Þjóðviljinn - 09.04.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. aprO 1983 DJÚOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Úlafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Luövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdótfir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. r itst Jór nararci n______________________ Þrcitt fyrir kreppu • Þegar alþjóðleg kreppa setur íslendingum stólinn fyrir dyrnar á mörgum sviðum koma fram sparnaðar- kröfur margar, eins og eðlilegt er. Sá sem sinnir því verkefni að taka tillit til slíkra krafna er sjaldan öfunds- verður og mun hann aldrei gera svo öllum líki. En það er þá ekki lítils virði að láta ekki kreppu og basl smækka sig og geta „sótt fram á vissum sviðum félagslegrar þjónustu þrátt fyrir kreppu“ eins og Ragnar Arnalds fjármálaráðherra komst að orði í svari við fyrirspurn sem honum barst í fyrrakvöld er hann tók upp beina línu hjá Þjóðviljanum. • Um búsýslu sína sagði Ragnar á þessa leið: „Við höfum svo sannarlega skorið margt niður, hagrætt og þjappað saman í því skyni að spara fé skattgreiðenda. Markmið okkar hefur verið að láta enda ná saman, og það hefur tekist þessi þrjú ár. En jafnframt höfum við reynt að skapa svigrúm til þess að auka beinlínis félags- lega þjónustu við fólkið í landinu“. • Fjármálaráðherra minnti á það í svörum sínum, að þrátt fyrir kreppu hefði tekist að auka raungildi fram- laga til margra nauðsynja verulega. Til dæmis voru tekin lög um fæðingarorlof, félagslegar íbúðabygging- ar, byggingar dvalarheimila aldraðra og framlög til málefna þroskaheftra. Ragnar minnti líka á það, að á undanförnum fimm árum hefði framlag ríkissjóðs til Lánasjóðs íslenskra námsmanna nær tvöfaldast að raungildi og að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefði láns- hlutfall af svonefndri umframfjárþörf námsmanna hækkað úr 85% í 95% og að lögð hefðu verið drög að því að sjóðurinn brúaði bilið milli tekna námsmanna og fjárþarfar til fulls um næstu áramót. • Það er regla að heita má, að þegar fregnir berast af kreppuráðstöfunum og niðurskurði ríkisútgjalda úr ná- lægum löndum, þá lendir skapandi menningarstarfsemi undir hnífnum. Éað er því ástæða til að minna á það, að í ráðherratíð Ragnars Arnalds hafa lífsskilyrði ís- lenskra lista verið bætt á margan hátt. Bæði með því að afnema söluskatt af aðgangseyri að ýmsum menning- arsamkomum, svo sem leiksýningum og tónleikum og svo með því, að framlög til lista hafa aukist mjög veru- lega að raungildi. Er nánast um tvöföldun að ræða á tímabilinu 1979 til 1982. Menn vita að hvaðeina sem gert er á þessum vettvangi þykir koma of seint og í of smáum mæli. En þeim mun þarfara og nauðsynlegra er að geta þess og muna það sem breyst hefur. - áb Friðarfundur • Það er ekkert nýtt að í kosningabaráttu þeirri sem nú er háð er oftast vitnað til efnahagsástands - spurt um kreppuráðstafanir, vofu atvinnuleysis og þá hluti aðra sem á fólki brenna. • En þess gætir einnig, sem betur fer, að fólk vill einnig hafa föst í huga þau mál sem mestu varða um framtíð mannkyns - kappræðu lífsháskans um vígbúnað og fær- ar leiðir til afvopnunar. • Það er því fagnaðarefni að Samtök herstöðvaand- stæðinga efna á morgun, sunnudag, til stórfundar um þessi mál undir fyrirsögninni Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Þjóðviljinn hefur margt skrifað um þau máí og önnur brýn viðfangsefni friðarhreyfinga og vill hvetja alla lesendur sína til að fjölmenna á fund þennan og staðfesta þar með hug sinn til fáránlegrar rökvísi vígbúnaðarkapphlaupsins. - áb úr almanakínu þeirra en hugsa þeim mun meira fyrir öruggu umhverfi. En allt þetta er í rauninni hreinn barnaleikur og glamur hjá þeirri hættunni, sem vomir yfir öllum heimi. Sprengjunni sjálfri. Dauðanum. Ekki geta öll meiðsli flogið út um glugga Sólin er komið upp og farin að kæta fugla og árrisula borgara þegar augnlokin byrja að titra. Fyrst í stað eru þau ósköp óá- kveðin og reyna að lafa örlítið lengur - ólundarleg og ekki tilbú- in í slag dagsins. Því þótt sólin sé farin að bræða hjörtun þá er enn drungalegt úti, öklahár snjór og klakahrúgur á gangstéttum, sem vinnuvélar borgarinnar hafa rutt gangandi vegfarendum til óþurftar, en bílum greiða- braut. Og svo er kalt úti. Nei, þá er betra að lafa, hugsa augnlokin og lafa. En eyrun nema eftirfar- andi sögu innan úr stofu og heil- inn neyðist því til að starfa þótt augnlokin segi enn pass. - Deþþi majur atlar að kveikja á bílnum þínum. Diþþ. Kveiki - Kveiki. Brmmmmm. - Deþþi majur er fajinn af daþ. Brmmmmm. Og nú er brúmmað um alla íbúð. Drunur og ískur. Hjólin þjóta áfram. ískur. Óp. Einhver dettur. Greinilega árekstur. Annar mannanna skælir. - Meiddiju dig? Má é þjá? Kossi smellt á kinn. Þona, þona. Allt búiþ? - Nei! Meiri skælur. - Vi gulum taka meiddiþ. Taki- taki. - Má é þjá meiddiþ. Nei þgo. Vi gulum láta þa út. Fyrirgangur í eldhúsinu. Greinilega verið að klifra upp á borð. Glugginn opnaður. - Nei, nú flýgur meiddiþ. Bleþþ, meiddi! - Nú er allt búiþ! Þögn dálitla stund meðan litlu heilarnir vega og meta þýðingu þess atburðar þegar meiddið yfir- gaf drenginn og flaug út um gluggann. Svo koma litlir fætur hlaupandi. — Mamma! Vi viljum glaut! Pabbi, elda glaut! Augnlokin eru auðvitað löngu komin á þann stað sem þeim ber að vera á að degi til - upp. Og hláturinn ískrar langt niðri í maga. Og auðvitað sprettum við framúr glöð í lund og eldum graut. Nema hvað. En það er fleira gert hjá barn- afjölskyldum en eldaðir grautar í morgunsárið og hlustað á spenn- andi atburði. Hjá okkur eru einn- ig sorgir eins og annars staðar í mannheimum. Sorgir yfir ýmis konar meiddum, stórum og smáum, sorgir yfir því að þurfa'að hátta á kvöldin, sorgir þegar slæst upp á vinskapinn og svo bara sorgir almennt. Stundum er lífið fullt með sút. Sorgir foreldra eru þó öllu verri. Þar er nefnilega ekki um það að ræða að kyssa á einhver meiddi eða láta þau fljúga út um gluggann. Nei, þær sorgir eru varanlegar og varpa einlæglega skugga á hversdagslega og yfir- leitt glaða tilveru. Þessar sorgir snúast yfirleitt um börnin smá. Því hvað getur ekki hent þessar yndislegu mann- verur þannig að á örskotsstundu breytist ljós í myrkur? Þau geta t.d. dottið og meitt sig illa, klemmt litlu fingurna milli stafs og hurðar, dottið ofan af svölum, stólum, borðum, rúmum eða þá bara á sléttu gólfinu. Svo geta þau náð í alls konar eitur í skápum, það getur hrokkið ofaní þau óþverri svo liggur við köfn- un, þau geta gleypt eitthvað upp- úr gólfinu, og orðið illt af ulla- bjakki sem þau tína uppúr göt- unni. Og enn eru ónefnd hrekkju- svín á öllum aldri sem hyllast til að hrella augasteinana manns án tilefnis og breyta oft barni fullu trúnaðartrausti og tilhlökk- un í sútarlegt barn sem hættir að þora að spyrja. Og svo eru það allir bílarnir. Best að tala sem minnst um vá Ég held að flestir komi sér hjá því að hugsa mikið um sprengj- una. Einhvern veginn vill hún fylla svo mikið rúm hugans, sé henni á annað borð hleypt inn, að ekki verður pláss fyrir annað. Og daglegri tilveru verður að sinna hvað sem tautar og raular og hugurinn verður sífellt að vera stmnur og sveigjanlegur í senn. Því er best að hleypa engu inn sem rekur ljósið að flótta fyrir fullt og allt. En þar með er ekki sagt, að sprengjan gleymist - öðru nær. Hugsunin um hana bíður bara síns tíma. Til dæmis þess, er her- stöðvaandstæðingar og friðar- sinnar mótmæla herstöðinni og vígbúnaði, prestar álykta á prest- astefnum og mótmæla vígbúnaði í öllum prédikunum sínum, kon- ur stofna friðarhreyfingu og slá kannski hring um herstöðina eins og konur í Bretlandi gerðu við herstöð eina og hafa haldið þeim hring á sjöunda mánuð - og hugs- unin bíður þess tíma er allir stjórnmálaflokkar landsins og þjóðin öll rís upp og mótmælir. Þar til sá tími rennur upp má ekki halda að sér höndum. Það verður að hlúa að frjóöngum nýs tíma, og þá á ég við alla frjóanga - bæði þá á gömlum hreyfingum og nýjum. Ekkert af því sem hér hefur verið sagt er nýtt - þetta hefur allt verið sagt áður, og það margoft. En nú er svo að skilja á sumum, að þetta séu úrelt viðhorf; krafan ísland úr NATÓ-herinn burt er bara einkamál flokkanna! Og það er meira að segja gengið svo langt að segja að hugtökin hægri og vinstri í pólitík séu ónothæf (sjá viðtal við Kristínu Ást- geirsdóttur í blaði SÍNE, Sæ- mundi, frá mars 1983). Ég ætla samt ekki að segja pass, þótt huga mínum liggi við hægu andláti þegar yfir hann hell- íst slíkur boðskapur. Ég ætla að halda mér við þessi hugtök - barnanna minna vegna að minnsta kosti. Því ég vil ekki missa af sögunum þeirra, ég vil ekki missa af sorgum þeirra og gleði. Og ég vil áfram fá að kyssa á meiddin þeirra og smíða með þeim hús úr kubbunum þegar ég sé að smíðar þeirra líkjast byss- um. Og það þarf enginn flokkur að draga mig í dilk eða skipa mér á bás og stimpla. Ég fer þangað sem ég fer af innri þörf og sann- færingu. Og þangað skulum við öll fara.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.