Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. - 21. nóvember 1982 ¥ Eg sé eftir sem ég læt hverjum hlut frá mér Sagt frá heimsókn til Guðrúnar Einarsdóttur listamanns að Sellátrum við TálknaJjörð „Þaö er víðar Guð en í Görðum". Mér kom þetta til hugar, þegar ég gekk um húsið hennar Guðrúnar Einarsdóttur, listamanns að Sellátrum viðTálknafjörð. Húsiðhennarerorðiðað listasafni. Listmunirnir: málverk, vefnaður, leirmunir, þurrkuð blóm, listaverk úr skeljum og öðru sjófangi, íslensku grjóti o.fl. eru allir eftir hana sjálfa.- Okkur hér á þéttbýlissvæðinu í Reykjavík hættir til að gleyma því að íslenskir listamenn búa víðar á landinu en einmitt hér. Þeir eru sjálfsagt ekki margir sem vita af því, að á þeim afskekkta stað Sellátrum við Tálknafjörð, býr 65 ára gömul kona alein og fæst við að skapa listaverk, frá kl. 8 að morgni og til miðnættis. Hún segir að svefninn sé tímasóun, sem þó verði ekki komist hjá. Það er engu líkara en að hún sé að vinna upp, þann tíma sem fór í að annast börn og bú á fyrri árum. Samt var mikið unnið á listasviðinu þá, en þó ekki fyrr en á kvöldin og nóttunni eftir að brauðstritinu var lokið. Kallaðu þetta ekki list, þetta er fúsk og fikt, list er stórt orð, sagði Guðrún, þegar hún gekk um hús sitt og sýndi mér verkin sín. Hún segir mér að hún hafi aldrei farið á skóla til náms á listasviðinu, aðeins nokkur námskeið til að læra hand- bragð og tækni á vissum sviðum. En dreymdi hana þá aldrei um að fara í listnám? Kannski langaði mig í skóla, en tækifærin voru ekki fyrir hendi, en þó frekast hitt, að mér fannst ég aldrei geta neitt á þessu sviði og því þótti mér ég ekki eiga neitt erindi í listnám, segir Guðrún. Hún segist hafa þreifað sig áfram með flest það sem hún fæst við, þó lærði hún vefnað á Staðarfellsskólanum og fékk tilsögn í leirmunagerð og brennslu hjá Sigrúnu Jónsdóttur, sem fengin var til að halda nám- skeið á Tálknafirði. Eitthvað sem togaði í mig Uppi á efri hæð hússins er vef- stóllinn, leirbrennsluofninn og Skólavördustíg 4, sími 16646 FRA LAURA ASHLEY dragtir kjólar pils pilsbuxur blússur peysur Súla með unga, lampi sem Guðrún hefur ný lokið við. steinsögin, tæki til að slípa grjótið og á víð og dreif eru listaverkin. Hið ótrúlega fjölbreytta steinasafn hennar er geymt á fleirum en ein- um stað. Þessa steina sagar hún og slípar sárið, svo úr verður þessi undursamlega fantasía forms og lita. Hvenær hún byrjaði að fást við þessa iðju? Ég veit það ekki eiginlega, ég held helst að ég hafi dundað mér við eitthvað þessu líkt frá því að ég man eftir mér. Mig hefur alla tíð langað að gera eitthvað í þessa átt, segir Guðrún. Eiginmaður Guð- rúnar, Davíð Dávíðsson, lést fyrir tveimur árum, en þau ráku búskap að Sellátrum og áttu 4 börn, þannig að varla hefur Guðrún haft mikinn tíma aflögu til að sinna hugðarefn- um sínum? Jú, maður hefur alltaf tíma til þess sem maður vill gera. Þegar dagsverkum lauk, var kominn tími fyrir mig til að sinna mínum áhuga- málum. Það má vera að þau hafi á stundum stytt minn svefntíma, en ég sá aldrei eftir því. Ætli það hafi ekki verið árið 1937 að ég byrjaði að safna skeljum og búa til skelja- myndir, svo óf ég líka, Ég hef alla tíð litað mitt band sjálf og notað til þess efni úr náttúrunni. Annars hefur það alltaf verið þannig með mig að ég fæ mikinn áhuga fyrir einhverju ákveðnu en þreytist svo og fer í eitthvað annað. Þannig fékk ég einu sinni óskaplegan áhuga á því að læra tungumál og fór í það af kappi, svo þreyttist ég á því og hætti. Hlutföllin voru ekki rétt í blöðunum Guðrún sýnir mér myndir af ís- lenskum blómum, sem hún hefur málað, heila seríu, sem hún vill ekki rjúfa. Þarna er hver myndin annarri fegurri. Hún sagði að sinn draumur hefði verið að myndirnar yrðu notaðar við kennslu í grunn- skólum landsins. Þeirri hugmynd var líka vel tekið í menntamála- ráðuneytinu, þegar mönnum þar voru sýndar myndirnar, en svo kom að þeim sem réði í þessú máli. Sá kvað myndirnar ónothæfar vegna þess að hlutföllin í blöðum blómanna voru ekki í háréttu hlut- falli. Svona eru menn nákvæmir í menntamálaráðuneytinu. Einu sinni sagðist Guðrún hafa lesið um hvernig þurrka mætti blóm í sandi þannig að þau héldu sér, sem lifandi væru. Hún reyndi þetta og það tókst svo vel að með augunum verður ekki greint hvort blómið er lifandi eða þurrkað. Vandinn var hinsvegar að geyma þau, vegna þess að ekki má snerta blómin eftir að þau hafa verið þurrkuð, þá molna þau. En Guð- rún fann lausnina. Til er fljótandi glært plast á brúsum og hún hellti svolitlu af því í mót og lét það harðná- Síðan kom hún blóminu fyrir á plastplötunni, festi það með plastdropum og þegar þeir voru orðnir harðir og héldu blóminu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.