Þjóðviljinn - 09.04.1983, Qupperneq 27

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Qupperneq 27
Helgin 9.-10. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Ragnar Arnalds á beinni línu Þjóðviljans Hér birtist fyrsta syrpan meö svörum Ragnars Arnalds fjármálaráöherra, en hann tók á móti spurningum hlustenda á beinni línu Þjóðviljans á fimmtudagskvöld. Seinni hluti spurningaog svara fjármálaráðherra birtist í bjóöviljanum eftir helgi. Málamiðlun í kjördæma- málinu Tel að landsbyggðin megi sœmilega við una „Ég tel að niðurstaðan í kjör- dæmamálinu sé þannig að fulltrúar minni kjördæmanna megi sæmi- lega við una. Sá kostur sem varð ofaná var alls ekki sá lakasti fyrir landsbyggðina", sagði Ragnar Arnalds um kjördæmamálið á beinni línu Þjóðviljans. Pað var Sveinbjörn Jónsson á Súgandafirði sem spurði hvort til- laga formanna stjórnmálaflokk- anna hefði ekki náð lengra í átt til jöfnunar atkvæðisréttar en menn í flokkunum hefðu reiknað með. Ragnar sagði að tillögur um kjör- dæmamálið hefðu verið ræddar mjög ítarlega í öllum flokkum allt frá því í desember og Reiknistofn- un Háskólans hefði unnið út fjöl- Stórauknar vegaframkv œmdir s.l. 3 ár: Sérskattar á umferðina fara allir í vegagerð „Hvernig getur þú sem fjármála- ráðherra og Alþýðubandalags- maður varið það, að fé sem inn- heimt er af umferðinni gengur ekki til vegaframkvæmda, heldur renn- ur beint í ríkishítuna", spurði Sölvi Ólafsson, Reykjavík Ragnar Arn- alds á beinni línu Þjóðviljans. „Tekjur af umferðinni eru tvenns konar", sagði Riignar. „Annars vegar er þungaskattur og bensíngjald senr eru beinlínis lagðir á umferðina, og hins vegar söluskattur, senr er lagður á allar vörur, þar með talda bíla. Um þungaskatt og bensíngjald gildir að hver einasta króna sem tekin er gengur beint til vegagerðar í landinu. Peir sern trúa öðru eru fórnarlömb áróðursblekkinga, sem uppi hafa verið í þessum efnum“, sagði hann. „Um söluskattinn gegnir öðru máli. Söluskatturinn er einn aðal- tekjustofn ríkisins til greiðslu út- gjalda á mörgunr sviðurh. Ef skila ætti söluskatti í hvert sinn til við- komandi málasviðs, t.d. söluskatti af umferðinni í vegaframkvæmdir, - með hverju á þá að kosta dýrustu rekstrarliði ríkisins, sem jafnframt eru þeir sem engum söluskatti skila, eins og menntakerfið og tryggingakerfið?" Auk þess sagði Ragnar að ríkið hefði á undanförnum árum tekið mörg tilbrigði við hverja tillögu. Það væri því engan veginn hægt að segja að tillaga formannanna heföi komið á óvart og þannig hefði hann sjálfur eins og aðrir þingmenn Al- þýðubandalagsins lýst sig samnrála flutningi hennar fyrirfram. „Þetta var málamiðlunarlausn," sagði Ragnar og sem slík ekki öll- um að skapi. Þannig hefði ég t.d. valið aðrar leiðir ef ég hefði einn mátt ráða. Sumir valkostir sem kynntir voru, voru sýnu lakari og t.d. var einn sem ég taldi mjög slæman og hann var sá að kjör- dæmaúrslitin hefðu ekki verið látin gilda, heldur útkoma flokks á landsmælikvarða. Pannig hefði síðasti maður í litlu kjördæmunum kannski verið kjörinn með 1000 at- kvæði á bak við sig meðan fulltrúi af öðrum lista með 1800 atkvæði hefði ekki náð kjöri. Þetta hefði verið mjög hættuleg niðurstaða að mínu mati og ég taldi mikinn ávinn- ing að því að þetta var út úr mynd- inni í lokaniðurstöðunni." Þá sagðist Ragnar meta mikils nýja reglu um úthlutun uppbótarþing- sæta sem ákveðin var með kjör- dæmamálinu. -ÁI stór lán til vegagerðar og greitt af þeim vexti og afborganir án þess að Vegasjóður stæði undir þeim greiðslum. Þannig hefði töluverðu af söluskattinum verið skilað aftur. „Ein ánægjulegasta niðurstaðan af stjórnarsamstarfi undanfarinna ára er sú að vegaframkvæmdir hafa stóraukist í okkar tíð“, sagði Ragn- ar. „í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar fóru vegafram- kvæmdir minnkandi ár frá ári. Það var ekki fyrr en ný vegaáætlun var sett 1979 og tók gildi 1980 að þess- ari öfugþróun var snúið við“, sagði Ragnar Arnalds. Fjölmargir hringdu í Ragnar Arnalds fjármálaráðherra í beinu iínu Þjóðviljans í fyrrakvöld. Álfheiður Ingadóttir blaðamaður annaðist framkvæmdina af hálfu Þjóðviljans. Ljósm. Atli. Beint flug milli landshiuta er sanngirnismál Vill ríkið ekki kennara í sumarafleysingar? Lengra orlof og endurmat á greiðslum „Hver er afstaða Alþýðubanda- lagsins til fæðingarorlofsins og til- lögu Alexanders Stefánssonar um breytingar á því?“, spurði Katrín Gunnarsdóttir, Þingeyri þegar Ragnar Arnalds svaraði lesendum Þjóðviljans á beinni línu. „Það var stór og merkilegur áfangi sem náðist 1. janúar 1981 að allar konur njóta nú 3ja mánaða fæðingarorlofs án þess að missa við það tekjur“, sagði Ragnar Arn- alds. „í upphafi voru greiðslur í fæðingarorlofinu hugsaðar aðeins til útivinnandi kvenna, en þó var komið til móts við heimavinnandi konur og námsmenn, þannig að sá hópur fær nú þriðjung af fullri greiðslu í fæðingarorlofi, þó hann afli ekki beinna tekna og missi því engar í orlofinu. Þessar greiðslur nema nú um 100 miljónum króna og eru auðvitað verulegar, en þær hljóta að vera til endurskoðunar og eru langt frá því að vera eitthvað endanlegt. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort Hlýtur að vera misskilningur „Er það stefna fjármálaráðu- neytisins að banna ríkisstofnunum að ráða kennara til sumarafleys- inga?“ spurði Guðbrandur Einars- sóh, Keflavík, þegar fjármálaráð- herrann, Ragnar Arnalds sat fyrir svörum á beinni línu Þjóðviljans. Sagðist Guðbrandur, sem er kenn- ari, hafa fengið þessi svör hjá tveimur ríkisstofnunum sem hann leitaði eftir sumarvinnu hjá. Sumarvinnu þyrfti hann hins vegar að fá, enda dygðu 7000 krónurnar, sem hann hefði nettó á mánuði ekki. „Það tel ég útilokað með öllu“, sagði Ragnar, „að fjármálaráðu- neytið hafi gefið út einhverja slíka tilskipun. Það breytir engu fyrir ríkisstofnun hvort sumarafleys- ingamaður er kennari eða eitthvað annað. Þó hann lendi þá á „tvö- földum“ launum hjá ríkinu og hækki þannig í launum þá kemur það ríkinu bara aftur til góða í auknum skatttekjum. Ég kannast ekki við þetta og þetta hlýtur að vera einhver misskilningur." Flugleiðir treystust ekki til að jafna flugkostnað landsmanna í utanlandsflugi „Er ekki hægt að látá þá flugfar- þega, sem kaupa þurfa tvo flug- miða til að komast á milli staða, eins og-t.d. Húsavíkur og Horna- fjarðar með viðkomu í Reykjavík, fá eins konar skiptimiða?" spurði Hörður Jónsson, Reykjavík, Ragnar Arnalds m.a. þegar hann sat fyrir svörum lesenda Þjóðvilj- ans á beinni línu. Ragnar sagði að hér væri vissu- lega um sanngirnismál að ræða. Hins vegar gæti ríkið ekki beint sett flugfélögunum reglur um hvernig þau ættu að haga fargjöldum sínum milli landshluta en samgönguyfir- völd gætu greitt fyrir lausn í þessu efni með ýmsum hætti. Hver er afstaða AB til fœðingar- orlofsins? þessi hlutföll eru eðlileg og hvort ekki eigi að meta störf heimavinn- andi kvenna frekar til fjár en nú- gildandi reglur gera ráð fyrir“. Ragnar sagði ennfremur að nú væri í burðarliðnum ný reglugerð um fæðingarorlofið, sem m.a. byggist á þeirri reynslu sem komin er á lögin frá 1981. Hann sagði ljóst að skrefið hefði ekki verið stigið til fulls ennþá og fæðinarorlof hér á landi væri mun skemmra en á hin- um Norðurlöndunum. Meðal þess sem Alþýðubandalagið nú stefndi að væri lenging orlofsins. „Þegar fjallað var um fjárstuðni- ng til Flugleiða fyrir 2 árum síðan, þá beitti Alþýðubandalagið sér fyrir því að eitt fargjald yrði látið gilda frá íslandi til útlanda, þ.e. það sama fyrir Húsvíking og Kefl- víking“, sagði Ragnar. „Þetta er hliðstætt sanngirnismál, en því miður náði það ekki fram að ganga. Þó Flugleiðir hafi hins vegar neitað þessu á þeim tíma, þá sér maður nú að ferðaskrifstofurnar eru farnar að auglýsa slíkt jöfnun- arverð til allra landshluta. Hvað innanlandsflugið varðar þá er lausnin auðvitað fólgin í því að tengja landshlutana betur saman með beinu flugi, og nokkuð hefur unnist í því efni. En það þarf að gera getur", sagði Ragnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.