Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. aprfl 1983 stjórnmál á sunnudegí Um frammistöðu Alþýðubandalagsins l kjaramálum undanfarin ár Þegar litið er yfir stjórnartímabil það sem nú er að Ijúka og spurt um árangur má vafalaust að ýmsu finna. En af því sem vel hef ur verið gert má nef na að það hef ur tekist að halda atvinnuleysisvofunni frá dyrum okkar, það hafa orðið f irnamiklar framfarir í ýmsum þáttum félagslegrar þjónustu, og kaupmáttur launa hefur á þessu tímabili verið hærri en á nokkru öðru stjórnartímabili. Af því sem miður hef ur tekist má nefna verðbólguna og að ekki er sjáanlegur árangur í þvíað koma af okkur hernum á Miðnesheiði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur klifað svo lengi á því að Alþýðubandalagið sé kaup- ránsflokkur, að það kann ef til vill að koma einhverjum á óvart að kaupmáttur skuli vera svo hár á stjórnartíma ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, að hann hafi aldrei verið hærri. Mogginn fjasar mikið um 14 kjaraskerðingar Alþýðubandalagsins og telur það sannað að krafan um „samning- ana í gildi“ hafi verið lýðskrum eitt. Við settum samningana í gildi En samningarnir voru settir í gildi árið 1978, hjá 9 af hverjum 10 launþegum. Aðeins þeir tekjuhæstu fengu skerðingu, og lái þáverandi stjórn það hver sem vill þótt aðeins hafi verið klipið af þeim hæst launuðu t kjaraannál Alþýðusambands íslands, sem kom út um síðustu áramót segir m.a.: „í september 1978 voru kjarasamningarnir settir í gildi fyrir laun flestra ASÍ félaga. Niðurgreiðslur voru auknar og söluskattur afnuminn af matvælum.“ Þetta er mat launþegasamtakanna sjálfra. Og þá segir vafalaust einhver: þetta eru eintómir Al- þýðubandalagsmenn, ekkert að marka hvað þeir segja. En - þessi kjaraannáll er frá sambandsstjórn ASI, og mun hafa verið afgreiddur af allra flokka fólki, jafnt' stjórnarsinnum sem stjórnarand- stæðingum. Og ef einhverjir hafa áhuga á að skoða sögu hagstjórnar má benda á tímabilið frá haustinu 1978 og fram að Ólafslögum 1979, sem gott dæmi um stjórn efnahagsmála þar sem Alþýðubandalagið fær ráðið miklu. Með Ólafslögum sveiflaðist Framsókn yfir á kjaraskerðingarvænginn til Kratanna, og um leið var vitið farið úr þeirri ríkisstjórn. Þann tíma sem farið var að tillögum Al- þýðubandalagsins voru launakjör með besta móti, en verðbólga í hjöðnun. Hið sama gerðist árið 1981 þegar Al- þýðubandalaginu tókst að sigrast á kjara- skerðingaráhuga Framsóknar og koma fram aðgerðum, sem tryggðu hag launþega samhliða því að verðbólga lækkaði. Fram- sóknarflokkurinn er þessa dagana að reyna 140 130 Kaupmáttur ráöstöfunartekna á mann 1970=100I AB í stjórnarandstöðu Kaupmáttur NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir versnandi viðskiptakjör undanfarin ár og fall þjóðartekna 1982 hefur kaupmáttur haldist hærri en á nokkru öðru stjórnartímabili. -.Víöskiptakjör 1974 1 1975 ' 1976 1 1977 1 1978 1 1979 1 1980 1 1981 ' 1982 1 r Meðalkaupmáttur ráðstöfunartekna á mann síðustu þrjú stjórnunartímabil (1970=100) (Minnihlutastjórn Alþýöuflokks sleppt) Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl. 1974-1978 Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur 1978-1979 Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, Gunnarsmenn 1980-1982 að koma niðurtalningarstimpli á þessar aðgerðir ársins 1981, en allir sem fylgdust með gangi mála í kringum jólin 1980 vita, að þær aðgerðir sem forsætisráðherra til- kynnti á gamlárskvöld voru Framsókn síður en svo að skapi og órafjarri þeim tillögum sem foringjar Framsóknar höfðu lagt fram í jólamánuðinum. En víkjum aftur að kaupmætti launa og stjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins. Það liggur Ijóst fyrir að Alþýðubandalagið fór inn í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar með það fyrir augum að tryggja kaupmátt launa. Afkoma heimilanna og uppbygging at- vinnulífs umhverfis landið var í rauninni það eina sem dró Alþýðubandalagið inn í stjórn bæði með Ólafi Jóhannessyni og síðar með Gunnari Thoroddsen. Flokkur- inn varð að gefa eftir kröfu sína um brottför hersins, þar sem hún virðist í engum flokki öðrum eiga hljómgrunn. Og sitthvað fleira varð að láta eftir til þess að verja heimilin fyrir kjaraskerðingapostulunum, sem fengu reyndar yfir 80% atkvæða í síðustu kosningum. Kaupmátturinn aldrei veriö meiri Árangurinn hefur líka verið alveg bæri- legur. Sé tekið mið af kaupmætti ráðstöfun- artekna á mann og árið 1970 sett jafnt og 100, þá hefur meðaltals kaupmáttur stjórn- arára Alþýðubandalagsins frá 1978 til 1982 verið um 160 stig. Þ.e. kaupmátturinn hef- ur verið nær 60% hærri en hann var fyrir rúmum áratug. Til samanburðar má nefna að á tímabili ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar var þetta meðaltal um 140, og hefði verið miklu lægra ef ekki hefðu komið til sólstöðusamningarnir, sem þeirri stjórn voru þó mjög á móti skapi. Segja má að ráðstöfunartekjurnar séu umdeilanlegur mælikvarði, en ekki liggur annar heppilegri fyrir, einkum með hlið- sjón af því, að félagslegar umbætur hafa komið inn sem samningsatriði milli ríkis- valds og launþegasamtaka í staðinn fyrir verðbætur á laun. Því getur kaupmáttur kauptaxta ekki talist nothægur mælikvarði við þessar kringumstæður. Við þurfum heldur ekki að líta lengi í kringum okkur til að fá staðfestingu á því að kaupmáttur er hér með hæsta móti. Bíla- eign landsmanna hefur stóraukist, og eru nú einungis Ameríkanar okkur meiri í þeim efnum, og nú seljast mun dýrari tegundir en fyrir nokkrum árum, þegar Ladan var aðal sölubíllinn. Meðaltals íbúð, sem tekin var í notkun í Reykjavík í fyrra var 199 m2 að stærð og enn - Engilbert __ Guðmundsson skrif ar----- Kaupránið sem hvarf stærri í Hafnarfirði. Þetta sýnir einkaneyslu langt ofan við það sem þekkist í nokkru nágrannalandi. Við ferðumst til útlanda í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Við kaupum meira af sjónvörpum og hljóm- flutningstækjum en nokkru sinni fyrr. Og tegundirnar ekki af verri endanum, enda segir sagan að erlendur umboðsmaður hafi forviða spurt um hvort allt væri fullt af disk- otekum á íslandi. Honum datt ekki í hug að tækin sem hann var að selja til íslands væru notuð inni á heimilunum. Ekki skal þessu neyslubrjálæði hossað hér, en það sýnir þó í öllu falli, að kauprán hefur ekki verið stundað í stórum stíl á stjórnartímabili Alþýðubandalagsins. Stórfelld félagsleg uppbygging Þessi aukning einkaneyslunnar væri auðvitað forkastanleg ef hún hefði t.d. komið niður á uppbyggingu félagslegrar þjónustu. En svo er ekki. A þessu tímabili hefur átt sér stað lenging orlofs - fæðingar- orlof hefur komist á - réttindi í veikinda og slysatilfellum hafa batnað - uppsagnar- frestur launþega hefur fengist betur tryggður- eftirvinna hefur verið felld niður á fostudögum - fjármagn til málefna fatl- aðra og til málefna aldraðra hefur stór- aukist. Sama má segja um fé til lista, til þróunaraðstoðar, til lánasjóðs íslenskra námsmanna o.s.frv. Og það er ástæða til að benda á, að þessi jákvæða þróun til mikils kaupmáttar sam- fara félagslegri uppbyggingu hefur átt sér stað á tímabili með versnandi viðskiptakjö- rum, þ.e. á tímabili þar sem verð á út- flutningsvörum okkar hefur lækkað miðað við verð á innflutningi til landsins. Enda hafa laun aldrei verið hærra hlutfal! af þjóðartekjum en undanfarin ár. Árið 1981 er áætlað að þau hafi verið orðin um 80% af nettóþjóðartekjum, en voru um 66% árið 1971 og 72% árið 1978. Launþeg- ar hafa þannig sannarlega aukið hlut sinn f stjórnartíð Alþýðubandalagsins. Árið 1982 var okkur erfitt ár, og sama verður sagt um það sem af er árinu 1983. Á árinu 1982 lækkuðu þjóðartekjur á mann um en 5%. Það leiddi þó aðeins til 1% lækkunar ráðstöfunartekna á mann, eða eins og segir í kjaraannál ASÍ: Nú eru horf- ur á að kaupmáttur kauptaxta landverka- fólks verði á yfirstandandi ári 1,2% lakari en hann var á árinu 1981“, og ber þá saman ASÍ, Þjóðhagsstofnun og Kjararannsókna- nefnd. í þessu sambandi er vert að minna á hetj- ulega framgöngu ríkisstjórnar þeirra Geirs Hallgrímssonar og Ólafs Jóhannessonar f kjaraskerðingum árin 1975 og 1976. Þá drógust þjóðartekjur nokkuð saman, eða um 9% miðað við 1974 á þessum tveimur árum, og er það minna en reiknað er með að þjóðartekjur dragist saman 1982 og 1983. Þetta áfall notuðu þeir Ólafur og Geir til lækkunar á kaupinu um allt að 19%, sem var langt umfram lækkun þjóðarteknanna. Áföllin voru notuð til að minnka hlut launa- stéttanna í þjóðarbúskapnum. Ef hagstjórn þeirra herra væri notuð í ár væri kjarask- erðingin í ár upp á ein 30% miðað við kaupmáttinn árið 1981. Til samanburðar má nefna að Þjóðhagsstofnun telur að kaupmáttur muni dragast saman um 7% á árinu 1983. Semsé: 7% á móti 30%. Það er munurinn á stjórnarstefnu. Nú flytja menn heim Þeir frjálshyggjumenn segja stundum þegar þeir eru að fjalla um ófrelsið fyrir austan tjald, að þar greiði fólk atkvæði með fótunum. Þetta á einnig við um íslendinga gagnvart lífskjörunum. Á kjaraskerðingar- tíma viðreisnarinnar 1968 og 1969 hófst hér stórfelldur landflótti. Þúsundir flúðu land og leituðu sér starfa í öðrum löndum. Úr þessum flótta dró á vinstri stjórnarárunum og eitt árið fluttu fleiri heim en úr landi. Síðan hefur verið stöðugt útstreymi, þar til síðustu ár. Nú er svo komið að fleiri flytjast heim en að heiman. Það segir sína sögu um stjórn efnahagsmála, um kaupmáttinn og um atvinnuöryggið. Þetta er marktækur samanburður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.