Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. april 1983 Þetta hefur verið erfiður og snjóþungur vetur. Fólk er orðið dálítið leitt og þráir vorið. Einn og einn dag gefur Guð tálvonir með því að blása hlýjum andblæ yfir landið, fjöllin og hafið, en næsta dag skellur á með hreti og kulda. Það er þó bót í máli að sólin fikrar sig ofar á himinhvolf- inu eftir því sem dagarnir líða. Það er léttir og losar um hjarta- rætur. Og þó að kalt sé er maður farinn að ganga með flaksandi frakka og fráhneppt í hálsmálið. Eftir tvær vikur eru kosningar og í næsta mánuði eru fardagar á vori. Það er búið að segja mér upp húsnæðinu og nú hlusta ég grannt á loforð stjórnmálaflokk- anna um húsnæðislán. Hver býður mest? Ekki svo að skilja að ég taki loforðin mjög hátíðlega. Þau eru sjálfsagt eins og andblær Guðs sem hann dregur að sér næsta dag og^hretar svo á mann í staðinn. Þau gefa manni a.m.k. tálvonir og þær eru betri en engar vonir. Ég hneigist til að trúa þeim og geng með frakkann flaksandi og fráhneppt í hálsmálið og fæ svo sjálfsagt kvef og hálsbólgu út úr öllu saman -ef ekki lungnabólgu. Lengi lifi bjartsýnin. Ég er nú búinn að kjósa í ein- um 11 kosningum síðan ég fékk kosningarétt. Fimm sinnum er ég búinn að kjósa á þing, fjórum sinnum í bæjar- og borgarstjórn og tvisvar sinnum forseta. Og alltaf er ég jafn vonglaður um að hið góða muni sigra. Eða þannig. Oftast sigrar það líka, a.m.k. ef maður kann að fara rétt með töl- ur. Og það kann maður orðið. Já, lengi lifi bjartsýnin! Bráðum kemur vorið og ég fæ húsnæði með 80% láni til langs tíma. Og síðan leysist allt af sjálfu sér. Ég fer úr frakkanum. Ég er á leiðinni upp Banka- stræti í frosti og vindgjósti snemma á fimmtudagsmorgni. Ferðinni er .heitið í Vegamóta- útiblá Landabankans til þess að láta af hendi þær fáu krónur sem enn leynast í ávísanaheftinu. Og vika í næstu útborgun. Ég fer aftur í frakkann. Sólin skín hátt á himni og kast- ar geislum sínum á fölgrátt mal- bikið og hvítyrjótta Esjuna. Ég hneppi að mér. Hún hitar ekki. Vorið er varasamur tími og veður öll válynd. Og svo einn daginn er skollið á með blanka- logni. Maður sveiflast á milli blendinna tilfinninga. í dag er ég glaður. í dag er ég hryggur. í dag er ég reiður. Þetta bjargast allt. Það ferst ekki neitt. Ef ekki í næstu kosn- ingum þá seinna. Ég hneppi frá. -Guðjón Söfnunarhelgi SÁÁ Sjónvarps- þáttur — Opið hús Nú um helgina verður stærsta átakið í söfnun SÁÁ vegna nýju sjúkrastöðvarinnar við Grafarvog. SÁÁ verður með skemmtidagskrá í sjónvarpi kl. 21:00 laugardags- kvöld í beinni útsendingu. Um- boðsmenn SÁÁ um land allt munu taka við gjafabréfum og sækja þau heim til manna, sé þess óskað. Op- ið hús verður hjá SÁÁ í Reykjavík að Síðumúla 3-5 kl. 13:00-18:00 laugardag og sunnudag. Þar gefst almenningi kostur á að ræða við forráðamenn SÁÁ um starfsemina og söfnunina. Dallas-leikarinn Ken Kercheval (Cliff Barnes) verður á skrifstofu SÁÁ að Síðumúla 3-5 kl. 15:00- 17:00 á laugardag til að ræða við gesti og svara fyrirspurnum. Einnig mun hann væntanlega líta þar inn eftir hádegi á sunnudag áður en hann heldur utan aftur. Þeir sem vilja styðja söfnunina, en hafa af einhverjum ástæðum ekki fengið gjafabréf sent eða glatað því, geta fengið gjafabréf af- hent á skrifstofu SÁÁ í Síðumúla. í sjónvarpsþættinum munu margir ágætir skemmtikraftar gefa vinnu sína, þar á meðal Ken Kerc- heval, sem kemur hingað söfnun- inni algjörlega að kostnaðarlausu. Þessi dýri skemmtikraftur leggur á sig nær 40 klukkustunda ferð frá Kaliforníu fram og til baka ein- göngu af áhuga á að leggja þessu málefni lið. V- * sunnudagskrossgátan Nr. 366 1 2 3 3' 6> V 7- v- T~ V ? /0 2J 23 u fZ /3 /<? 'S~ 2 $2 Uo )? )e 2i? 7T~ ¥ 20 Z/ 22 y )7- )\ ¥ 22 V 20 2/ 2 3 22 3 2b~ 20 /(? /9 /s~ 20 Zt- V w 3t9 ib u T~ 22 ¥ Zo Zs 22 9 2/ 2S~ 19 /7 $ T~ V )Z 2 V 2í>~ 2L /3' 2? /é 2<e 2s~ fiT 2/ fi 3 2b~ 2l CY' Y 23 20 22 3 26 23 Qp )? /<? <V> Zl /r Y Z8 82 b1 20 23 28 22 19 2Z 2 e V n? 2b~ \<s 1Z V 23 22 3 ý? // V zr fti n lf '8 /7 /8 22 2b 30 /6 /f / (c? /S’ V /3 é ¥ H> )8 /3° 23 u w tS~ 1? )<? /r V 8 22 /2 V 2 V T~ 22 /b $2 2 )<r 2 * 22 3 )8 3 22 AÁBDÐEÉFGHllJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns- nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 366“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 1? 20 23 20 28 22 10 8 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnr er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgur orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Vcrðlaun fyrir krossgátu nr. 362 hlaut Birna Oddsdóttir, Klcpp- svegi 27, Rvík. Þau eru Lífið á jörðinni eftir David Attenboro- ugh. Lausnarorðið var Plym- outh. Verðlaunin að þessu sinni er hljómplatan Voulcz-Vous með Abba.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.