Þjóðviljinn - 19.02.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.02.1983, Qupperneq 7
Helgin 19.-20. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 hYikmyndir Pink Floyd. The Wall Bretland, 1982 Stjórn: Alan Parker Handrit: Roger Waters Kvikmyndun: Peter Biziou Teiknimyndir: Gerald Scarfe Tónlist: Pink Floyd Leikendur: Bob Geldof, Christine Hargreaves, Kevin McKeon. Sýningarstaður: Nýja bíó. Pink Floyd mun hafa orðið til sem rokkgrúppa á sjöunda ára- tugnum einsog svo ótal margar' aðrar slíkar, í kjölfar bítla, veltandi steina og hvað þær nú hétu allar þessar grúppur sem höfðu svo undarlega mikil áhrif á líf ungs fólks á Vesturlöndum að sumir hafa viljað kalla það byltingu. Þessar grúppur urðu uppistaðan í nýrri goðafræði - rokkstjarnan varð spámaður nýrra trúarbragða. Þetta er saga sem allir þekkja, en því er tæpt á henni hér að kvikmynd Pink Floyd, The Wall, segir í raun- inni þessa sögu og rekur hana alla lejð til okkar tíma, inn í níunda áratuginn, sem er mjög frá- brugðinn þeim sjöunda. Þetta er þónokkuð merkileg saga, og myndin er líka merkileg. Upphaflega var þetta hljómplata - handrit myndarinnar skrifar Roger Waters, aðallagahöfundur Pink Floyd, eftir plötunni. Hér er því hægt að tala um myndskreytta hljómplötu og þarf ekki að felast niðrandi merking í því. Sem kvik- mynd stendur The Wall alveg fyrir sínu, þótt tónlistin sé auðvitað aðalatriðið í rokkmynd. Einsog oft vill verða í slíkum kvikmyndum er söguþráðurinn ekki ýkja margbrotinn í sjálfu sér. Það sem gerist í myndinni er ekki annað en það, að rokkstjarnan Pink situr einn á hótelherbergi og er að „flippa út“. Hann rifjar upp atriði úr fortíð sinni, hleypur til og frá í tíma og rúmi og kemur víða við. Smám saman raðast brotin saman einsog í púsluspili og úr verður ævisaga manns. Pink fæddist í lok heimsstyrjald- arinnar síðari, um það leyti sem faðir hans féll í stríðinu. Hann ólst upp hjá móður sinni í bresku milli- stéttarumhverfi, einmana föður- leysingi, pískaður áframaf ómann- eskjulegu skólakerfi en gerði sína uppreisn eins og svo margir af hans kynslóð og gerðist rokkstjarna. En einsemdin magnast í beinu hlutfalli við frægðina, Pink hefur byggt um sig varnarmúr sem hann verður að brjóta niður til að komast í samband við annað fólk, en í því hlýtur lausnin að vera fólgin. Minningabrot og hugarórar eru uppistaða myndarinnar og réttlæta frjálsíegt form hennar. Teiknuðum atriðum er skellt inn í hér og þar og verður að segjast einsog er að þau eru snilldarlega gerð. Ég minnist þess ekki að hafa upplifað svo á- reynslulausan og sannfærandi sam- runa teiknaðra og leikinna atriða í kvikmynd, auk þess sem teiknuðu myndirnar eru listaverk útaf fyrir sig, og nægir að minna á leik teiknarans með blóm í ýmsum atr- iðum og útfærslu hans á fasisman- um, sem er táknaður með gæsa- gangi vígalegra klaufhamra. Þótt hér sé einn maður að rifja upp ævi sína fer því fjarri að The Wall sé lýsing á einstaklingsbund- inni naflaskoðun - myndrænar og tónlistarlegar skírskotanir myndar- innar eru svo víðar og breiðar að þær segja sögu heillar kynslóðar, eða a.m.k. mjög áberandi hluta þeirrar kynslóðar. Stríðið, skólinn og fasískar tilhneigingar nútímans eru þar gleggstu dæmin. Og hér eru engin vettlingatök viðhöfð. Til að sýna vélræna innrætingu skólakerf- isins eru skólabörn með grímur látin marsera ofan í heljarstjóra hakkavél og koma þaðan út í hökk- uðu formi. Viðbjóður og fáránleiki stríðsins magnast þegar strákur í stuttbuxum reikar um vígvöllinn og leitar föður síns í skítugum skot- j gröfum, fullum af likum. Rokktón- ! leikar breytast í fasistasamkundu í | Hitlers-stíl. Rokkstjarnan er fyrir- I liði stormsveitar sem marserar um j borgina, brýtur rúður, nauðgar og ' drepur. Þetta eru harðir og andstyggi- I legir tímar, en vonin er þó til, vonin um að veggurinn verði brotinn, og það gerist í myndarlok. Hvað tekur þá við? Myndinni lýkur á táknrænu atriði, þar sem börn eru að tína saman það sem heillegt er í rústum veggjarins, aðallega mjólkurflösk- ur, en líka heillega múrsteina sem þau raða samviskusamlega á pall leikfangabíls. Til að reisa nýjan vegg? Pink Floyd er ólík flestum rokk- grúppum að því leyti að meðlimir hennar eru ekki í sviðsljósinu sem einstaklingar. Þeir koma t.d. ekki fram í þessari mynd. Pink er leikinn af Bob Geldof, sem mun vera söngvari í allt annarri grúppu, The Boomtown Rats. Leikstjóri myndarinnar, Alan Parker, er einkum þekktur fyrir myndina Mid night Express, sem margir muna eflaust. Mér finnst honum hafa tekist mætavel að myndskreyta hljómplötu Pink Floyd. Þetta er rnynd sem á erindi við marga, ekki aðeins við aðdáendur Pink Floyd og önnur rokkfrík. SAMVDMUBAIMENiM opðarn^útíbú. aArtúnshöfóa Ingileif Kristbjörg Samvinnubankinn hefor opnað nýtt útibú að Höfðabakka 9 til bagræðis tyrir alla þá sem búa og starfa á Ártúnshöfða í Árbæjarhverfi og Mosfellssveit. Útibúið er til húsa í miðálmu að Höfðabakka 9. Ingileif, Kristbjörg og Guðrún Yrsa, sjá um afgreiðsluna að Höfðabakka. Þær veita þér aðstoð við öll þín bankaviðskipti, bæði fljótt og vel. Verið velkomin í heimsókn Samvinnubankinn Útibúið að Höfðabakka 9 Símar 820S0 og 82021 ÓSA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.