Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 5
Helgin 20. - 21. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 að gefa kjósendum kost á því að kjósa um þá áætlun í kosningunum sem verða vonandi ekki seinna en í aprílmánuði næstkomandi. Mark- mið áætlunarinnar eru full atvinna, aukin framleiðsla og framleiðni og jöfnun lífskjara. í áætluninni verða eftirtaldir meginþættir: Takmörkun innflutnings: 1. Dregið verði úr innflutningi með því að leggja skatta á hluta innflutningsins og innborgunar- gjöld og með því að draga úr lánafyrirgreiðslu ef um er að ræða innflutning sem er í beinni samkeppni við innlenda fram- leiðslu. Leggja skal áherslu á að takmarka innflutning ýmissa stórvirkra véla og vinnutækja og þeirra vörutegunda sérstak- iega sem unnt er að framleiða hér á landi. Síðan verði dregið úr tak- mörkunum innflutnings 1985 og 1986, eftir því sem gjaldeyris- staða þjóðarbúsins leyfir. Öflugri iðnaður Gerðar verði ráðstafanir til þess að iðnaðurinn geti framleitt vörur fyrir stærri hluta heimamarkaðar en nú er um að ræða. Þar með sparast gjald- eyrir um leið og möguleikar myndast til að taka við fleira fólki í vinnu en nú er kostur á. Erlendar skuldir aukist ekki 3. Við áætlunina skal miða við að erlendar skuldir þjóðarbúsins aukist ekki sem hlutfall af þjóðarframleiðslu frá því sem þær eru nú ne heldur aukist greiðslubyrðin sem hlutfall af útflutningstekj um. Hjöðnun verðbólgu 4. Gerð verði, samhliða heildará- ætluninnni til fjögurra ára, áætlun um hjöðnun verðbóigu í jöfnum og ákveðnum skrefum. Sparnaðarátak í öllum atvinnugreinum 5. Gert verði sparnaðarátak í öll- um atvinnugreinum, verslun, sjávarútvegi, iðnaði og land- búnaði. Átakinu verði stjórnað með markvissum hætti, þannig að fyrir liggi hvert markmiðið er áður en átakið hefst, þannig að landsmenn allir geti fylgst með því sem best. Átakið mið- ast við að draga úr sóun og ó- ráðsíu, en meginmarkmiðið er gjaldeyrissparnaður og aukin framleiðsla. Aukin framleiðsla og framleiðni 6. Gert verði átak til fjögurra ára sem miðist við að auka fram- leiðsluna í landinu, þannig að unnt verði að treysta þau lífs- kjör sem nú er um að ræða og bæta þau síðar. Áætlun um aukna framleiðslu miðar að því að treysta sjálfstæði þjóðarinn- ar, að því að draga úr sveiflum sem verið hafa um áratugaskeið og að því, að íslenskir aðilar hafi forræði yfir öllum atvinnu- greinum í landinu. Islendingar verða að reisa atvinnustefnuna á grundvelli skipulegrar auðlindanýtingar. Landsmcnn eiga mikinn auð í orkulindum landsins, en þær verða að mynda einn hornstein góðra lífskjara á næstu árum. Kjarajöfnunar- sjóður hafi 500 milj. kr. 1984 7. Stofnaður verði kjarajöfnun- arsjóður, sem hafi 500 mi|j. króna til ráðstöfunar á árinu 1984. Sjóðurinn verði fjár- magnaður með tekjum af betri skattheimtu þar sem gert verði skipulegt átak til þess að koma í veg fyrir skattsvik, af gjöldum sem lögð verða á innflutning og með sparnaði í ríkisrekstri. Sjóðurinn verði notaður til kjarajöfnunar, þannig að dreg- ið verði úr áhrifum strangra efnahagsaðgerða á hag lág- launafólksins sérstaklega ellilíf- eyrisþega og öryrkja og ungs fólks sem er að tryggja sér húsnæði. Stjórn sjóðsins verði skipuð með þeim hætti að tryggð verði áhrif launafólks. Róttæk endur- skoðun peninga- kerfísins 8. Allt peningamálakerfi landsins verði tekið til róttækrar endur- skoðunar - vextir, staða bank- anna, sérstaklea Seðlabankans, - auk þes sem tryggt verði að heildarsparnaður landsmanna þjóni sem best félagslegum mar- kmiðum. í því sambandi ber að leggja áherslu á húsnæðismálin og félagslega lausn þeirra. Samstarf við verkalýðshreyf- inguna 9. 1 kjarasamningum verði stuðlað að launajöfnuði og kjarajöfnunarsjóðurinn notað- ur í því skyni. Meðan lands- menn eru að vinna sig út úr við- skiptahallanum er ekki unnt að hækka öll grunnlaun í landinu, en með samstarfi stjórnvalda og verkalýðshreyfingar verði tryggð framkvæmd skynsam- legrar launastefnu. Verðlagsstjórn verði breytt 10. Öll verðlagsstjórn verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar í Ijósi þeirrar reynslu sem fengin er af núgildandi verðlagslögum, sem eru mjög gölluð og skapa ekki þá aðhaldsmöguleika sem stjórnvöld verða að hafa til að ráða við efnahagsvandann. Hrikalegar verðhækkanir að undanförnu eru til marks um hversu haldlítil þau eru, núgild- andi lagaákvæði í verðlags- málum. Hér hef ég nefnt nokkur grund- vallaratriði, sem við munum fjalla um á fundi okkar. Okkur er skylt að nýta þennan fund til þess að bera okkur saman um svör við brennandi vandamálum framund- an. Hér verður fjallað um íslenska leið út úr vandanum, þar sem nú sýnist keppikefli allra hinna flokk- anna. Model Hjarta er íslensk gæðavara, hönnuð í gömlum bændastíl, aðeins í nýrri og betri út- færslu. Framleitt úr valinni, massífri furu. Fæst í Ijósum viðarlit eða brúnbæsað og lakkað með sýruhertu lakki. Model Hjarta nýtur verðskuldaðra vinsælda, enda ákaflega hlýlegt sett, hvort sem er í borðstofunni eða eldhúskróknum — og jafnt í nýjum húsum sem gömlum. Áklæði að eigin vali. FRAMLEIÐANDI FURUHÚSGAGNA i HÆSTA GÆÐA- FLOKKI 15% HAUST- AFSLÁTTUR EÐA 20% ÚTBORGUN OG EFTIRSTÖÐVAR Á8-10MÁN. FURUHÚ5ÍÐ HF. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Suðurlandsbraut 30 105 Reykjavík • Simi 86605. Ég óska eftir aö fá sendan nýja húsgagna- og gjafavörumyndalistann ókeypis. Nafn heimili staður KRISTJflfl l\ wSIGGGIRSSOfl HF. LAUGAVEG113, REYKJAVIK, SIMI 25870 HELO-SAUNA Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa a mjog hag- stæðu verði. Helo I stærð 162x205x201 cm. Innifalið í verði er klefi með ofni, bekkjum, lofti, grindum a gólfi, höfuðpúða, Ijósi og full eingangaður. Verð 24.000,- Helo III. Stærð 205x205x201 cm. Innifalið i verði sama og með Helo 1. Verð kr. 27.500.- Stakir ofnar 4.5 kw ofn kr., 5.573,- 6,0 kw kw ofn kr. 5.793.- 7.5 kw ofn kr., 6.315.- BENCO, Bolholti 4, sími 21945 Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.