Þjóðviljinn - 19.02.1983, Síða 5
Helgin 19.-20. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Þorgeir Þorgeirsson:
Duggunarlítil yfirlýsing
með fáeinum
skýringar-
orðum
Frú Helga Kress bókmenta-
fræðingur skrifar einkar skelegga
grein um hugðarefni sín í nýkomn-
ið hefti af TMM. Fjallar hún þar
um meinbugina sem hún telur vera
á kynningarriti (sem hún svo kall-
ar) handa Ameríkönum: Icelandic
Writing Today.
Grein frúarinnar er vitaskuld full
af prósentureikningi og alvöru sem
ég að mestu leiði hjá mér, enda
munu þau fræði enn sæta nokkrum
rengingum a.m.k. þangaðtil vænt-
anleg Kyngreiningarstöð Rithöf-
unda verður stofnuð á vegum Há-
skóla íslands með þátttöku læknis-
fróðra sérfræðinga. Þá fyrst verður
kominn vísindalegur grunnur undir
þau fræði öll og þríliðuna sem þeim
fylgir.
Það sem rekur mig til þessarar
yfirlýsingar er hvorki þríiiða, al-
vara né vísindaáhugi. Driffjöður
mín er að vanda miklu ógöfugri -
semsé hégómleikinn einber og
barnaleg viðkvæmni fyrir nafninu
mínu sem frúin er að nefna í sam-
hengi sem ég vildi helst vera laus
við.
Ég fæ ekki betur séð en Helga sé
kurteislega að ía að því að Þorgeir
Þorgeirsson hefði rétt átt heima í
ofangreindu riti einsog þeir Hrafn
Gunnlaugsson eða Njörður
Njarðvík. Vafalaust er þetta væn
og göfug hugsun frá hendi frúar-
innar, líklega meiraðsegja örlæti
þarsem ég hef (að vísindalegu ó-
könnuðu máli raunar) verið talinn
til karlhöfunda lengstaf.
Enda þó ég meti að fullu þetta
göfuglyndi frúarinnar hlýt ég að
mótmæla þessu og segja sem satt er
að Þorgeir Þorgeirsson gat aldrei
nokkurntíma hafa átt heima í slíku
riti.
Til þess liggja margar ástæður
vafalaust, sú ástæðan sem að mér
sjálfum snýr er þó einna þyngst á
metunum. Ég hefði aldrei samþykt
ónauðugur að taka þátt í svona riti.
Og þetta eru ekki bara merkileg-
heit.
Altfrá því að ég fór að stauta mig
framúr erlendum málum hef ég
fylgst með hliðstæðum ritum sem
bæði stórar þjóðir og smáar eru að
troða uppá ókunnug þjóðlönd, rit
þessi innihalda einhverskonar pró-
fessoraval úr viðkomandi bók-
menntum oftastnær á lélegri
ensku, jafnvel stofnensku svo-
nefndri. Þau heita Soviet Litera-
ture, Chinish Literature, Modern
Faeroeish Writing eða New Writ-
ing From Swasiland.
Heimsmetið á þessu sviði eiga
þeir Norðurkóreumenn. Bróður-
parturinn af þjóðartekjum þeirra fer í
það að kosta óhemjulega frum-
stæðar enskar þýðingar á ritum
Helga Kress
Njörður P. Njarðvík
landsföðurins þarílandi og ræðum
Þetta munu vera orðin ein sex-
hundruð bindi og komin út saman-
lagt í a.m.k. 4000 miljón eintökum.
Og einhverstaðar hefur þessi útgáf-
ustarfsemi náð í heimilisfangið mitt
því ég hef frá upphafi fengið þetta
mikla ritverk sent í tvítaki - enda
hef ég orðið að stækka við mig
húsnæðið til þess eins að koma rit-
verkum Kim II Sungs fyrir.
Ég hef meiraðsegja reynt að lesa
þessar bækur með jákvæðu hugar-
fari og komist að því að innihaldið
má sem best flokka með svolítið
beygluðum ungmennafélagsanda,
að svo miklu leyti sem merkingu er
yfirleitt að hafa útúr stofnenskunni
sem bækurnar hafa verið þýddar á.
í formálum og eftirmálum er þess
getið að Kim þessi sé mesti hugs-
uður samtímans og faðir 40 miljóna
Kóreubúa. Samt er þessi mikli rit-
höfundur og barnakarl í sællegum
holdum á glansandi ljósmyndum
sem jafnan fylgja þessum ritum.
En kjarni málsins er þó sá að
væri ekki fyrir hendi sú ómælda
ánægja sem hafa má af kolbjagaðri
stofnenskunni á þessum ritverkum
þá yrði maður að taka þau alvar-
lega og þarmeð að flokka þau undir
ruddalegasta ofbéldi.
Það sem bjargar þessu er semsé
léleg þýðing.
Það stafar vafalaust öðrum
UTBOÐ
Bæjarsjóður Eskifjarðar óskar eftir tilboðum í
smíði hurða og innréttinga fyrir grunnskóla
Eskifjarðar.
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu
Eskifjarðar og á verkfræðistofunni Hönnun
h.f. Höfðabakka 9, Reykjavík gegn 1.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá bæjarstjóra Eski-
fjarðar þ. 8. mars n.k. kl. 14:00.
Bæjarstjóri.
þræði af þessari reynslu minni en
Ííka trúlega af þýðandareigingi að
ég hef smámsaman komist að þeirri
bjargföstu niðurstöðu að það sé í
grundvellinum rangt athæfi þegar
ein þjóð tekur sér það fyrir hendur
að troða bókmentum sínum niðrí
aðra þjóð með góðu eða illu. Þetta
er í eðli sínu menningarlegt ofbeldi
sem varla er sæmandi fyrir siðað
fólk að viðhafa.
Hversu kurteislega sem farið er
að þessu.
Éitt af hlutverkum menta og
listamanna í hverju þjóðlandi fyrir
siger aðsjásigumíheiminum, lesa
ritverk annara þjóða, hlusta á söng
fjarlægra meginlanda, skoða
myndlist ókunnugra svæða og láta
þetta allt fossa um sig, umskapa
það í fersk og lífgandi áhrif og skila
því heilu til bygða sinna í nýjum
verkum. Og þýðendur hafa eink-
um þá skyldu að velja sjálfir þau
verk að utan sem þeir kjósa að lofa
sínu landsfólki að njóta. Raunar er
þetta ekki bara skylda heldur
nauðsyn og ætti því að vera réttur
manna.
í rauninni ættu rit á borð við Ice-
landic Writing Today að flokkast
undir það sem kallað er á máli dipl-
ómata tilræði við sjálfstæði lands-
ins (Bandaríkjanna í þessu tilviki).
Og þannig mundu slík rit flokkast
ef þau einhverntíma gætu raunver-
ulega hepnast. Og velaðmerkja:
það eina hepnaða rit af þvílíkri teg-
und sem ég man eftir var einmitt
bannað fyrir landráð. Það var ritið
UNIVERSUM sem tékkneska rit-
höfundasambandið gaf út á sínum
tíma á ensku. Það birti raunar eink-
um ritverk og umræður sem ekki
fengust birtar á tékknesku, stofn-
aði til líflegra skoðanaskipta þvert
yfir járntjaldið með þessu, varð illa
séð beggjamegin og hvarf fljótlega.
Nú er það vonandi orðið ljóst að
ég vil helst ekki láta orða mig við
ofbeldisverk á borð við Icelandic
Writing Today og til þess liggur sú
ástæða einkum að ég kann ekki við
að láta troða mér ofaní Banda-
ríkjamenn án þess að einhver
þeirra hafi beðið um það.Á hinn
bóginn sé ég ekkert athugavrt við
það ef bláókunnugur útlendingur
tekur það upp hjá sjálfum sér að
þýða verk mín og kynna þau sinni
þjóð á eigin ábyrgð.
Nú er ég búinn að koma frá mér
yfirlýsingunni og væri því réttast að
slá bara í þetta botninn þarmeð. Ég
get þó ekki stillt mig um að minnast
á annan þátt í fyrnefndri grein frú
Helgu sem gladdi mig alveg sér-
staklega.
í síðari hluta greinar sinnar sýnir
hún framá það hversu bjagaðar og
illa gerðar þýðingar eru í títtnefndu
riti. Einsog fyr er getið er þetta
einmitt það eina sem bjargað getur
svona starfsemi frá því að verða
ruddalegt tilræði.
Svona þýðingar gera verkið að
skemtiriti með sínum hætti.
Mér er sagt að Mentamálaráðu-
neytið veiti núorðið fasta fúlgu á
ári hverju í framhald þessarar starf-
semi sem ég var hér að fjalla um.
Vonandi er það rétt og satt. Þjóðin
verður að fá útrás fyrir sína árásar-
hneigð fyrst enginn er herinn. En
væri þá ekki rétt að taka mið af
sjálfum heimsmeisturunum í þess-
ari starfsemi, Norðurkóreu-
mönnum. Styrkur þeirra liggur all-
Kim II Sung
ur í því að þeir hafa valið sér einn
snilling til að láta skussana þýða.
Þeir eyða ekki púðri sínu í alvöru-
þungar deilur um það hverjir séu
með í þessu árásarliði og hverjir
ekki.
Og mér kemur þá í hug hvort við
gætum ekki tekið þá til fyrirmynd-
ar. Raunar kom mér líka í hug valið
á þessari persónu - og nú verð ég
að biðja Helgu afsökunar, því karl-
höfundur er þetta - ég á náttúrlega við
formann Rithöfundasambandsins.
Nýlega birti Thór frændi minn Vil-
hjálmsson hér í blaðinu klausu sem
ráðuneytið hefur látið þýðanda
sinn útbúa um Njörð P. Njarðvík
til notkunar í menningarhernaði
sínum. Þar sýnist mér kominn
grundvöllurinn undir íslenskan
Kim II Sung.
Gefum nú út gjörvöll leikrit,
ljóð, ritgerðir, formála og nefndar-
álit þessa mikla stórmeistara í sem
allra bjöguðustum þýðingum á
ensku og sendum inná hvert ein-
asta heimili í Bandaríkjunum.
Hver veit nema Bandaríkja-
menn drægju þá herlið sitt til baka
frá Keflavík.
16.11.1983
Þorgeir Þorgeirsson
NOTAR ÞU
NÚMER 24 - 27?
Þá geturðu ennþá fengið góðar
buxur í ýmsum sniðum og efnum
á aðeins 00 J^|*b
Stærri stærðir einnig á mjög góðu verði
— mikið úrval af öðrum góðum fatnaði:
**********************-***
-k -k
-k Háskólabolir 125,-
•k -k Bómullarskyrtur 165,-
-k Jogging gallar 195,-
-k Peysur 195,-
-k Barnapeysur 95,-
★ i Flauelssmekkbuxur
★ ★ ★ 5-14ára 95,-
-k
*
¥-
¥-
¥-
¥-
¥-
¥-
¥-
★ ¥-
Opið í dag laugardag
kl. 10-7.
Verksmiðjuútsalan
Blossahúsinu - Ármúla 15. Sími 86101.