Þjóðviljinn - 19.02.1983, Blaðsíða 21
Helgin 19.-20. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21
Munid eftir
konudeginum
Blóm og
gjafavörur i úrvali
Gródrarstöðin GARÐSHORN
v/Reykjanesbraut, Fossvogi.
Utboð
Landsbanki íslands óskar eftir tilboðum í að
byggja hús í Ólafsvík. Húsið steypist upp á
tilbúna botnplötu og skal því lokið að fullu
jafnt innanhúss sem utan ásamt frágangi
lóðar.
Tilboðsgagna sé vitjað til skipulagsdeildar
Landsbankans, Álfabakka 10, eða til útibús
Landsbankans í Ólafsvík, gegn skilatrygg-
ingu að upphæð kr. 7.000,00.
Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 15. mars
1983, kl. 11:00 f.h., á skrifstofu skipulags-
deildar bankans og jafnframt í útibúi Lands-
bankans í Ólafsvík.
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Orkubú Vestf jarða óskar eftir tilboðum í efni
vegna 66 kV háspennulínu frá Mjólkárvirkjun
til Tálknafjarðar.
Útboðsgögn 103: Stálsmíði.
Verkið felst í að smíða úr 15 tonnum af stáli.
Afhending efnis skal vera 1. júní og 1. júlí
1983. Tilboð verða opnuð mánudaginn 7.
mars 1983, kl. 11:00.
Tilboðum skal skila til Línuhönnunar hf.,
verkfræðistofu, Ármúla 11, 105 Reykjavík,
fyrir opnunartíma og verða þar opnuð að við-
stöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubús
Vestfjarða, Stakkanesi 1,400 ísafirði og hjá
Línuhönnun hf, verkfræðistofu, Ármúla 11,
105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 21.
febrúar 1983 og greiðist 100 kr. fyrir eintakið.
lokaákvæði 2. gr. gildandi stjórnar-
skrár og lokaákvæði tillagna 2. gr.
en þar segir: „Dómendur fara með
dómsvaldið." Getur verið að það
sé ætlun höfunda tillagnanna að
færa í hendur löggjafarvaldinu, og
þar með eru þá taldar ríkisstjórnir
framtíðar, vald, til að skipa málum
með bráðabirgðalögum, þannig að
mikilsverð mál sæti ekki úrlausn
dómstóla? Slíkar breytingar á
stjórnarskrá yrðu að teljast alvar-
leg mistök svo ekki sé meira sagt.
Önnur ákvæði V. kafla tillagnanna
eru svo takmörkuð eins og áður
segir, að þau veita litla tryggingu
fyrir góðri framkvæmd stjórnar-
skrárinnar, þótt ýtarlegri séu en
ákvæði gildandi stjórnarskrár.
Þrátt fyrir margar tillögur um
breytingar á gildandi stjórnar-
skrárákvæðum, og hér skal ekki
gert lítið úr nokkurri þeirra, kem
ég ekki auga á nokkra einstaka
breytingartillögu, sem víst er að
hafi veruleg umskipti til bóta í rétt-
arfari íslendinga og þjóðlífi. Engu
að síður gæti starf Stjórnarskrár-
nefndar og samþykkt Alþingis á
stjórnarskrárbreytingum á næstu
misserum eða árum orðið merk
tímamót í réttarfari. Verði störf
Stjórnarskrárnefndar til að opna
augu manna fyrir mikilvægi stjórn-
arskrárákvæða og virkrar fram-
kvæmdar þeirra fyrir gróandi
þjóðlíf og velferð þegnanna og beri
Alþingi gæfu til að auðvelda
breytingar á stjórnarskrárá-
kvæðum í framtíðinni, hefur mikið
unnist. Þá gefast tækifæri til á
næstu árum og áratugum að vinna
skipulega og í samfellu að breyting-
um á stjórnarskránni. Það er afar
verðugt og glæsilegt verkefni ásamt
með öðrum störfum Alþingis fram
til ársins tvö þúsund að vinna við
gerð ýtarlegrar og góðrar stjórnar-
skrár, sem tæki til mikilvægustu
þátta þjóðlífsins og lýðréttinda,
stjórnarskrár, sem jafnframt hefði
að geyma ákvæði, sem tryggðu
góða framkvæmd hennar fyrir til-
stuðlan þegnanna, ef með þyrfti.
Árið tvö þúsund er hér nefnt sem
viðmiðunartími, en alls ekki vegna
þess að þá skuli fella niður lagfær-
ingar.
Hvað er
brýnast nú?
Endurskoðun stjórnarskrár þarf
að vinna á annan hátt en gert hefur
verið. Alþingi þarf að byrja á að
álykta um meginatriði, sem þingið
vill að stefnt skuli að eða gerðar
tillögur um, sem til álita kemur að
binda í stjórnarskrá. Þegar þessi
stefnumörkun liggur fyrir er rétt að
fela mönnum utan Alþingis athug-
anir og tillögugerðir um einstaka
þætti. Þeir ljúki störfum sínum,
með því að gera tillögur til stjórn-
arskrárbreytinga sem síðan komi
til umfjöllunar á Alþingi.
Meginatriði er að taka ekki of
mikið fyrir í einu. Eðlilegt^er að
þingnefnd, sem kalla mætti Stjórn-
arskrárnefnd hafi frumkvæði,
stjórnun og eftirlit með störfum að
endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Ólíklegt er að stjórnlagaþing
sextíu þingmanna eða fleiri, sem
stendur nokkra mánuði geti lagfært
stjórnarskrána svo, að verulegt
gagn verði að.
Ástæður fárra breytinga á
stjórnarskránni frá upphafi eru vaf-
alaust þær hveerfiðarþæreru. í 79.
gr. stjórnarskrárinnar segir, auk
annars: „Tillögur, hvort sem eru til
breytinga eða viðauka á stjórnar-
skrá þessari, má bera upp á reglu-
legu Alþingi og auka-Alþingi. Nái
tillagan samþykki beggja þing-
deilda, skal rjúfa Alþingi þá þegar
og stofna til almennra kosninga að
nýju. Samþykki báðar deildir á-
lyktunina óbreytta, skal hún stað-
fest af forseta lýðveldisins og er
hún þá gild stjórnskipunarlög."
Þessi ákvæði eru óheppileg af
ýmsum astæðum. Það er ekki á
valdi neins eins þings að koma fram
stjórnarskrárbreytingum. Sam-
þykki tveggja þinga þarf til og
kosningar verða að verá á milli
þeirra. Skiljanlegt er að alþingis-
menn veigri sér við að byrja á verki
sem þeir sjá ekki nógu vel fyrir,
hvort þeir geta lokið. Það eð rjúfa
skal Alþingi þá þegar stjórnar-
skrárbreytingin hefur verið sam-
þykkt í báðum deildum getur hún
valdið mikilli röskun á störfum
Alþingis, sem menn vilja ef til vill
ekki eiga hlut að. Þessir erfiðleikar
við stjórnarskrárbreytingar valda
því að þær eru fátíðar. Má því gera
ráð fyrir að alþingismenn takmarki
sem mest tillögur sínar um
breytingar á stjórnarskránni.
Verði samþykkt stjórnarskrár-
breyting, sem ekki er heppileg í
öllu tilliti, gætu, miðað við óbreytt
breytingaákvæði, liðið áratugir,
jafnvel aldir þar til tækifæri gæfist
til leiðréttinga.
Brýnast er nú að lagfæra svo
ákvæði 79. gr. stjórnarskrárinnar
að auðveldara verði í framtíðinni
en hingað til að breyta henni.
Óheppilegt er að krefjast sam-
þykki tveggja þinga Alþingis til
breytinganna. Samþykki eins þings
verður að duga. Rétt er þó að gera
til muna meiri kröfur til setningar
stjórnarskrárákvæða en almennra
lagaákvæða. Til álita kemur að
krefjast einhvers aukins meirihluta
Alþingis til samþykktar á stjórnar-
skrárákvæðum. En beinna liggur
við að áskilja samþykki meiri hluta
kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu
um breytingar á stjórnarskránni,
sem auðveldlega geta farið fram
um leið og þingkosningar. Síðan
kæmi að sjálfsögðu staðfesting
forseta Islands. Slíkur háttur við
setningu stjórnarskrárákvæða,
þ.e. þjóðaratkvæði, gæfi stjórnar-
skrárákvæðum mikla sérstöðu
miðað við önnur lög. Stjórnar-
skrárákvæði yrðu þá lög, sem
þjóðin sjálf hefði átt hlut að að
setja, nokkurs konar þjóðarlög.
Það veitti stjórnarskrárákvæðum
miklu meiri þunga en almennum
lagaákvæðum við úrskurðun mála,
gæti haft mikil og heilladrjúg áhrif
á réttarfar og stuðlaði að því að
íslendingar sæju lög og lagafram-
kvæmd í nýju og betra ljósi.
Reykjavík, 16. feb. 1983.
Tómas Gunnarsson,
lögm.
Combi Camp
3 útaáfur
’83
CC 150
Háfættur fjallavagn sem
kemst um allt hálendiö.
Svefnpláss fyrir 4.
Verö kr. 29.775,-
CC 200
CC 202______________________
Lúxus útgáfan sem tekur viö
af hinum vinsæla Easy.
Svefnpláss fyrir 5-8 og gott
farangursrými.
(Fæst einnig meö 2 öxlum til
fjallaferöa.)
Verö kr. 53.435,-
1
Benco
Bolholti 4 sími 91-21945/84077
Gengi 10.2.83.
Hjúkrunarfélag
íslands
Reykjavíkurdeild
Félagsfundur veröur haldinn 21. febrúar kl.
20.00 í húsi BSRB, Grettisgötu 89, 4. hæö.
Tillögur til fulltrúafundar.
Umræöa um fóstureyðingar.
Stjórnin.
Fullyrða má að hlutur eða þýðing núgildandi stjómarskrár í þjóðlífinu er alltof lítill.
Sá reyndasti í fjölskyldunni.
Svefnpláss fyrir 5-8. Gott far-
angursrými.
Verö kr. 41.600.-