Þjóðviljinn - 09.04.1983, Síða 28

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Síða 28
MOÐVIUINN Helgin 9.—10. apríl 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins I sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Lánshlutfall er 35,5% af byggingarkostnaði vísitöluíbúða — ekki 12% eins og Morgunblaðið fullyrðir Hlutfall lána frá Bygginga- sjóði ríkisins tii húsbygginga var í fyrra 35,5% af bygginga- kostnaði vísitöluíbúðar, og hef- ur aðeins einu sinni áður verið hærra. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá félagsmálaráðuneytinu í tilefni af mjög villandi upplýsing- um Morgunblaðsins um lánshlut- fall, þess efnis að það sé nú 12% al byggingakostnaði. I fréttatilkynningunni segir, að lánshlutfallið hafi á undanförnum árum verið sem hér segir: 1973.........................31,4% 1974:........................28,0% 1975:........................30,9% 1976:........................36,2% 1977:........................34,2% 1978:........................29,0% 1980:........................30,4% 1981:........................32,7% 1982:....................... 35,5% Hér er miðað við byggingakostn- að svonefndrar „vísitöluíbúðar‘% sem er íbúð í sambýlishúsi og kost- aði í janúar sl. 752.000 kr. í bygg- ingu. Þetta er sú viðmiðun sem not- uð hefur verið lengi og byggir vísi- tala byggingarkostnaðar á þessum grunni. Nokkur ruglingur er á milli vísi- töluíbúðar og svonefndrar „staðal- íbúðar", sem er íbúð í parhúsi mun meira í hana borið og byggingar- kostnaður í janúar sl. 1.382.500 kr. Með því að bera saman bygging- akostnað þessara íbúða og lán húsnæðismálastjórnar er hægt að fá mjög villandi samanburð á þró- un lána til nýrra íbúða - segir í frétt ráðuneytisins. Frá árinu 1980 þegar nýju lögin um Húsnæðisstofnun ríkisins tóku gildi, hafa lán til nýrra íbúða hækk- að ársfjórðungslega í fullu sam- ræmi við hækkaðan byggingar- kostnað og hafa ekki verið hærra hlutfall af byggingarkostnaði á síð- ustu árum en þau eru í dag. Auk þess eru lánin nú miðuð við fjöl- skyldustærð þeirra sem byggja og því hagstæðari fyrir stórar fjöl- skyldur. - eng. Sjá ritstjórnar- grein um húsnæðisstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Stöðvun Framsóknar á verðhœkkun raforku til ísal Engar röksemdir Ken Kerchcval eða öllu heldur Cliff' Barncs virðir fyrir sér sjúkrastöðina í Grafarvogi sem er enn háifklárað verk. Með honum á myndinni eru nokkrir forsvarsmenn SÁA. - Ljósm.: -eik. Cliff Barnes úr Dallas-þáttunum lyftir undir með SÁÁ Enn vantar 10 miljónír segja forsvarsmenn SÁÁ „Hæ. Ég heiti Ken og ég er alkó- hólisti“, sagði Ken Kercheval, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja betur undir nafninu Cliff Barnes og er í hinum víðfrægu Dallas-þáttum erkióvinur skúrsksins JR, við vist- menn á Silungapolli þcgar hann hcimsótti staðinn í gær. Kercheval kom til landsins snemma í gær- morgun ásamt unnustu sinni, Ovu Fox, og tilgangur ferðar hans cr að lyfta undir með SÁÁ og Frjálsu framtaki við að reisa sjúkrastöðina í Grafarvogi. Venjan er sú að menn eru nokk- uð slæptir er þeir koma hingað frá Ameríku en sjónvarpsstjarnan lét sig hafa það að skrölta með rútubíl upp á Sogn þar sem áfengissjúk- lingar í seinni stigs meðferð eru. í bakaleiðinni kom hann svo við á Silungapolli. Á báðum stöðunum hélt hann fyrirlestur um áfengis- vandamálið. Hann sagðist hafa far- ið í meðferð fyrir átta árum, en fyrir fimm árum síðan „datt hánn í það“ og kvað hann það hafa tekið sig tvö ár að ná sér á strik aftur. Síðan hefir ekki ekki lyft glasi. „Ég er ekki viss um að ég lifði það af“. sag'ði þessi geðþekki maður. Ekki sagðist Ken Kercheval liorfa á Dallas-þættina nema þá endrum og eins, sagði að þeir væru nú oft ansi rýrir í roðinu að hans mati. Aðspurður um þá persónu sem er að baki erkióvinarins JR, Larry Hagman: „Oh Larry. He’s crazy. He’s nuts“, sagði hann og brosti tvíræðu brosi, en unnusta hans, Ava Fox bað menn ekki að taka ummæli hans of alvarlega. Þeim skötuhjúum var sýnd sjúkrastöð SÁÁ í Grafarvogi. Þá var komið við í Hveragerði og þar gaus Grýta einu túristagosi við mikinn fögnuð viðstaddra. Nú hafa safnast um 15 miljónir í landssöfnun SÁÁ, en forsvars- menn SÁÁ sögðu að enn vantaði 10 miljónir til viðbótar svo að tak- ast mætti að Ijúka sjúkrastöðinni. Hinir bandarísku gestir okkar munu koma fram í sjónvarpinu í kvöld, laugardagskvöld. - hól. Framsóknarflokkurinn kom í veg fyrir hækkun á raforkuverði til ísal með bráðabirgðalögum, eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá. Framsóknarmenn eiga erfitt með að skýra stefnu sína í álmálinu fyrir kjósendum sínum, sem allir þurfa á rafmagni að halda. Því er gripið til óskiljanlegra útskýringa í Tímanum í gær, þar sem Steingrím- ur Hermannsson kallar tillöguna um bráðabirgðalög „rúsínuna í pylsuendanum". Efnisrök eru þau helst að andstaða hafi verið við þetta á Alþingi í vetur. Staðreyndin er þó sú, að Alþingi afgreiddi aldrei tillöguna um tvö- földun raforku til ísal, hvorki ját- andi né neitandi. Þá telur hann málsmeðferð Hjörleifs þannig að ekki sé hægt að leggja álmálið fyrir erlendan gerðardóm. Það er álit flestra lögfræðilegra sérfræðinga, að allur málatilbún- aður íslendinga sé skotheidur og geti staðist fyrir hvaða gerðardómi sem er. En það er að sjálfsögðu ekki ís- lendinga að vísa málum til gerðar- dóms. íslensk stjórnvöld eiga að taka sínar ákvarðanir. Ef gagnaðil- inn, Alusuisse, vill ekki una þeim ákvörðunum getur hann vísað mál- inu til gerðardóms. Til dæmis má nefna að endurá- kvörðun skatta á ísal var gerð með þessum hætti í vetur. Alusuisse hefur þó enn ekki lagt það mál í gerðardóm, og ekki gefið neinar óyggjandi yfirlýsingar um að þeir hyggist gera slíkt. Yfirklór Steingríms sýnir að Framsókn er rökþrota í álmálinu og hún er í stökustu vandræðum gagnvart almennum stuðnings- mönnum sínum. sem heyrast nú jafnvel nota óprenthæf orð um þingmenn flokksins. - eng. Pressuleikur í körfubolta Á mánudagskvöldið fer fram „pressuleikur“ í körf- uknattleik í Keflavík cn þar mætir landsliðið, sem er að undirbúa sig fyrir Polar Cup, liði sem íþróttafréttamcnn hafa valið. Landsliðið er þannig skipað: Jón Sigurðsson, KR, Jón Kr. Gíslason, Keflavík, Axel Nikulásson, Keflavík, Ríkharður Hrafnkelsson, Val, Pálmar Sigurðsson, Haukum, Torfi Magnússon, Val, Valur Ingimundarson, Njarðvík, Kristján Ágústs- son, Val, Hreinn Þorkelsson, ÍR, Flosi Sigurðsson, Uni- versity of Washington og Þorvaldur Geirsson, Fram. íþróttafréttamenn völdu eftirtalda leikmenn: Viðar Þorkelsson, Fram, Kristinn Jörundsson, ÍR, Jón Steingrímsson, Val, Gísli Gíslason, ÍS, Þorsteinn Bjarnason, Keflavík, Dakar- sta Webster, Haukum, Gylfi Þorkelsson, ÍR, Gunnar Þorvarðarson, Njarðvík, Pét- ur Guðmundsson, ÍR, og Stewart Johnson, KR. Tvö sterk lið, skipuð bestu leikmönnum sem völ er á í ís- lenskum körfuknattleik, og Suðurnesjamenn fjölmenna vafalífið á þennan síðasta stórleik körfuknattleiksver- tíðarinnar hér á landi í vetur. - VS. Ekkert staðbundið kosningaútvarp nú Athygli menntamálaráðherra var vakin á þessu í janúarmánuði, sagði Hörður Vilhjálmsson fjár- málastjóri útvarpsins, cn útvarpið og Landssíminn hafa ekki lengur tækjakost til að lána flokkunum fyrir staðbundið útvarp fyrir kosn- ingar. Hörður sagði, að það væri ekki hlutverk útvarpsins að standa fyrir þessum útvarpssendingum en hins vegar hefði alltaf verið brugðist vel við beiðnum bæði af hálfu útvarps- ins og Landssímans um aðstoð við útvegun tækja og uppsetningu. Nú væri hins vegar þannig ástatt að slíkur tækjakostur væri ekki lengur fyrir hendi - og því gæti hvorki út- varpið né Landssíminn orðið flokkunum innan handar að þessu sinni. -óg. Kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd Munið stórfundinn í Háskólabíói sunnudaginn 10. apríl kl. 14.00. SsSssssJ u ■Þjrwntmiiniiiii ln w iwi\—Iutn ------------------------------_-------*___________________________Kjarnorkuvopnalaus Samtök herstöðvaandstæðinga ..—Norðurlönd ^

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.