Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. apríl 1983 myndlíst Kirkjan ogtrúinhafaí sameiningu haft afgerandi áhrif á íslenskar listir, eins og listir annarra þjóöa. Þaö var því tími til kominn aö gerö væri úttekt á kirkjulist hér á landi, sögu hennarog útbreiðslu. Kirkju- eöatrúárlisteru hugtökallmikið áreiki. Erlistendilegatrúarlegs eðlis þótt hún standi í kirkju? Er trúarleg list einungis sú list sem fæðist í tengslum viö kirkjuna? Slíkum spurningum er erfitt að svara. En þaö hefur veriö reynt aðeinhverju leyti á Kjarvalsstööum, þarsem nú stenduryfirsýningin „Kirkjulist", sannkölluö páskasýning. og önnur trúarleg list sýnd á Kjarv alsstöðum L________________________________ Sýningin er á vegum kirkjulist- arnefndar, en í henni eiga sæti þeir Björn Th. Björnsson, dr. Gunnar Kristjánsson og Jóhannes S. Kjarv- al. í dómnefnd sátu auk þeirra, Björg Þorsteinsdóttir og Níels Haf- stein. Hönnuðir sýningarinnar voru arkitektarnir Dagný Helga- dóttir og Guðni Páísson. En um aðra hönnun, s.s. merkis, sýning- arskrár og auglýsingaspjalda sá Ól- öf Baldursdóttir og Auglýsinga- stofa Ólafs Stephensens. Af öllum þeim fjölda fólks sem að sýningunni stendur, má ráða umfang og stærð hennar. Hvert horn Kjarvalsstaða hefur verið lagt undir þetta mikla fyrirtæki. í hverj- um krók og kirna eru annað hvort ný eða gömul verk sem að ein- hverju eða mestu leyti standa í tengslum við kirkju og trú. Vegleg og fallega hönnuð sýningarskrá upp á nær 80 síður spannar ýmsa þætti trúarlegrar listar um leið og hún gerir sýningargripum verðug skil. Inngangur skrárinnar er ávarp biskups, herra Péturs Sigurgeirs- sonar, en á eftir kemur grein dr. Gunnars Krjstjánssonar „Trúarleg list - Kirkjulisf. Ekki er mér ör- grannt um að dr. Gunnar gangi ein- um of langt í að stimpla ýmsa ver- aldlega list sem geistlega. Ef öll þau listaverk sem hann tínir til eru trúarleg, hellamálverkin jafnt sem „Guerniea'' Picassos, er hreinn ó- þarfi að halda sérstaka trúarlistar- sýningu. II. Ritgerðir Björns Th. Björns- sonar „Um kór og skip" og Harðar Ágústssonar „fslensk kirkjubygg- ing að fornu og nýju", eru mark- vissar og skýrt afmarkaðar við kir- kjulist að fornu og nýju. Þær eru því einkar fróðlegar aflestrar og gera sýningarskrána að ágætu heimildariti og vönduðu. Ekki er laust við að lesandinn skynji vissan „söknuð eftir pápísk- unni" í báðum ritgerðum. Pað er í sjálfu sér eðlilegt. Ef litið er á það með hverjum hætti siðaskiptunum var þröngvað upp á okkur og hvernig postular mótmælenda- kirkjunnar gengu í skrokk á eldri kirkjulist íslenskri, verður tónninn í greinum fagurkeranna Björns og Harðar skiljanlegri. Svipaður söknuður hrjáir sjálfa forsvars- menn lúthersk siðar í dag. Það sést best á nýlegri endurvakningu fjöl- breytilegra rítúals við guðsþjón- ustur í kirkjum landsins. Því þrátt fyrir gömul glappaskot, aflátssölu og annað, verður Leó páfi X. list- elskandi ntönnum ætíð kærari en Lúther og lái þeim hver sem vill. Og íslendingum ntun Jón Arason ávallt verða kærastur allra biskupa. Enda komu í stað reisulegra kirkna miðalda rislítil og ræfilsleg guðshús hins nýja síðar, rúin flestu skrauti sem áður hafi verið fólki til augnayndis. Þeir listamenn sem áður höfðu þjónað kirkjunni hurfu og í stað þeirra komu lítt menntað- ir, handverksmenn, þá sjaldan að kirkjan leitaði á náðir innlendra völunda um kirkj uprýöi. Áhorfendur hljóta því að fyllast vissri lotningu frammi fyrir þeim innileik sem stafar af hverjum þeim grip sent íslenskír hagleiksmenn skópu á fyrstu öldum Iúthersk- „Teikn“, 1982-83. Þetta málverk eftir Bjarna H. Þórarinsson er citt hið athyglisverðasta á sýningunni. 200x400 cm. „Handhæga settið“, 1969. Verkið sem er eftir Magnús Tómasson, er úr járni og flaueli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.