Þjóðviljinn - 09.04.1983, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Qupperneq 21
Helgin 9.-10. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 skák D an Hansson sigraði á Skákþingi íslands 1983 Skáksamband íslands vill meina að hann geti ekki orðið íslandsmeistari Helgi Ólafsson skrifar Eins og fram hefur komið í frétt- um sigraði Dan Hansson á Skák- þingi Islands sem lauk síðastliðið miðvikudagskvöld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur við Grensás- veg. Dan hlaut 9 vinninga af 11 mögulegum og varð IV2 vinningi á undan næstu mönnum. Sigur hans þarf ekki að koma á óvart; hann var einn af stigahæstu mönnum mótsins þegar lagt var af stað og tefldi af öryggi mótið út í gegn. I fyrstu fjórum umferðunum hlaut hann 3'h vinning, síðan tapaði hann nokkuð óvænt fyrir Gylfa hórhallss en sló ekki mikið af eft- ir það, hlaut úr sex síðustu skákun- um S'A vinning. Lokaniðurstaðan á mótinu varð á þessa leið: Dan Hansson 9 v. 2.-4. Elvar Guð- mundsson, Ágúst Karlsson og Hilmar Karlsson allir með l'h vinn- ing. 5. Sævar Bjarnason 7 v. 6. Gylfi Þórhallsson 6 v. 7.-9. Magnús Sólmundarson, Áskell Örn Kára- son og Hrafn Loftsson allir með 4 V2 vinning. í Áskorendaflokki sigraði Pálmi Pétursson frá Akureyri, en hann sigraði nýlega á Skákþingi Norðurlands og í Opna flokknum bar Kópavogsbúinn Haraldur Baldursson sigur úr býtum. Keppni í unglingaflokki fer fram um hvíta- sunnuna. Svo virðist sem Skáksamband ís- lands hafi ekki hirt um að koma sér upp frambærilegum rökum fyrir því að Dan getur ekki orðið Skák- meistari íslands. Forseti Skák- sambands íslands, Gunnar Gunn- arsson, mun í setningarræðu hafa vitnað til þess að Dan væri ekki íslenskur ríkisborgari og gæti því ekki orðið íslandsmeistari. Það er að vísu rétt að Dan hefur ekki öðl- ast íslenskan ríkisborgararétt, en hann hefur þó búið hér undanfarin þrjú ár, kvæntist íslenskri konu um páskana og mun hafa í hyggju að setjast hér að til langframa. Hann hefur verið virkur þátttakandi í ís- lensku skáklífi, tekið þátt í hverju mótinu á fætur öðru og því enginn gestur eins og skáksambandsmenn vilja vera láta. Þessi atriði ættu að duga honum til þess að vera út- nefndur Skákmeistari íslands og því virðist mér aukakeppni sú sem Skáksambandið ætlar að láta fara fram um þennan titil vera marklaus með öllu. Undanfarin ár hafa útlendingar orðið fslandsmeistarar í ýmsum greinum íþrótta og minna á að KR- ingar undir stjórn Anders Dahl Ni- elsen eru á góðri leið með að verða íslandsmeistarar í handknattleik. Viktor Kortsnoj varð skákmeistari Sviss áður en hann öðlaðist sviss- neskt ríkisfang og einn þátttakenda Sveinn Gunnar Gylfason Á öðrum degi páska andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík einn efnilegasti skákmaður meðal yngri kynslóðarinnar á íslandi. Sveinn G. Gylfason margfaldur unglingameistari í skák lést eftir stutta sjúkdómslegu. Hann hafði hafið þátttöku í Opna flokknum á Skákþingi íslendinga er hann veiktist. Hann var aðeins 16 ára gamall er hann lést, fæddur 9. apríl 1964. Foreldrar hans eru hjónin Gylfi Guðmundsson skólastjóri Grunnskólans í Keflavík og Guð- rún Jónsdóttir kennari. Þrátt fyrir ungan aldur hafði Sveinn vakið á sér athygli fyrir til- þrif sín við skákborðið. Aðeins 12 ára gamall varð hann skákmeistari Kaupmannahafnar í sínum aldurs- flokki. Það var árið 1978 og sama ár varð hann í 2. sæti á unglinga- meistaramóti Kaupmannahafnar, en í aukakeppni fjögurra efstu keppenda á því móti gerði hann sér lítið fyrir og lagði alla mótstöðu- menn sína að velli. Eitt besta afrek hans er þó tví- mælalaust sigur hans á Unglinga- meistaramóti íslands 1980. Hann var þá 14 ára gamall, en mótið var opið fyrir keppendur upp að 20 ára aldri. Sveinn hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum í keppni þessari, tap- aði fyrstu skák sinni en vann allar þær sem eftir voru. Sá sem þessar línur ritar kynntist Sveini lítillega er Sveinn tók þátt í skáknámskeiði því sem Jón Hjart- arson hélt í Skákskólanum á Kirkj- ubæjarklaustri vorið 1981. Það duldist engum að þar væri frábært efni á ferðinni, en hann var að auki alveg sérstaklega hress og skemmtilegur unglingur. Skákmenn munu minnast Sveins með söknuði. Foreldrum og aðstandendum sendi ég samúðar- kveðjur. Helgi Ólafsson. í landsliðsflokki, Elvar Guð- mundsson, varð Skákmeistari Reykjavíkur 1983 og á þó lög- heimili í Garðabæ. Taki menn rök Skáksambands- ins góð og’gild hlýtur það að orka tvímælis að vera bjóða skák- mönnum sem ekki geta unnið titil- inn „Skákmeistari íslands" í fá- mennan hóp þeirra sem þennan tit- il geta unnið. Þá má líka velta þeirri spurningu upp hvort skákir Dan eiga að gilda í mótinu o.s.frv. Sá sem þessar línur ritar óskar Dan til hamingju með sigurinn, en beinir jafnframt þeim óskum vel- flestra sterkari skákmanna lands- ins til stjórnar Skáksambandsins að reyna að vanda framvegis betur til fslandsþingsins. Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar skákir frá liðnu móti að taflmennska Dan var til muna betri en annarra keppenda. Ágúst Karlsson tefldi að vísu skínandi vel framan af, en missti dampinn undir lokin. Gylfi Þórhallsson frá Akur- eyri var í fararbroddi lengst af, en lék niður gjörunninni stöðu gegn Sævari Bjarnasyni í 8. umferð og náði ekki að rétta við eftir það. Elvar Guðmundsson getur teflt betur og Sævar Bjarnason náði sér aldrei almennilega á strik, jafnvel þó svo hann ætti lengst af góða möguleika á íslandsmeistaratitlin- um. Hilmar Karlsson virðist vera mjög vaxandi skákmaður um þess- ar mundir. Hann tefldi af miklu ör- yggi, tapaði aðeins einni skák í mótinu. Þegar komið er að því að velja góða skák sigurvegarans þá staðnæmist maður fljótt við viður- eign Sævars Bjarnasonar og Dan Hansson. Skák þeirra var án efa ein sú besta í mótinu og sigur Dan hefur áreiðanlega haft sitt að segja upp á framgöngu hans síðar í mót- inu, en skákin var tefld þegar í 2. umferð: Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Dan Hansson Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 4. e4 d6 2. c4 g6 5. f3 3. Rc3 Bg7 (Samisch-afbrigðið sem svo er nefnt. Það þykir ein traustasta leiðin sem hvítur á völ á gegn kóngsindver j anum.) 5. .. 0-0 6. Be3 e5 (Kasparov hafði annan háttinn á í níundu og síðustu einvígisskák sinni gegn Alexander Beljavskí. Hann lék 6. - a6, leik sem heldur ýmsum möguleikum opnum.) 7. d5 Rh5 (Vekur upp gamlan draug, leikað- ferð sem David Bornstein beitti fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi síðan. í seinni tíð hafa menn yfirleitt haldið sig við 7. - c6 og frá þeim leik sprettur heilmikil teóría.) 8. Dd2 Dh4+ 9. g3 (9. Bf2 má svara með 9. - Df4.) 9. .. Rxg3!? (Þessi leikur markar upphafið að Bronstein-leiðinni. Svartur gefur drottningu sína fyrir tvo létta og tvö peð.) 10. Df2 (Auðvitað ekki 10. Bf2 vegna 10. - Rxfl o.s.frv. Og ekki dugar 10. hxg3 Dxhl 11. Bh3 vegna 11. - Bh6! o.s.frv.) 10. .. Rxfl 12. Ke2 11. Dxh4 Rxe3 (Það er víst eins gott að vara sig á hótuninni 12. - Rg2+!) 12. .. Rxc4 13. b3 (Karpov heimsmeistari hafði þessa sömu stöðu gegn júgóslavneska stórmeistaranum Velimirovic á skákmóti í Skopje 1976. Hann lék markvissari leik, 15. Hcl (skorið hafði verið inn í leikjunum 9. Bf2 Df4 10. Be3 Dh4+). 15. - Rxb2 er þá tæpast hollt vegna 16. Hc2! Rc4 17. Rb5! o.s.frv.) 13. .. Rb6 16. Rf2 Rf6 14. Hcl Ra6 17. Rd3 Bd7 15. Rh3 Bd7 18- Hhgl c6 (Hvítur hefur leyft svörtum að skipa liði sínu fram á þann sem honum listir. Slíkt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra, enda fer brátt svo að svartur nær rífandi spili enda með miklar bætur fynr drotm inguna, tvo létta og tvö peð, sam- fara heilsteyptri peðakeðju. Hvítur hefur aldrei í frammi neina tilburði til að skapa sér sóknarfæri og það verður honum að falli.) 19. dxc6 bxc6 23. Re2 a5 20. Kd2 Hfe8 24. Hgdl c5 21. Kc2 Rc7 25. Rf2 Rd4 22. Kb2 Re6 (Svartur hefur náð öflugu frum- kvæði og skyldi engan undra þegar höfð er í huga ráðleysisleg tafl- mennska hvíts í síðustu leikjum.) 26. Rxd4 exd4 29. Rxb4 a3+ 27. Rd3 a4 30. Kc2 28. b4 cxb4 (30. Kal kom til greina, en senni- lega hefur Sævar óttast möguleika tengda riddarafórn á e4 eða jafnvel 30. - d5. 30. - Rxe4 gengur tæpast vegna 31. fxe4 d3+ 32. Kbl Heb8 33. Hc4 Ha4 34. e5 o.s.frv.) 30. .. Ba4+ 31. Kd2 Ha5 (Svartur afræður að taka ekki skiptamuninn að svo stöddu. Hann hefur allmikla sóknarmöguleika gegn kóngi hvíts og biskupinn á a4 tengist þeim sóknarmöguleikum.) 32. Hdel Hh5 34. Kd3 Rd7 33. Dg3 Bh6 - 35. Kxd4 (35. Rd5 var freistandi leikur en gengur ekki. Svartur á hinn sterka leik 35. - Bb5 + ! og það er sama hverju hvítur leikur, hann tapar alltaf liði. T.d. 36. Kc3 d3+ og37. - d2 eða 36. Kxd4 Bg7+ 37. Ke3 Hxd5! Þá strandar 36. Hc4 á 36. - Re5+.) 35. .. Bg7+ 38. Kf3 Rf6 36. Ke3 Be5 39. Hc7 d5 37. f4 Bb2 40. Rxd5? (Alveg undir lok setunnar gerir hvítur sig sekan um mistök. Hann varð að leika 40. e5 og þá er mikil og spennandi barátta framundan. Framhaldið gæti orðið 40. - Re4 41. Hxe4 dxe4+ 42. Kxe4 með tvísýnni stöðu.) Dan Hansson. Hann hiaut 9 vinn- inga af 11 mögulegum. - Ljósm..: - eik. 40. .. Rxd5 41. exd5 Hd8! (Hér fór skákin í bið. Liðsmunur- inn hefur haldist frá því að svartur fórnaði drottningunni, en vinn- ingsmöguleikar hans eru þó orðnir miklir m.a. vegna þess að hvítum vantar tilfinnanlega átakspunkt.) 42. Df2 HhxdS 44. Hxd7?! 43. Da7 Bd7 (Ekki verður annað séð en að hvít- ur hafi getað komist bærilega af án þessarar tilslökunar.) 44. .. H8xd7 46. Db8 Hd3+ 45. He8+ Kg7 47. He3 Hdl (Að sjálfsögðu fer svartur ekki í hrókakaup. Þau þjóna einungis hagsmunum hvíts.) 48. He8 H7d3 - 50. He8 Kh6! 49. He3 Hd5 (Það er ekki nokkur leið að komast að svarta kóngnum. Nú hillir undir leikslok.) 51. Dc7 Hf5 S7- H«2 Hc4 52. He4 Hfl+ s»- Kg3 Bcl 53. Kg2 Hcl S9- Df8+ Kh5 54. Db8 Hc2+ 60- Dc7 Bxf4+ 55. Kg3 Hc3+ *L Kg2 56. Kf2Hc2+ abcdefgh 61. .. Bd6! (Gullfallegur leikur sem gerir út um taflið. Eftir62. Dxd6 Hg4+ 63. Dg3 (63. Kh3 Hf3 mát eða 63. Khl Hfl mát) Hxg3+ stendur hvítur uppi með gjörsamlega vonlaust hróksendatafl.) 62. De3 Hg4+ 64. Kg2 Hxh2+ 63. Kh3 Hh4+ 6S- Kgl Hg5+ (- og hér lagði Sævar niður vopnin. Svartur svarar 66. Kf2 með 66. - Bc5! og drottningin fellur. Sveitastjóri Starf sveitarstjóra í Stokkseyrarhreppi er laus til umsóknar frá og meö 1. júlí 1983. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um fyrri störf, þurfa að hafa borist oddvita Stokkseyrarhrepps fyrir 26. apríl n.k. Upplýs- ingar um starfið veitir oddviti í síma 99-3244 og sveitarstjóri í síma 99-3267. Oddviti Stokkseyrarhrepps. Aðalfundur Leikfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Víðistaðaskóla laugardaginn 16. apríl kl. 3.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.