Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 7
Helgin 9.-10. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 sunnudagspistill Um vmstrið hægrið og konumar Árni Bergmann skrifar Svarthöfíi reiknaði það út á dög- unum, að framboð kvennalista til alþingiskosninga gætu kannski haft þá blessun í för með sér, að Ragn- hildur Helgadóttir yrði einn af næstu ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins. Má vera að þar ratist kjöftugum satt á munn, hver veit. Og það má vera að ýmsar konur myndu líta á slíkan frama Ragn- hildar sem verulegan ávinning fyrir konur í þeim skilningi, að með honum sé gefið fordæmi (það for- dæmi var reyndar fram komið með setu Auðar Auðuns í stjórn). En það er eins víst, að margar verði líka þær konur sem spyrðu sjálfar sig að því, hvort það væri í raun ekki betra að einhver vinstrimaður færi með félags- og heilbrigðismál (dagvistarmál, fæðingarorlof, fóst- ureyðingar og margt fleira) en Ragnhildur Helgadóttir - jafnvel þótt svo ólánlega vildi til að sá væri karlmaður og héti til dæmis Svavar Eða svo spurt sé um stórmál sem varðar mjög afkomu allra „hags- ýnna húsmæðra" - orkusölu til er- lendra auðhringa: eru þau mál bet- ur komin í höndum ráðherra, sem hefur svipuð viðhorf og Verslun- arráðið - ef hún er kona - en í höndum Hjörleifs Guttormssonar? Hér er vikið að spurningum sem tengjast m.a. viðtali sem Síne- biaðið Sæmundur átti við Kristínu Ástgeirsdóttur, þriðja mann á Kvennalista í Reykjavík. En Krist- ín segir: „Það er ekki nóg að koma konum að, málið er fyrir hverju þær berjast. Við erum að móta nýja stefnu sem lítur á málin frá sjónarhóli kvenna". Gott og vel - en, með leyfi að spyrja - hvaða kvenna? Og hvaða stefnu? Konur og Græningjar Kristín leggur á það nokkra áherslu, að stefna kvennalistans sé ekki ósvipuð þeirri sem Græningj- ar hafa í Þýskalandi. Einkum að því er varðar „jafnvægi milli manns og náttúru". Það er vitanlega ekki nema prýðilegt þegar kvenna- hreyfingar taka undir umhverfis- verndarumræðuna, en hún er að sönnu ekki þeirrá einkamál frekar en karla. Krafan um jafnvægi milli manns og náttúru setur mál upp með mismunandi hætti eftir að- stæðum: í Þýskalandi þurfa menn að berjast við heiftarlega mengun, sem drepur skóga og eitrar vatn og andrúmsloft, sem og við kjarn- orkuúrgang. Hér á landi er brýnast að græða sár margra alda ofbeitar og læra að umgangast fiskistofna af skynsemi. En þótt þessi umhverfis- mál gangi oft yfir hefðbundnar skiptingar í vinstri og hægri, þá er það eitt sem veldur því, að flesta andstæðinga umhverfisvernda- manna er að finna hægramegin í stjórnmálum en stuðningsmenn á vinstri hlið. Það er afstaðan til eignaréttar: náttúruvernd krefst þess oft að gengið sé á rétt einstak- linga til að haga sér eins og þeim sýnist vegna þess að þeir „eigi“ land og vötn og fyrirtæki. Virk náttúruvernd er eitur í beinum markaðshyggjunnar. Friöarmál Kvennalistakonur vilja taka vel í friðarbaráttuna og hafa ýmislegt jákvætt um þau mál að segja. En þær eru ólíkar Græningjum og reyndar flestum öðrum evrópskum friðarhreyfingum. Samkvæmt yfir- lýsingum efstu manna kvennalist- anna láta þær sér nægja „frystingu" vígbúnaðar - „það er ekki hægt að afvopna ísland án þess að afvopna annarsstaðar um leið.“ Um slíka „jafnhliða afvopnun" er geysi- víðtæk samstaða um allar jarðir sem einskonar lágmarksviðmiðun. En Græningjar, CND, END og fleiri friðarhreyfingar ganga lengra - sérkenni þeirra er að þær eru reiðubúnar að taka áhættu af ein- hliða frumkvæði í afvopnunarmál- um. Rétt eins og íslenskir her- stöðvaandstæðingar vilja herinn burt. Hér er ekki aðstaða til að fara út í rök piálsins - en óneitanlega er hér verulegur munur á kvennalist- akonum og friðarhreyfingunum og erfitt að koma auga á „sjónarhól kvenna" í landslaginu. Frá Tónlistarskóla Kópavogs Vornámskeiö fyrir 6 og 7 ára börn hefst þriðjudaginn 26. apríl og lýkur föstudaginn 13. maí. Innritun til 22. apríl í skrifstofu skólans Hamraborg 11 2. hæö, kl. 9—12 fyrir hádegi. Skólastjóri. Enginn munur Undir lok fyrrgreinds viðtals er minnt á að fyrir borgarstjórnar- kosningar í fyrra hafi Kvennafram- boðið látið á sér skiljast að hug- tökin vinstri og hægri væru úrelt og Kristín Ástgeirsdóttir er spurð að því hvort þetta sé enn skoðun aðstandenda Kvennalista. Hún svarar: „Það sem við áttum við í fyrra var að það væri harla lítill munur á vinstri- og hægriflokkum í borgar- stjórn. Ég fæ ekki betur séð en sama sé uppi á teningnum á þingi. Flokkarnir beita allir sömu aðferð- um, þessi hugtök eru orðin ó- raunhæf. Hvað meina menn nú orðið með hugtökum eins og t.d. vinstri og sósíalismi? ....Við viljum hefja umræðuna upp fyrir stimpla- planið“. Það er alveg rétt að það sýnist einatt lítill munur á vinstri og hægri í bæjarstjórnum. En þetta þarf ekki að stafa af spillingu og sam- tryggingu. Það er blátt áfram all- víðtæk samstaða í þjóðfélaginu um vissar tegundir þjónustu, og obb- inn af peningum t.d. bæjarfélaga er fyrirfram fastur í þeirri samstöðu. Hinu gleyma menn oft, að viss samstaða t.d. um nauðsyn dagvisri arstofnana er ekki sjálfsagt mál. Hún hefur orðið til í löngum átökum milli hægri- og vinstri- flokka. Sósíaldemókratar og sósí- alistar höfðu frumkvæði í þeim málum og liðkuðu fyrir þeim í bæjarstjórnum og á þingi og f ríkis- stjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn var lengi þrár og þver og taldi dag- vistarstofnanir neyðaúrræði ein- ungis. Saga þessa máls er saga undanhalds hægrisjónarmiða - í bland við það, að nú staða kom upp að framleiðslukerfið spurði meira eftir konum en fyrr. En úr því minnst var á borgar- stjórn og Kvennaframboðið í fyrra: það væri gaman að spyrja þær kon- ur sem síðan hafa unnið að borgar- málum, hvort reynsla þeirra á liðnu ári staðfesti kenninguna um að hægrið og vinstrið séu úrelt hugtök Er enginn munur á Davíð með hans strætisvagnapólitík, leikvalla- gjaldi og fleiri trakteringum og fyr- ri meirihluta? Á þingi Og svo er talið líklegt, að vinstri og hægri séu einnig úrelt hugtök á þingi. Ekki finnst Verslunarráði að svo sé. Ekki finnst þeim Sjálfstæð- ismönnum svo vera, sem bíða með öndina í hálsinum eftir að fá möguleika á að byrja á nýjum framkvæmdum fyrir herinn, eða þeim, sem líta með tortryggni á fé- lagslegar lausnir í húsnæðismálum og telja þær grafa undan sjálfs- bjargarhvötinni. Og svo mætti lengja telja. Munurinn Hitt er satt og rétt, að menn eru á hverjum tíma krafðir um það hvert sé inntak hugtaka eins og vinstri og sósíalismi. Sumir telja það t.d. nóg sósíalistum, að taka jákvætt undir kaupgjaldsbaráttu verkalýðsfé- laga, vinna að auknum tekjujöfn- uði með samningum og skattapó- litík, vera örlátari en hægrimenn til félagslegrar þjónustu og þar fram eftir götum. Aðrir nema ekki stað- ar fyrr en við afnám séreignar á helstu framleiðslutækjum, nýja framleiðsluhætti sem byggi á sjálfs- stjórn verkamanna. Samkomulag um skilgreiningar á „vinstri“ og sósíalisma verður ekki neglt niður - sem betur fer liggur mér við að segja, því ef menn gerðu það, er eins líklegt að þeir sætu eftir í kreddufeni og veruleikinn hlypi frá þeim. Hitt skiptir svo meira máli, að þótt ekki verði hugsað í því mynstri, að hér byrjar sósíalisminn og hér endar hann - þá er um raun- verulega pólitíska strauma að ræða, sem leita saman í farveg er stefnir annað en þeir straumar, sem geta af sér United Fruit Com- pany, Exxon, Pinochet, Franz- Josef Strauss, Margaret Thatcher, Ronald Reagan - og Verslunarráð íslands. Víddirnar Það var haft nokkuð á oddi í fyr- ra, að hver og einn ætti að hafa rétt til að skilgreina sig sjálfur í pólitík. Ef Kvennalistakonur vilja skil- greina sig sem vantrúarfólk á vinst- rið og hægrið og leitendur „Þriðju víddarinnar" (sem Kristín minnist á), þá er það vitanlega meira en velkomið. En þetta þýðir líka að sósíalistar, karlar sem konur, hafa þörf og skyldu til að skilgreina sig enn betur og rækilegar en áður í þeirri afstöðu til eignaréttar, sam- hjálpar og mannlegrar samstöðu sem greinir menn í vinstrisinna og hægrisinna. Og, svo vikið sé aftur að við- talinu í Sæmundi - það er, því mið- ur, hægara sagt en gert, að „hefja umræðuna upp yfir stimplaplanið" - upp fyrir „úreít hugtök um hægri og vinstri“. Þegar minnst varir kemur Vilmundur og segist vera ekki aðeins þriðja víddin heldur sjálf fimmta víddin - og skipti nú engu máli hægri og vinstri („sami grautur í sömu skál“), né heldur kvennareynsla og karlareynsla - heldur stendur og fellur gæfa vor með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds! Engu er líkara en þetta undarlega fagnaðarerindi ætli að ganga mun betur í mann- skapinn en málflutningur V- listans, sem átti sér þó þá mikil- vægu réttlætingu að misrétti kynj- anna er staðreynd. ÁB Bókari óskast Starf bókara hjá Selfosskaupstaö er laust til umsókntir. Góö bókhaldsmenntun og starfs- reynsla er nauðsynleg. Umsóknir sendist bæjarskrifstofunni, Eyrarvegi 8 Selfossi, eigi síöar en 20. apríl nk. Undirritaöur ve'itir allar nánari upplýsingar um starfið í síma 99-1187. Bæjarritarinn á Selfossi Aöalfundur VERKAKVENNAFÉLAGSINS FRAM- SÓKNAR verður haldinn sunnudaginn 17. apríl kl. 14 í lönó. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundastörf 2. Önnur mál. Félagskonur vinsamlegast sýniö skírteini við innganginn. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.