Þjóðviljinn - 19.02.1983, Page 23
2. Eldflaugar og sprengj uþotur sem duga
til að eyðileggja eldflaugageymslur
andstæðingsins;
3. Kafbátaflota sem er nægilega stór til að
geta fundið og sökkt öllum kafbátum
andstæðingsins;
4. Varnareldflaugarog-herþotursem
nægja til að ráða við þann hluta
vígbúnaðar andstæðingsins sem stendur
eftir fyrstu árásina og
5. Háþróað fjarskipta-, eftirlits- og
stjórnkerfi sem getur samræmt allt sem
áundan var talið.
Vanti eitt af þessum atriðum, er ekki
hægt að framfylgja þeirri stríðsaðferð
(counterforce) sem hér hefur verið lýst. Þeir
Paul Claesson og félagar lýsa því hvernig
Grænland þjónar í hverju einstöku þessara
fimm atriða, hvernig landið er fléttað inn í
kjarnorkustríðsáformin. Því verður ekki
nánarlýst hér.
Vígbúnaðaruppbyggingin á Kola-
skaganum í Sovétríkjunum miðar við
umfangsmikinn stríðsrekstur, stríð milli
heimsálfa, eins og bandarískar herstöðvar á
Grænlandi. Það er ekki nálægð Grænlands
sem skiptir Sovétmenn mestu máli, heldur
þáttur landsins í hernaðarkerfinu. Sovéski
herinn (og ekki endilega sá hluti hans sem
er á Kola-skaga) mundi gera árásir á
Grænland, vegna bandarísku herstöðvanna
sem þar eru. Þessar stöðvar hafa mikilvægu
hlutverki að gegna fyrir stríðsrekstur
Bandaríkjanna, og í bókinni „Grönland -
Middelhavets Perle“ stendur þessi setning:
„Det ráder ingen tvivl om, at baserne, i
förste række Thule, stár höjtpá de
sovjetiske mállister." (Engin vafi er á því,
að Sovétmenn hafa herstöðvarnar - fyrst og
fremst Thule-herstöðina - ofarlega á
listanum yfir skotmörk).
Aðskoða málið
ístærra samhengi
Þar með er ekki lengur hægt að segja að
hersvöðvarnar á Grænlandi séu mál er
einungis varði Grænland.
Kjarnorkustyrjöldin er undirbúin á
friðartímum. Hún er í undirbúningi núna.
Þegar til áreksturs kemur verða rætur hans
raktar til ótal þátta, sem ná til allrar
jarðarinnar, - allt frá upplýsingaöflun um
veðurfar til staðsetningar á kafbátum sem
bera kj arnorkuvopn. Það er ekki hægt að
greina eitt frá öðru: samhæfingin er
forsenda þess að hægt sé að heyja
kjarnorkustyrjöld. Þess vegna ber land eins
og Grænland eða Danmörk eða ísland, sem
leyfa staðsetningu stjórnstöðva fyrir
kafbáta og radarkerfa til loftvarna á landi
sínu, jafna ábyrgð á vígvæðingunni og land
sem leyfir staðsetningu kjarnorkuvopna
innan landamæra sinna.
Okkur er nauðsyn að horfa frá hinu
sérevrópska sjónarhorni en líta þess í stað
til gj örvallrar j arðarinnar, því það er á því
plani sem kjarnorkustríðið er gert
mögulegt.
Ef við takmörkum okkur eingöngu við
hinn evrópska vígvöll erum við um leið að
gera ráð fyrir kjarnorkustyrjöldinni sem
óhj ákvæmilégum hlut.
Helgin 19.-20. febrúar 19&3 bjÓÐVILJINN - SÍÐA 23
Kort þetta sýnir hvaða leiðum hinum bandarísku sóknarvopnum verður beitt eftil kjarnorkustyrjaldar kæmi. Frá hernaðarlegum sjónarhól
mynda íshaflð og N-Atlanshafið eins konar Miðjarðarhaf, þar sem Grænland og ísland liggja miðsvæðis. Þess vegna hafa bandarískir her-
fræðingar kallað Grænland „perlu Miðjarðarhafsins“.
■
DEW-keðjan. Mikilvægur þáttur í
varnarkerfi Bandaríkjanna er radarkerfi
það sem liggur frá S—Englandi um
Færeyjar, Island, Grænland, Baffinsland,
Canada og Alaska. í þessari radarkeðju
gegna A W ACS-vélarnar í Keflavík því
mikilvæga hlutverki að tengja radarkerfi
þetta við NADGE-loftvarnarkerfið, sem cr
loftvarnarkcrfi NATO er nær frá Tyrklandi
til Norður-Noregs. Brotalínan á myndinni,
sem kölluð er NARS (North Atlantic Radio
System) og nær frá íslandi til Cape Dyer á
Baffinslandi tengir alla DEW-keðjuna með
radíósambandi bæði við stjórnvöld í
Washington og stjórnstöðvar
kjarnorkuvopnabúnaðar N ATO í N-
Atlantshafi og í Evrópu. NARS-kerfið er
einnig í tengslum við kafbáta og
hlustunardufl NATO í N-Atlantshafi.
Punktalínansýnir,,tr«po-\aHióa»í/i(í“,
sem er svokallað „Tropospheric scatter
radio“, útvarpsbylgjukerfi sem dreifist í
allar áttir í troposferunni og er ekki hægt að
trufla í íonosferunni. Það er því hentugt á
norðlægum slóðum og er notað til þess að
vara við eldflaugaárás auk þess sem það
tengist yfirstjórnstöð N-Ameríska
loftvarnakerfisins í Colorado (NORAD).
Myndin sýnir glöggt, hversu eðlilegt það
er að kalla N-íshafið „Miðjarðarhafið“ út
frá hcrnaðarlcgum skilningi, þar sem það
liggur mitt á milli austurs og vesturs ef horft
er ofan á Norðurpólinn, sem merktur cr
með krossi á myndinni.