Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 05.03.1983, Blaðsíða 29
Helgin 5.-6. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29 sjonvarp Útvarp á laugardögum: Á tali klukkan hálfátta Þær stöllur Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg hafa aldeilis slegið í gegn hjá þjóðinni. Klukkan hálfátta á hverju laugardagskvöldi situr þjóðin límd við útvarpstækin og hlustar á frábær símtöl þeirra um stöðu kvenna í þjóðfélaginu, samskipti kynjannaog svo bara allt milli himins og jarðar. Við höfum fyrir satt, að sumt fólk taki símann úr sambandi hjá sér þannig að það sé á tali hjá þeim líka. Þannig er hægt að hlusta á þáttinn í friði. í þáttunum koma einnig fram ýmsar persónur og lýsa reynslu sinni - yfirleitt reynslu í sam- skiptum við hitt kynið. Ég veit persónulega um tvo kunningja mína, sem lent hafa Á tali við þær stöllur, svo það er áreiðanlega eng- in lýgi hjá þeim að þetta eru dag- sönn viðtöl. ast. Það þýðir sko ekkert að hringja i mig milli klukkan hálfátta og átta laugardagskvöldum. Ég ligg á línunni hjá þeim Eddu og Helgu. Sjónvarpið býður til keppni: Söngvarar í sjónvarpi Ríkisútvarpið-sjónvarp gengst fyrir keppni ungra, íslenskra söng- vara í mars-apríl n.k. Keppt verður í ljóða- og aríusöng og er boðið söngvurum, konum og körlum, á aldrinum 18-35 ára. Aðalverðlaun eru boð til þátttöku í alþjóða- keppni ungra söngvara, sem breska sjónvarpið BBC heldur næsta sumar. Keppnin verður haldin í sjón- varpssal 23.-25. mars og 30. apríl. Fyrrnefndu dagana velur dóm- nefnd úr hópi væntanlegra kepp- enda allt að sex söngvara, sem keppa munu til úrslita 30. apríl. Úrslitakeppnin fer fram í beinni sj ónvarpsútsendingu. Hver þátttakandi skal leggja fram tvær efnisskrár, aðra fyrir forkeppni, hina fyrir úrslitakeppni. Á hverri skrá skulu vera tvö söng- lög (Lieder), þar af annað íslenskt, og ein óperu- eða óratoríuaría. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafa hönd í bagga um verkefnaval í úrslitakeppni. u<varp laugardagur 7.(K) Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tón- leikar. hulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Morgunorö: Pétur Jósefs- son talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 8.50 Leikfimi. 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guöjóns- dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. lO.lOVeö- urfregnir). 11.20 Hrímgrund - Útvarp barnanna. Blandaður þáttur fyrir krakka. Stjórn- andi: Sigríður Eyþórsdóttir. 12.(K) Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. Helgarvaktin. Umsjónarmenn: Arn- þrúður Karlsdóttir og Hróbjartur Jóna- tansson. 15.10 í dægurlandi. Svavar Gests rifjar^ upp tónlist áranna 1930-60. 16.20 Þá, nú og á næstunni. Fjallaö um sitthvað af því sem er á boðstólum til afþreyingar fyrir börn og unglinga. Stjórnandi: Hildur Hermóðsdóttir. 16.40 íslenskt mál. Ásgeir Blöndal Magn- ússon sér um þáttinn. 17.00 „Scandinavia to-day“; seinni hluti Frá tónleikum í Washington D.C. 12. desember s.l. National sinfóníuhljóm- sveitin leikur. Stjórnandi og einleikari: Mstislav Rostropovitsj. Einsöngvarar: Jun Ae Kim og Ben Holt. a) „Tene- brae“ fyrir selló og hljómsveit eftfr Arne Nordheim. b) „Sinfonia Espansiva“ eftir Carl Nielsen. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. Tilkynningar. 19.35 A tali. Umsjón: Helga Thorberg og Edda Björgvinsdóttir. 20.00 Harmonikkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 20.30 Kvöldvaka. a) „Skáldið mitt“ Steingrímur Thorsteinsson Rannveig Löve spjallar um skáldið og ljóð hans. b) „Hlóðaeldhúsin“ Jóhannes Benjam- ínsson les þýðingar sínar á Ijóðum eftir sænska skáldið Gustav Fröding. d) „Kráka tröllskessa“ Helga Ágústsdóttir les úr þjóðsagnabók Sigurðar Nordal. 21.30 Gamlar plötur og góðir tónar. Har- aldur Sigurðsson sér um tónlistarþátt (RÚVAK) Lestur Passíusálma (30) 22.40 „Um vináttu“ eftir Cicero Kjartan Ragnars les þýðingu sína (4). 23.05 Laugardagssyrpa-Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ástvalason. sunnudagur 8.00 Morgunandakt Séra Róbert Jack, prófastur Tjörn á Vatnsnesi, flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.35 Morguntónleikar a. „Árstíðirnar“, balletttónlist úr óperunni „I Vespri sici- liani“ eftir Giuseppi Verdi. Hljóm- sveitin Fílharmónía leikur; Riccardo Muti stj. b. „Wanderer-fantasía“ eftir Franz Schubert, í útsetningu Franz Liszts fyrir píanó og hljómsveit. Cyprien Katsaris leikur með Fíladelfíu- hljómsveitinni; Eugene Ormandy stj. c. Hornkonsert nr. 2 eftir Richard Strauss. Ib Lanzky-Otto leikur með Fílharmóní- usveitinni í Stokkhólmi; Stig Wester- berg stj. d. Rúmönsk rapsódía nr. 2 í D-dúr op. 11 nr. 2 eftir Georges Epescu. Sinfóníuhljómsveitin í Liége leikur; Paul Strauss stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður Páttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar: Guðsþjónusta í útvarpssal á vegum Skálholtsskóla og æskulýðsstarfs kirkj- unnar. Hádegistónleikar. 13.15 B-heimsmeistarakeppni í handknatt- leik: ísland - Holland Hermann Gunn- arsson lýsir síðari hálfleik frá Stilohal - Zwolle í Hollandi. 14.00 Kaupmannahöfn — París Norður- landa. Dagskrá í tali og tónum. Um- sjónarmaður: Sigmar B. Hauksson. Þátttakendur: Sverrir Hólmarsson, Jón- as Kristjánsson og Bent Chr. Jacobsen. 15.00 Richard Wagner III. þáttur Tónlist- arhátíð í Bayreuth Umsjón: Haraldur G. Blönda! í þættinum er fjallað um „Sigfried Idyll“ og óperurnar „Meistar- asöngvarana“ og „Parsifal“. 16.20 Himinn og haf - Um aflaklær og sjó- víkinga Dr. Gísli Pálsson flytur sunnu- dagserindi. 17.00 Tónleikar Nýju strengjasveitarinnar í Bústaðakirkju 29. nóv. s.l. Einleikar- ar: Josef Ognibene og Helga Þórarins- dóttir a. Víólukonsert eftir Johann Se- bastian Bach. b. Hymni eftir Snorra Sig- fús Birgisson. (Frumflutningur). c. Hornkonsert eftir Christoph Förster. d. Lítil svíta op. 1 eftir Carl Nielsen. 18.00 Það var og... Umsjón: Þráinn Bert- elsson. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.25 Veistu svarið? - Spurningaþáttur út- varpsins á sunnudagskvöldi Stjórnandi: Guðmundur Heiðar Frímannsson. Dómari: Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari. Til aðstoðar: Þórey Aðal- steinsdóttir (RÚVAK). 20.00 Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins Guðrún Birgisdóttir stjórnar. 20.45 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 21.30 Kynni mín af Kína Ragnar Baldurs- son segir frá. 22.35 „Um vináttu“ eftir Cicero Kjartan Ragnars les þýðingu sína (5). 23.00 Kvöldstrengir Umsjón: Helga Alice Jóhanns. Aðstoðarmaður: Snorri Guðvarðsson (RÚVAK). mánudagur_____________________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Ólafur Jens Sigurðsson Bæ, Borgarfirði flytur (a.v.d.v.). Gull í mund. - Stefán Jón Hafstein - Sigríður Árnadóttir - Hildur Eiríksdóttir. 7.25 Leikfimi. Um- sjón: Jónína Benediktsdóttir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Rut Magnúsdóttir talar. 9.00 Morgunstund barnanna: „Vefurinn hcnnar Karlottu“ eftir E.B. White Ragnar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug Þorvaldsdóttir les (12). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál Umsjónarmaður: Óttar Geirsson. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Lystauki Þáttur um lífið og tilveruna í umsjá Hermanns Arasonar (RÚVAK). 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Mánudagssyrpa - ólafur Þóröarson. 14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (16). 15.00 Miðdegistónleikar Fílharmóníu- sveitin í New York leikur Sinfóníu nr. 1 í D-dúr „Klassísku sinfóníuna“ eftir Serg- ej Prokofjeff; Leonard Bernstein stj. Vladimir Ashkenazy og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika Rapsódíu op. 43 fyrir píanó og hljómsveit eftir Sergej Rakhmaninoff um stef eftir Paganini, André Previn stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 íslensk tónlist Christina Tryk og Sin- fóníuhljómsveit íslands leika Horn- konsert eftir Herbert H. Ágústsson; Páll P. Pálsson stj. / Kammersveit Reykja- víkur leikur „Brot“, hljómsveitarverk eftir Karolínu Eiríksdóttur; Páll P. Páls- son stj. / Gunnar Egilson og Sinfóníu- hljómsveit íslands leika „Hoha-Haka- Nana-Ia“ fyrir klarinettu og hljómsveit eftir Hafliða Hallgrímsson; Páll P. Páls- son stj. 17.00 Örlítið brot af orkumálum Umsjón: Bryndís Þórhallsdóttir. 17.40 Hildur - Dönskukennsla 7. kafli - „...ved jorden at blive...“; fyrri hluti. 17.55 Skákþáttur Umsjón: Guðmundur Arnlaugsson. 19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Jón Hjartarson skólastjóri talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þórður Magnús- son kynnir. 20.40 Anton Webern - 1. þáttur Atli Heimir Sveinsson ræðir um tónskáldið og verk hans. 21.10 Victoria de los Angeles syngur lög frá ýmsum löndum Geoffrey Parson leikur á píanó. 21.40 Útvarpssagan: „Márus á Valshamri og meistari Jón“ eftir Guðmund G. Hag- alín Höfundur byrjar lestur sögu sinnar. 22.40 I minningu Stalíns Þorvaldur Þorv- aldsson trésmiður flytur erindi. 23.05 Kvöldtónleikar Svjatoslav Rikhter leikur á píanó Prelúdíur og fúgur úr „Das wohltemperierte Klavier“, fyrra hefti, eftir Johann Sebastian Bach. siénvarp laugardagur_______________________ 16.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.00 Hildur Sjöundi þáttur dönsku- kennslunnar. 18.25 Steini og Olli: Glatt á hjalla. Skop- myndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 18.45 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.(K) Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Þriggjamannavist Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þátt- um um þrenninguna Tom, Dick og Har- riet. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.00 Ein á báti (Population of One) Kana- dísk sjónvarpsmynd frá 1980. Leikstjóri Robert Sherrin. Aðalhlutverk: Dixie i Seatle, Tony Van Bridge, R.H. Thomp- son og Kate Lynch. Willy hefur nýlokið doktorsgráðu í bókmenntum og heldur til Toronto þar sem hún vonar að bíði hennar glaumur stórborgarlífsins, kenn- arastaða og álitlegur maður. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 22.20 Hreinn umfram allt. Endursýning (The Importance of Being Earnest) Breskur gamanleikur eftir Oscar Wilde. Leikstjóri James MacTaggart. Aðal- hlutverk: Coral Brown, Michael Jayst- on og Julian Holloway. Ungur óðals- eigandi er vanur að breyta um nafn þeg- ar hann bregður sér til Lundúna sér til upplyftingar. Þetta tvöfalda hlutverk lætur honum vel þar til hann verður ást- fanginn og biður sér konu. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Áður sýnd í Sjón- varpinu í september 1979. 00.05 Dagskrárlok sunnudagur 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur á Akureyri flytur. 16.10 Húsið á sléttunni: Leiðin til hjartans Bandarískur framhaldsflokkur. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 17.00 Listbyltingin mikla Lokaþáttur. Framtíð sem var Robert Hughes lítur yfir farinn veg, á stöðu og hlutverk lista nú á dögum og óvissa framtíð. Þýðandi Hrafnhildur Schram. Þplur- Þorsteinn Helgason. 18.00 Stundin okkar Umsjónarmaður BryndísSchram. Upptöku stjórnar Við- ar Víkingsson. 18.55 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjónarmað- ur Magnús Bjarnfreösson. 20.50 Glugginn Þáttur um listir, menning- . armál og fleira. Umsjónarmaður Sveinbjörn I. Baldvinsson. 21.35 Kvöldstund með Agöthu Christie 8. Miðaldra eiginkona María leitar ráða hjá Parker Pyne vegna ótryggðar eigin- manns síns. í þetta sinn bera ráð hans annan árangur en til var ætlast. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.30 Albanía Síðari hluti. Einbúi gegn vilja sínum Fjallað er um ástæðurnar til einangrunar Albaníu frá öðrum þjóð- um, í austri jafnt sem vestri, sem Alban- ir leitast nú við að rjúfa. Þýðandi Trausti Júlíusson. Þulur óskar Ingimarsson. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 23.05 Dagskrárlok mánudagur 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 íþróttir 21.20 Já, ráðherra 5. Váboði Breskur gam- anmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.50 Lengi lifir í gömlum glæðum (Olds- mobile) Sænsk sjónvarpsmynd frá 1982, eftir Kjell-Áke Andersen og Kjell Sund- vall. Aðalhlutverk: Sif Ruud og Hans- Eric Stenborg. Myndin segir frá aldraðri konu, sem lætur gamlan draum rætast og fer til Bandaríkjanna í leit að æsku- unnusta sínum, en hann fluttist þangað fyrir hálfri öld. Það er aldrei um seinan að njóta lífsins, er.bodskapur þessarar myndar. Þýðandi Hallveig Thorlacius. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 23.15 Dagskrárlok í forkeppninni verða öll verkefni flutt við undirleik á píanó. Þeir þátttakendur, sem þess óska, mega , hafa með sér undirleikara að eigin ; vali. í úrslitakeppninni verða ari- i urnar fluttar við undirleik Sinfóní-1 uhljómsveitar íslands. í dómnefnd eiga sæti Þorgerður Ingólfsdóttir, söngstjóri, gagnrýn-1 endurnir Eyjólfur Melsted og Jón i Ásgeirsson, Kristinn Hallsson, | söngvari, og Jón Þórarinsson, sem er formaður nefndarinnar. Þrenn verðlaun verða veitt. Fyrstu verðlaun eru boð til þátt- töku í alþjóðlegri söngkeppni, sem haldin verður á vegum BBC í Car- diff, Wales, í júlímánuði sumarið 1983. Boð þetta felur í sér allan ferða- og dvalarkostnað í Cardiff. Verðlaunahafanum verður einnig boðið að koma fram á tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit íslands á næsta starfsári hennar. Önnur verðlaun eru kr. 5.000 og þriðju verðlaun kr. 3.000. Sigurvegari í söngkeppninni í Cardiff hlýtur peningaverðlaun að upphæð £2.000 og verðlaunagrip. Auk þess á hann kost á að koma þrisvar fram í dagskrá BBC, tvisvar í útvarpi og einu sinni í sjónvarpi. LJmsóknir um þátttöku í Söng- keppni sjónvarpsins 1983 þurfa að hafa borist sjónvarpinu fyrir 15. mars. í umsókn skal koma fram allt nafn umsækjanda, aldur, heimilis- fang og símanúmer. Þá skal þar gerð grein fyrir verkefnavali í for- keppni og úrslitakeppni og tekið fram hvort umsækjandi hafi sér- stakar óskir um undirleikara. Sjónvarp á þriðjudag: Meira um Smiley Margir sjónvarpsáhorfendur muna eflaust eftir hinum spenn- andi, bresku sjónvarpsþáttum, „Blindskák" sem sýndir voru vetrarbyrjun 1980. Þeir voru byggðir á sögu eftir John Le Carré um George Smiley, yfirmann bresku leyniþj ónustunnar,þar sem hann er fyrrum starfsmaður þeirrar stofnunar - sögur hans bera þess merki að hann er kunnugur innan dyra, auk þess sem hann er frábær rithöfundur. Á þriðjudag hefur sjónvarpið sýningar á þáttum sem byggðir eru á þeirri bók Le Carré, sem hvað mest hrós hefur fengið: „Smiley’s People“ eða „Fólkið hans Smi- leys“. Á íslensku heita þættirnir „Éndatafl" - og hæfir það vel endi bókarinnar, sem fjallar mikið um Karla, sovéskan njósnara og erkió- vin Smileys. Góða skemmtun næstu 6 þriðjudagskvöld. ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.