Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 17
Helgin 9.-10. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Óvenjulegur skírnarfontur úr Oddakirkju á Rangárvöllum. Fonturinn er í rókokóstíl eftir Ámunda smið Jónsson, gerður 1804. unnar. Þrátt fyrir einangrun og niðurlægingu, fátækt og rýran efn- iskost, stendur alþýðulist okkar frá 16. til 19. aldar fyllilega jafnfætis alþýðulist annarra þjóða. Það væri út í hött að bera hana saman við opinbera list Evrópu, sem prýddi ríkustu kirkjur álfunnar. Hér var hvorki keisari né konungur, kar- dínáli eða páfi til að panta slíka list eða styðja við bakið á hagleiks- mönnum, svo þeir mættu læra gerð slíkrar listar. En þrátt fyrir það að við eignuðumst aldrei neinn Ru- bens, voru í þrengingum liðinna alda sköpuð listaverk sem miðuð við aðstæður eru meðal þess besta sem gert hefur verið í íslenskri list. UL______________________________ Það þarf vart að tíunda dæmi þessu til sönnunar. Á sýningunni eru þau ófá, svo sem skírnarfontur- inn úr Oddeyrarkirkju eftir Ámunda Jónsson, predikunarstóll síra Hjalta Þorsteinssonar í Vatns- firði, legsteinarnir úr hinum ýmsu kirkjugörðum og altarisklæðin úr Berufjarðarkirkju og Staðarkirkju í Súgandafirði. Þetta eru lifandi dæmi um listfengi sem aldrei var drepið, þótt oft lægi við að illa færi. Þessum alþýðuvölundum verður heldur ekki borinn á brýn skortur á trúarjegri sannfæringu. Þar hafa þeir vissulega vinninginn umfram margan listamann nútímans, en innlifun í þá átt hlýtur að vera for- senda góðrar trúarlegrar listar. Hitt d.ylst engum að meðal þeirra listamanna lifandi sem sýna verk sín á kirkjulistarsýningunni eru margir afbragðsgóðir fulltrúar kirkjulegrar listar og hjá nokkrum örlar á sannverðugri, trúarlegri innlifun. Einhver helsti fulltrúi hins fyrr- nefnda, eða kirkjulegrar listar, er Leifur Breiðfjörð. Varla þarf að rápa lengi um salina til að uppgötva þann kraft og stórhug sem felst í undirbúningsteikningum og upp- dráttum hans að hinum ýmsu steindu gluggum í kirkjum hér heima og erlendis. Leifur er sann- kallaður meistari glerlistarinnar hér á landi. í síðarnefnda hópnum á Bjami Þórarinsson væntanlega sterkasta framlagið. Hið risastóra málverk hans „Teikn", tveir metrar á hæð og fjórir metrar á lengd, er í senn tilþrifamikið og þrungið spennu. Bjarni fer ekki auðveldustu leiðina að trúarverkinu. í stað þess að leita í lífi og pínu Krists að viðfangi, eins og flestir listamannanna að Kjarv- alsstöðum gera, kafar hann í list miðalda og finnur þar mun óræðara yrkisefni. Verkið er nefni- lega fullt af dulúð (mystik) sem allt of sjaldan finnst í trúarverkum nú- tímans. IV. Annars er fullt um fínan drátt á þessari sýningu og margt kemur skemmtilega á óvart sakir óvenju- legrar túlkunar. „Handhæga sett- ið“ eftir Magnús Tómasson er nap- urt í einfaldleik sínum og minnir okkur á grimmdina gegn mannkyn- inu fyrr og síðar. „Myndflokkur um Mannssoninn“ eftir Hörð Ág- ústsson, sex mynda röð, er býsna áleitið verk og „Á Va!húsahæð“ Einars Hákonarsonar er eitt hans besta pródúkt í seinni tíð. Þá eru báðar myndir Gunnars Arnar Gunnarssonar stórgóð verk unnin ' af miklu næmi. „An titils“, vefur Ásgerðar Búadóttur er sinár en kröftugur og meðfylgjandi vinnu- teikning er einkar upplýsandi um persónuleg einkenni listar hennar og tilurð. Auðvitað er hér enginn kostur á að gera þeim 242 verkum sýningar- innar fullnægjandi skil, en óhætt er að hvetja fólk til að líta inn að Kjarvalsstöðum og sjá með eigin augum þetta merkilega safn trúar- og kirkjulegra verka. Þótt alltaf megi finna eitthvað sem betur hefði mátt fara, gripi og listaverk sem gagnlegt hefði verið að sýna þar almenningi, er þetta lofsvert og tímabært framtak. Án efa mun sýn- ingin verða mönnum lengi minnis- stæð sem einhver skilmerkilegasta þemasýning sem hér hefur verið haldin. Sveit Þórarins Sigþórssonar íslandsmeistari Glæsilegur sigur Sveit Þórarins Sigþórssonar varð Islandsmeistari í sveitakeppni 1983. Hún sigraði sveit Sævars Þor- björnssonar í hreinum úrslitaleik, með miklum og eftirminnilegum glæsibrag. Með Þórarni eru í sveitinni: Björn Eysteinsson, Guðmundur Páll Arnarson, Guðmundur Sveinn Hermannsson, Guðmund- ur Sveinsson og Þorgeir Pétur Eyjólfsson. Þetta er í þriðja skiptið sem Þór- arinn sigrar þetta mót, en í fyrsta skiptið hjá öllum hinum. Sannar- lega menn framtíðarinnar í þessari sveit. Til úrslita kepptu 8 sveitir, 7 úr Reykjavík og 1 frá Akranesi (vísast í leikjatöflu). Sveit Þórarins fékk 128 stig út úr þessum 7 leikjum af 140 stigum mögulegum. Og nýtt met þar stað- fest, hvað varðar vinningshlutfall. Til hamingju með það, strákar. Ef við rekjum gang þessa ísland- smóts, sem var svolítið sérstætt að því leytinu að spiluð voru sömu spil í öllum leikjum, tölvugefin. Eitthvað hefur farið úrskeiðið í mötun á prógrammi þessarar tölvu, því spilin sem sáu dagsins ljós í þessu móti voru flest efni í brandara. Og 224 brandarar í einu er fullmikið af því góða. Jafnvel þó Þórarinn eigi í hlut. Utkoma sveitanna átta varð nokkuð eins og við var búist. Fjór- ar í sérflokki og hinar áþekkar. Alla vega eru mörg ár síðan fjórar neðri sveitirnar fá eins fá stig útúr leikjunum og raun bar vitni, eða aðeins 135 stig af 440 mögulegum. í 1. umferð bar það helst til tíðinda að Sævar tapaði fyrir Þórði og héldu menn þá að eitthvað væri í uppsiglingu sem í annála yrði skráð. En annað kom á daginn. Úrslit í öðrum leikjum voru nokk- uð eðlileg þó Þórarinn „gæfi“ út 6 vinningsstig. Ekki svo gott að sjá fyrir endinn þar. í 2. umferð var nokkuð ljóst að Þórarinn yrði skeinuhættur í mót- inu eftir 16-4 sigur á sveit Jóns Hj. Sveit Karls fékk óskabyrjun, vann aftur hreint og var með 40 stig af 40 mögulegum. í 3. umferð vann Karl aftur hreint og var nú kominn með 60 stig af 60 mögulegum. Þórarinn vann Aðaistein einnig hreint og Sævars-menn tóku Óðalsbændur í tíma með 19-1 sigri. Staðan var þá þessi: Sveit Karls 60 stig. Sveit Þórarins 50 stig. Sveit Sævars 48 stig. Og ljóst að þessar þrjár sveitir börðust um sigur. í 4. umferð mættust svo Þórarinn og Karl. Og Þórarinn innbyrti 19-1 sigur örugglega, á meðan Sævar fékk öll stigin á móti Aðalsteini. Og staðan orðin þessi: Sveit Þórarins 69 stig. Sveit Sævars 68 stig. Sveit Karls 61 stig. í 5. umferð varð ljóst að Þórar- inn og Sævar yrðu einir um hituna í lokin um sigurinn. Sævar vann Karl með 18-2 og Þórarinn vann Ólaf með 19-1. Tóti átti því 2 stig á Sæv- ar eftir 5 umferðir. í 6. umferðir rústaði Þórarinn svo Þórði hreint og Sævar fékk sinn skammt á móti Ólafi, einnig 19-1. Staðan var þá þessi fyrir síðasta leik: Þórarinn 108 stig. Sævar 105 stig. Karl 73 sitg. Jón Hj. 69 stig. Og svo skemmtilega vildi til (það var dregið um röð sveita) að tvær efstu sveitirnar kepptu innbyrðis í síðasta leik og sveitir no. 3 og 4 einnig innbyrðis. í baráttunni um 3. sætið hafði Karl betur og sigraði með 12-8. Úrslitaleikurinn var sýndur á MÓTSTA FLA FYRIK ÚRSLIT ISLA(SII>SMÓTS 1 SVEITAKEPPNI 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Stig Róö 1. SiVwn l}()il)j(")insson * 2o 19 20 12 /9 ±3 9 loZ 2b. 2. Bragi Hauksson ¥ ~5 /3 /d (0 (d 0o HZ 5. 2. jón Hjaltason 1 20 ♦ U 8 /3 y 2C 77 •f 4. Aö.ilsU'mn lörgensi'ii *H 7 9 0 7 X 35 7 5. Karl Sigurlijartarson X (0 IZ 2D * 20 1 20 85 3. (). Olatur Lárusson 1 /V 7 /3 0 ¥ í O 3 lo (o. 7. Þórarinn Sigþorsson 20 H ((o 70 19 19 ♦ 20 /2$ i 8. Þórður Elíasson H V +3 r2 20 * ZZ 8. Sveit Þórarins Sigþórssonar, íslandsmeistari í sveitakeppni 1983. F.v. eru Guðmundur Páll Arnarson, Þórarinn Sigþórsson fyrirliði, Björn Eysteins- son, Guðmundur Sveinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Þorgeir P. Eyjólfsson. sýningartöflu á Loftleiðum að viðstöddu miklu fjölmenni. Jakob R. Mölíer og Stefán Guðjohnsen skiptust á gáfulegum athuga- semdum um leikinn (í stíl Hemma Gunn.). Þórarinn-Guðm. Páll og Björn-Guðm. Herm., spiluðu leikinn fyrir sveit Þórarins og er skemmst frá því að segja, að þessir fjórir sýndu mikla yfirvegun og mjög góða spilamennsku á sýning- artöflunni. Það góða, að sennilega hefðu fáir staðist þeim snúning í þessum leik. Það má segja að sveit Sævars var óheppin að mæta fjór- menningunum í þessu banastuði, einmitt í síðustu umferð, því sveit Þórarins var einfaldlega betri í þessum leik. Miklu betur, því úrs- litin urðu 20-3 Þórarni í vil, eða 109-30 í imp-stigum. í hálfleik var staðan 51-17. Að gefa út aðeins 30 stig í leik, þykir mjög góð spila- mennska. En að gefa út 30 stig í þessum leik, eru úrslit allra tíma. Umsjón Ólafur Lárusson Ekki verður lagður neinn dómur á það, hver hafi verið bestur eða lakastur. Þó gerir þátturinn þá undantekningu að geta þess sem var álit margra sem horfðu á allt mótið, að einn spilari hafi staðið sig það vel að athygli vakti. Það er sá gamalreyndi spilari úr Hafnarfirði, Björn Eysteinsson. Og kemur lík- lega fáum á óvart, því Björn hefur einn ljúfasta rnakker í okkar bri- dge, sem er Guðmundur Sv. Her- mannsson. Árangur annarra sveita í mótinu var lélegur. Nema sveit Braga Haukssonar, sem náði 5. sætinu í mótinu, sent er dulítill sigur fyrir unga fólkið í þeirri sveit og ár- eiðanlega mun betra en þau reiknuðu með. Sveitir Jón Hj., Ólafs og Aðal- steins ollu allar vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt. Sveit Þórðar lofaði góðu í upphafi, en sennilega hefur tölvan komið þeim úr jafn- vægi líkt og fleirum. Að sögn Al- freðs Viktorssonar úr sveit Þórðs, segist hann ekki eiga erindi aftur í svona mót, eigi þessi tölvuvitleysa að ráða einhverju í framtíðinn. Með sanni er hægt að taka undir þetta, því öllu má nú ofgera. Eða hvað segja menn um það, að spila 32 spila leik og í þeim leik standa 6-7 hálfslemmur, 1-2 alslemma, 7-8 „villt“ game og restin af spilunum alla vega skiptingar, með alls konar „fórnarmöguleikum" sem raunar flestir stóðust eða slefuðust einn niður á öfugum hættum? Ef einhver hefur gaman af þessu, þá er það áhorfandinn sem situr við hliðina á spilaranum og glottir að ping ponginu. Röggsamur keppnisstjóri á móti var Agnar Jörgensen. Aðstaða var öll til fyrirmyndar, svo og frá- gangur og skipulagning mótshalds. Vert er að geta fréttaflutnings af mótinu, sem var með eindæmum góður og til mikillar fyrirmyndar. Þó hefði verið gaman að sjá „lif- andi“ mynd í sjónvarpinu okkar af mótinu og sigurvegurum þess, í stað vangamyndar af Þórarni rúm- leg tvítugum, þó myndarlegur sé. Þátturinn óskar þeim félögum innilega til hamingju með þennan glæsilega sigur. Frá Bridgesambandi Vesturlands Helgina 9. og 10. apríl n.k. verð- ur Vesturlandsmótið í tvímenning haldið í Hóteli Stykkishólmi. Spil- aður verður Barómeter og keppn- isstjóri verður Guðmundur Her- mannsson. Mótið er opið öllum bridgespilurum á Vesturlandi. Keppnisgjald verður kr. 800 á mann og er innifalið í því gisting, Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Eftir 1. kvöldið a 3 í Butler keppni félagsins, sem 32 pör taka þátt í, er staða efstu para þessi: Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson 77. Ágúst Helgason - Ólafur Valgeirsson 74. Guðni Þorsteinsson - Sigurður B. Þorsteinsson 73. Jón Baldursson - Hörður Blöndal 70. Guðmundur P. Arnarson - Þórarinn Sigþórsson 64. Bragi Erlendsson - Ríkharður Steinbergsson 63. Aðalsteinn Jörgensen - Stefán Pálsson 61. Hjalti Elíasson - Guðmundur Pétursson 60. Meðalskor er 50. Frá Bridgefélagi Suðurnesja Forkeppni meistarmóts Suður- nesja hófst mánudag 14. mars ’83. Spilaðireru 16 spila leikir 13 sveita. Fjórir fyrstu spila til úrslita inn- byrðis. Staðan eftir fjórðu umferð er þessi: 1. Haraldur Brynjólfss. 61 stig 4 leikir 2. Grethe Iversen...59 stig 4 leikir 3. Alfreð Alfreðsson.. 56 stig 4 leikir 4. Sigurður Brynjólfss. 47 stig 4 leikir 5. Guðmundur Ingólfsson 37 stig 3 leikir 6. Jóhannes Ellertsson36 stig 3 leikir Næst er spilað á mánudag. Fé- lagar eru minntir á æfingar á fimmtudögum í Framsóknarhús- inu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.