Þjóðviljinn - 09.04.1983, Síða 2

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. aprfl 1983 Tveggja timafjörugur vinnustaðafundur Arnór Pétursson og Ólafur Ragnar Grímsson komu í vinnu- staðaheimsókn hjá Vífllfelli á Ar- túnshöfða í gær og fluttu þar ræður, dreifðu kosningabæk- lingum og svöruðu fyrirspurnum starfsmanna verksmiðjunnar. Varð úr hinn fjörugasti fundur sem stóð í um tvo tíma. Margir frambjóðenda Alþýðu- bandalagsins hafa sótt heim vinn- ustaði stóra og smáa að undan- förnu til að kynna Alþýðubanda- lagið fyrir kosn ingarnar. Alþýðubandalagið eini kosturinn Talsmenn Alþýðubandalags- ins leggja áherslu á það að AI- þýðubandalagið sé eini kosturinn gegn ofurvaldi Sjálfstæðisflokks- ins í þjóðfélaginu og vara við því að pólitísk samtök atvinnurek- enda styrkist í þessum kosn- ingum. I gær heimsótti Ólafur Ragnar aðra vinnustaði Ifuk Vífilfells. Þannig heimsótti hann BM Vallá, í gærmorgun Grænmetisverslun- ina og Vita- og hafnarmálaskrif- stofurnar síðla dags. -óg Arnór Pétursson 9. maður á G-listanum í Reykjavík er hér að dreifa kosningaplöggum áður en hann flutti ræðu og svaraði fyrirspurnum á vinnustaðafundinum í Vífilfelli í gær. Ólafur Ragnar að útskýra samstarfsgrundvöll Alþýðubandalagsins með starfsmönnum Vífdfells í gær. Tilkynning frá Byggðasjóði. í lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum er gert ráð fyrir útvegun fjármagns til lánveitinga til fyrir- tækja, sem þurfa að bæta aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustað. Samkomulag hefir verið gert milli Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og félagsmála- ráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr Byggðasjóði af sérstöklu fé, sem aflað verð- ur í þessu skyni. Umsóknir um lán þessi skulu því sendar Byggðasjóði, Rauðarárstíg 25, Reykjavík á umsóknareyðublöðum Byggðasjóðs, þar sem sérstaklega sé tekið fram, að um sé að ræða lán vegna bætts aðbúnaðar, hollustu- hátta og öryggis á vinnustað. Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k. Endur- nýja þarf umsóknir, er áður hafa verið sendar en ekki hlotið afgreiðslu. ÚTBOÐ fp Tilboö óskast í að leggja „stofnlögn í Ártúnsholt" fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Utboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriðjudaginn 3. maí 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 1 ÚTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð, lagningu holræsa, vatns og hitaveitulagna í Selás 6. áfanga fyrir gatnamála- stjórann í Reykjavík og Hitaveitu Reykjavíkur. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 3 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 26. apri'l 1983 kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 skráargatið Skráargatið hefur fengið senda fréttatilkynn- ingu frá Speglinum og hljóðar hún svo: „Félag áhugamanna um alvar- leg málefni hefur sent Jóni Baldvin Hannibalssyni áskoranda einarð- lega orðaða áskorun um að hann mæti á miðilsfundi í Austurbæjar- bíói á kostnað Spegilsins laugar- daginn 23. apríl kl. 20.30 þar sem reynt verður að særa fram anda frumkvöðla sósíaldemokratismans og feðra viðreisnarinnar til skrafs og ráðagerða um myndun nýrrar viðreisnarstjórnar. “ ✓ / næstu viku byrjar kosningasjón- varpið á fullu og bíða margir eftir- væntingarfullir eftir að sjá flokka- kynninguna sem flokkarnir sjálfir hafa veg og vanda af. Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn sem notfærir sér ekki aðstoð sjónvarps- ins við gerð síns þáttar. Hann er algerlega búinn til úti í bæ á vegum Saga-film og stjórnar Baldur Her- mannsson fyrirtækinu. Er mikið við haft og ’ logið um allt land-til að kvikmynda. M.a. var farið í sérflug til Boiungarvíkur til að sýna fyrir- myndarríki kapítalismans undir stjórn Einars gamla Guðfinns- sonar. Reyndar er einna mest í húfi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Vestfjörðum því að þar er flokkurinn klofinn í tvær andstæðar fylkingar ogm.a. hangir þar þingmannsframtíð sonarsonar Einars gamla, Einars Guðfinns- sonar yngri, á spýtunni. Sigurlaugu Bjarnadóttur á T-listanum hefur borist liðsauki að sunnan sem ekki mun vera ónýtur. Það er Sigurður Bjarnason frá Vigur, bróðir henn- ar, fyrrv. þingmaður og ritstjóri Morgunblaðsins með meiru. Hann hefur að undanförnu sést á ferð um Vestfirði eins og grár köttur að ag- itera fyrir systur sinni. Hafnarbíó verður nú að öllum líkindum rifið einhvern næstu daga og verða þá þrjú leikhús á götunni eins og fram hefur komið. Töluverður skriður Jón Baldvin: Tekur hann áskorun- inni? Sigurður frá Vigur: Til liðs við systur er nú kominn á það að fá gamla Sjálfstæðishúsið (seinna Sigtún) við Austurvöll til afnota fyrir þessi leikhús enda liggur það alveg beint við. Þar er ágæt aðstaða og gamall, fallegur salur sem gamlar leiklist- arminningar eru tengdar við. Þar voru t.d. í gamla daga færðar upp frægar revíur (Bláa stjarnan o.fl.). Póstur og sími á húsið og hefur þrá- ast við að ljá það til þessara afnota enda þótt vel mætti vera þar mötu- neyti á daginn áfram. En nú er sem ságt að rofa til. Tíminn segir í gær frá skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna á Litla- Hrauni, bæði meðal fanga og fang- avarða. Bandalag jafnaðarmanna og Alþýðubandalagið eiga mest fylgið meðal fanga en Sjálfstæðis- flokkurinn meðal fangavarða. Síð- an bætir Tíminn því við að á Litla- Hrauni eigi Vilmundur og Svavar fylgi sem ekki hleypur burt. Þetta er nú reyndar heldur ósmekkleg at- hugasemd. í skoðanakönnuninni fékk D-listi 22 atkvæði (31%), C- listi 19 atkvæði (27%), G-listi 15 atkvæði (21%), B-listi 6 atkvæði (8%), A-listi 4 atkvæði (6%), V- listi 2 atkvæði (3%) og Fylkingin 1 atkvæði (1,5%). Eins og fram kom í Þjóðviljanum í gær var ljósmyndari Þjóðviljans mætt- ur á „stórfund“ Jóns Baldvins Hannibalssonar í Sigtúni á fimmtu- dagskvöld. Þegar hann ætlaði að fara að taka mynd af fundarsókn hljóp Bryndís Schram og bannaði allar myndatökur á þessum al- menna og opna fundi og rak síðan ljósmyndarann út með offorsi. Það hlálega var að blaðamaður Al- þýðublaðsins hafði skömmu áður beðið ljósmyndarann að taka myndir fyrir sig pnda hefur Al- þýðublaðið ekki á að skipa Ijós- myndara. Verður blaðið því líklega af öllum myndum um þennan eftir- minnilega kosningafund og verður að láta sér nægja skriflega frásögn. Stjörnumessa Dagblaðsins og Vísis var haldin með glans og glimmer á Broadway á fimmtudagskvöld og bar það m.a. til tíðinda að ein af aðalstjörn- unum, Bubbi Morthens sem flest atkvæði fékk sem tónlistarmaður og textahöfundur ársins, mætti alls ekki. Á poppsíðu Þjóðviljans í dag greinir Bubþi frá ástæðunum fyrir því að hann kom ekki til þessarar uppsköfnu hátíðar. Stuðmenn fengu mörg verðlaun á hátíðinni og gerðu ýmsar athugasemdir sem forráðamönnum keppninnar féll ekki meira en svo vel. Valgeir Stuðmaður sagði t.d. er hann handlék álstyttuna sem var verðlaunagripur „Hún er billeg þessi“ en engum stökk bros. Egill Ólafsson sagði líka að það væri alls ekki rétt að Ragnar Halldórsson forstjóri álversins væri sköllóttur. Hann væri með álskalla.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.