Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 13
Helgin 9.-10. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 hægt. Þess vegna bindum við mikl- ar vonir við hina svonefndu af- leysingarþjónustu bænda, sem nú er talað um að koma á. Slíkt væri til mikilla bóta fyrir fólk með kúabú. Er það algengt að konur af bæj- unum hér í kring vinni utan bú- anna? - Já, það er orðið mjög algengt að konur hér í hreppnum vinni út á Sauðárkróki eða inní Varmahlíð. Eins og ég sagði áðan er afkoma bænda með þeim hætti að vinna utan heimilis kemur sér afskaplega vel. Ég þori að fullyrða að eftir þær framkvæmdir sem við stóðum í, við að stækka fjósið og fleira, gætum við ekki framfleytt okkur með því að vinna bæði við búið. Aftur á móti bindum við vonir við þá stækkun á búinu sem við stöndum í og að eftir svona 2-3 ár getum við bæði unnið við búskapinn, og ég þá hætt að vinna utan heimilis. Þú segir að hagur bænda sé slæmur? - Hann er það, þó er afkoma okkar sem erum með kúabú skárri en sauðfjárbænda. Þeir fá greitt fyrir sínar afurðir einu sinni á ári og lenda svo síðla árs í skuldum með þeim ógnar vöxturn sem nú tíðkast og útkoman verður sú að endar ná ekki saman og margir þeirra að gef- ast upp. Það sern vantar fyrst og fremst er ákveðin og skýr heildar- stefna og skipulag í landbúnaði á íslandi. Hér má hver bóndi gera það sem hann vill, án þess að nokk- ur segi orð við því. Menn á góðum kúajörðum geta verið með sauðfé að vild og öfugt. Þetta nær auðvit- að engri átt og bitnar á bændastétt- inni í heild. Eins þarf að aðstoða gamalt fólk á jörðum sem það get- ur ekki selt, til að hætta búskapi það vill hætta en getur það ekki, af því jarðirnar seljast ekki. Rafmagnsgjöfin til ísal bitnar á okkur Maður heyrir mikið kvartað undan raforkuverðinu hér um slóðir, hvernig er það hjá ykkur? - Rafmagnskostnaðurinn er okkur hreinlega að drepa eins og aðra bændur. Eg get nefnt þér sem dæmi að við greiddum á dögunum 11 þúsund krónur fyrir rafmagn í 53 daga og ég hef heyrt töluna 16 þús- und hér skammt frá. Svo er fólk á Suðurlandi að greiða 700 kr. á mánuði og kvartar. En þetta nær auðvitað engri átt. Erfiðleikarnir sem þetta veldur okkur hér verða til þess að fólk verður að neita sér unt margt sem annarsstaðar þykir sjálfsagt, öðru vísi ná endar ekki saman. Manni þykir það hart að borga helming af tekjum sínum fyrir rafmagn á meðan ísal og Ál- verinu er gefið rafmagn eða svo gott sem, og þetta fyrirtæki þver- skallast við öllunt óskum um nýja raforkusamninga. Alltaf verid pólitísk Ef við vendum okkar kvæði í kross, þá langar mig að spyrja þig hvers vegna þú tekur þátt í pólit- ísku starfi. -Á mínu heimili hefur alltaf verið mikið rætt unt pólitík. Ég tók að fylgjast með henni strax sem smástelpa. Faðir minn Haukur Hafstað var hér í framboði og alltaf ntikill sósíalisti, þannig að ég á ekki langt að sækja það að verða róttæk. Meðan ég var í skóla í Reykjavík tók ég þátt í pólitísku starfi, var m.a. í Fylkingunni um tíma en rnissti áhugann á því sem þar fór fram, en var samt alltaf á kafi í pólitíkinni. Og nú eru kosningafundir og kosningaslagurinn að byrja, ekki verður það til að létta undir með þér? - Nei, vissulega ekki. en við skiptum þessu nokkuð á okkur. Ég verð með á fundum hérna ntegin Vatnsskarðs en Húnvetningarnir sín megin. Ertu kvíðin? - Nei, kannski ekki kvíðin, en það er dulítill spenningur í manni. Annars hjálpar það uppá að maður finnur greinilega fyrir miklum meðbyr Alþýðubandalagsins hér í „Maður fmnur greinilega fyrir miklum meðbyr Alþýðu- bandalagsins hér í kjördæminu. kjördæminu. Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn eru þrælklofnir og megn óánægja hjá fólki innan þeirra. Fólk gerir sér grein fyrir og metur það að Al- þýðubandalagið er eini flokkurinn sem býður fram óklofinn og heill, maður verður var við þetta. En svo verður maður líka var við neikvætt viðhorf hjá fólki á pólitík almennt, eins og fólk hafi misst trú á pólit- ísku flokkunum öilum. Það sem þú ert enn ung Ingi- björg, þá gæti nú hæglega svo farið að þú lentir inná þingi fyrr en varir? - Hjálpi mér allar hollar vættir, ég hef aldrei þorað að hugsa þá hugsun til enda. Ég hef alla tíð vilj- að vinna fyrir þessa hreyfingu og vinna að því að einhverjir aðrir úr henni fari á þing, en ekki ég. (Sig- urður skaut því inní að hann hefði nefnt það við Ragnar Arnalds að ef Ingibjörg færi á þing þá yrði hann að verða sér hjálplegur við útvegun á heimilishjálp). En án gamans, segir Ingibjörg, þá hef ég engan sérstakan áhuga fyrir þingmennsku en aftur á móti vil ég taka þátt í starfinu hér og þess vegna sam- þykkti ég að taka þetta sæti. Hitt er svo annað mál að mér þykir sú mynd sem fjölmiðlar sýna af Alþingi mjög neikvæð og hún á sinn þátt í neikvæðri afstöðu fólks til þingsins og þingmanna. Það er aldrei talað um það sem vel er gert á Alþingi og starf þingsins illa kynnt nema sem æsifréttir sem gefa ranga mynd af því. Félagsstarf í tómstundum Vanalega þegar fólk er spurt hvað það geri í tómstundum, er svarið að það lesi og hlusti á tónlist, en hvað með ykkur? - Ja, við lesunt mjög mikið, en þar fyrir utan tökum við all nokkuð þátt í félagslífi hér í sveitinni. Við eruin í Skógræktarfélagi, og ég hef verið í kvenfélaginu og pólitíkinni, þannig að við höfum alveg nóg með tómstundirnar að gera. Svo er það þannig hér innan hreppsins að því er skipt niður á bæina að annast þorrablót og annan mannfagnað og undan því verður ekkert skorast, enda eru öll skemmtiatriði á slíkum samkomum heimatilbúin og fólkið sér um þetta allt saman sjálft. Hitt er svo annað að við gjöldum þess að búa svo nærri þéttbýlinu á Sauðárkróki hvað félagslífi viðkemur. Það er mun meira fé- lagslíf innan þeirra hreppa sem fjær búa. Hér í hreppnum býr á milli 120 til 130 manns og ekki nema steinsnar út á Sauðárkrók. Og svona í lokin Ingibjörg, ertu bjartsýn á komandi kosningar? - Ég verð að játa að ég er það, vegna þess að ég tel mig finna mik- inn meðbyr hjá okkur í Alþýðu- bandalaginu og það væri ósann- gjarnt að vera svartsýn þegar svo ér. - S.dór Bandarískar kvikmyndastjörnur hafa haft sig mikið í frammi í bar- áttunni gegn vígbúnaðarstefnu Ronalds Reagans forseta - og ekki síst Paul Newman, sem víðfrægur er fyrir leik sinn í 43 kvikmyndum. Upp úr 1953 börðu kaldastríðs- stormar á kvikmyndamönnum í Hollywood og hræddu flesta frá af- skiptum af stjórnmálum: vinstri- sinnar, raunverulegir og grunaðir, voru settir á svartan lista og þeim meinað að starfa að kvikntynda- gerð. En nú taka margir Ilollý- woodleikarar og skemmtikraftar þátt í fundum og göngum gegn kjarnorkuvopnum, kjarnorkuver- um og niðurskurði stjórnarinnar á útgjöldum til félagsmála. Meðal þeirra eru Jack Nicholson og Jane Fonda, Joan Baezog Bob Dylan og Robert Redford. Paul Newman hefur sig einna mest í frammi - ekki síst í baráttu fyrir „frystingu" kjarnorkuvígbún- aðar. Hann sagði ekki alls fyrir löngu í sjónvarpskappræðu við annan leikara, Charlton Heston, að það sé blátt áfrant út í hött að deila um það, hvort risaveldið hafi fleiri kjarnorkuvopn - það sé eins og „tveir ntenn sitji í kjallara sem full- ur er af gasi og hefur annar átta eldspytur og hefur áhyggjur yfir því að hinn hafi tíu!“ Paul Newman, sem blaðið Mi- ami Herald kallaði nýlega „best lesna og hugrakkasta Hollywood- leikarann, og þann sem mest af- skipti hefur af félagsmálunt" hefur tekið sæti í stjórnarnefnd óháðrar rannsóknarstofnunar um varnar- mál, Center for Defense Informat- kjn, sem hefur verið rnjög gagnrýn- m á áróður hermálaráðuneytisins í varnarmálum. Það er þessi stofnun sem Morgunblaðið hefur haft mestar áhyggjur af í sambandi við deilur um það, hvort kjarnorku- vopn séu staðsett á íslandi -. Carmen RUM LITUD EIK VERÐ M/DÝNUM Kr 24.127 ■Æ INGVAR ►&GYLFI GRENSÁSVEG 3 81144 Paul Newman: - Situr í stjórn Center of Defense Information. Hollywoodleikarar gegn atómvopnum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.