Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 3
skráargati Gunnar Thoroddsen hefur verið orðaður við lista Sjálfstæðismanna á Vest- urlandi með Friðjóni Þórðarsyni í efsta sæti. Vilja Sjálfstæðismenn í kjördæminu gjarnan votta Gunn- ari virðingu sína og sagt er að hon- um sé ekki óljúft að enda sinn þing- feril þar sem hann hóf hann. Annar kostur fyrir íhaldið í kjördæminu er að Sturla Böðvarsson sveitarstjóri í Stykkishólmi fari með Friðjóni í framboð en í síðustu kosningum urðu 6 Akurnesingar næstir á eftir honum í prófkjöri. Vilja Snæfell- ingar breyta til að fá annað sætið fyrir sig. Vilmundur er óneitanlega í fréttum þessa daga. Þegar hann flutti ræðu sína á Alþingi þar sem hann tilkynnti úr- sögn sína úr Alþýðuflokknum sagði hann m.a.: „Þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt.“ Þetta er raunar hending úr gömlu kvæði eftir Jón Thor Haraldsson sem hann orti úti í Osló árið 1956 þegar ungverska uppreisnin stóð sem hæst. Nefnist það Kveðja til Rauða hersins. Kvæðið birtist svo seinna í Eimreiðinni og varð til þess að Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, las það upp með óskaplegum pathos í útvarps- umræðum og taldi það til marks um ættjarðarást kommanna. Kvæðið hefur svo greinilega lifað áfram á heimili Gylfa en hvort Vilmundur hafi notað það meðvitað eða ó- meðvitað í klofningsræðu sinni er svo annað mál. Fyrsta þingmál Bandalags jafnaðarmánna er sérstaklega athyglisvert vegna þess sem ekki stendur í því. Þar er lagt til að framkvæmdavaldið og lög- gjafarvaldið verði rækilega að- skilið og forstætisráðherra kjörinn beinni kosningu. Þar fór þing- ræðið, og hinn þjóðkjörni forsætis- ráðherra myndi sjálfur útnefna ríkisstjórn, sem undir hælinn væri lagt hvort hefði meirihluta á þingi að baki sér eða ekki. Hins vegar gerir Vilmundar-bandalagið ekki ráð fyrir að forsetaembættið í nú- verandi mynd verði lagt niður. Má það þó undarlegt heita vegna þess að t.a.m. íPrakkíandi'og Bandaiíkj- unum eru forsetar þjóðkjörmr og ekki rúm fyrir þjóðkjörinn forsæt- isráðherra þeim við hlið. Enda þótt Vilmundur vilji taka upp franskt eða bandarískt kerfi hefur hann svo mikið pólitískt nef að hann leggur ekki til atlögu við vinsældir Vigdísar forseta. Frœðslustjóra hefur verið falið að „kanna hvort einhverjir framhaldsskólar í borg- inni mismuni nemendum eftir því hvaðán þeir hafa lokið grunn- skólaprófi." Ástæðan fyrir þessari samþykkt er sú að Verslunarskóli íslands hefur í seinni tíð harðneitað öllum umsóknum frá nemendum sem koma úr Vörðuskóla, burtséð frá því hvaða árangri eða meðmæl- um nemendurnir skila. Pað er lágmarkskrafa að nefndarmenn skoði þær myndlistarsýningar sem eru í borginni og láti ekki einhverja duttlunga ráða afstöðu sinni í kaupum á listaverkum, segir m.a. í bókun frá fulltrúa FÍM, Jóni Reykdal, í stjórn Kjarvalsstaða. Ástæðan fyrir þessari harðorðu bókun er óánægja Jóns og fleiri myndlistarmanna með stefnu stjórnarinnar í innkaupamálum sem þeir telja ómarkvissa og tilvilj- anakennda. Hœtt er við að Ólafur Kr. Sigurðsson, sá er hefur fræsarann umtalaða á kaupleigusamningi, komi slyppur og snauður frá viðskiptum sínum við borgina. í sumar fræsti Ólafur götur í borginni fyrir 1,6 milljónir króna, en í undirbúningi er endur- krafa á hann fyrir 1 milljón. Ástæð- an er sú að vegna vanstillingar í stjórnbúnaði fræsarans fór hann víða niður úr slitlagi á götum og eyðilagði jafnvel undirlag þeirra. Nú hefur Ólafur boðið borginni meiri þjónustu af þessu tagi og þar sem búið er að gera við „heilann“ í fræsaranum er allt eins víst að það verði þegið. Jón Baldvin Hannibalsson hélt kaffisamsæti með stuðningsmönnum sínum á Hótél Borg um s.l. helgi. Þar voru um 150 manns og urðu töluverðar umræður. Beinskeittasta fyrir- spurn sem þingmannsefnið fékk, var sú um afstöðu hans til nauta- kjötsáts íslendinga. Jón Baldvin snéri sér fimlega undan spurning- unni og sagði að Framsóknarflokk- LAUS EMBÆTTI sem forseti íslands veitir Prófessorsembætti í slysalækningum við læknadeild Háskóla ís- lands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1982. Prófessorinn mun fá starfsaðstöðu við slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vís- indalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprent- uðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 16. nóvember 1982. Útboð Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboöum í lagningu raflagna í verksmiðju sína á Reykja- nesi. Verkiö nær til lagna fyrir Ijós og rafvélar ásamt dreifivirkjun. Verkið skal vinnast á þessu ári og byrjun næsta árs. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu Sjóefna- vinnslunnar h.f., Vatnsnesvegi 14, Keflavík og hjá Verkfræöistofu Jóhanns Indriöasonar, Höföabakka 9, Reykjavík, gegn 500.00 króna skilatryggingu. Tilboö veröa opnuð á skrifstofu Sjóefna- vinnslunnar mánudaginn 29. nóvember n.k. kl. 11:00 f.h. Helgin 20. - 21. nóvember 1982 ÞJÓDVI)LJINN - StÐA 3 vera kræfur rannsóknarblaða- maður og láta nú ekki vaða ofan í sig. Þykir hún stundum fara meira með kappi en forsjá og er nú svo komið að margir þeir, sem blaðamenn eru á eftir, fá grænar bólur þegar nafn Agnesar er nefnt. Sjálf er hún óspör á að segja farir sínar ekki sléttar í „dropum" Tímans. í gær skýrir hún frá því að hún var að reyna að ná tali af Vilmundi Gylfasyni, væntan- lega til að þjarma nú rækilega að honum. Fékk hún einn þing- vörðinn til liðs við sig og bað hann að spyrja Vilmund hvort hann vildi finna sig. Kom þingvörðurinn að vörmu spori til baka og sagði að Vilmundur neitaði að tala við um- ræddan blaðamann. Bætti þing- vörðurinn síðan við: „Hann sagði bara: Segðu henni að fara f rassgat." " Vœntanleg er forvitnileg bók um Ragnar í Smára frá Listasafni alþýðu og MFA og hefur Ingólfur Margeirs- son séð um viðtöl í bókina við ýmsa samstarfsmenn og vini Ragnars. Guðbergur Bergsson skýrir frá því í Helgarpóstinum í gær að hann hafi í viðtali við Ingólf sagt hvernig Ragnar kæmi honum fyrir sjónir en það hafi ekki hlotið náð fyrir augum útgefanda og á endanum hafi orðið úr að viðtalið var tekið út úr bókinni. Gunnar: í framboð á Vestur- Vilmundur: Ekkert prófkjör landi? Jón Thor: Vitnað í Kveðju til Rauða hersins urinn og Alþýðubandalagið hefðu ráðið öllu um íslenska landbún- aðarpólitík síðustu áratugi. Vilm- undarkratar hlógu mikið vegna þessa fundar og sögðu fundarmenn (sem voru fólk við aldur) vera ein- tóma skallapoppara í Alþýðu- flokknum. Kosningastjóri Jóns Baldvins er Ámundi Ámunda- son umboðsmaður skallapoppara. Agnes Bragadóttir, blaðamaður hjá Tímanum, er harðákveðin í því að Agnes: Segðu henni.... Jón Baldvin: Skallapopp krata Guðbergur: Ritskoðaður ITALIA SVISS AUSTURRÍKI PÝSKALAND FRAKKLAND Áætlunarflugið til Amsterdam, bílaleigubíll eða framhaldsflug til Zurich, opnar ótal leiðir til sjálfstæðra skíðaferða. Þú ferð á eigin vegum, með fjölskyldunni eða í góðum kunningjahópi, velur úr hundruðum gististaða í fimm löndum og kaupir flug, gistingu og e.t.v. bilaleigubíl að auki á hagstæðu heildarverði hjá Arnarflugi. Um leið ertu frjáls í skíðabrekkunum, óháður fyrirfram ákveðinnj hópferðadagskrá. Lengd ferðarinnar er frjáls, gistinætur í stórborgunum sjálfsagður viðauki og tilvalið er jafnvel að heimsækja ólík skíðasvæði í sömu ferðinni. Þú hefur þetta einfaldlega eins og þér hentar best. Á söluskrifstofu Arnarflugs eru veittar allar nánari upplýsingar og þar fást bæklingar með öllum upplýsingum um áfanga- og gististaði. Með vali á þeim finnurðu heppilegasta staðinn fyrir þína fjárhagsáætlun og færð að sjálfsögðu alla aðstoð við skipulagningu í kaupbæti! Aukið skjmsM\qrúm með Arnarflugi. ■SFlugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.