þið að ráðast á konur og sakfella þær af þvílíkri grimmd og fáfræði sem þessi mynd er dæmi um?“ Hún kvað konur einar færar um að meta hvort og hvenær þær sjá enga aðra lausn á.r>eyð sinni en fóstureyðingu. Hún benti einnig á að samfélagið tekur ekki áþyrgð á velferð allra þeirra barna sem fæðast, heldur er sú ábyrgð lögð á herðar mæðra þeirra. Hildur sagði: „Á meðan óæskileg þungun getur átt sér stað, hvort sem það er vegna brigðulla getnarðarvarna, fáfræði eða vegna ofbeldis, er konum nauðsynlegt að eiga rétt til fóstur- eyðinga". í máli Auðólfs kom fram, að frá því að fóstureyðingarlöggjöfin var rýmkuð 1975, hafi löglegum fóstur- eyðingum fjölgað, en þó mun minna en á hinum Norðurlöndun- um. Einnig að svo virtist sem ólög- mætar fóstureyðingar hafi ekki verið framkvæmdar hérlendis eftir setningu laganna. Hann gerði að umfjöllunarefni spurninguna um upphaf mannlegs h'fs. Leiddi hann rök að því að mann- legt líf væri til staðar hvað frumurn- ar varðar, fyrir, á meðan og eftir frjóvgun. Ennfremur sagði Auðólfur að ekki fyrr en u.þ.b. tveim vikum eftir getnað sé full- ráðið, hvort eitt fóstur, með nýjum einstökum erfðaeiginleikum myndast eður ei. Auðólfur benti á að með nútíma- tækni í læknisfræði er hægt að halda líkamsstarfsemi gangandi, þ.e. öndun og blóðrás, eftir að miðtaugakerfið er hætt að starfa. Þess vegna hefur læknum reynst nauðsynlegt að taka upp nýja skil- greiningu á endalokum lífsins, eða hugtakið heiladauða (neurological death). Við heiladauða er miðtaugakerfi einstaklings hætt að starfa og hann getur ekki framar haldið uppi neinum tjáskiptum við umhverfi sitt. Auðólfur taldi að þessi skil- greining hefði áhrif á hvenær við teljum líf einstaklings hefjast. Fóstur sem ekki hefur ennþá starf-" hæft miðtaugakerfi er þ.a.l. ekki ennþá lifandi vera. Hann sagði það sína skoðun að konur ættu sjálfar að fá að taka ákvörðun um fóstur- eyðingu, innan vissra tímatak- marka þó, nánar tiltekið 12 vikna, því eftir þann tíma væri meiri hætta á eftirköstum og kvillum af völdum aðgerðarinnar. Hann taldi að dreifa þyrfti upplýsingum um þetta atriði meðal kvenna. Auðólfúr sagði ennfremur að af reynslu sinni í starfi á kvenna- deildinni hafi hann komist á þá skoðun að honum væri ekki fært fremur en öðrum að dæma um hvort hver einstök kona hefði ástæður fyrir fóstureyðingu, um það gæti konan sjálf best dæmt. Sigurður og Þorvaldur Garðar voru báðir andvígir fóstureyðing- um. Sigurður taldi fóstureyðingar bera vott um siðferðislega hrörnun þjóðfélagsins og fela í sér rangan mannskilning. Einnig að fóstur- eyðing væri virðingarleysi fyrir því lífi sem frá guði væri komið. Hann benti fundármönnum á að til væri nokkuð sem kallaðist „óábyrgt kynlíf? og mátti á þessari ábend- ingu skilja að rétt væri að refsa fólki sem ástundaði slíkt með ó- tímabærri barneign. Þorvaldur Garðar taldi rangt að leyfa fóstureyðingar af félagslegum ástæðum. Það er eftirtektarvert að samtímis því sem hann taldi fóstur mannveru og líf þess heilagt, þótti honum rétt að fóstureyðing ætti sér staðísumum tilvikum, t,d. ef konu er nauðgað og ef hætta er á að fóst- . ur sé vanheilt. Það kom mjög greinilega fram í umræðunum að í augum Hildar og Auðólfs voru fóstureyðingar raun- verulegt og knýjandi vandamál kvenna. I augum Þorvaldar Garðars og þó sérstaklega Sig- urðar, stóð vandamálið um eitthvað lapgt fyrir utan hið jarðneska og raunverulega, þar sem hugtakið mannskilningur lék mikið hlutverk. Enda er ekki óeðli-. legt að sjálfskipaðir siðferðispost- ular af karlkyni eigi erfitt með að skilja líf og viðhorf kvenn og þær aðstæður sem leitt geta til þess að þær leita fóstureyðingar. Það er full ástæða til þess að hvetja konur til að vera vel á verði. Raddir þær gegn fóstureyðingum, sem nú berast úr herbúðum kirkj- unnar og annars staðar frá, geta orðið að öflugum kór fyrr en varir. - S.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.