Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 3
Helgin 5. - 6. mars 1983 iÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Staðið fast á íslenskum rétti
Fréttatilkynning iönaðarráöuneytisins vegna samninganna við Alusuisse áriö 1975
Á árinu 1974-1975 fór fram á
vegum þáverandi ríkisstjórnar
endurskoðun á aðalsamningi og
raforkusamningi, sem gerður var
upphaflega árið 1966 milli íslands
og Alusuisse um álbræðslu í
Straumsvík.
Vegna þeirrar umræðu sem farið
hefur fram um samningaumleitanir
við Alusuisse að undanförnu
greindi iðnaðarráðherra 16. og 17.
febrúar sl. frá nokkrum meginat-
riðum er varða niðurstöður af
endurskoðun samninganna 1975,
einkum að því er varðar skatt-
greiðslur og raforkuverð.
Aðalsamningamenn íslenska
ríkisins frá 1975, þeir Ingólfur
Jónsson fyrrverandi ráðherra,
Steingrímur Hermannsson ráð-
herra og Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri, stjórnarformaður
Landsvirkjunar, sendu í gær frá sér
greinargerð til fjölmiðla með at-
hugasemdum varðandi málið.
Af þessu tilefni telur ráðuneytið
rétt að rifja hér upp nokkrar
staðreyndir þessa máls og koma á
framfæri athugasemdum við þá
greinargerð.
1. Allar tölur varðandi orkuverð
og skattgreiðslur, sem iðnaðar-
ráðherra greindi frá og fengnar
voru frá Landsvirkjun og Ríkis-
endurskoðun eru ágreinings-
lausar, eins og fram kemur í
yfirlýsingu samningamann-
anna.
Af þessum tölum er ljóst, að
lækkun á skattgreiðslum vegna
samninganna 1975 nemur alls
26,7 milljónum dollara á tíma-
bilinu 1975-1982, en hækkun á
raforkuverði á þessu tímabili
nemur hins vegar 26,2 milljón-
um dollara. Af þessu er ljóst, að
töluleg niðurstaða af þeirri
endurskoðun álsamninganna,
sem fram fór árið 1975 varðandi
skatta og raforkuverð er sú, að
ríkissjóður hefur tapað að heita
má sömu upphæð í lækkuðum
skattgreiðslum, eins og Lands-
virkjun hefur fengið greitt með
hærra raforkuverði á tímabilinu
1975 til ársloka 1982.
Niðurstöður Ríkisendur-
skoðunar varðandi skatt-
greiðslur ísal eru miðaðar við
endurskoðun Coopers & Lyb-
rand, hvað varðar afkomu ísal á
þessu tímabiíi, þó að frátöldu
árinu 1982, en varðandi það ár
er byggt á upplýsingum ísal, því
að reikningar fýrirtækisins hafa
ekki enn verið endurskoðaðir.
2. í greinargerð samningamann-
anna er hins vegar í engu tekið
tillit til þeirrar leiðréttingar,
sem framkvæmd hefur verið á
ársreikningum ísal, og endurá-
lagningar framleiðslugjalds á
fyrirtækið. Með því komast þeir
að þeirri niðurstöðu, að heildar-
ávinningur íslendinga af endur-
skoðuninni hafa numið um 6,5
milljónum dollara eða sem svar-
ar til hækkunar á raforkuverði
um 0,7 mill á kílóvattstund að
meðaltali á umræddu tímabili.
Samanburður sem ekki tekur
mið af endurálagningu fjár-
málaráðuneytisins á grundvelli
niðurstaðna Coopers & Lyb-
rand er villandi, því samkvæmt
aímennum reglum íslensks
skattaréttar er endurálagning
skatts bindandi fyrir skattþegn-
inn, nema álagningunni sé
breytt með kæru til úrskurðar-
aðila.
3. í greinargerðinni er það talinn
galli á eldra skattkerfi, að veru-
leg skattinneign ísal myndaðist
hjá ríkissjóði.
Þetta er á misskilningi byggt,
því skattinnstæðan sem mynd-
aðist hjá ríkissjóði samkvæmt
upphaflegum samningi var eng-
an veginn okkur íslendingum í
óhag, en hins vegar mjög
íþyngjandi fyrir Alusuisse, og
það í vaxandi mæli. Með samn-
ingunum 1975 féllst íslenska
samninganefndin ekki aðeins á
þá kröfu Alusuisse að lækka
stórlega skattstiga ísal, heldur
var einnig Iátið undan þeirri
kröfu að afnema þetta greiðslu- 4.
form og viðurkenna skattinnist-
æðuna eins og hún stóð þann 1.
október 1975 að upphæð 4,4
milljónir dollara sem eign Alu-
suisse. Þetta var gert, þrátt fyrir
að samninganefndin hefði undir
höndum álitsgerðir innlendra
og erlendra lögfræðiráðunauta,
þeirrar Hjartar Torfasonar hrl.
og bandaríkjamannsins Charles
D. Kyle, þar sem tekin voru af
öll tvímæli um rétt íslendinga til
þessararskattinnistæðu. ísal gat
einungis notað innistæðuna til
greiðslu framleiðslugjalds en að
öðrum kosti varð hún eign ríkis-
sjóðs í lok tímabilsins.
í greinargerð samningamanna
er það talinn einn mikilvægasti
ávinningur samninganna 1975,
að með þeim hafi verið staðfest-
ur endurskoðunarréttur samn-
ingaaðila.
Meginatriðið er hinsvegar það,
að Alusuisse neitaði að setja inn
í aðalsamninginn ákvæði um
endurskoðun hans og frá þeirri
kröfugerð var fallið af íslands
hálfu. í skjóli þessa hefur Alu-
suisse skákað í tvö ár og segist
hafa samning við íslendinga,
sem sé bindandi, og íslendingar
eigi ekki rétt til breytinga á.
5. í greinargerð samningamann-
anna kemur ekki fram að ís-
lenska samninganefndin hafði
árið 1975 undir höndum endur-
skoðun Coopers & Lybrand á
ársreikningum ísal fyrir árið
1974, sem sýndi verulegt yfir-
verð á súráli og vantaldar tekjur
það ár, sem námu um 3,1 mill-
jón dollara.
Coopers & Lybrand var falið að
reikna úr viðbótarskatta á
grundvelli endurskoðunarinnar
og var það gert. Skattkrafa ís-
lenska ríkisins að fjárhæð 550
þúsund bandaríkjadalir var gef-
in eftir. Hvorki Alþingi né al-
menningur vissi um þessar
samningsaðstæður.
6. Sérstaka athygli vekur umfjöll-
um samningamannanna þriggja
varðandi verðlagningu á raf-
orku til þeirrar 20 MW
stækkunar á ísal, sem samið var
um 1975 og komst í gagnið 1980.
í greinargerðinni er sagt, að
samið hafi verið um sérstakt
forgangsorkuverð uppá 12 mill.
Þessa niðurstöðu fá samninga-
mennimir með því að telja 60%
af umsaminni orku sem afgang-
sorku og verðleggja þann hluta
á 3 mill/kWh.
Framhald a20. slöu.
Um sum baráttumál geta allir staðið
saman. Eitt þeirra er baráttan gegn of-
neyslu áfengis og annarra fíkniefna.
Þjóðin hefur fyrr sýnt hvers hún er
megnug þegar sameinast er um átak á
sviði heilbrigðismála. Við væntum þess að
enn birtist sá samtakamáttur í verki og ný
sjúkrastöð SÁÁ rísi sem tákn þess.
Þar með væri mikilvægum áfanga náð í
baráttu íslendinga við eitt alvarlegasta
vandamálið í heilbrigðis- og félagsmálum
þjóðarinnar.
Við þökkum ötult og árangursríkt starf
SÁÁ á undanförnum árum og almennan
stuðning félagssamtaka og einstaklinga
við það.
Við hvetjum sem flesta til þátttöku í því átaki sem samtökin beita sér nú fyrir.
Reisum saman sjúkvastöð