Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVIL'JINN ' Helgin 20. - 21. nóvember 1982 DJOÐVIUINN 'Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ritstjórnargrein Aðhaldsstefna Framsóknarflokksins Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: .Álfheiöur Ingadóttir,, Helgi Ólafsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson. Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Ásiaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurójörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsia: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. • Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. • Á þingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi var allmörgum spjótalögum beint að ráðherrum flokksins og fylgdi með gagnrýni á að þeir hefðu lítt dugað til þess að tryggja framgang niðurtaln- ingar og aðhaldsstefnu í núverandi ríkisstjórn. Af fréttum að dæma brugðust ráðherrar Fram- sóknar við á þann veg að skjóta Alþýðubanda- laginu fyrir sig sem skildi. Það átti að hafa verið íhaldssamt í efnahagsmálum og tregt til aðgerða gegn verðbólgu. • Hermt er að þessi vörn ráðherranna hafi þótt trúverðug og þingfulltrúar hafi annað tveggja fyllst vorkunnsemi í garð þeirra eða sakað þá um linkind gagnvart Alþýðubandalaginu. Ef hins vegar er litið yfir stjórnartímabilið má sannfær- ast um að það hefur verið frumkvæði Alþýðu- bandalagsins sem komið hefur efnahags- aðgerðum í höfn. Framsóknarráðherrarnir hafa að vísu talað mikið, en minna aðhafst þegar til kastanna hefur komið. • í tali hafa það verið ær og kýr ráðherra Fram- sóknarflokksins að halda aftur af verðbólgu og þenslu. En merkin sýna verkin, eins og Olafur Jóhannesson, orðaði það réftilega. Ráðherrar hafa mikið sjálfstætt vald til þess að hafa áhrif á framkvæmd mála og við skulum taka eitt dæmi um það hvernig bankamálaráðherra Framsókn- arflokksins hefur fylgt eftir ákvæðum í stjórnar- sáttmála og efnahagsmálayfirlýsingum stjórnar- innar um aðhald í ríkiskerfinu. • í stjórnarsáttmála segir að tryggt verði að fjárfesting ríkisstofnana m.a. ríkisbanka, verði í samræmi við samþykkta fjárfestingaráætlun og stefnuna í lánamálum. í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar frá því í ágúst s.l. segir m.a. að aukin áhersla verði lögð á sparnað og spornað við út- þenslu í opinberum rekstri. • Bankamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur þegar í ár veitt leyfi til reksturs sjö nýrra bankaútibúa og leyfði stofnun átta útibúa á s.l. ári. Á minna en tveimur árum hefur ráðherra Framsóknarflokksins veitt leyfi fyrir 15 nýjum bankaútibúum. Til samanburðar má geta þess að meðan Svavar Gestsson var bankamálaráðherra leyfði hann aðeins stofnun eins útibús. Svona er framkvæmdin á því aðhaldi sem Framsóknarráð- herrar prédika. • Oftlega hefur verið á því bryddað af hálfu Alþýðubandalagsins að tryggja þyrfti hagkvæm- ari rekstur bankakerfisins með sameiningu banka, og í viðskiptaráðherratíð Svavars Gests- sonar var undirbúið frumvarp þar um. Fram- sóknarflokkurinn settist á þær breytingar eins og annað sem snúið hefur að breytingum og hag- ræðingu í opinberum rekstri. Bankakostnaður er til muna hærri hér á lándi en í grannlöndum okkar. Aðhaldssemi Framsóknarflokksins á því sviði er fólgin í því að stofna sem flest bankaúti- bú. Og þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum áþekkum. - ekh Eittlítið hanastél Þeir félagarnir Jón og Pétur á- kváðu að gera sér glaðan dag, eins og það heitir á máli fagmanna. Þeir ætluðu sem sé að detta í það. Hitt- ust þeir heima hjá Pétri. Hann hafði þegar rennt í glösin er Jón bar að garði. og rétti Jóni hans glas er hann steig innfyrir dyrnar, og Jón lyfti því þegar og sagði: „Skál“. Pétur svaraði snúðugt: „Erti kom- inn hingað til að tala eða drekka? Ef þú ert kominn til að tala skaltu bara koma þér út!“ Því nefni ég þetta hér, að um þessar mundir eiga tvö merkis- félög sem ég hef haft þá ánægju af að kynnast, afmæli. Annað er SÁÁ, sem er fimm ára um þessar mundir. Hitt er Blaðamannafélag íslands sem er áttatíu árum betur. Hvert er maðurinn nú að fara? kynni einhver að spyrja. Er hann orðinn snar ruglaður? Sjálfsagt er ég það. En'kveikjan að þessari hugleiðingu er sú sem fer hér á eftir: Öllum sem vita vilja, ætti að vera ljóst hvílíkri byltingu SÁÁ hefur valdið í áfengismálum hér á landi þann skamma tíma sem félagsskap- urinn hefur starfað. Opin umræða um áfengisvandamálið, hefur brot- ið á bak aftur heilan bunka af for- dómum sem hér hafa ríkt gagnvart sjúkdómi þeim er veldur meiri skaða og tjóni hér á landi en nokk- ur annar, þ.e. alkóhólisma. Og þeir eru ótaldir einstaklingarnir sem hafa í gegnum meðferð þá, sem SÁÁ stendur fyrir, öðlast heilbrigði á ný, öðlast framtíð í stað vonleysis, bjartsýni í stað örvænt- ingar. Einstakur dugnaður hefur ein- kennt allt starf þessara samtaka frá upphafi. Ekki er látið sitja við orðin tóm. Mér varð hugsað til þess um daginn er ég, vinnu minnar vegna, var að kynna mér fram- kvæmdir við B-álmu Borgarspítal- ans, að ólíkt hefðust þeir að hið opinbera og samtök eins og SÁÁ. Byrjað var á undirstöðum undir B- álmuna árið 1974. Það hús er ekki tilbúið undir tréverk. SÁÁ var stofnað haustið 1977, og hefur á þeim tíma komið á fót þremur meðferðarstofnunum, auk ráðgjaf- arþjónustu sem rekin er í eigin húsnæði, og unnið er af fullum krafti að byggingu stórrar sjúkra- stöðvar sem er hornsteinn starf- seminnar. Þar með er ég búinn að blanda ■ þriðja aðilanum inn í þessa hug- leiðingu, sem í upphafi átti að fjalla um tvo aðra félagsskapi. En mér er spurn: Er hægt að hugsa eitthvað, eða framkvæma eitthvað, án þess að inn í myndina komi ávallt þessi sami aðili: hið opinbera? Gunnar Elísson skrifar En hvað er hið opinbera? Hið opinbera er til dæmis Ingvar Gísla- son. Hver er hann? spyr þú. Hann er núverandi menntamálaráð- herra. Sá er maðurinn. Nú er farið að slá út í fyrir mann- inum, heyri ég einhvern segja, en áður en þú hættir að lesa langar mig aðeins til að koma einu á framfæri við þig. Takk fyrir. Blaðamannafélag íslands á undir högg að sækja að einu leyti. Félagsmenn eiga þess ekki kost að njóta menntunar í sínu fagi hér á landi; þess vegna eru þeir ekki löggildir fagmenn. Inn í þetta fag getur hver sem er gengið. Reyndar getur hver sem er kallað sig blaðamann, meira að segja Vil- mundur. Og vegna þess að þetta er ekki löggilt fag er ekki veitt mennt- un í því, og þar sem ekki er veitt menntun í greininni, er hún ekki löggild. Kannast þú við þessa rök- semd? Einmitt. Dæmigert fyrir þennan merka aðila, hið opinbera. Nú, Blaðamannafélagið hefur af veikum mætti reynt að bjóða sínum félagsmönnum upp á menntun er- lendis, og reynt hefur verið að fá til landsins menn til að halda fyrir- lestra og námskeið tengd þessari grein, til að þeir sem þess óska geti fylgst með því sem er að gerast, og þannig haldið sér við efnið. Samt sem áður er flóttinn úr faginu mik- ill, og þeir eru fáir hérlendis sem gert hafa þetta að sínu ævistarfi. Menn á pólitískri framabraut, eða öðrum persónulegum upphefðar- leiðum, eru enn allt of fjölmennir í stéttinni, enda er þetta leið sem hefur gefist mörgum vel til met- orða, og enn fleirum er það dýrmæt reynsla, er hefur komið sér vel er sótt er um annað starf. Sl. vor sótti Blaðamannafélagið um styrk til menntamálaráðherra til að fá hingað til landsins mjög færan mann frá Noregi til að flytja erindi á stefnuþingi er félagð hélt. Ingvar kvaðst ekki geta það. Væri of dýrt. Hins vegar reyndist það ekkert mál nú í haust að bjóða öllum blaðamönnum á íslandi í hanastél í tilefni afmælisins!!!! Hvort skyldi nú hafa verið ódýr- ara er upp var staðið? Ingvar, hvað kostaði þessi hanastélsveisla? Um sömu helgi stóð hið opin- bera að ráðstefnu um áfengismál. Um leiðir til að koma auga á, og hefta alkóhólisma á vinnustöðum hins opinbera. Þar var SÁÁ m.a. með kynningu á starfsemi sinni. Synd að menntamálaráðherrann skyldi ekki sitja þá ráðstefnu. Um það atriði hvernig á því stóð að Blaðamannafélagið þáði þenn- an kokteil, ætla ég ekki að ræða hér. Gæti verið að það tengdist baráttumálum SÁÁ einnig. Þar með er komin skýringin á inn- gangi þessarar hugleiðingar. Það hefur nefnilega verið þannig í gegn um aldirnar, að annað hvort hafa menn viljað drekka þessar ljúfu veigar eða bara tala um þær, og er það vel. Með þessum orðum ætla ég að kveðja þig, lesandi góður, og hugga þig með því að þetta er í síðasta sinn sem ruglið í mér birtist í þessum dálki. Þakka ég innilega fyrir mig. Við sjáumst. - gel -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.