Þjóðviljinn - 19.02.1983, Page 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. febrúar 1983
Saga hvalveiða frá Ameríku á
sér langa sögu og löngu áður en
Evrópumenn komu þangað stund-
uðu indjánar hvalveiðar við strend-
ur. Þeir skutluðu hvalina með
spjótum sem þeir festu við drumba
með taug, snúinni úr vínviðar-
tágum.
Um 1620 voru nýlendubúar í
Nýja Englandi án efa orðnir kunn-
ugir hvalveiðum Englendinga og
Hollendinga frá Spitzbergen og ár-
ið 1639 voru sett lög í Massachus-
Bandaríkjamenn hafa verið
allra manna harðastir í
baráttunni fyrir því að
hvalveiðar væru bannaðar
og sjálfir eru þeir löngu
hættir að veiða hval. En
hvalveiðar Ameríkumanna
voru áður fyrr verulegar og
m.a. stunduðuþeir
hvalveiðar við Island um
árabil á síðustu öld.
HVALVEIÐAR
Ameríkumanna við ísland
Settust að á
Vestdalseyri 1863
Eins og áður sagði stunduðu
Ameríkumenn hvalveiðar á ís-
landsmiðum og segir Sigmundur
Long eftirfarandi frá veru þeirra á
Vestdalseyri við Seyðisfjörð: __________________
„Sumarið 1863 byrjuðu Banda- Ennið á hval á bandaríska barkskipinu Catalpa. Málverk eftir Raleigh.
etts til þess að örva hvalveiðar.
Hvalveiðiskip skyldu vera skattfrí í
7 ár og hvalveiðimenn undanþegn-
ir herskyldu um veiðitímann.
Fyrstu skipulögðu hvalveiðar
Ameríkumanna voru frá ströndum
Long Island en árið 1672 var Nant-
ucket í Massachusetts miðstöð
hvalveiða. Ibúarnir þar stunduðu
veiðarnar frá heimaströndum með
smábátum en reistu há möstur við
sjávarsíðuna til þess að fylgjast
með hvalagöngum.
Um 1770 voru hvalir orðnir fá-
séðir á nærmiðum og þá komu til
sögunnar stærri skip sem sóttu á
fjarlægari mið. Fyrir miðja 19. öld
voru svo Ameríkumenn farnir að
sækja á hin fjarlægustu mið og
höfðu þá tekið í notkun stór bark-
skip. Þeir bræddu veiðina um borð
í stórum járnpottum sem tóku þús-
und lítra hver. Áður en lýsið var
sett í tunnur var það kælt í stórum
kopartönkum. Þessi hásigldu bark-
skip voru á höfunum fram um
1920.
ríkjamenn hvalveiðar við ísland.
Aðallega voru þeir kringum Aust-
firði. Formaður þeirra hét Thomas
Roys. Hann var einhentur. Hann
hafði fundið upp ný skotfæri, miklu
fullkomnari en þau er áður voru
þekkt. Var sagt, að einhverju
sinni, er hann var að reyna þetta
nýja áhald, hafi hann skotið af sér
handlegginn. Með honum voru hér
bræður hans þrír eða fjórir. Nöfn
þriggja þeirra voru: John, Samuel
og Hinrik.
Til veiðanna höfðu þeir tvö gufu-
skip, Steypireyði og Wigelant.
Auk þess seglskipið Reindeer og ef
til vill fleiri skip. Varð þeim allvel
ágengt við veiðarnar. Þá var versl-
un hin versta á Austurlandi og hart
árferði að ýmsu leyti. Varð mörg-
um ærin björg að komu þessara
hvalveiðimanna til landsins. Örum
& Wulfs hættu verslun á Vestdals-
eyri árið 1865 og keyptu Thomas
Roys og félagar hans verslunarhús-
in og höfðu þar hvalveiðistöðina.
Settu þeir þar gufuvélar til hval-
bræðslu. Var það gert í feiknastór-
um trékeröldum, sem gufunni var
veitt í.eftir pípum. Var það mikill
Ameríska hvalveiðiskipið Niger frá
New Bedford. Það var smíðað
1844, en þessi y ósmynd er tekin um
1880.
umbúnaður og nýstárlegur fyrir
Austfirðinga.
íslendingar í þjónustu
bandarísku hval-
fangaranna
Sumarið 1866 höfðu hvalfangarar
sex eða sjö íslendinga í þjónustu
sinni og voru þeir á skipunum.
Magnús Kristjánsson, skrifari, var
einn í þeirra tölu. Var sagt að
Thomasi Roys þætti mikið til hans
koma, sá að hann var hraustmenni,
einarður og ósérhlífinn hvað sem
fyrir kom og manna færastur til
munns og handa.
Vorið 1867 réðu þeir til sín um
tuttugu íslendinga. Unnu þeir um
sumarið við hvalveiðistöðina á
Vestdalseyri. Magnús var í þeim
flokki. Mánaðarkaupið, sem þeir
buðu, var óvanalega hátt á þeim
árum. Varð það með öðru til þess
að til þeirra söfnuðust úr ýmsum
áttum hinir mestu óreiðumenn og
slarkarar, þó að einstöku væru af
öðru sauðahúsi. Var til þe'ss tekið
hve lagnir Ameríkumenn þeir
voru, er umsjón höfðu á stöðinni,
að halda þeim óaldarlýð frá
drykkjuskap og slagsmálum og
hafa sæmileg not af verkum þeirra.'
Einn verkstjórinn hét Lillien-
dahl, manna hæstur og fyrirmann-
legastur. Hann hafði sérstakt vald
yfir þeim piltum, en var þó álitinn
besti drengur, svo að þeir virtu
hann en óttuðust jafnframt.
Ekki voru hvalveiðar Ameríku-
manna með öllu óhappalausar og
hinn 13. september 1865 gerði
ofsaveður á Seyðisfirði. Slitnuðu
þá frá festum á höfninni annað
gufuskip amerísku hvalveiðimann-
anna og tvö kolaskip. Tvö skipin
rak á land en annað kolaskipið
sökk. Öll skipin keypti hvalveiðifé-
lagið á uppboði.
Bjarni Pétursson beykir frá
Reykjavík var einn af starfsmönn-
um amerísku hvalveiðimannanna á
Vestdaiseyri. Hann hélt með þeim
utan er þeir hættu hér starfsemi og
var starfsmaður þeirra við hval-
veiðar í Afríku. Aðalstarf hans var
að flytja vatn á gufubát yfir
fjörðinn þar sem verksmiðjan stóð.
Danir og
Hollendingar
taka upp þráðinn
Fleiri þjóðir en Ameríkumenn
stunduðu hér hvalveiðar um þetta
leyti. Árið 1866 var stofnað í Kaup-
mannahöfn félag til hvers konar
veiðiskapar á þilskipum við ísland;
hvalveiða, selveiða, hákarlaveiða
og fiskveiða. Skip þessa félags kom
fyrst til íslands árið 1868. Það kom
sem í kjölfar Ameríkumanna, fékk
til afnota eða keypti hús þeirra á
Vestdalseyri og hafði þar aðalbæk-
istöðvar sínar. Framkvæmdastjóri
og aðaleigandi var O.C.Hammer
og hafði áður verið sjóliðsforingi.
Utgerð Hammerfélagsins var rekin
til 1873 og leystist þá upp vegna
tapreksturs. Öll skip félagsins hétu
íslenskum nöfnum. Hvalveiðarnar
sýndu mest tap og var þeim hætt
eftir þrjú ár. Flutti félagið útgerð
sína þá til Djúpavogs og rak þar,
aðallega hákarlaveiðar í þrjú ár, en
hætti þá starfsemi og seldi Djúpa-
vogsverslun tvö skipa sinna.
Þegar Hammerfélagið fór frá
Vestdalseyri árið 1870 kom stórt
hollenskt gufuskip þangað til
hvalveiða. Fengu þeir til nota hús
Hammerfélagsins á Vestdalseyri.
Þetta hollenska skip kom til hval-
veiða þrjú sumur. Veiddust fáir
hvalir, og mun því hafa verið tap-
rekstur eiris og hjá Hammerfé-
laginu. Segir síðan ekki af hval-
veiðum við Austurland fyrr en
undir aldamót að Ellefsen byrjar
þar veiðar.
(Einar Vilhjálmsson og GFr. færðu í
letur. Helstu heimildir: Whale Ships
and Whaling eftir A.Cook Church, Að
vestan, frásögn Sigmundar Long og
Austurland IV).