Þjóðviljinn - 05.03.1983, Side 13

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Side 13
Helgin 5.-6. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Ráðstefna Æskulýðssambandsins um helgina Atvinnumál ungs fólks til umræðu Ráðstefna ÆSÍ um atvinnumál unga fólksins verður í Ölfusborgum um helgina. „Atvinnumál ungs fólks“ er yfir- skrift ráðstefnu sem Æskulýðssam- band Islands gegngst fyrir um helg- ina í Ölfusborgum. Fjallað verður um þróun atvinnumála og þá möguleika sem blasa við ungu fólki í atvinnulífinu. Ræddar verða leiðir til að forðast að hið stórfellda atvinnuleysi sem herjað hefur á ná- grannalönd okkar, taki sér bólfestu hér á landi. Á ráðstefnunni verða þessar framsögur: Ágúst Einarsson: Atvinnuhorfur í sjávarútvegi. Guðrún Hallgrímsdóttir: Störf í iðnaði. Sigríður Skarphéðinsdóttir: Hvernig er tekið á móti ungu fólki, sem er að koma út í atvinnulífið. Ásmundur Stefánsson: Atvinnu- þróun. Sigurjón Bláfeld: Nýjar búgreinar. Sigfinnur Sigurðsson: Atvinnumál ungs fólks og tölvubyltingin. Vilhjálmur Egilsson: Þjóðhagslegt hlutverk atvinnugreina. Ingi Tryggvason: Atvinnumögu- leikar ungs fólks í landbúnaði. Kristján Jóhannsson: Atvinnu- möguleikar ungs fólks í iðnaði. A eftir verður unnið í umræðu- hópum en gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki kl. 16.oo. á sunnudag. Aðildarfélög Æ.S.Í. eru: ís- lenskir ungtemplarar, Ungmenna- félag íslands, Bandalag íslenskra skáta, Stúdentaráð Háskóla ís- lands, Samband íslenskra náms- manna erlendis, Bandalag ís- lenskra sérskólanema, Landssam- band mennta- og fjölbrautaskóla- nema, Iðnnemasamband Islands, Æskulýðsnefnd Alþýðubandalags- ins, Samband ungra jafnaðar- manna, Samband ungra sjálfstæð- ismanna og Samband ungra fram- sóknarmanna. |i Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi auglýsir eftir umsókn- um um 24 íbúðir í fjölbýiishúsi við Álfatún 27 - 35 í Kópavogi. í húsinu eru: A 4 tveggja herbergja íbúðir 10 þriggja herbergja íbúðir 10 fjögurra herbergja íbúðir. Réttur til íbúðakaupa er bundinn við þá sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) Eiga lögheimili í Kópavogi. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Fara eigi yfir það tekjumark sem hér fer á eftir: Meðaltekjur (nettótekjur miðað við árin 1980,1981 og 1982) mega ekki fara fram úr kr. 141.000,- að viðbættum kr. 12.500,-fyrirhvert barn innan 16ára aldurs á framfæri. Heimilt er að víkja frá þessum reglum í sér- stökum tilvikum. Þeir sem búa við erfiðasta húsnæðisaðstöðu hafa forgang að íbúðum í verkamannabústöðum Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingabæk- lingi liggja frammi á bæjarskrifstofu Kópa- vogs. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir 25. mars n.k. í lokuðu umslagi merkt stjórn Verkamannabústaða í Kópavogi. Stjórn VBK. LAUS STAÐA +rl3® Laus er til umsóknar staða námsstjóra í starfsfræðslu og námsráð- gjöf. Námstjórinn skal m.a. vinna að skipulagi starfsfræðslu f skólum, gerð kennsluefnis, safna og dreifa upplýsingum til skól- anna um atvinnulíf landsmanna og námsleiðir og veita kennurum leiðbeiningar um starfsfræðslu. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní n.k.. Umsóknir skal senda til menntamálaráðuneytisins fyrir 1. apríl n.k., ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytfð 1. mars 1983._ = ánægjulegur árangur Lítið við, verið velkomin. ApGFÓDAímiKK* Hverfisgötu 34 - Reykjavík ____Sími 14484 - 13150 Vegg- og gólfdúkur DLW vegg- og gólfdúkarnir. Heimsfræg gæðavara. Urval allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til dúklagninga. Thomson hreinsilögur - hreinsar upp gamla dúka. Sofix bón gerir gamla dúkinn sem nýjan - nýja dúkinn enn betri. Úrval af málningu og málningarvörum. 50 ára þjónusta í sölu vegg-og gólfefna. Valin gæðavara vönduð vinnubrögð + leiðbeiningar og góð ráð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.