Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNHelgin 9.-10. apríl 1983 3ji maður á lista Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandi eystra Ingibjörg og Sigurður Með 30 kýr í fjósi og eru að stækka við sig. Þetta verður ef laust mikii reynsla fyrir mig, vegna þess að ég hef aldrei farið í pontu fyrr á pólitískum fundi, þótt ég sé búin að taka þátt í pólitísku starfi all-lengi og var m.a. í 8. sætinu á listanum síðast, en þá þurfti ég ekkert að halda ræður, þeir gerðu það í efstu sætunum, sagði Ingibjörg Hafstað, kennari og húsfreyjaaðVíkí Staðarhreppi í Skagafirði, en hún er í 3. sæti á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandi vestra í komandi kosningum, þegar blaðamaður Þjóðviljans heimsótti hana og mann hennar Sigurð Sigfússon að Vík. Ætlaði ekki svona ofarlega Ingibjörg er kennari við barna- skólann á Sauðárkróki, jafnframt því að annast myndarlegt kúabú að Vík ásamt eiginmanni sínum. Þar sem kennarastarfinu fylgir æði mikil ræðumennska var Ingibjörg spurð að því hvort sú reynsla myndi hjálpa henni þegar út í kosninga- slaginn og ræðumennskuna kemur. - Jú, sjálfsagt mun sú reynsla koma mér að gagni, en það er nú einu sinni svo að þegar maður tekur eitthvað að sér í fyrsta sinn, þá er maður svolítið kvíðin áður en slagurinn hefst, sjálfsagt lagast það þegar út í hann er komið. Annars ætlaði ég ekki að taka sæti svona ofarlega á listanum. Ég var í 8. sæti síðast eins og ég sagði áðan og vildi gjarnan vera kyrr, en mér var ýtt uppí 3. sæti, og átti eiginlega ekki undankomu auðið. Nú rekið þið myndarlegt bú hérna, 30 kýr og nokkra hesta, hvernig stóð á því að þið hófuð bú- skap? - Ég er fædd hér og uppalin, faðir minn Haukur Hafstað bjó hér áður og þegar hann hætti búskap fyrir 10 árum síðan, kom upp sú staða að við Sigurður tækjum hér við. Ég hafði þá lokið kennaraprófi og fór líka einn vetur í Fóstru- skólann, en svo fluttum við hingað og tókum við búinu. Sigurður hafi Völdum þetta starf og við sjáum ekki eftir því segir Ingibjörg Hafstað, kennari og bóndakona að Vík í Skagafirði þá aldrei búið í sveit. Fyrst eftir að við tókum hér við fékkst ég ekkert við kennslu, en fór svo í hálft starf við kennslu fyrir 2 árum, en er svo í fullri kennslu í vetur. Við réðumst í nokkrar framkvæmdir hér í fyrra, þannig að ekki veitti af að ég ynni í fullu starfi í vetur, enda afkoma bænda ekki með besta móti um þessar mundir. 25 manns í heimili Og svo ertu með sumardvalar- gesti fyrir börn á sumrin? - Já, ég hef haldið því starfi, sem móðir mín hóf hér í Vík að taka börn til sumardvalar og það hafa verið hér svona 18 til 20 börn yfir sumarið. Ég skipti þessu í tvennt, er með 9-10 börn í hvort skipti, svona mánuð í senn. Við höfum orðið að taka okkur aðstoðarfólk vegna þessa og hefur því stundum verið hér 20 til 25 manns í heimili yfir sumarið. Börnin eru á aldrin- um 6 til 10 ára og þau sem byrja hér 6 ára koma sumar eftir sumar. Það gefur augaleið að þevta er ansi eril- samt og erfitt, en samt sem áður svo skemmtilegt að ég tími bara ekki að hætta þessu, ég býst við að minnka heldur við mig og taka færri börn næsta sumar. M tekur þá líklega ekki mikinn þátt í heyskap og öðrum búönnum yfir sumarið? - Ég reyni það eins mikið og ég get, en ég vildi gjarnan geta tekið meiri þátt í þeim störfum. Fyrir utan það aðstoðarfólk sem við tökum vegna búskaparins, þannig að allt blessast þetta. Áttum kost á öðru Þar sem þið eruð eingöngu með kýr, þá gefur augaleið að þið eruð mjög bundin yfir búinu og farið ekki langt í burtu, er þetta ekki erfitt fyrir ungt fólk? - Vissulega er þetta mjög bind- andi, Sigurður hefur til að mynda ekki komið til Reykjavíkur í 5 ár. Og maður finnur svo sannarlega fyrir þessari bindingu en við áttum kost á öðru en völdum þetta og því látum við það ekki eftir okkur að hugsa um það hve bundin við erum búinu. Svo máttu ekki gleyma því áð þetta er skemmtilegt starf. Ég get skotið því inní að við höfum ekki tekið nema 4 daga á sumri í sumarfrí og höfum þá gjarnan farið á fjöll, en auðvitað vildum við get- að tekið lengra frí, það er bara ekki Vík í Staðarhreppi í Skagarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.